Morgunblaðið - 29.03.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.03.1960, Blaðsíða 22
22 MORCVNTtLAÐIÐ Þriðjudagur 29. marz 1960 Það þarf að styrkja skrokkinn. Óvíst að Ríkarður geti leikið í landsliðinu Skemmtileg en erfið œfing á laugardag LANDSLIÐSÞJÁLFARINN, Óli B. Jónsson, hafði fyrstu æfinguna með hinum „út- völdu“ á laugardaginn. Æfing in fór fram á Mela- og Há- skólavellinum. Má segja að vel hafi verið mætt. Þó vant- aði fjóra. Frá Akranesi mætti ekki Þórður Jónsson og frá Reykjavík vantaði Árna Njálsson, Val, Helga Jónsson, KR, og Heimi Guðjónsson, KR, en hann er til sjós. — Alvarleg veikindaforföll munu þó ekkí vera orsökin fyrir fjarveru piltanna. Menn söknuðu Ríkarðs Jónssonar, en hann hefur ekki enn náð sér eftir meiðsli í fæti. Er alls óvíst að hann geti verið með í sumar. ★ 1 stúkunní Æfingin fór fram I þrennu lagi. Fyrst var Óli B. með menn sina í allskonar krafta- og þol- æfingum á túninu sunnan við knattspyrnuvöllinn. Síðan fór hann með þá upp í áhorfenda- Landsflokkaglíman í kvöld LANDSFLOKKAGLÍMAN fer fram að Hálogalandi í kvöld og hefst kl. 20:30. Þetta er í 13. skiptið sem Landsflokkaglíman fer fram, en hún var fyrst haldin 28. marz 1947. Fimm félög senda keppendur að þessu sinni: Glímufélagið Ar- mann (6), Ungmennafélag Bisk- upstungna (2), Ungmennaféiag Reykjavíkur (13), Ungmennafé- lagið Samhygð (2) og Ungmenna félagið Vaka (3). 1 fyrsta flokki keppa menn sem eru 80 kg. að þyngd, og eru fjórir keppendur í flokknum. í öðrum flokki keppa menn sem eru 72 til 80 kg. a@ þyng og eru sjö keppendur í ílokknum. í þriðja flokki keppa menn undir 72 kg. að þyngd og eru þrír keppendur í flokknum. Drengjaflokkurinn miðast við 16 til 19 ára aldur og þar eru skráðir sex keppendur. Unglingaflokkurinn er fyrir drengi innan 16 ára aldurs og glíma þar sex keppendur. Sigurvegari í hverjum þyngd- arflokki hlýtur íslandsmeistara- tign í glímu í sínum þyngdar- flokki. Ungmennafélag Reykjavíkur sér um mótið og hefur gefið út smekklega leikskrá, en í henni má m. a. finna kvæði Gríms Thomsens, Bændaglíman, auk upplýsinga um mótið og kepp- endur. stúkuna og lét þá hoppa þar fram og aftur og lauk þeim leik með mjög erfiðri æfingu við grindverkið fyrir framan stúk- una. — Af Melavellinum héldu svo kapparnir niður á Háskólavöll og var þar skipt liði og leikið í rúma klukkustund. if Sveinn sprækastur Eftir því sem bezt var séð tóku menn hinum erfiðu æfing- um með mestu þolinmæði og píndi sig hver sem hann gat. — Augljóst var þó að menn voru nokkuð misjafnlega vel undir- búnir fyrir slíkar þrekraunir og því farnir að þyngjast er líða tók á æfinguna. Margir voru þo jafnsprækir í lokin og er þeir byrjuðu. Fremstan í flokki þeirra myndi ég telja Svein Teitsson, sem er þegar kominn í góða úthaldsæfingu, léttur og sprækur. — 5 kg. á 20 dögum Til gaman mætti skýra frá því að miðframvörður landsliðs- ins frá því í fyrra, Hörður Felix- son, KR, viktaði sig eftir æfing- una og sýndi vigtin 89.5 kg. Hörður sagðist hafa létzt um 5 kg. á 20 dögum. — Næsta æfing landsliðsins verður nk. laugar- dag. — Á. Á. ÍR mótíð gefur góðar vonir FYRSTA úti-frjálsíþróttamótið í ár fór fram á Melavellinum sl. iaugardag. Var það innanfélags- mót á vegum ÍR, en þátttaka var opin öllum sem vildu. Keppt var í kúlu-, sleggju- og kringlukasti. Kalsaveður var og raki í lofti meðan keppnin fór fram, og þvi aðstæður langt frá því að vera góðar. Helztu úrslit voru sem hér segir: Kúluvarp: Gunnar Huseby KR 14.65 m, Friðrik Guðmundsson KR 14.39 m. Kringlukast: Þor- steinn Löve IR 46.91 m, Friðrik Guðmundsson KR 45.80 m. — Sleggjukast: Þórður B. Sigurðs- son KR 50.40 m. Þórður Sigurðs- son átti ógilt kast yfir 53 metra. 1 Er Þórður í greinilegri framför. I ÞÆR fréttir hafa borizt af Ingv- ( ari Hallsteinssyni (FH), sem nú dvelst við nám í Los Angeles í Bandarikjunum, að hann æfi mjög vel með skólaliðinu og á æfingu fyrir nokkrum dögum kastaði hann spjóti 62.81 m. — Skólaliðið er nú í fjögra daga keppnisferðalagi í Arizona. Handknattleiksmóiið: iírslit nálgust - og keppni harnar KEPPNI Handknattleiksmótsins hélt áfram á laugardags- og sunnudagskvöldið. Mest spenn- andi leikurinn var leikur Hauka og Fram í 3 fl. karla A.b. Leik- urinn var frá byrjun jafn og harður og lauk með jafntefli 9:9. — Úrslit annarra leikja á laug- ardag voru þessi: 3. fl. karla A.b. Valur — KR 13:5. 2. fl. karla A.a. ÍR — Ármann 9:16. — 2. fl. karla B.b. Fram — Þróttur 6:4 og 1. fl. karla A. Þróttur — Fram 11:25. Fyrsti leikur sunnudagskvölds- ins var KR — Valur í 3. fl. karla A. a. og sigraði Valur með yfir- burðum, 19:6. — Næsti leikur var milli 1. deildar liða KR — Vals. Leikurinn var daufur. ■ Og þó markamunur væri aldrei meiri en 1—3 mörk, var leikurinn aldrei spennandi, vegna þess hve lítill hraði var í honum. KR vann leikinn 18:16. — Síðasti leikur kvöldsins var einnig í 1. deild milli iR og Aftureldingar. Strax á fyrstu mínútunum náði IR nokkru forskoti, sem Aftureld- ing tókst smám saman að jafna með sterkum og kraftmiklum leik. Og er 17 mín. voru af leik stóðu leikar 9:9. — Tveim mín. síðar standa leikar 11:10 Aftur- eldingu í vil, en er 23 mín. eru af leik, var markatalan aftur orð- in jöfn 11:11. — Og það sem eftir var hálfleiksíns tóku iR-ingar smátt og smátt forustuna, þó Aft- urelding héldi vel við og í leik- hléi stóðu leikar 17:13 IR í vil. Síðari hálfleikurinn var mun ójafnari. IR hélt stöðugt áfram sókninni og tryggðu sér sigur- inn þegar í upphafi hálfleiksins. Brá oft fyrir mjög skemmtilegum skiptingum hjá ÍR þó Ieikið væri nokkuð hratt. Flestir leikmanna ÍR hafa góð grip og eru öruggir í sendingum og með markvissum leik var oft skemmtilega unnið að mörkunum, en leiknum lauk með sigri Í/R. Styrkur ÍR er mestur við mark mótherjanna, þar verður leikur liðsins fjöl- breytilegur og skemmtilegur, en varnaleikur liðsins er ekki að sama skapi sterkur. Nú um nokkurt skeið hefir Birgir Björnsson (FH) annast þjálfun hjá Aftureldingu, og má þegar sjá handbrögð hans á lið- inu. Leikur liðsins er allur ann- ar. Skipulag er komið í leikinn og liðið í heild virðist allt miklu léttara en áður. Ásbjörn Sigur- jónsson lék ekki með Aftureld- ingu, og er ekki að efa að liðið hefði veitt ÍR meiri keppni ef Asbjörn hefði vérið með félög- um sínum. Á.Á. Hægri útherji Wolwerhampton, Broadbent, átti mikinn þátt í sigrinum yfir Aston Villa. Myndin hér að ofan sýnir hann í harðri baráttu um knöttinn, en Broadbent stekkur hæst og nær að skalla að marki. Myndin er frá leik milli Wolver- hampton og Arsenal fyrr í vetur. Blackburn og Wolver hampton í úrslit UNDANÚRSLIT ensku bikar- i arkeppninni og urðu úrslit þeirra keppninnar fóru fram sl. laug- þessi; ardag og urðu úrslit leikjanna I þessi: 1. deild Aston Villa — Wolverhampt. 0:2 Sheffield Wednesd. — Blackb. 1:2 Einnig fóru fram leikir í deild 84 bjóðir í Róm ALLS hafa nú 84 þjóðir til- kynnt þátttöku í Ólympíu- leikunum í Róm í sumar. Síðustu tilkynningarnar eru frá Burma, Bolivíu, Guate- mala, San Marinó og Vene- zúela — en þessar þjóðir hafa nú staðfest sína fyrri lausiegu þátttökutilkynn- ingu. Arsenal — Leeds 1:1 Blackpool — W.B.A. 2:0 Bolton — Tottenham 2:1 Fulham — Manchester U. 0:5 Luton — Birmingham 1:1 N. Forest — Preston 1:1 2. deild: Brighton — Rotherham 0:0 Bristol Rovers — Hull 1:0 Huddersfield — Middlesb. 2:0 Ipswich — Sheffield U. 2:0 Leyton Orient — Derby 3:0 Lincoln — Plymouth 0:1 Portsmouth — Bristol City 2:0 Stoke — Scunthorpe 1:3 Sunderland — Charlton 1:3 Swansea — Cardiff 3:3. Nánar verður sagt frá leikjun- um í undanúrslitum bikarkeppn- innar í íþróttasíðunni á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.