Morgunblaðið - 29.03.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.03.1960, Blaðsíða 6
6 MORCUTS BL AÐIÐ Þrlðjudagur 29. marz 1960 skrifar um: KVIKMYNDIR AUSTURBÆJARBÍÓ: Marie Antoinette ÞETTA er ensk-frönsk mynd tek in í litum. Fjallar myndin um hin óhamingjusömu kon- ungshjón Marie Antoinette og Lúðvík 16 Frakkakonung, er urðu Stjórnarbyltingunni mikíu í Frakklandi að bráð árið 1793. — Marie Antoinette, hin glæsilega og fagra drottning hlaut þungan dóm sögunnar, en á síðari tímum hafa komið fram sagnfræðingar. sem með nýrri sögukönnun hafa varpað nýju ljósi á líf og skap- gerð þessarar óhamingjusömu konu, er orðið hefur til þess að rétta mjög hlut hennar á spjöld- um sögunnar. Má í þessu sam- bandi benda á hina merku bók austurríska rithöfundarins Stef- ans Zweig um drottninguna, þar sem hann talar máli hennar og hreinsar minningu hennar af sinni alkunnu snilld. — Á þessu nýja viðhorfi sögunnar til Marie Antoinette er kvikmynd sú, sem hér ræðir um, byggð. — Marie Antoinette var að vísu, þegar hún kom til Frakklands, ung, fögur og dáð, léttúðug og eyðslusöm, en hún fann ekki í hjónabandinu þá hamingju, sem hana hafði dreymt um. Hún var manni sín- um, konunginum, fremri miklu um andlegt atgervi og hann gat lengi vel ekki veitt henni þann unað hjúskaparlífsins, sem er hverri heilbrigðri konu mikil- verðastur, — að verða móðir. Því var það að hún lét heili- ast af hinum unga og glæsilega sænska greifa, Axel de Fersen, sem verður elsk- hugi hennar og reynir síðar, er stjórnarbyltingin dynur yfir, að bjarga henni og konunginum úr klóm æðisgengins múgsins. Þetta bar þó engan árangur. Konung- urinn og drottningin eru tekin höndum og varpað í fangelsi. Og nokkru síðar láta þau lífið á höggstokknum. í myndinni, eins og í bók Stefans Zweigs, er Marie Antoinette stórbrotinn persónu- leiki, þegar ógnir og dauði blasa við henni og hún situr róleg og hnarreist á kerrunni, sem flytur hana á aftökustaðinn, Place de ]a Revolution, þann 16. október 1793. Ég hef séð nokkrar kvikmynd- ir aðrar um þetta efni, og ekkí finnst mér mynd þessi gera efn- inu betri skil en þær. Þó er mynd in allgóð og vel leikin. Hin mikil hæfa leikkona Michéle Morgan leikur Marie Antoinette afburða- vel, svo að þegar má greina að hin unga kona býr yfir miklum persónuleika. Richard Todd leik- ur og vel Fersen greifa og þá er mjög athyglisverður leikur Jacques Morel í hlutverki Lúð- víks 16. NÝJA BÍÓ: Ástríður í sumarhita ÞETTA er ný bandarísk kvik- mynd byggð á skáldsögu eftir Nóbelsverðlaunaskáldið William Faulkner. — Gerist myndin í þorpinu Bend í Missisippi. Wil) Varnes, fyrirferðarmikill náungi og þrútinn af drykkjuskap á þarna flest allt, meðal annars víðáttumiklar plantekrur. — Hann er ekkjumaður en hefur lagskonu sér við hlið og hann á eina dóttur, sem hann hefur mik- inn hug á að giftist, svo að hann eignist barnabarn. — Nú ber að garði til Varnes ungan mann Ben að nafni. Er hann illræmdur þarna um slóðir, því að talið er að hann kveiki í hlöðum og hús- um þeirra manna, sem gera hon- um á móti skapi. Ben ræðst nú í Aðalfundur félags ís- lenzkra stórkaupmanna þjónustu Varners, og reynist dug andi maður að hverju sem hann gengur.. Að lokum fær Varners karl svo miklar mætur á Ben að hann vill fá hann fyrir tengda- son. En dóttir Varners, Clara, sem er hálft í hvoru heit- bundin öðrum manni, lítilsigld- um mömmudreng, hefur hins vegar ýmigust á Ben og neitar með öllu að gerast eiginkona hans. Ber nú margt við á bú- garði Varners. Ben flytur inn í húsið að ráði Varners, svo að honum veitist auðveldar að vinna Clöru, en allt kemur fyrir ekki. En nú kemur eldur upp í útihúsi við búgarðinn og munar minnstu að Varners brenni þar inni. Þorpsbúar kenna Ben um ódæðið og ætla að hengja hann. Þeír heykjast þó á því á síðustu stundu. Ben hefur nú fengið nóg af veru sinni þarna og baráttunni Snjóléttasti vctur á þessari öld ÞÚFUM, 23. marz. — Einmán- uður heilsaði með sólskini og góð- viðri eins og er núna flesta daga. Er sá snjór, er kom á góunni að miklu leyti horfinn. Ef þessu fer fram um tíðarfar, fer geldfénað- ur að verða léttur á fóðrum. Hest ar hafa að litlu leyti verið á húsi og fóðri í vetur og sumsstaðar gengið úti með öllu. Mun þetta vera snjóléttasti vetur á þessari öld. — P.P. við að vinna hug Clöru. Hann býst því til brottferðar en — Mynd þessi er verúlega skemmtileg, viðburðarík og á- gætlega gerð og leikin. Orson Welles, sem leikur Varner karl er alveg óborganlegur og Paul Newman sem leikur Ben er einnig bráðskemmtilegur. — Aðrir leikendur fara og vel með hlutverk sín. Kristján G. Gíslason AÐALFUNDUR Félags íslenzkra stórkaupmanna var haldinn í Oddfellowhúsinu, laugardaginn 26. marz sl. I skýrslu formanns félagsins, Kristjáns G. Gíslason- ar, um starfsemi félagsins á liðnu starfsári, var sagt frá fjölmörg- um verkefnum stjórnarinnar. T.d. sagði þar frá húsbyggingarmál- um félagsins, en það hefir sótt um lóð við austurhluta hafnar- innar, þar sem ætlað er að byggt verði stórt skrifstofu- og vöru- geymsluhús, til að bæta úr hin- um tilfinnanlega skorti félags- manna á slíku húsnæði. Ennfremur ræddi formaður hinar nýju aðgerðir í efnahags- málum og áhrif þeirra á rekstur inr.flutningsverzlunar. Enn á ný væri búið að lækka verzlunar- álagninguna. Verzlunarstéttin gerði sér að sjálfsögðu ljóst, að allir þegnar þjóðfélagsins yrðu að taka á sig byrðar, en bersýni- iegt væri að hlutur verzlunar- stéltarinnar væri langsamlega þyngstur. Með núgildandi álagn- ingarreglum væri útilokað að verzlunarstéttin gæti gegnt hlut- verki sínu sem skyldi. Þá kom og fram í skýrslu formanns, að óhróður og aðdróttanir í garð verzlunarstéttarinnar væri nú í rénun og bæri að fagna því að Tove Ólafsson fær danskan ferðastyrk TOVE ÓLAFSSON, myndhöggv- ara, var fyrir nokkrum dögum úthlutað ríflegum ferðastyrk úr Tagea Brandts sjóðnum danska. Fjórar konur hlutu í þetta sinn slíkan styrk, sem er 15 þús. d. kr., og er þeim gert að ferðast eitthvað fyrir hann. Ekki er þó tekið fram hvert, hvenær eða hvernig þær eiga að ferðast. Og styrkurinn er skattfrjáls. Tove Ólafsson, sem er búsett í Iistamannabænum í Hjortekær í Danmörku sagði í viðtali við blaðamann daginn eftir að styrkn um var úthlutað, að hún hefði næstum misst af tilkynningunni um hann. „Það kom heilmikið af alls kyns auglýsingarbréfum, sem ég ætlaði að leggja til hliðar — en svo datt bréfið, sem betur fer út úr bunkanum. Ég opnaði það — og varð alveg furðu lostin, en ákaflega ánægð. Ekki sízt vegna þess, að á bak við þessa veitingu liggur annað og meira en pen- ingarnir. — Þó er þetta upphæð, sem reglulega er hægt að ferðast fyrir“. úr skrifar dqglegq lífínu * Sitt sýnist hverjum Undir þessari yfirskrift skrifar Vigfús Guðmundsson eftirfarandi bréf, í tilefni af athugasemdum Þ. H. um út- varpserindi hans: Ég sé að í Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu hefur verið að ýfast við erindi, er ég flutti nýlega í útvarpið frá Suður- Afríku. Þetta kemur mér ekkert á óvart, því áður en ég kynnt- ist þar syðra, mun ég hafa verið á líkum línum og þeir, sem fordæma mig nú fyrir erindi mitt. En mér fannst ekki rétt af mér að þegja um aðstæður þar syðra, eftir að hafa kynnzt þar dálítið. Reyndi ég svo að segja frá í erindinu, eftir því sem mér kom fyrir sjónir. Þar sem alltaf heyrist einhliða frá kynþáttamálinu í Suður-Afr- íku, fæ ég ekki séð að hættu- legt væri, þótt einu sinni heyrðist rödd frá hinni hlið málsins. Brezklitaði áróðurinn um kynþáttastríðið í Suður- Afríku hefur víða verið álíka allsráðandi og áróður Breta hefur verið í Bretlandi í fisk- stríðinu við íslendinga. Bjóst ég því við að menn hér á landi væru nú einhliða í afstöðu sinni til þjóðernissinna i Suður-Afríku. Veit ég reyndar að við, sem vorum dálítið far- in að fylgjast með málum um sl. aldamót, vorum þá með mikinn samhug til forfeðra núverandi þjóðernissinnanna í Búalöndunum. En síðan ég flutti útvarps- erindið, hef ég orðið var við marga ágæta menn, sem hugsa sj álfstætt, er líta svipað og ég á vandamálin í Suður- Afríku. Þar sem hinir eru þó víst í yfirgnæfandi meiri hluta, tel ég sérstaka ástæðu til að þakka frjálslyndi útvarpsráðs, að lofa minni hlutanum að endurkjörinn fctrmaður þeir aðilar sem aðallega hefðu stundað þessa iðju, væru nú loks- ins farnir að öðlast meiri skiln- ing á því þýðingarmikla hlut- verki, er verzlunarstéttin gegndi í þjóðfélaginu Þá var því sérstaklega fagnað að nú nýlega hefir merkilegum áfanga verið náð í því að gera Verzlunarsparisjóðinn, óskabara verzlunarstéttarinnar, að Verzl- unarbanka með gjaldeyrisréttind um. Að lokinni skýrslu formanns skýrði gjaldkeri félagsins, Friðrik Sigurbjörnsson, reikn- ingr félagsins. Bergur G. Gísla- son annar fulltrúi F. I. S. í stjórn Isl. vöruskiptafélagsins s.f. skýrði frá störfum þess á liðnu starfs- ári. Guðmundur Arnason, full- trúi F. t. S. í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna gerði grein fyr- ir störfum og reikningum sjóðs- ins. Kom fram í skýrslu Guð- mundar að lífeyrissjóðurinn hefir vaxið mikið og hefir hann þegar lánað út miklar fjárhæðir til sjóðsfélaga. í fráfarandi stjórn áttu eftir- taldir stórkaupmenn sæti: Kristj- án G. Gíslason, sem var formað- ur, Ólafur Ö. Johnson, Björn Hallgrímsson, Hilmar Fenger, • Friðrik Sigurbjörnsson, Sveinn Björnsson og Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson. Ólafur Ó. Johnson og Björn Hallgrímsson báðust undan end- urkosningu. I hinni nýkjörnu stjórn eiga sæti: Formaður var einróma end- urkjörinn Kristján G. Gíslason, ásamt meðstjórnendum, Sveini Björnssyni, Vilhj. H. Vilhjálms- syni, Friðrik Sigurbjörnssyni og Hilmari Fenger. t varastjórn voru kjörnir Hannes Þorsteinsson og Gunnar Ingimarsson. Endurskoðendur voru endur- kjörnin, en þeir eru Ólafur H. Ólafsson og Tómas Pétursson. í stjórn Verzlunarráðs Islands voru þessi stórkaupmenn kjörnir: Kristján G. Gíslason, Egill Gutt- ormsson, Eggert Kristjánsson og Hilmar Fenger. Varamenn voru kjörnir, þeir, Þorsteinn Bern- hardsson, Sveinn Helgason, Björn Hallgrímsson og Hannes Þor- steinsson. Fulltrúar F. t. S. í stjórn ts- lenzka vöruskiptafélagsins s-f^ voru endurkjörnir, en þeir eru Bergur G. Gíslason og Páll Þor- geirsson. Fundurinn var fjölmennur og var fundarstjóri Egill Guttorms- son, en fundarritari Hafsteinn Sigurðsson, framkvæmdastjóri fé lagsins. ] mundi brátt hækka. Svo leið og beið, og alltaf var hann að segja: — Ætla helv........ aldrei að láta verða af hækk- uninni? koma fram með sína skoðun í útvarpinu. —V. G. 9 Hann fór að spara Sagt hefur verið frá því í fréttum, að áfengissala hafi minnkað að mun síðan vin- verð hækkaði fyrir skömmu. Er þetta rætt nokkuð manna á milli. Sumir segja, að nú sjáist hvað fólk geti verið skynsamt, ekki sé okkur alls varnað. Aðrir gefa þá skýr- ingu, að margir hafi verið búnir að birgja sig upp að ein hverj leyti fyrir hækkun og sækja muni í sama farið, þeg- ar birgðir séu upp umar. Hræddur er ég um, að ef fyrir öllum fer eins og einum manni, sem ég frétti af, þá komi slík fyrirhyggja að litlu gagni. Áfengiskaup eru meðal út- gjalda hjá honum, og því keypti hann eina tylft af gin- flöskum, er fréttist að áfengi Er að þeim langþráða degi kom, var hann búinn að biða svo lengi eftir að geta farið að drekka ódýrt brennivín og spara, að birgðirnar voru upp urnar á nokkrum dögum. Og nú þarf hann ekki að hugsa meira um það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.