Morgunblaðið - 30.03.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.03.1960, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. marz 1960 Jeanne var svo gagntekin af hamingju, að hana langaði mest til að hrópa upp yfir sig. Þau héldu förinni áfram. Brátt lá leið þeirra niður í móti eftir hlíðinni, sem liggur meðfram Sagone-flóanum. Það var tekið að kvölda, þegar þau fóru gegn- um Cargese, grískt þorp, sem hópur landraekra flóttamanna frá Grikklandi hafði stofnsett. Stúlkurnar, sem á vegi þeirra urðu, voru hávaxnar og fríðar sýnum með ávalar mjaðmir, grannar hendur og mjótt mittii. Þau urðu að beiðast gistingar á sama hátt og gert var fyrr á tím um, og enn var gert í afskekkt- um löndum. Jeanne titraði af eft irvæntingu og hrifningu, þegar þau stóðu fyrir utan dyr húss eins og biðu þess, að komið væri til dyra. Það óvænta og ókunna, sem varð á vegi þeirra, varpaði sérstökum ljóma á ferðalagið í augum Jeanne. Svi vildi til, að í húsi þessu bjuggu ung hjón. Þau fengu gistingu, en urðu að sofa á grófri hálmdýnu í gömlum, rökum hús- kofa. Allir innviðir hússins voru ormétnir, sundurgrafnir af löng- um ormum, og virtust gefa frá sér hljóð, vera lifandi og and- varpa. Þau lögðu af stað í dögun, og von bráðar námu þau staðar hjá eins konar skógi, úr rauðbláu graníti. Þar mátti sjá strýtur, súl ur, klukkuturna og ýmsar aðrar sérkennilegar myndir mótaðar af tímans tönn, sorfnar af hvössum vindum og særoki. Þessir sér- kennilegu klettar voru sumir allt að því þrjú hundruð metrar á hæð, grannir, sívalir, snúnir, kræklóttir, vanskapaðir, óvæntir og stórfurðulegir og líktust ýmist trjám, jurtum, dýrum, minnis- vörðum, mönnum, munkum í kufli, púkum, risavöxnum fugl- um; undarlegt samsafn af ófreskj um, sem minntu á martröð, stein- Villi, sem formaður veiðimála nefndarinnar, hlýtur þú að hafa áhuga á að bjarga Háu skógum. runnar fyrir tilstilli duttlungar- fullra máttarvalda. Jeanne var þögul af hamingju. Hún tók um hönd Juliens og þrýsti hana, gagntekin þrá eftir ást í náinni snertingu við hið fagra umhverfi. Skyndilega opnaðist enn einn fjörðurinn fyrir sjónum þeirra, umgirtur klettaveggjum úr eld- rauðu graníti. Rauðir klettarnir spegluðust í bláu vatninu. „Ó, Julien!“ stundi Jeanne, sem gat varla komið upp nokkru orði af hrifningu. Hugur hennar var í því uppnámi, að orðin köfn uðu í hálsi hennar. Tvö tár hrundu úr augum hennar. Julien leit steinhissa á hana. „Hvað er að, yndið mitt?“ sagði hann. Hún þurrkaði sér um augun, brosti og svaraði óstyrkri röddu: „Ekkert — ég er dálítið tauga- óstyrk — ég veit ekki — þetta kom allt í einu yfir mig. Ég er svo hamingjusöm, að það er eins og ekkert þurfi til að koma mér úr jafnvægi". Hann skildi ekki snöggar geð- sveiflur hinnar öru kvenlundar. Hann undaðist tár hennar og hugsaði aðeins um slæman veg- inn. „Þú ættir heldur að gefa hest- inum þínum nánar gætur“, sagði hann. Þau fóru niður brattan, grýttan stíg að ströndinni og sveigðu síð- an til hægri, upp hið drungalega gil, Val d’Ota. En vegurinn reyndist svo illur yfirferðar, að Julien stakk upp á að þau færu fótgangandi. Jeanne leizt vel á þá hugmynd. Hún var himinlifandi yfir að fá tækifæri til að ganga ein með honum um. Leiðsögumaðurinn fór á undan með múldýrið og hestana og þau gengu hægt á eftir honum. Djúpur gilskorningur lá upp eftir fjallinu, með bratta hamra- veggi á báðar hliðar. Eftir hon- Það hef ég Markús, en við get- ur ekki látið það í ljós opinber- lega. Ef við mótmælum frum- um lá vegurinn. Straumþung á fossaði niður gilið. Loftið var svalt og þverhníptir klettarnir virtust næstum svartir. Upp á milli þeirra mátti sjá blátt himin hvolfið. Nokkru síðar náði sólin aftur að skína niður til þeirra. Þau voru þyrst og námu því staðar við litla uppsprettulind. Mosa- breiða var í kringum hana, og þau Jeanne og Judien krupu nið- ur til að fá sér að drekka. Meðan þau nutu þess að drekka hressandi kalt vatnið, lék Julien sér að stríða Jeanne með því að toga hana frá lindinni. — Hún streyttist á móti, og kalt vatnið skvettist á andlit þeirra, háls og föt, og kossar þeirra voru vatns- mengaðir. Þau voru lengi á leiðinni eftir bugðóttum gilsskorningnum og komust ekki til Evisa fyrr en undir kvöld. Þegar þangað kom, fóru þau til húss eins ættingja leiðsögumannsins, Paoli' Pala- bretti að nafni. Hann var maður hávaxinn, lít- ið eitt lotinn; útlit hans bar öll einkenni hins brjóstveika. Hann fylgdi þeim til herbergis þeirra. Það var ömurlegt og kuldalegt, með berum steinveggjum, en þó tók það öðru fram, sem völ var á þessum slóðum, þar sem glæsi- legur húsbúnaður var óþekkt fyrirbæri. Hann lét í ljós á hinni korsíkönsku mállýzku sinni — samblandi af frönsku og ítölsku — ánægju sína yfir að mega bjóða þau velkomin. Allt í einu greip hvell rödd fram í fyrir hon um. Smávaxin þeldökk kona, með stór, svört augu, mjótt mitti og breitt bros á vörum, þusti inn í herbergið, kyssti Jeanne og heilsaði Julien með handabandi. „Góðan daginn, madame; góðan daginn Monsieur. Gleður mig að kynnast yður“. Hún tók við yfirhöfnum þeirra og höfuðfötum, og bar það allt á öðrum handleggnum, þar sem hinn var í fatli. Síðan fékk hún þau til þess að fara út aftur. — „Farðu með þau út að ganga, þangað til við förum að borða“, sagði hún við mann sinn. Monsieur Palabretti hlýddi um yrðalaust og gekk á milli ungu hjónanna um allt þorpið. Göngu- lag hans var þunglamalegt og orð hans slitrótt, rofin af hóstahvið- um öðru hvoru. Að lokinni hverri hóstahviðu endurtók hann: „Loftið hér í Val er svo kalt, að ég hef fengið fyrir brjóstið af því“. Hann leiddi þau að hliðarstig, sem lá meðfram háum kastaníu- trjám. Allt í einu nam hann stað- ar og sagði í sömu tilbreytingar- lausu röddinni. „Það var hérna sem Mathieu Lori drap frænda minn, Jean Rinaldi. Ég stóð þarna, rétt við hliðina á Jean, þegar Mathieu birtist í nokkurra skrefa fjarlægð frá okkur. „Jean, hrópaði hann, „farðu ekki til Al- bertacci. Ef þú ferð þangað, drep ég þig. Ég vara þig við því!“ varpi Watsons, mun nefndin hans skera niður fjárveitingu til okkar. „Ég tók um handlegg Jeans: „Farðu þangað ekki, Jean, hann er vís til að framfylgja hótun sinni!" „Orsök deilu þeirra var stúlka, sem þeir vildu báðir eiga, Pauline Sinacoupi". „En Jean hrópaði. „É fer, Mathieu, þér skal ekki takast að aftra mér frá því“. „Síðan þreif Mathieu byssu sína, og áður en ég náði að þrífa til minnar, reið skotið af. „Jean stökk tvö fet upp í loft- ið, eins og krakki sem svippar, já, monsieur, og svo datt hann á mig, svo að skotið reið af úr byssunni og hún kastaðist úr höndum mér út að kastaníutrénu þarna. „Jean var með galopinn munn, en hann sagði ekki orð. Hann var dauður". Ungu hjónin störðu steinhissa á manninn, sem orðið hafði sjón arvottur svo svívirðilegs glæps, en gat þó talað um það af slíkri rósemi. „Hvað varð af morðingjanum?" spurði Jeanne. Paoli Palabretti fékk ákafa hóstahviðu en sagði síðan: „Hann flúði til fjalla. Það var bróðir minn, sem drap hann áríð eftir. Bróðir minn, hinn þekkti stigamaður Philippi Palabretti". Hrollur fór um Jeanne. „Er bróðir yðar stigamaður?" Það vottáði fyrir hreykni í augnaráði hins rólynda Korsíku- búa, er hann svaraði: „Já, madame. Hann var mjög frægur. Hann kom fyrir kattar- nef sex lögreglumönnum. Hann var drepinn um leið og Nicolas Morali, þegar búið var að króa þá inni í.Nicolo, eftir viku bar- daga, er þeir voru að dauða komnir úr hungri". Þau héldu heim til miðdegis- verðar, og hin smávaxna Korsíku kona kom fram við þau eins og hún hefði þekkt þau í tuttugu ár. Jeanne var órótt í skapi. Þegar Julien tæki hana næst í faðm sér myndi hún þá aftur verða gagn- tekin hinum annarlegu ,heitu til- finningum, sem höfðu gripið hana á mosabreiðunni hjá lind- inni? Þegar þau voru orðin ein um kvöldið, titraði hún af óljós um ótta við, að kossar hans megn uðu ekki að snerta hana. En kvíði hennar reyndist ástæðulaus, og þetta varð fyrsta nóttin, sem hún naut ástarinnar. Daginn eftir, þegar þau voru ferðbúin, fann hún sárt til þess að verða að yfirgefa lítilfjörleg húsakynnin, þar sem henni hafði opnazt nýr hamingjuheimur. Hún tók hina smávöxnu hús- móður á eintal og krafðist þess að mega sendi henni einhvern smáhlut til minja um heimsókn- ina, er hún kæmi til Parísar. Konan færðist undan að þiggja slíkt og var treg til að óska sér nokkurs. En að lokum lét hún tilleiðast. „Jæja, þú mátt þá senda mér byssu — mjög litla byssu“. Jeanne rak upp stór augu af undrun. Konan hvíslaði að henni með svip þess, sem trúir öðrum fyrir viðkvæmu leyndarmáli. — „Ég ætla að nota hana til þess að drepa mág minn“. Hún vafði brosandi umbúðunum utan af handlegg sér og sýndi henni hálf gróin sár eftir oddhvasst verk- færi, sem voru eftir endilöngum handleggnum. „Væri ég ekki næstum eins sterk og hann, hefði hann gengið af mér dauðri. Eig- inmaður minn er ekki afbrýðis- Ég hef verið heldur bjartsýnn að ætla mér að hafa áhrif á þessa stjórnmálamenn. samur, hann þekkir mig, og auk þess er hann veikur og það róar menn, eins og þú veizt. Ég er líka heiðarleg kona, madame, en mág ur minn leggur trúnað á allt slúð ur, sem hann heyrir. Hann er af- brýðissamur fyrir hönd eigin- manns míns, og honum væri trú andi til að gera aðra tilraun. Þá get ég notað litlu byssuna og ver- ið örugg um að geta hefnt mín“. Jeanne lofaði að senda vopnið, kyssti hina nýju vinkonu sína innilega, og síðan héldu þau af stað. Það sem eftir var ferðalagsins, leið sem Ijúfur draumur, stöð- ug faðmlög og ástaratlot. Hún sá ekkert, hvorki landslag, fólk né staðina, sem þau stöldruðu við á. Hún sá ekkert nema Julien. Þegar þau komu til Bastia, urðu þau að borga leiðsögumann inum. Julien leitaði í vösum sín- um. Hann fann ekki það sem hann leitaði að, og sagði því við Jeanne: „Þar sem þú ert ekki far in að nota neitt af tvö þúsund frönkunum, sem móðir þín gaf þér, væri ef til vill réttast, að ég geymdi þá. Þeir eru betur geymd ir í peningabelti mínu, og það getur komið sér vel að þurfa ekki að skipta stærri upphæð“. Hún fékk honum pyngjuna. Slllltvarpiö Miðvikudagur 30. marz 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Við vinnuna"; Tónleikar af plötum. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. gð,18.30 Utvarpssaga barnanna; ,,Gest- ir á Hamri“ eftir Sigurð Helga- son; I. (Höfundur les.) 18.55 Framburðarkennsla í ensku. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson cand mag). 20.35 Erindi: Þeir, sem deyja ungir (Grétar Fells rithöfundur). 21.00 Fiðlutónleikar: David Oistrakh leikur verk eftir Tartini, Bartók, Szymanowski og Suk. 21.30 „Ekið fyrir stapann“, leiksaga eft ir Agnar Þórðarson, flutt undir stjórn höfundar V. kafli. — Sögumaður Helgi Skúlason. Leik- endur: Ævar R. Kvaran, Herdís Þorvaldsdóttir, Guðmundur Páls- son, Karl Guðmundsson, Bryndís Pétursdóttir og Nína Sveinsdóttir. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmur (38). 22.20 Ur heimi myndlistarinnar (Björn Th. Björnsson listfræðingur). 22.40 „Gamlir kunningjar": Lárus Ing- ólfsson, Soffía Karlsdóttir ó. fL syngja með hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. 23.10 Dagskrárlok. 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50—14.00 „A frívaktinni", sjómanna* þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Maiv grét Gunnarsdóttir). 18.50 Framburðarkennsla í frönsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Skriftlærðir og farísear (Benedikt Arnkelsson cand. theol.). 20.55 Einsöngur: Guðmundur Guðjóns- son syngur með undirleik JFrit* Weisshappels. a) „I dag skein sól“ eftir Pál Isólfsson. b) „Minning" eftir Markús Krist jánsson. c) „Mamma skal vaka“ og „Avs Maria" eftir Sigurð Þórðar- son. d) „Heimir" eftir Sigvalda Kalda lóns. e) „Sólroðin ský“ eftir Arna Björnsson. 21.15 Jón frá Pálmholti les frumort ljóð. 21.25 Tónleikar: Þjóðdansar frá ýms- um löndum. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmur (39). 22.20 Smásaga vikunnar: „Vængjað myrkur“ eftir William Heinesen í þýðingu Hannesar Sigfússonar rithöfundar (Þýðandi les). 22.45 Sinfónískir tónleikar: Hljómsveit ríkisóperunnar í Monte Carla leikur frönsk verk; Louis Frem- aux stj. b)Konsert fyrir tvö píanó eg hljómsveit eftir Poulenc (Ein leikarar: Höfundurinn Jacques Fevrier). 23.25 Dagskrárlok. — Eg hef góðar fréttir að segja yður. Konan yðar er fús il að taka saman við yður aftur! a r L’ r u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.