Morgunblaðið - 29.03.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.03.1960, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 29. marz 1960 MORGVNBLAÐIÐ 23 Un<!Ír sön«varar endíirtaka hljóm- leika MIÐNÆTURSKEMMTUN sú, sem haldin var í Austurbæjar- bíói fyrir viku verðux endurtek- in þar annað kvöld. — Skemmt- unin tókst í heild. mjög vel. Góð- ur rómur var gerður að söng unga fólksins, þó bar sérstaklega af 15 ára gamall piltur frá Kefla vík, Einar Júlíusson. Hljómsveit Svavars Gests annaðist undirleik fyrir alla hina ungu söngvara og lék ennfremur nokkur lög sjálf- stætt ásamt söngvara hljómsveit arinnar, Sigurdóri. Nýtt atriði bætist inn í hljóm- leikana annað kvöld, er það munnhörpuleikarinn Ingþór Har- aldsson, en leikur hans vakti mikla hrifningu í útvarpsþætt- inum „Nefndu lagið“ fyrir nokkru. — Geni Framh. af. bls. 13. það á síðustu ráðstefnu, hefði það e.t.v dugað til að fá tillögu þeirra samþykkta, en varla nú. Þá vakti talsverða athygli við- urkenning bandaríska fulltrúans á sérstöðu þeirra, sem allt eiga undir fiskveiðum. Hann lýsti því sjálfur yfir á blaðamannafundi skömmu síðar, að yfirlýsing þessi væri miðuð við fsland. En eftir er að sjá, hvort hægt verður að gera þennan góða vilja að fram- kvæmd, sem gagn sé að. Þó að úrslit séu óviss, eins og ég hef hér gréint frá, virðast allir gera ráð fyrir því, að 12 mílna landhelgi (andstætt fiski- svæði) muni ekki fá hér meiri hluta. Surningin er aðeins sú, hvort samþykki fæst i gegn 12 mílna fiskisvæði með minni almennri landhelgi, án þess, að svokölluð „söguleg réttindi" eyðileggi tólf mílna fiskisvæði. Menn hafa spurt hér: — Hvaða áhrif hefur það, ef ráðstefnan samþykkir með nægilegum.meiri hluta einhverja ákveðna stærð landhelgi og fiskisvæðis? Verður það þá að alþjóðalögum, sem ÖU- um þjóðum beri að fylgja? Stavropoulos fulltrúi fram- kvæmdastjóra S.Þ. svaraði þessu á fundi með blaðamönnum. Hann sagði: „Akvæðið um að % hluta atkvæða þurfi á ráðstefnunni til þess að tillaga sé samþykkt er í fundarsköpum hennar, sem eru samin eftir fundarsköpum Sam- einuðu þjóðanna. En þar með er ekki sagt að öll þátttökuríkin á ráðstefnunni séu fyrirfram skuldbundin til að hlýða % meirihluti ákvörðun. Til þess að verða skuldbundið að hlýða samþykktinni verður ríkið fyrst að undirrita samninginn um það. Samþykkt hér þýðir því ekki beina alþjóðlega skyldu. Hinsvegar myndi slík samþykkt og undirritun og staðfesting nógu margra á henni verða talin mjög ákveðin bending um að þetta væri orðinn gildandi alþjóðleg réttarregla. Aðalfulltrúi Breta, Hare ráð- herra lýsti því yfir fyrir nokkr- um dögum í kokkteil-boði með brezkum blaðamönnum, að Bret- ar myndu hlíta ákvörðun ráð- stefnunnar, en bætti þó við, að þeir myndu taka afstöðu end- anlega til slíkrar samþykktar eft- ir öllum kringumstæðum. Slík yfirlýsing gefin í kokkteilboði og með slíkum fyrirvara hefur held- ur lítið gildi. Það var búizt við því í fyrstu að landhelgisráðstefnunni yrði lokið fyrir páska. Nú sjá menn það fyrir víst, að slíkt er úti- lokað. Hún verður að halda á- fram eftir páska, líklega að minnsta kosti viku í viðbót. Skrifstofur vorar verða lokaðar eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar. Sölufélag Garðyrkjumanna Lokað frá kl. 12 í dag vegna jarðarfarar Óiafs Bjarnasonar skrifstofustjóra. Borgarþvottahúsið hf. Lokað t dag vegna jarðarfara Ólafs Bjarnasonar skrifstofustjóra. LOFTLEIÐIR Lokað í dag vegna jarðarfara Ólafs Bjarnasonar skrifstofustjóra. Terra Trading h.f. Lokað frá kl. 1—l í dag vegna jarðarfara Ólafs Bjarnasonar skrifstofustjóra. Verðandi h.f. Innilegt þakklæti færi ég öllum vinum mínum og vandamönnum nær og fjær, sem heiðruðu mig á marg- víslegan hátt á 75 ára afmæli mínu 20. raarz s.l. Guð blessi ykkur öll. Ólafur Guðmundsson, Skjólbraut 4. Þökkum hjartaniega alla þá vinsemd á 50 ára afmæli ókkar 14. marz með gjöfum, blómum og skeytum. Olga og Hulda Þorbjörnsdætur. Innilega þakka ég öllum sem auðsýndu mér vinsemd með heimsóknum, heillaóskum og gjöfum á sjötugs af- mæli mínu 19. marz s.L Ég bið Guð að launa og blessa ykkur ÖU. Rósa Andrésdóttir, Hólmum A-Landeyjum. Hjartans þakkir sendi ég ykkur öllum. sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 70 ára afmæli mínu. ®jörg Guðmundsdóttir, Framnesveg 32. Þakka símskeyti og kveðjur, er vinir mínir og kunn- ingjar sendu mér á sextugsafmæii minu 14. þ.m. Borgarnesi 26/3 1960. Jón Steingrímsson. Eiginkona min og móðir okkar sigrCn guðlaugsdóttir fyrrum húsfreyja, Árnarnesi, Dýrafirði, andaðist í Landakotsspítala 27. marz. Gísli Þ. Gíslason, dætur og tengdasynir. Maðurinn minn og faðir okkar ÍIAH.HII HJARTARSON húsasmíðameistari, Sólvallagötu 63, andaðist í Landakotrspítala laugardaginn 26. marz. Ingveldur Gunnlaugsdóttir og synir Þ. Th. Systir mín og fóstursystir HALLA RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR frá Smiðjuhóli, andaðist á sjúkrahúsi Hvítabandsins að kvöldi 25. þ.m. Fyrir hönd systra hennar. Sigríður Jónsdóttir, Þorsteinn Sveinsson. Móðir okkar SIGRlÐUR HELGADÓTTIR Bústaðahverfi 2, andaðist að EUi- og hjúkrunarheimilinu Grund laugard. 26. þ.m. Sína, Magnús, Sigurbjörn. Faðir minn, tengdafaðir og afi VILHJALMUR benediktsson andaðist 26. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar. Sigríður Villijáimsdóttir, Kari Þorfinnsson og böm. Útför móður minnar ÞÓRU PÉTURSDÓTTUR fer fram frá Stokkseyrarkirkju fimmtud. 31. þ.m. kl. 2 e.h. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Pétur Daníelsson. Útför móður minnar, SÓLVEIGAR EINARSDÓTTUR Kleppsvegi 34, Reykjavík fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 31. marz kL 2,30 e.fa. Einar Bjarnason Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfaU og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, FRIÐRIKS EGILSSON AR Guð blessi ykkur ölL Böra, tengdabörn og bamabörn Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinsemd við fráíall og jarðarför mannsins míns, föður, sonar og bróður okkar, SIGURJÓNS SIGURÐSSONAR Hamarsbraut 10, Hafnarfirði Kristbjörg Guðmundsdóttir, Hreiðar Sigurjónsson, Sigurður Sigurjónsson, Margrét Ólafsdóttir. Sigurður Þórðarson og systkini. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, DANfELS SIGURÐSSONAR frá Kolmúla Guð blessi ykkur ÖU. Guðný Jónsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför konu minnar FRIÐGERÐAR SIGURÐARDÓTTUR Höfðaborg 35 Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og barnabarna, heima og erlendis. » Eiríkur Magnússon, bókbindari Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna frá- falls og útfarar íöðursystur og fóstru okkar. HILDAR J. THORARENSEN Fósturböra Þakka auðsýnda samúð við fráfaU og jarðarför, SIGRfÐAR PÉTURSDÓTTUR . frá Hrólfsskála Gunnar Óskarsson Hjartans þakkir tíl allra þeirra er sýndu mér samúð við fráfall mannsins míns JÓNS ÓLAFSSONAR bankagjaldkera, Vestmannaeyjum, svo og öllum þeim er veittu honum hjálp og vinsemd í veikindum hans sérstaklega þakka ég f jölskyldu minni og mági mínum þeirra miklu hjálp. Innilegar þakkir færi ég einnig félagin uAkoges, íþróttafélaginu Þór og starfs- fólki Útvegsbankans í Vestmannaeyjum. Þórunn Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.