Morgunblaðið - 29.03.1960, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 29. marz 1960
MORCUNBLAÐIÐ
11
Ólafur Þ. Bjarnason
skrifstofustjóri — minning
ÁÐUR nótt fylgdi degi og raun-
ar á hádegi ævi sinnar, kvaddi
Ólafur Þorgeir Bjaranason, skrif
stofustjóri hjá Loftleiðum h.f.,
þennan heim. Er hann harmdauði
öllum, sem hann þekktu, en þeir
voru margir.
’ Ólafur fæddist hér í Reykja-
vík 10. janúar 1915 og var hann
þanhig rösklega 45 ára er hann
lézt. Faðir hans var Bjami Helga
son frá Miðfelli í Hreppum, en
hann og Einar myndhöggvari
Jónsson og Bjarni Jónsson bió-
stjóri vour bræðrasynir. Móðir
hans var Júlíana J. Jónsdóttir,
látin fyrir tveimur árum, en hún
var systir Jónatans Jónssonar
gullsmiðs hér í bæ. Voru þau
systkin ættuð frá Stóra-Kálfa-
læk í Mýrasýslu. Átti Ólafur
þannig til góðra að telja í báðar
ættir og bar það með sér.
Óafur ólst upp hér í Reykjavík,
en sem barn dvaldi hann tíðum
á sumrum í Borgarfirði. Er hann
hafði aldur til innritaðist hann
í Verzlunarskólann, en hvarf
Skjótlega frá námi og réðist í
verzlunina Verðandi. Starfaði
hann þár frá árinu 1930 til árs-
ins 1945, er hann réðist til Loft-
leiða og gerðist þar fyrsti fast-
ráðni skrifstofumaðurinn. Má því
segja að hann hafi fylgzt með allri
þróun félagsins, en það gerði
hann alla tíð af lífi og sál og
gerþekkti þarfir þess og skyldur.
Fyrir tæpum 20 árum keypti
Ólafur ásamt Helga bróður sín-
um, jörðina Stafholtsveggi
í Stafholtstungum. Er þar
jarðhiti nokkur og hófust
þeir bræður þegar handa
um framkvæmdir á henni,
en þó einkum byggingu gróður-
húsa. Stofnuðu þeir árið 1942
hlutafélagið Laugaland, sem á
nú 2300 fermetra land undir gler
þaki, en þar hefur verið rekin
grænmetisverzlun í stórum stíl
og eykst stöðgut. í>á hafa þeir
einnig byggt íbúðarhús á jörð-
inni, auk þess, sem fyrir var, en
allt þetta er með snyrtibrag og
af stórhug gjört.
Hinn 28. ágúst 1937 kvæntist
Ólafur ágætri konu, Ragnheiði
Bjarnadóttur, ættaðri héðan úr
bænum. Eignuðust þau fjögur
börn, en þau eru Ámundi Gunn-
ar, aðstoðarflugmaður, Lilja Ósk
15 ára, Guðlaug 10 ára og Júlíana
5 ára. Er mikill harmur kveðinn
að konu hans og börnum og mik-
ils er misst, enda var Ólafur góð-
ur og umhyggjusamur heimilis-
faðir. Heimili þeirra hjóna er
fagurt og snyrtilegt, en án alls
óhófs. Stóð það öllum vinum
þeirra opið. Á síðasta afmælis-
degi Ólafs, efndu þau hjónin til
mikils gestaboðs, þar sem frænd-
ur hans og vinir voru flestir sam
ankomnir. Nokkru síðar fóru þau
hjónin í ánægjulega ferð til út-
landa, og var ekki vitað að Ólaf-
ur kenndi sér nokkurs meins,
þótt dauðann bæri síðar bráðan
að. Atvikin höguðu því svo, að
það var engu líkara, en að hann
væri að kveðja vini sína og konu
á viðeigandi hátt.
Ólafur tók virkan þátt í starfi
Oddfellowa. Var það í samræmi
við mannúð hans, og naut hann
þar mikils trúnaðar.
Við stjórnendur og starfsmenr
Loftleiða hf., söknum vinar í stað,
og virðist okkur skarð eftir Ólaf
„ófullt og opið standa“. Ólafur
var hár maður að vallarsýn og
þrekinn að sama skapi. Hann
var fríður maður og vel á sig
kominn um alla hluti. Hann var
gleðimaður ef svo bar undir, en
í rauninni alvörumaður, sem
skildi vel að æðsta takmark líf-
ins er að láta gott af sér leiða
og gera í engu á annara hlut. — í
starfi sínu reyndi hann að greiða
úr öllum vanda og allra vanda,
og gerði sér ekki mannamun.
Hefi ég engan mann hitt, sem
ekki minnist Ólafs með hlýjum
hug, en alla átti hann að vinum
hjá félagi sínu.
Ólafur átti sæti í stjórn Loft-
leiða h.f. frá árinu 1953 og alít
til dánardægurs. Hann lagði
hverju góðu máli lið og lét sér
í einu og öllu svo annt um hag
félagsins, sem sjálfs hans hagur
væri. Hann gat verið þéttur fyrir,
ef því var að skipta, en hófsamur
og friðsamur að eðlisfari, enda
í einu og öliu ágætasti drengur..
Ólafi var það kappsmál að fé-
lagið eignaðist bættan flugvéla-
kost og ekkert mun hafa glatt
hann meir, en flugvélakaup fé-
lagsins síðasta ár og afhending
þeirra véla á þessu ári.
Svo vildi til að við stjórnend-
ur félagsins vorum vestan hafs
er Ólafur veiktist, en vorum
staddir í Kaupmannahöfn er
hann lézt, 22. þ. m. Hefur okkur
sjaldan brugðið verr, en er þær
fréttir bárust, enda vorum við
orðnir vongóðir um, að hann
myndi fá bót meina sinna. Við
höfum misst einn af okkar trygg-
ustu vinum og félag okkar eina
af sínum styrkustu stoðum, en
hvað er það móts við missi konu
hans og barna. Við viljum votta
þeim innilega samúð okkar og
hluttekningu, um leið og við
þökkum liðin ár.
Kristján Guðlaugsson.
Kveðja
VERALDARSAGA góðs drengs,
sem nú er allur: Ljúfur og eft-
irlátur foreldri sínu, umhyggju-
samur og ástríkur heimilisfaðir,
greiðvikinn ogvinsæll samstarfs-
og samferðamaður, gagnsamur
þjóð sinni og ættarlandi. Allt
þetta má ég mæla allshugar, eftir
ævilöng kynni og vináttu, sem
aldrei bar skugga á.
Og nú er ferðin farin til fyrir-
heitna landsins, yfir móðuna
miklu, veg vor allra. Hryggðin
heltekur hugann, átakanlegri en
mæld verði og vegin, sökum
skyndibreytinga milli jarðlífs og
líkamsdauða manns á léttasta
aldurskeiði. En þegar tíminn hef-
ur slævt sárustu brodda sorgar-
innar og saknaðarins, er hugg-
un, guði sé lof, tiltæk og augljós:
Kristaltærar myndir minning-
anna, ótæmanlegur fjársjóður
ástvinum, og djúpgreyptur í
sálarsýn hins óvenjustóra vina-
hóps, sem hann aflaði sér á
skammri lífsævi. — Með hinztu
kveðju og þökk fyrir allt.
Far vel. Far vel.
Kveldúlfr Grönvold.
ATHUGIÐ
að borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að augiýsa
J Morgunblaðinu en í öðrum
blöðum. —
Tjarnargötu 5. Sími 11144.
Fiat 600 ’60, óekinn
Ford Taunus ’58,
Skipti koma til greina.
Volvo Amazon ’59
Opel Rekord ’58—’59
Volks wagen ’55, ’56, ’58,
’59 —
Moskwitch ’55, ’57, ’58, ’59
Ford Taunus Station ’59
Skipti á nýlegum 4ra til 5
manna bíl möguleg.
Plymouth Station ’49
Skipti á 4ra manna bíl
koma til greina.
Volvo Station ’55
Einnig ýmsar fleiri tegundir
og gerðir bifreiða.
LITLA
|4<<Z íÁ
Tjarnargötu 5. Sími 11144
B I L L I IM l\l
SlMI 18833.
HÖFUM TIL SÖLU
flestar tegundir bifreiða.
Bifreiðar með afborgunum.
Bifreiðar við allra hæfi. —
BÍLLIIMN
Varðarhúsinu
Sími 18833.
B I L L I IM IM
Varðarhúsinu
Til sýnis og sölu í dag:
Ford 1958
Skipti koma til greina á
Chevrolet 1955 eða Ford
1955. —
Falcon 1960
Skipti á eldra koma til
greina. —
B í L L I IM IM
Varðarhúsinu, sími 18833
B I L L I IM IM
Varðarhúsinu, sími 18833
Til sölu og sýnis í dag:
Ford 1955
sendiferða. Nýkominn til
landsins. Samkomulag.- —
Skipti koma til greina.
Fiat Multipla ’59
Samkomulag. — Keyrður:
7 þúsund km.
B í L L I IM IM
Varðarhúsmu. — Simi 18833.
Volvo Amason '5 9
4ra dyra einkabíll, til sýn-
is og sölu í dag. Verð hag-
kvæmt.
MalBÍLASAUN
Aðalstræti 6. Sími 19181.
Bifreiðasala.
Bergþórugötu 3. Simi 11025.
7/7 sölu
Volkswagen frá ’59—’54
Moskwitch ’59, ’58, ’57, ’55
Ford ’58
Glæsilegur einkavagn. —
Skipti á Chevrolet ’55-’56.
Ford ’55
Góður bíll. — Útborgun að-
eins 40 þúsund.
Chevrolet ’55
góður bíll. Útb. aðeins 40
þúsund.
Mercury ’57
4ra dyra Station, með öllu.
Sérlega glæsilegur bíll. —
Alls konar skipti.
Willy’s Station ’46
Fæst með góðum kjörum.
Ford Prefect ’46
Fæst með góðum kjörum.
Austin 8 og 10 ’47
Mjög góðir bílar.
Höfum Renault
fólks- og sendiferðabifreið
ir, minni gerðina með mjög
góðum skilmálum.
Taunus ’58
lítið keyrður. AIls konar
skipti koma til greina.
Zodiac ’58
mjög lítið keyrður. Er al-
veg sem nýr bíll.
Dodge ’57
mjög lítið keyrður og glæsi
legur bíll. —
Chevrolet ’52
sendiferðabíll, lengri gerð
in, í mjög góðu standi og
fæst með góðum skilmál-
um.
Höfum mikið úrval
af taxa bifreiðum og einn-
ig sendiferða- og vörubif-
reiðum.
Leggið leið ykkar þar sem úr-
valið er mest og bezt.
Bifreiðasalan, Bergþórugötu 3
Simi 11025.
Chevrolet ’49
sendiferðabíll, lengri gerð.
Úrváls bíll.
Fiat 1800 Station, nýr
Hillman ’55, góður bíll
Opel Capitan ’54
Skipti á minni bíl.
Moskwitch ’57
ágætur bíll. —
Willy’s jeppi ’55
Allur ný yfirfarinn.
Höfum flestar teg. bíla
Góðir greiðsluskilmálar og
skipti möguleg,
Bílamiðstöðin VAGHI
Amtmannsstíg 2C.
Sími 16289 og 23757.
Volksv/agen '57
til sölu og sýnis í dag. Bíll
inn er með útvarpi og í
ágætu standi.
Bi IasaIan
Klapparstíg 37, sími 19032
Chevrolet vörub freið ’55
í mjög góðu standi.
Chevrolet vörubifreið ’53.
Skipti æskileg á ’57—
’58 model af Ford eða
Chevrolet vörubifreið.
Studebaker vörubifreið
1955, með tvískiptu
drifi og 5 gíra kassa.
I.F.A. diesel vörubifreið
1957, í mjög góðu standi
Skipti á ódýrari bíl
koma til greina.
Austin 12 1946, 4ra manna
í skiptum fyrir ódýrari
bíl óskast.
Opel Record 1955, keyrð-
ur 41 þús. km- Skipti
óskast á ódýrum sendi-
ferðabíl.
Opel Caravan 1955. Góð-
ir greiðsluskilmálar.
Laugavegi 92.
Sími 10650 og 13146.
Nash. '51
2ja dyra, í fyrsta flokks
standi, nýkomin til landsins.
Til sýnis og sölu í dag.
Biiamiðslöðin VAGN
Amtmannsstíg 2C.
Simi 16289 og 23757.
BÍLmilNN
við Vitatorg simi 12500
Chevrolet ’53 og ’55
Ford ’55
Fiat ’60
Taunus ’60
Volkswagen ’54, ’56, ’58
Moskwitch ’55—’60
Opel Caravan ’55 og ’60
Höfum kaupendur að
vörubifreiðum.
BÍL ASALINN
við Vitato.g.
Simi 12-500
Ope/ Kapitan '5 6
Mjög fallegur einkabíll, til
sýnis og sölu. Skiþti á litl-
um bíl möguleg, t. d. Mosk
witch.
Aðal BÍLASALAN
Aðalstr. Sími 15014 og 19181.