Morgunblaðið - 16.03.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.03.1960, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. marz 1960 IMkrumah verður nær einvaldur ACCRA, Ghana, 15. marz. — (Reuter) — Þingið í Ghana sam- þykkti í dag tillögur stjórnar- innar um að gera landið að lý.ð- veldi. Tillögurnar voru samþykktar eftir tveggja daga umræður, og verða nú lagðar fyrir þjóðina, sem fær að taka endanlegar ákvarðanir um málið í almenn- um kosningum sem fara fram 19.—22. apríl nk. Tillögurnar gera ráð fyrir því að lýðveldi verði stofnsett hinn 1. júlí nk. og hafi þá farið fram forsetakjör. Talið er öruggt að núverandi forsætisráðherra, Kwame Nkru- mah, verði kjörinn forseti lýð- veldisins. Tekin verður upp ný stjórnar- skrá, sem Nukrumah hefur unn- ið að með aðstoð ráðgjafa síns, Geoffrey Bing, fyrrverandi þing- manns Verkamannaflokksins í Englandi. Tillögur þeirra fela meðal annars í sér eftifarandi: Nkrumah verður forseti lýð- veldisins og leiðtogi meirihluta- flokks þingsins. Embætti lands- stjóra verður lagt niður. Sem forseta verða honum fal- in öll völd er nú skiptast milli landsstjórans og forsætisráð- 'herrans. Hann verður kosinn til fimm ára. Engin takmörk eru sett fyrir því hve mörg kjörtímabil hann má gegna forsetaembætti. Með atkvæði sínu getur hann hindrað allar lagabreytingar. Hann verður yfirmaður hers- ins og allrar ríkisþjónustu, og hefur aðgang að sérstökum sjóð- um til að annast áríðandi útgjöld. Hann getur leyst upp þingið hvenær sem er — en verður þá að visu að segja af sér eða láta fara fram nýjar kosningar. Negrar mótniæla ORANGEBURG, Bandaríkjunum 15. marz. (NTB-Reuter): Lögregl an í Orangeburg í Suður-Caro- lina ríki, varð í dag að nota vatns slöngur slökkviliðsins til að dreyfa stórum hópum negra í mið bænum. Um 400 negrar voru handteknir. Voru þeir í mótmæla göngu gegn banni við því að negrar fái að matast á ákveðnum veitingastöðum. Fóru þeir fylktu liði til miðbæjarins. Þar kom á móti þeim mikill fjöldi lögreglu- manna og heimtuðu að forsprakk arnir gæfu sig fram en aðrir hyrfu á brott. Þegar þessum fyr- irskipunum var neitað, greip lögreglan til brunaslanganna. 1 Golumbia, höfuðborg ríkisins, voru tíu negrar handteknir fyrir svipaðar aðgerðir í morgun, og í Atlanta, höfuðborg Georgiu- ríkis, voru ennfremur 100 negr- ar handteknir. Danir og Norðmenn synja Loftleiðum DÖNSK stjórnarvöld hafa neitað Loftleiðum um leyfi til að fjölga Skymaster-ferðum sínum til Kaupmannahafnar úr þremur í fjórar á komandi sumri að því er MbJ. fregnaði i gær. Flugmála- stjóri Dana hafði þó á fundi flug- málastjóra Norðurlanda heitið að mæla með því við dönsk stjórn arvöld að Loftleiðir fengju þessa aukningu. Loftleiðir fóru ennfremur fram á það við norsk stjórnarvöld, að félagið fengi í sumar að hafa tvær fcrðir með Skymaster og tvær með Cloudmaster til Noregs. Undirtektir Norðmanna voru ekki góðar, sennilega fá Loftleiðir ekki nema þrjár ferðir til Noregs. Gerir Loftleiðum erfitt fyrir Svör við þessum málaleitunum Loftleiða hafa dregizt mjög og afstaða Norðmanna og Dana ger- ir Loftleiðum nú mjög erfitt fyr- ir, því enn hefur ekki reynzt unnt að ganga frá sumaráætlun félags- ins vegna þeirrar óvissu, sem rík- ir í þessum málum. Þess ber að geta, að Skymaster vélarnar eru ekki notaðar leng- ur í Atlantshafsflugi frá Dan- mörku. Önnur flugfélög nota nýrri og hraðfleygari vélar svo að samkeppnisaðstaða annarra félaga og þá einkum SAS hvað flugvélakost snertir er mun betri. Fullvíst er talið, að hagsmun- ir SAS-samsteypunnar ráði af- stöðunni gagnvart Loftleiðum, því SAS á nú í baráttu á öllum vígstöðum, ef svo mætti segja. Enn hafa ekki tekizt loftferða- samningar milli Norðurlanda og V.-Þýzkalands. Þeir renna út á næstunni og allt bendir til að SAS missi spón úr aski, enda þótt samningar takist á síðustu scundu. Fara þeir frá Braathen En á Norðurlöndum standa ekki allir með SAS. 1 forystu- grein Stavanger Aftenblad fyrir skömmu sagði m. a.: SAS tók Austurlandaflugið af Braathen á sínum tíma. Braathen mátti sín ekki jafnmikils og SAS. Síðan reyndu bæði Norðegur og Sví- þjóð að bregða fæti fyrir Loft- ieiðir í Atlantshafsfluginu. Þar voru það líka þeir sterkari, sem - ■—*~n skrifar úr# 1 Iqglega lifinu J • Tunglmyrkvi ^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmt Tunglmyrkvi varð aðfara- nótt sl. sunnudags. Honum lýsir B. Th. í bréfi til Velvak- anda: Ég ætlaði mér að vakna að- faranótt 13. marz 1960, til að sjá tunglmyrkvann, þó að út- litið væri ekki gott, hvað skyggni snerti. Ég vaknaði rúmt fimm og óð tungl þá í skýjum. Myrkvinn byrjaði rúmlega hálf sex og fylgdist ég með honum úr suðurglugga. Við og við huldu skýjabólstrar tungl- ið, en heiðskírt á milli. Rúm- lega sex var tunglið hálf myrkvað og klæddi ég mig þá. Ég ók vestur á Valhúsahæð og sá á leiðinni síðustu mjóu upp lýstu röndina á tunglinu. — Tunglið átti að ganga til við- ar tæpt sjö almyrkvað. En bæði olli því birtan og slæmt skyggni að ekki var meira að sjá. • Áhugaleysi og tómlæti Bréfritari lýsir síðan óá- nægju sinni yfir að útvarp og blöð skuli ekki hafa minnt bæjarbúa á náttúrufyrirbrigði þetta, því reikna verði með að almanak sé fyrir hendi hjá þessum aðilum. Vera má að nokkrir bæjar- búar hafi fylgzt með þessu eins og ég, segir B. Th., en þó býst ég við, að flestir hafi verið í fasta svefni. Þetta er áhugaleysi og tóm- læti. Ég naut myrkvans, svo og ferðarinnar vestur á Val- húsahæð, en þar var auk mín piltur úr 5. bekk Mennta- skólans með stjörnukíki. Það var kannski það rómantísk- asta af öllu saman. * StjcTnandinn gatar Svo er hér bréf frá Sv. Har.: Aðeins nokkur orð um skemmtiþátt útvarpsins „Nefndu lagið“ og stjórnanda hans. Að vísu má margt gott um þá báða segja, þáttinn og stjónandann, en ég vildi bara ráðleggja þeim síðarnefnda að kynna sér örlítið betur heiti þeirra laga (eða texta), sem hann lætur keppendur spreyta sig á. Mér finnst eitthvað svo grát broslegt að heyra stjórnand- ann gata manna mest. Nokkur dæmi: Nafnið er ekki „Fífilbrekka gróin grund“, eins og Svavar Gests fullyrti, heldur „Dal- vísa“. Ekki „Þú vorgyðjan svífur“, heldur „Vorhvöt". Ekki „Ég berst á fáki fráum“, heldur „Sprettur". Ekki „Hlíð- in mín fríða", heldur „Barma- hlíð“. Ekki „Sveinninn rjóða rósu sá‘“, heldur „Heiðarrós- in“. Læt ég þessi dæma nægja, þó mörg fleiri séu fyrir hendi. vildu koma hinum minni máttar é kné. . . Bent hefur verið á það í blaða- skrifum ytra, að viðhald og eft- irlit á Loftleiðaflugvélum fer allt fram í Noregi. A annað hundrað manns hafa þar atvinnu af flug- vélum Loftleiða. Ef kostur Loft- leiða í Noregi verður hins vegar þrengdur mikið mun félagið verða að leita tií annarra með viðhald flugvélanna. Frá því var greint í blaðinu í gær, að þýzk stjórnarvöld hefðu lagzt gegn því að Loft- leiðir flygju með Cloudmast- er til Hamborgar með við- komu í Amsterdam. Það hefur nú vitnazt í málinu, að Þjóð- verjar munu ekkert hafa á móti því að félagið fljúgi þess- um vélum til Hamborgar frá Reykjavík eða e.t.v. einhverj- um öðrum stöðum. En ekki frá Amsterdam. Lykillinn týndist ekki SAGT var frá því í blaðinu í gær, að einn þeirra manna, sem vinnur að end- urskoöun í sambandi við frímerkjamálið svonefnda, hefði týnt lykli að skrif- borði póstmálafulltrúans. — Þetta er missögn, sem staf- ar af röngum upplýsingum, sem blaðinu voru gefnar. Sýslumaður fær lausn HINN 14. marz 1960 veitti for- seti íslands Lúðvík Ingvarssyni, sýslumanni í Suður-Múlasýslu. lausn frá embætti samkv. eigin ósk frá 1. júlí n. k. að telja. (Frá Ríkisráðsritara). Við oihjúpun brjóstmyndur HAFNARFIRÐI — Eins og skýrt hefir verið frá hér í blaðinu, var afhjúpuð brjóstmynd af Þórði heitnum Edilonssyni lækni á sunnudaginn, og er hún staðsett rétt fyrir sunnan Ráðhúsið. Var athöfnin öll hin hátíðlegasta og fjöldi fólks viðstatt þrátt fyrir leiðinda veður. Hafnarfjarðar- bátar með 10-30 lestir HAFNARFIRÐI: — Eins og í öðr- um verstöðvum hér sunnan lands hafa verið ágæt aflabrögð hjá netabátunum undahfarna daga, eða yfirleitt ■ frá 10 og allt upp í 30 lestir í lögn. Unnið var í frysti húsunum um síðustu helgi við að gera að aflanum, og alltaf er unnið langt fram eftir kvöldi. í fyrradag komu Júní og Ágúst af veiðum, og var sá fyrr- nefndi með um 200 tonn og hinn, sem var 11 daga á veiðum, með um 150. — Jóhann Sveinsson, er verið hefir með Ágúst, fer nú yfir á Júní, en við honum tekur Hjalti Gíslason, sem var skip- stjóri á Hvalfellinu. Benedikt Ögmundsson, sem hefir verið með Júní frá því hann kom til landsins, tekur við hinum nýja togara Bæjarútgerðarinnar, sem hljóp af stokkunum nú nýverið og hlaut nafnið Maí. Mun hann verða tilbúinn til afhendingar í byrjun maí. Keilir seldi í Grimsby sl. laug ardag, 145 lestir fyrir 7311 sterl- ingspund, sem jafngildir 775 þús. krónum. — G. E. Myndina afhjúpaði sonardóttir Þórðar heit., Helga Benediktsdótt ir, en að því búnu flutti Ingólfur Flygenring ávarp og afhenti bæn um hana. Einnig gerði hann nokkra grein fyrir tildrögum þess að myndin var gerð. Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóri veitti henni móttöku og þakkaði fyrir hönd bæjarins. Þá tók til máls dr. Kristinn Stefánsson formað- ur Læknafélags íslands, og þakk- aði þann sóma, sem læknastétt- inni hefði verið sýndur. Að lok- um talaði Benedikt Þ. Gröndal, forstjóri, og þakkaði fyrir hönd ættingja þann sóma, sem föður sínum hefði verið sýndur. — Við athöfnina lék Lúðrasveit Hafnar- fjarðar undir stjórn Alberts Klahns. — Um uppsetningu myndarinnar sá Sigurgeir Guð- mundsson skólastjóri, og var hann jafnframt kynnir við þessa hátíðlegu athöfn. — Að lokum bauð bæjarstjórn ættingjum Þórð ar heitins Edilonssonar og nokkr um gestum til kaffidrykkju í Alþýðuhúsinu. — G.E. Anna Friðriksson ln memorian FRÚ Anna Friðriksson andaðist 27. febr. í sjúkrahúsi eftir langa sjúkdómslegu. Ég vildi minnast hennar sem stórbrotinnar og mik ilhæfrar konu. Hún var höfðingi í lund og drengur góður. Ég átti því láni að fagna, að þekkja frú Friðriksson um langt árabil, og finnst mér nú skarð fyrir skildi, er hún er horfin af sjónarsviðinu. Frú Anna Friðriksson var ekki aðeins hin frábæra kaupkona, sem rak stóra verzlun af miklum dugnaði og fyrirhyggju. Hún var einnig mjög músíkölsk og hafði mikinn áhuga fyrir fögrum list- um, og þá sérstaklega málaralist og tónlist. Hún fylgdist af mikl- um áhuga með þeim framförum í músík sem hér hafa orðið síð- ustu 3—4 áratugina, og hún tal- aði af góðum skilningi um listir yfirleitt. Heimili frú önnu var glæsilegt og bar vott mikillar smekkvísi í hvívetna. Hér bjó kona sem unni listum. Hér ríkti menningarbrag ur og glæsimennska. Ég vildi með þessum fáu lín- um þakka frú önnu Friðriksson trygga vináttu. Hún var mikill vinur vina sinna. Slíkt gleymist ekki. Eru mér margar stundir á heimili frú önnu minnistæðar og ég geymi þær í þakklátu hjarta. Páll fsóllsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.