Morgunblaðið - 29.03.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.03.1960, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. marz 1960 Úr dagbók aðstoðarmanns Tals: aráttan hafin BLAÐIÐ birtir hér fyrsíu g;reinina í greinarflokki um keppnina um heimsmeistara- titilinn í skák, sem aðstoðar- maður Mikails Tals, sovézki skákmeistarinn og þjálfarinn, A. Koblenz, sendir Freysteini Þorbergssyni til birtingar fyr- ir íslenzka skákvini. Aðstoðar- maðurinn hefur alið Tal upp í skákinni frá blautu barns- beini, en Koblenz hefur, sem kunnugt er um langt skeið haft skákskóla í Riga. Er ekki að efa, að Koblenz hefur góða yfirsýn yfir gang kcppninnar úr sætisínuáleiksviðinuíPúsk ínleikhúsinu. Freysteinn Þor- bergsson þýðir athugasemd- irnar úr rússnesku. Fyrstu þrjár skákirnar töfðust vegna misfara símskeytis, en fram- haldið er væntanlegt reglu- lega. Þess má geta hér, að á skák- kvöldi í Silfurtunglinu í kvöld mun Freysteinn Þor- bergsson meðal annars flytja nýjustu fréttir af heimsmeist- arakeppninni. Kvöldið hefst klukkan níu og er aðgangur öllum heimill. Fyrir yfirfullu Púskínleikhús- inu hófst þá að lokum hin lang- þráða barátta tveggja sterkustu skámkanna nútímans, Botvinniks og Tals. Þegar Tal í fyrstu skákinni lék sínum uppáhaldsleik, kóngspeð- inu fram um tvo reiti — heyrðist í salnum hálfkæfður kliður eftir- væntingarfullra radda. Nokkrar mínútur liðu, og Botvinnik lék svarleik sínum — kóngspeðinu fram um einn reit. Frönsk vörn! Hinir skynugu áhorfendur Moskvuborgar vissu þegar í stað hvað þetta þýddi — að þeir yrðu nú vitni að þrotlausri og misk- unnarlausri baráttu „til síðasta blóðdropa." Augu Mikails Tals skutu gneistum af ánægju, ekki vegna þess að honum hafði tek- izt að veiða andstæðing sinn í ákveðna snöru, heldur auðsjáan- lega sökum þess, að hann fékk nú að berjast við hugrakkann bar- áttumann. Eftir næstum brjálkenndar flækjur endaði skákin, sem kunn ugt er, með sigri Tals. Hin djarfa tilraun heimsmeistarans til að fella andstæðinginn með hans eigin vopnum fór þannig út um þúfur. Lítum á skákina: Hvítt: Tal. — Svart: Botvinnik 1. e4, e6; 2. d4, d5; 3. Rc3, Bb4; 4. e5, c5; 5. a3, Bxc3; 6. bxc3, Dc7; 7. Dg4, f5; 8. Dg3, Re7; 9. Dxg7, Hg8; 10. Dxh7, cxd4; 11. Kdl! Þessi sakleysislegi leikur Euzæ er ekki allur þar sem hann er séður. 11. — Bd7. Staðan, áður en þessum leik var leikið, kom upp í skákinni Gligoric — Petrosjan i áskorendamótinu. Þar lenti svart ur í ógöngum eftir 11. — Rc6. I þessari skák reynir Botvinnik að endurbæta leiðina fyrir svart- an, en strax næsti leikur hvíts leggur torleysanleg verkefni fyr- ir hann. 12. Dh5, Rg6; Það er ekki ánægjulegt að þurfa að leyfa leppun manna sinna, en eftir 12. — Kd8 ætti svartur erfitt með að koma hróknum á a8 í leikinn,* en það er einmitt á dagskipan svarts i þessu varnarkerfi að koma drottningarmönnunum sem fyrst í víglínuna. 13. Re2! Eins og Botvinnink tiíkynnti eftir skák- ina, hafði hann vanmetið styrk- leika þessa leiks í heimarann- sóknum sínum. 13. — d3; Eftir 13. — dxc3 næði hvítur sterkri sókn með 14. Rf4! Ef 13. — Ba4, þá 14. Rf4, Dxc3; 15. Ha2, Kf7; 16. Bd3, og svartur yrði að reikna með slíkum hót- unum sem Bxc5! Þessi leið er í rauninni ákaflega mikilvæg, þar sem það er einmitt ætlun svarts að reyna að ná sókn á c-línunni. 14. exd3, Ba4t 15. Kcl, Dxe5; Fjöldi stórmeistara álítur að þetta sé allt að því afgerandi afleikur, og mæla þeir með á- framhaldandi liðskipan, 15. — Rc6; 16. d4, 0-0-0; en eftir 17. Bd2 hefur svartur enga fullnægjandi bót fyrir hin fórnuðu peð. 16. Bg5! Ótrúlega sterkur leikur, sem torveldar liðskipan and- stæðingsins. 16. — Rc6; 17. d4, Dc7; Eftir 17. — De4 væri bezta Framtíðaratvinna Ungur reglusamur maður óskast til starfa við hrein- • legan iðnað. Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir mið- vikudagskvöld, merkt: „Reglusamur — Atvinna Danskur maður af íslenzkum ættum, með stúdents- próf og nokkurra ára nám í læknisfræði, óskar eftir atvinnu í vór. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 2. apríl merkt: „4323“. Til sölu og sýnis I D A G Ford vörubíll ’54 lengri gerðin selst mjög ódýrt, Pontiac ’54 station í góðu standi fæst fyrir skulda- bréf, Pontiac ’55 fæst fyrir skuldabréf eða góðar mánaðarg reiðsiur. BIFREIÐASALAN Bergþórugötu 3 — Sími 11025. Myndia er frá Júgóslavíu. Mikhael Tal í hópi aðdáenda. svarið 18. Hcl! 18. h4, e5!? Það er svörtum ljóst, að rólegir leikir munu brátt leiða í Ijós liðsyfir- burði andstæðingsins, hann reyn- ir því að skapa flækjur. Eftir t. d. 18. Df7 19. Rf4, Rce7; 20. Be2, hefði hvítur peð yfir og betri stöðu. 19. Hh3, Df7; 20. dxe5, Rcxe5; 21. He3, Kd7; 22. Hbl, b6; Hér hefði svartur getað veitt seigari mótspyrnu með 22. — Bc6, og hefði þá framhaldið getað orðið 23. Rd4, Í4; 24. Rxc6, KxcS; 25. Bb5f, Kc5; 26. Hxe5 (Ekki 26. He2, sökum 26. — Hh8) Rxe5; í GÆR var lagt fram á Al- þingi frumvarp til laga um ferskfiskeftirlit. Er það ríkis- stjórnin, sem leggur frum- varpið fram, en það var boðað í frétt, sem birtist hér í blað- inu sl. sunnudag um lélegt hráefni fiskverkunarstöðv- anna. 1 frumvarpinu segir m. a. á þá leið, að stofnun, er nefnist Fersk- fiskeftirlitið, skuli komið á fót og annist hún eftirlit með með- ferð og gæðum nýs og ísaðs fisks, sem landað er til vinnslu, frá því hann kemur í skip og þar til hann er tekinn til vinnslu. Eftirlitið tekur enn fremur til búnaðar og þrifa fiskiskipa, að því er varðar geymslu fiáks í veiðiför, svo og útbúnaðar og þrifa fiskmóttökuhúsa á landi. Þá skal Ferskfiskeftirlitið fram- kvæma gæðaflokkun á fiski, sem ætlaður er til vinnslu, þegar tímabært þykir. Yfirstjórn Ferskfiskeftirlitsins skal vera í höndum 6 manna Fiskmatsráðs, er ráðherra skip- ar í fjóra menn, eftir tilnefningu ýmissa aðila er þessi mál snerta. Fimmti maður ráðsins skal vera fiskmatsstjóri og hinn sjötti for- stöðumaður Rannsóknarstofu Fiskifélags tslands, sem jafn- framt er formaður ráðsins. Verkefni Fiskmatsráðs Verkefni Fiskmatsráðs, auk þess sem áður getur, eru: Að enduskoða á næstu tveimur árum lög og reglugerðir um fiskmat. Að úrskurða um ágreining, er rísa kann vegna framkvæmd ar fiskmats, meðan fyrrnefnd lagaendurskoðun stendur yf- ir. Að vinna að aukinni fræðslu um Ifiskverkun og meðferð afla, og skipuleggja og fram- kvæma hvers kyns áróður, 27. Ddf7, Rxf7 og þrátt fyrir allt, er endataflið hvítum í hag. Eftir leikinn í skákinni eykur hvítur yfirburði sína. 23. Rf4 Hótar 24. Rxg6, Rxg6; 25. He7f! 23. — Hae8; 24. Hb4, Bc6; 25. Ddl!, Rxf4; 26. Hxf4, Rg6; 27. Hd4, Hxe3; Ekki 27. f4, sökum 28. Dg4t 28. fxe3!, Kc7; 29. c4 dxc4; Það er ekki hægt að halda punktinum d-5, þar sem eftir leikina 29. — Re7; 30. cxd5, Rxd5; 31. Bc4 er leppunin afgerandi. 30. Bxc4, Dg7; 31. Bxg8, Dxg8; 32. h5 og Botvinnik gafst upp. til þess að auka skilning á og tilfinningu fyrir vöruvöndun. Að skipuleggja í samvinnu við Rannsóknarstofu Fiskifélags íslands og láta framkvæma tilraunir og rannsóknir, er miða að bættri meðferð sjóvarafla. Til að standast straum af kostnaði við framkvæmd laga þessara, skal stofnaður sjóður, er sé í vörzlu og undir stjórn Fisk- matsráðs. Tekjur sjóðsins skulu vera útflutningsgjald af sjávar- afurðum, er nemi 1 %c af fob-and- virði þeirra. í greinargerð frumvarpsins er skýrt frá því, hve nauðsyn á ferskfiskmati hafi aukizt við til- komu nælonnetanna sem eru miklu veiðnari en bómullar- og hampnetin. Þá hafi eftirspurn eftir vinnslufiski verið meiri en framboðið og alltof lítill verð- munur gerður á fiski eftir gæð- um og tíðast enginn verðmunur á tveggja nátta netafiski og bezta línufiski. Afmælis- tónleikar TÍMINN líður furðuhratt og þokar öllu áleiðis, nokkuð á leið — eða kannski aftur á bak. — Sinfóníuhljómsveit Islands, óska draumur allra góðra manna í þessu landi, á um þessar mund- ir 10 ára afmæli. Tilvist hennar ó sér langan aðdraganda, en stöðugt hefir þó þokazt í óttina, og enn er langt í land — og raunar aldrei náð því landi, sem hugurinn eygir á sínum fleyg- ustu stundum, það þokar stöð- ugt undan. Tveir fyrstu hátíða- tónleikarnir munu þó hafa sann- fært flesta sanngjarna menn um það, að markvisst hefir verið unnið og merkum áfanga náð. Það þarf engum að koma á óvart þó raddir heyrist stundum í þá átt að aðra leið hefði átt að fara, fara hraðar, leggja sveit- inni meira fé. Eflaust eru þess- ar raddir frá velviljuðum mönn- um, sem fest hafa augu á öðr- um möguleikum og er það mann- legt. Sá sem þetta ritar hefir við mörg tækifæri átt tal við heimskunna tónlistarmenn, sem hlustað hafa á sveitina spila og undrazt hve góð hún væri, og þann menningarbrag er væri á íslenzku tónlistarlífi yfirleitt. Það er nauðsynlegt að sjá van- mátt sinn og vanþroska, en hitt ekki síður að missa ekki kjark- inn. Á fyrri tónleikunum voru að undanteknu einu verki flutt hin sömu og á fyrstu tónleikum hennar fyrir 10 árum, og stjórn- andinn Róbert Ottósson hinn sami. Þeir einir sem heyrðu báða tónleikana gátu gert samanburð, og vissulega var sá samanburð- ur ánægjulegur. Flutt var nú einnig nýtt verk eftir dr. Pál ísólfsson. Upphaflega mun Páll hafa skrifað þetta verk — raun- ar fyrir áratugum — fyrir píanó og nú frumflutt í hljómsveitar- búningi. Verkið var mjög fallegt. Síðari hljómleikarnir voru í þessari viku og var þá auk for- leiksins að Brúðkaupi Figaros og píanókonserts í d-moll eftir Moz- art, flutt eitt stórverk, Sinfónía nr. 4 eftir Bruckner. Hér kom það afgerandi í ljós hvílíkum feiknaframförum hljómsveitin hefir tekið hin síðustu árin. Sin- fónía Bruckners er stórfenglegt verk og óvenjulegt að það sé flutt af svo fámennri sveit. En flutn- ingurinn var framúrskarandi og var það vitanlega ekki sízt að þakka stjórnandanum, Róbert Ottóssyni, þeim manni, sem sveitin á ákaflega mikið að þakka og er mjög miklum stjórn- andahæfileikum gæddur. Einleik lék Gísli Magnússon, mjög fal- lega. — Það er ástæða til að óska landsmönnum til hamingju með hljómsveitina og það sem hún hefir afrekað fyrstu tíu árin. Vikar. Skíðakeppni milli barnaskólo SKAGASTRÖND, 25. marz: — I fegursta veðri fór hér fram í dag skemmtileg skíðakeppni milli nemenda úr barnaskóla Blöndu- óss og barnaskóla Skagastrandar. Keppnin fór fram í Hörfelli hér skammt innan við þorpið. Kepp- endur voru 50 talsins. Sigurvegarar í einstökum grein um voru þessir: 1 bruni stúlkna sigraði Magðalena Axelsdóttir, Skag., í svigi Margrét Sveinbergs dóttir Bl., í göngu Kristín Lúð- víksdóttir Skag. og í stökki Helga Guðmundsdóttir, Skag. í bruni drengja sigraði Jón Þorsteinsson Bl., í svigi Jón Þor- steinsson, Bl., í stökki Birgir Júlíusson Bl. og í göngu Arsæll Ragnarsson Bl. Stigahæstir einstaklingar voru: Margrét Sveinbergsdóttir Bl. 35 stig, Helga Guðmundsdóttir, Skag. 25 stig og Ida Sveinsdóttir Bl. 19 stig. Drengir: Birgir Júlíusson, Skag. 62 stig, Jón Þor steinsson Bl. 50,5 stig og Lýður Rögnvaldsson Bl. 49 stig. Keppnina vann Barnaskóli Blönduóss og hlaut 351,5 stig. Skagstrendingar hlutu 236,5 stig. Páll Jónsson, skólastjóri á Skaga strönd, hafði gefið fagran bikar til að keppa um. Aðalhvatamað- ur að keppni þessari var Ingólfur Arnason, en hann hefur haft á hendi skíðakennslu fyrir báða skólana nú um tíma. Skólastjórar beggja skólanna lýstu mikilli ánægju yfir þessari skíðakeppni og vona fastlega að framhald verði á henni næstu ár. — Þ.J. Ferskfiskeftirliti skal^ komið á fót Frumvarp jbess efnis á Alþingi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.