Morgunblaðið - 30.03.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.03.1960, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. marz 1900 MORCUlVBLAfílÐ 3 I NICHOLAS Clinch er banda- rískur lögfræðingur. Aðal- áihugamál hans er þó ekki að gæta réttar borgáranna í Dall as í Texas, heldur að klífa fjöll, Hvannadalshnjúk og Hraundranga á Islandi jafnt sem hæstu tinda Himalaja- fjalla. Núna hefur hann í undir- búningi leiðangur, sem Banda ríkjamenn og Pakistanbúar fara í sameiningu í sumar til að freista þess að klífa tindinn Masherbrum í Himalayafjöll- uiia, sem engum hefur enn tek izt að sigra þó þrír leiðangrar hafi reynt við hann áður. Tindurinn er á 7821 m hæð. Taka þátt í ferðinni 7 Banda- ríkjamenn og 3 fjallamenn frá Pakistan. Slíkur leiðangur þarfnast að Leiðangursmenn eftir að þeir höfðu fyristir manna komizt á Felutind (í baksýn) eða Gasher- brum I, sem er 8068 m á hæð. Standandi frá vinstri: Mohd Akram, kapteinn (látinn), Gil Roberts, S. T. H. Rizvi, kapteinn, Peter Scheoning, Nicholas Clinch (sem staddur er hér á landi), Andy Kauffman, Tom McCormack. Sitjandi frá vinstri: Bob Swift, dr. Thomas Nevinson og Dick Irvin. og sigrar tinda Himalaja sjálfsögðu gífurlegs undirbún ings. Skip er þegar á leiðinni til Pakistan með útbúnað fyrir ieiðangursmenn, en ýmislegt bætist við frá Englandi, Frakk landi og Sviss, og er Clinch nú á leið þangað um ísland, til að líta eftir því. Fréttamaður blaðsins notaði því tækifærið, til að spjalla ofurlítið við hann um þennan fyrirhugaða leiðangur til Himalayafjalla, og annan, sem hann fór 1958, og frægur er orðinn. — Fjallið sem við ætlum að klífa er í Pakistan, nokkuð langt norð- vestur af Mont Everest. Við leggjum upp 15.—20. maí, frá litlum 150 þús. manna bæ, Shardu og þurfum að ganga í 8 daga að fjallsrótum, og er sú leið öll á fótinn. Við höfum burðarmenn þangað, en berum iíka sjálfir til að fá þjálfun. En úr því höfum við aðeins 6 innfædda fylgdar- menn. Við reiknum með að leiðangurinn taki 2—3 mán- uði, en það er erfitt að segja um það. Maður verður að bera á sjálfum sér allt sem með þarf og flytja það bækistöð úr bækistöð. Mest þarf auðvitað að bera í fyrstu bækistöðvarn- ar, síðan smáminnkar farang- urinn, þangað til aðeins þarf eitt tjald og lítið eitt af far- angri í þá efstu. Þeir sem áður hafa reynt við þetta fjall, hafa reiknað með 7 bækistöðvum á leiðinni og er það lágmark. Þrír leiðangrar hafa reynt að komast á þennan tind áður, en engum tekist það. íslenzku fjöllin laus i sér — Yður hefur líklega ekki þótt það neitt þrekvirki að klífa í fjöllunum okkar, þar sem hæsti tindur er aðeins liðlega 2000 m? Það er ekki rétt að líta á hæðina eina í þessu sam- bandi. Það er mjög erfitt að klífa fjöllin hér því þau eru svo laus í sér. Siggi (Sigurður Waage) vissi ekki hve nærri lá að ferðin á Hraundranga yrði hans síðasta, þegar við klifum þá fyrstir manna, ásamt Finni Eyjólfssyni fyrir nokkrum árum. Ég var á und- an þegar stór steinn losnaði. Siggi var fyrir neðan mig. Hann hefði ekki getað forðað sér. Hefði hann hrapað, þá hefði hann vafalaust tekið mig með sér, því við vorum bundn ir saman. — Og hvað varð um stein- inn? — Mér tókst að ýta hon- um inn aftur, ef svo má segja. Annars gekk ég líka á skrið- jökulinn á Eyjafjallajökli og á Vatnajökul með Jöklarann- sóknarfélaginu meðan ég var hér. Það var dásamleg ferð, en all frábrugðin fjallaferðum í Himalaja, glymjandi tónlist í útvarpinu og kvenfólk til að smyrja brauð fyrir mann og laga kakó. — Ekki hafið þér komið hingað í þeim tilgangi að klífa þessi fjöll? Er leiðangursmenn óðu laus- an snjóinn í miðjan mjóa- legg með 50 punda bagga á bakinu uppi í 7000 m. hæð, urðu þeir að nota súrefnis- tæki, til að ná andanum. — Nei, 1956 var ég í hern- um og bauð mig fram til að kenna björgunarleiðöngrum hersins í Alaska, en þeir kusu að senda mig sem lögfræðing til varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Ég setti mig svo fljót lega í samband við fjallamenn hér og var harðánægður með þetta. 1958 kom ég svo aftur og var í tvær vikur. NæsthálSti tindurinn ósigraði unninn Nioholas Ciinch stanzar hér aðeins tæpa viku í þetta sinn. í gærkvöldi flutti hann fyrir- lestur í Jöklarannsóknarfélag inu og sýndi litskuggamyndir frá frægum leiðangri, sem hann tók þátt í árið 1958, þeg- ar Bandaríkjamönnum tókst að klífa Gasherbrum tindinn eða „Feiutnd" í Himalaja- fjöllum, en hann er 8035 m. á hæð, ellefta hæsta fjall í heimi. Tvisvar áður höfðu þrælþjálfaðir fjallamenn reynt að komast upp, aiþjóð- legur leiðangur árið 1932 og mjög vel útbúinn franskur leiðangur beztu fjailamanna 1936, en báðir gefist upp. Gasherbrum er einn af 13 tindum Karkoram fjallaklass- ans í norðvestur Pakistan. Engum hafði, þrátt fyrir marg ar tilraunir vel útbúinna leið- angra, tekizt að komast upp á. neinn þessara erfiðu tinda, sem stundum eru kallaðir „þriðji póllinn“ fyrr en 1950, þegar franski leiðangurinn komst á Annapurna. Ameríski leiðangurinn, sem í voru 10 menn, lagði upp frá Skardu með 112 burðarmenn í halarófu á eftir sér. Fyrir höndum áttu þeir 8 daga göngu að bækistöðinni við fjallsræturnar. Clinch lýsir því svo, er þeir komu auga á tindinn: — — Það birti í lofti og hita- bylgjurnar sem endurköstuð- ust frá Abruzzijöklinum titr- uðu í brennheitri sólinni. Svit- inn streymdi gegnum blautar augnabrúnirnar og rann niður andlitin á okkur svo okkur sveið í augun og móða settist á sólgleraugun. Sjö sm. breið farangursböndin skárust ofan í axlirnar á okkur eins og heit- ir píanóstrengir. Allt í einu blasti hann við — „Felutind- ur“, næsthæsta fjall heimsins, sem ekki hafði enn verið sigr- að. Við vorum búnir að leggja hart að okkur í tvö ár og ferð- ast yfir hálfan hnöttinn til að komast að þessum snævi og ísiþakta klettadrang, og nú var þrautin rétt að byrja. Mikið verk Já, þetta var vissulega að- eins byrjunin. Þarna sneru burðarmennirnir við, utan sjö og úr því stauluðust leiðang- ursmenn sjálfir, ásamt hinum 7 innfæddu, með allan farang- urinn upp brattann yfir alls kyns ófærur, frá I. bækistöð í um 5600 m. hæð í II. bæki- stöð í 6.400 m. hæð og það- an í III. bækistöð í 6.700 m. hæð, alltaf hægt og síg- ndi, þrátt fyrir óhöpp, sól- bruna og veikindi. I IV. bæki- stöð settust flestir leiðangurs- menn að. Tveimur var fylgt upp í 7,200 m. hæð, þar sem þeir urðu að nota súrefnis- grímur, jafnvel sofa með þær, og þar var sett upp síðasta bækistöðin, eitt lítið tjald. Daginn eftir tókst þessum tveimur með ótrúlegri þraut- segju að komast alla leið upp, upp á hæsta tind sem nokkur Ameríkani hafði staðið á, í yfir 8 þús. m hæð. Úr því breyttist veðrið, svo fleiri gátu ekki reynt eins og ákveðið hafði verið. Einnig þurfti að koma öðrum þeirra, sem klifið hafði alla leið á tindinn, undir læknis hendur vegna kals á fótum. Því var snuið við og eftir tveggja mán aða ferðalag komu leiðangurs menn aftur til Skardu, allir heilir á húfi, því fótakalið læknaðist. Leiðangurinn hafði leyst af hendi ætlunarverk sitt. Um þennan leiðangur fjall- aði erindi Nicholasar Clinch hér. Hann hefur einnig skrifað blaðagreinar um þetta efni og bók, sem ekki er enn komin út. Á föstudag heldur hann áíram ferðinni til Englands, þar sem hann hefur lofað að flytja fyrirlestra um leiðang- urinn á Ga9herbrum, og síðan áleiðis til Himalaja. — Það liggur mikið verk í slíkum leiðangri, sagði Nic- holas Cinoh í viðtalinu við- talinu við blaðið í gær. Og þótti okkur það hógværlega að orði komizt. STAKSlEISViVR Fiskiskemmdirnar á allira vörum Undanfarið hafa hinar míkhl skemmdir á fiski í mörgum ver- stöðvum hér á Suðvesturlandi vakið geysilega athygli og umtal meðal almennings. Sætir það vissulega engri furðu. Hér er um að ræða stórkostlegt vandamál, sem öll þjóðin verður að snúa saman bökum um að leysa. Alþýðublaðið, Tíminn og Morg- unblaðið birtu í gær forystu- greinar um þetta mikla alvöru- mál. Er niðurstaða blaðanna allra hin sama: Hér þurfi að brjóta í blað, snúa við til ábyrgðar- tilfinningar og vöruvöndunar. Alvarleg tíðindi Alþýðubaliðð kemst m. a. aB orði á þessa leið i forystugrein sinni: „Þetta eru alvarleg tíðindi. Hér verður að sporna við fæti, svo að dugi, því við megum ekki við þvi fjárhagslega að meiri hluti aflans um hávertíð fari til mjöl- framleiðslu, en frystihúsin tali um stöðvun vegna hráefnis- skorts. Fiskurinn verður að vera þannig á sig kominn, er hann kemur á land,að hægt sé að vinna hann á sem verðmætastan hátt“. Tíminn lýkur forysíugrein sinni, þar sem m. a. var rætt um ábendingar Sölusamtaka sjáv arútvegsins, á þessa leið: „Hér er vissulega um mikið al- vörumál að ræða. Öll framan- greind atriði verður að taka til úrlausnar. Afkoma þjóðarinnar byggist á fáu meira en vandaðri meðferð útflutningsvaranna. Það ©r óhjákvæmilegt, að svo skjót- lega og rösklega verði tekið á þessu máli af hálfu opinberra aðila, að ekki hljótist af meira tjón, en það orð komist á að nýju, eins og var fyrir fyrri heims- styrjöldina, að islenzkt vöru- merki sé trygging vöruvöndun- ar“. í framhaldi af þessu má svo geta þess, að ríkisstjórnin lagði í fyrradag fram á Alþingi frum- varp til laga um ferskfisks eft- irlit. „Þjóðfylking verkamanna“ Þjóðviljinn birtir loks í gær stjórnmálaályktun 12. þings Só- síalistaflokksins. Er þar fátt um nýjungar, en fyrst og fremst stagl azt á áratugagömlum slagorðum. Mest áherzla er lögð á nauösyn þess að skapa og viðhalda „sam- fylking vinstri aflanna". Um þetta er m. a. komizt að orði á þessa leið: „Flokksþingið telur það höf- uðverkefni flokksins á næsta timabili að skapa pólitísk skil- yrði til að mynda þjóðfylkingu verkamanna, annarra launþega, bænda, menntamanna og milli- stétta, sem nái meirihluta í næstu kosningunum og myndi ríkis- stjórn til nýsköpunar þjóðfélags- ins í aðalatriðum á þeim grund- velli, sem markaður var í kosn- ingastefnuskrá Alþýðubandalags- ins haustið 1959“. Þessu takmarki telur flokks- þingið að helzt verði náð i fyrsta lagi með að stórefla Alþýðu- bandalagið og með samstarfi við Framsóknarflokkinn. En því aðeins tekst þó flokkn- um, segir í stefnuyfirlýsingunni, að skapa þessi skilyrði, að hann „eflist sjálfur að mannvali, marx istiskum þroska og víðsýni“. Já, ekki er að spyrja að ósköp- unum. Auðvitað er „marxistisk- ur þroski" frumskilyrði allrar þróunar i lifi kommúnistaflokks- ins á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.