Morgunblaðið - 16.03.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.03.1960, Blaðsíða 13
Miðvikudasur 16 marz 1960 MORGUNBLAÐIÐ 13 ii': ■ : ■Jl . myndarmnar einn at yngri kynsloðinni Farmiðasalan eykst ár frá ári Rætt við fulltrúa Loftleiða í Gautaborg ÞANN 27. maí 1954 fór fyrsta flugvélin frá Loftleiðum frá Gautaborg til Reykjavíkur. Með þessu stigu forráðamenn Loft- leiða spor í framfararátt í við- leitní sinni að veita farþegum sínum sem bezta þjónustu. Eftir þetta var farin ein ferð í viku Mikið af námsfólki f ljós hefur komið að fólk það, sem flýgur með Loftleiðum héð- an til Ameríku er fólk, sem verð- ur að kosta ferðir sínar sjálft t. d. til að heimsækja gamla ættingja eða vini, sem flutzt hafa frá Sví- þjóð á unga aldri til Ameríku. Hins vegar má nefna þá, sem ferðast á kostnað fyrirtækja eða anna.-ra. Fyrir þá skiptir verðið litlu máli og fljúga þeir því flest- ir með skanúinavisku flugsam- steypunni SAS. Viðskiptavinir Loftleiða eru mestmegnis milli- stét' .fólk frá kcupstöðum Lcds- ins, bændur, ná sfólk, m. a. há- skólastúdentar, sem fengið hafa styrki til framhaldsnáms í Am- i eríku og verða að nýta hvern eyri, sem þeir fá. Einnig mætti í þessu sambandi nefna prófess- ora og kennara, sem hlotið hafa styrki til vísindanáms. Vegna þessa hefur borið mikið á far- miðasölu frá háskólabæjunum Lundi og Uppsölum. fulltrúum frá mörgum ferðaskrif stofum til íslands og Ameríku. Nafnið Loftleiðir er nú þekkt í 'Svíþjóð fyrir lág fargjöld og góða þj ónustu. Á Xorslanda flugvellinum Daginn eftir fer ég svo með Sven Berlin og Henning Grötter- ud út á flugvöll. Veðrið er all drungalegt, mikil þoka og rign- ingarúði. Skyggnið virðist ekki vera mikið þessa stundina. Það sem af er deginum hefur verið lendingarbann, en eitthvað virð- ist samt vera að rofa til eftir [ því sem sagt er. Það er sunnu- dagur. Við höfum góðan tíma til að ræða saman, svo Berlin fer n í veitingasalinn og pantar mat handa okkur. Þar sitja fyrir nokkrir gestir og frammi 1 bið- salnum bíður fjöldi fólks eftir vinum og ættingjum víðs vegar að. Sumt af þessu fólki verður þó brátt fyrir vonbrigðum, því nú er tilkynnt í hátalaranum að SAS flugvélin frá New York sé tveim ur tímum á eftir áætlun vegna mikils mótvinds yfir Atlants- hafi. Fólk stynur, sumt situr kyrrt, sumt ætlar aftur til borg- arinnar. Við sitjum rólegir yfir steikinni og tölum um starfið. Berlin segir að starfsfólk vallar- ins sé mjög hlynnt Loftleiðum og einhvernveginn er það svo að það komi í hag farþegunum, sem fá hér góðar og þægilegar móttökur. Við erum nú truflaðir í sam- ræðum okkar af einkennisklædd- um manni, sem kemur ofan úr turni með skeyti til Sveins þess efnis að flugvélin sé einum tíma á undan áætlun. Ég sé að vinur minn Sveinn glotrtir. Ég sit nú einn eftir, því sessu- nautur minn er nú farinn að gegna skyldustörfum. Reiður gestur Mér gefst nú tækifæri til að virða fyrir mér gestina betur. Athyglin beinist fljótlega að næsta borði, þar sem sitja tveir herrar og ein kona. Eldri herr- ann virðist eiga erfitt með steik- ina sína, sem virðist vera seig og óþjál undir tönn. Maðurinn gerist nú rauðþrútinn í andliti og eftir andartak kallar hann á þjóninn Börjeson, sem kemur skjótt. Hann fær yfir sig hinar verstu skammir um að steikin sé óborðandi. Þjónninn andmælir þessu, vingjarnlega í fyrstu, en brátt lendir allt í háarifrildi. Frah. á bls. 18 Sambandið við ferðaskrifstof- urnar Sambandið við ferðaskrifstof- urnar í landinu, en þær eru um 200, er all umfangsmikið. Skrif- stofan heldur uppi þessu sam- bandi bæði bréflega og persónu- lega og telur Björn Stenstrup þennan lið vera mjög þýðingar- mikinn í starfseminni. Þetta starf annast Sven Berlin, sem jafn- framt er forstöðumaður alls starfs Loftleiða á Torlanda flug- vellinum í Gautaborg. Gösta Blidberg fram og til baka þar til að vori 1957, en þá voru farnar tvær ferðir í viku að sumri til. Erfitt brautryðjendastarf Ég sit á skrifstofu Loftleiða í Gautaborg og ræði við umboðs- mann félagsins þar, Gösta Blid- berg og skrifstofustjórann Björn Stenstrup. Fer hér á eftir út- dráttur úr samtali við þá. Þegar Gösta Blidberg, sem verið hefur umboðsmaður Loft- leiða í Svíþjóð allt frá byrjyn, tók sér i hendur starfið vissi hann að erfitt brautryðjendastarf var framundan, því enginn þekkti hér til Loftleiða. Árangurinn af mikilli auglýsingaherferð var sá að ferðaskrifstofurnar byrjuðu að selja farmiða félagsins, að vísu í ákaflega litlum mæli fyrst í stað, sem síðan jókst ár frá ári. Tortryggnir í fyrstu Ég spyr Berlin hvernig mót- tökurnar hafi verið til að byrja með. Segir hann þá að ferða- — Jarbnesk Ijóð Frafh. af bls. 8 Um æsku skáldsins minnir „Ljóð orkt utangarðs". Það er engan veginn gallalaust, en þó svo hugljúft, að maður les það aftur, raular það kannski fyrir munni sér og gleymir því ekki. Að öllu samanlögðu verður að telja að Vilhjálmur frá Skáholti hafi gengið dável frá nafni sínu og minningu í bókmenntasögu Is lands, jafnvel þó hann léti hér við sitja. En skyldi hann þó ekki eiga eftir að yrkja beztu ljóð sin? — Jæja, það eigum við nú reynd- ar allir. En ég er að vona að hann muni koma því í verk. Sankti-Bern- harðshundarnir teknir að týna tölunni HINIR frægu Sankti-Bernharðshundar, sem mörgu mannslífinu hafa bjargað fyrr og síðar á torsóttum og villugjörnum leiðum í Ölpunum, eru nú mjög teknir að týna töl- unni — og eru nú aðeins tólf fullvaxnir hundar af þessu kyni eftir í hinu gamla Bernharðs-klaustri í Ölpunum milli P ied- monte á ítaliu og Vallais í Sviss. Björn Stenstrup skrifstofurnar hafi verið mjog varkárar í fyrstu, að ráðleggja viðskiptavinum sínum að ferðast með Loftleiðum, vegna þess að haldið var fram að úr því að þeir gætu haldið verðinu niðri hlyti þjónustan að vera lélegri. Það kæmi þeim bara í koll síðar að hafa vísað viðskiptavinum sínum út í einhverja óvissu. Nú er þetta hins vegar breytt. Loftleðir buðu Þyrilvængjur og önnur nýtízku björgunar- tæki hafa að mestu leyst þessa vitru og þróttmiklu „bjarghunda" af hólmi á hinum erfiðu fjallvegum. — Sú var tíðin, að þarna voru um 100 Sankti-Bernharðshundar ávallt til taks, en nú eru sem sagt aðeins fáeinir eftir. En þeim er stöðugt haldið í fullri þjálfun, svo að þeir geti verið tilbúnir, hve- nær sem er, að Ieggja út á vegleysurnar i stórhríð og frosti í leit að horfnum mönn- um. Og enn bera þeir auðkenni sitt, kon- jakks-kútinn, í hálsbandinu. Það eru tíu munkar í klaustrinu, er annast hina 12 hunda, sem eftir eru, og þjálfa þá. Sjást tveir þessara góðu félaga á myndinni hér að ofan, en á myndinni til hliðar er einn munkanna á æfingargöngu með „Barry“, sem heitinn er eftir frægum hundi af þessu kyni, sem tókst að bjarga lífi 42 manna, áður en hann var skotinn til bana af frönskum hermanni, sem hélt, að hann væri úlfur. Og enn er verið að ala upp Bernharðs- hunda, þótt í smáum stil sé. — í horni efri — og virðist hann vissulega bera greinileg „ættareinkenni“, hinn dauflega, næstum því harmþrungna svip, sem er sérkennandi fyrir þetta hundakyn. — Ókunnugir mega ætla, af svipnum að dæma, að Sankti-Bernharðs- hundar séu hin mestu „letiblóð“ — en þeir hafa sannarlega sýnt rækilega, að það er annað, sem býr að baki hinu dapurlega augnaráði .....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.