Morgunblaðið - 30.03.1960, Blaðsíða 6
6
MORCVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 30. marz 1960
Lðgreglan
skarst í leikinn
Þegar Gylfi kom til Hull
BREZK blöð sögðu frá því
fyrir nokkru að lögreglan
hefði þurft að skerast í Ieik-
inn, þegar togarinn Gylfi frá
Patreksfirði kom til að landa
I Huli. Þrír menn voru hand-
teknir, þeir höfðu hvað eftir
annað hindrað að togarinn
yrði bundinn við bryggju. —
Eitt blaðanna segir, að þeir
hafi verið ölvaðir, sennilega
sjómenn, sem hafi verið að
lýsa yfir andúð sinni á því, að
fslendingar flyttu fisk til
Bretlands samtímis því sem
brezku togurunum hefur ver-
ið stefnt af fslandsmiðum.
Ljósmyndarinn vakti
grunsemdir
Gylfi átti að landa í Grims-
by í þessari ferð, en vegna
þess að mikill fiskur var á
markaðnum par, var Gylfa
snúið til Hull.
Adolf Hallgrimsson, skip-
verji á Gylfa, sagði Morgun-
blaðinu frá þessum atburði:
— Við komum á Humber-
fljótið á móts við Hull
klukkustund fyrir flóð þennan
dag og lögðumst þar við akk-
eri. Hafnsögumaður sá, er átti
að taka skipið inn í höfnina,
var hinn ræðnasti og sagði
okkur vera þá fjórðu í röð-
inni. —•
„— Um kl. 5 síðdegis var akk-
eri létt og haldið upp að
mynni hinnar lokuðu hafnar.
Er sá siður á þarna, að leggja
skipunum upp að hafnarbakk-
anum fyrir utan hliðið, sem
siglt er í gegnum inn í höfn-
ina. og koma þar um borð
tollverðir og aðrir embættis-
menn.
— Á hafnarbakkanum, þar
sem við áttum að leggjast,
voru nokkrir menn, ekkert
fleiri en venjulega. En það,
sem helzt vekur athygli okk-
ar, þegar við siglum upp að,
var ljósmyndari, sem þar
stóð með allan sinn útbúnað.
Bjóst til að höggva á festarnar
Skipið seig að hafnarbakk-
anum og kastlínunni var kast-
að af hvalbak. En þá gerðist
það markverða. Kastlínunni
var hent um borð til okkar
aftur og hrópað til hafnsögu-
mannsins, að fara ekki með
skipið inn í höfnina. Sá gamli
varð órólegur. En samt var
kastlínu kastað í land frá aft-
anverðu skipinu. En það fór
á sömu leið. Hún er gripin af
tveimur mönnum, sem hring-
uðu hana snyrtilega upp og
köstuðu henni um borð aftur.
Sáum við að það voru fjór-
ir menn, sem að þessum mót-
tökum stóðu, og var greinilegt
að einn þeirra var með vim.
Valsaði hann um hafnargarð-
inn með heljarmikla öxi, og
gerðum við ráð fyrir að með
henni hafi verið ætlunin að
höggva á landfestar skipsins,
ef okkur hepnnaðist að binda.
Lögreglan kemur.
Nú íiðu um það bil 10 mín-
útur og ekkert gerðist. Fjór-
menningarnir voru hinic víga
legustu og bentu okkar mönn-
um á að láta kastlínuna koma
aftur, en slíku var auðvitað
ekki svarað.
Þá birtust allt í einu tveir
lögreglumenn, annar þeirra
mjög stór og kraftalegur og
í fylgd með þeim velklædd-
ur maður, heljarmikill risi.
Var mikill asi á mönnunum.
Gáfu þeir okkur bendingu um
að kasta línunni. Annar lög-
regluþjónninn tók við henni
og dróg vírinn í land, en okk-
ur til undrunar komu tveir
fjórmenninganna yfrrgreindu
þeim til hjálpar og bundu
skipið.
Leystu festarnar —
— handsamaðir
Lögregluþjónarnir gerðu sig
líklega til að fara, en í því
bregða óróaseggirnir tveir við,
og losa vírana og sleppa þeim
í sjóinn. Nú skarst lögreglan í
leikinn, og risinn, sem kom
með henni, lét sitt ekki eftir
liggja. Tóku þeir piltana eng-
um vettlingatökum. Drógu
þeir þrjá þeirra inn í hús
þarna á hafnarbakkanum.
Ljósmyndarinn taldi sig hafa
veitt vel, og var önnum kaf-
inn meðan á handalögmálun-
um stóð. Fjórði náunginn, en
hann var sýnilega undir áhrif
um áfengis, hélt sig í hæfilegri
fjarlægð meðan átökin stóðu
og slapp því.
Öllum þótti miður
Að þessu loknu gekk allt
sinn vanagang. Landað var
um nóttina eins og til stóð.
Við vorum í Hull í 5 daga
vegna smávegis rafmagnsbil-
unar. Urðum við ekki varir
frekari andúðar í okkar garð
og þeir Bretar, sem töluðu um
atburð þennan virtust frekar
harma hann en hitt.
Eg hitti annan lögregluþjón
inn ,sem þarna var, daginn
eftir, og spurði hann, hvort
mennirnir hefðu verið undir
áhrifum áfengis. Taldi hann
svo ekki vera ,en þeir hefðu
verið með þó nokkuð af víni
á sér.
Úr dagbók aðstoðarmanns Tals:
Njósnastríðið
MIKAIL BOTVINNIK
núverandi heimsmeistari
Aðalfundur Búnaðar-
• •
félags Olfushrepps
HVERAGERÐI, 24. marz. —
Miðvikudaginn 16. þ. m. var
haldinn í Hótel Hveragerði aðal-
fundur Búnaðarfélags Ölfus-
hrepps, ásamt deildarfundi í
Ölfusdeild Mjólkurbús Flóa-
manna. Voru fundir þessir vel
sóttir. Úr stjóm Búnaðarfélags-
ins átti að ganga einn maður,
Hermann Eyjólfsson, en var
endurkjörinn. Þá fór fram kjör
fulltrúa á þing Búnaðarsambands
Suðurlands og hlutu þessir kosn-
ingu: Guðjón Sigurðsson, Gufu-
dal, Gottskálk Gissurarson,
Hvoli, Engilbert Hannesson,
Bakka, og Hermann Eyjólfsson,
Gerðakoti.
Erindi Hjalta Gestssonar
Þá flutti Hjalti Gestsson er-
indi og sagði frá för sinni til
Bandaríkjanna á sl. ári. Var er-
indið bæði fróðlegt og skemmti-
legt. Kom þar m. a. fram, að við
gætum ekki síður sótt okkur
fróðleik og fyrirmyndir þangað
en t. d. til Danmerkur, m. a.
vegna þess að höfuðuppistaða í
gróffóðri búpenings í Banda-
ríkjunum er tún eins og hér á
landi.
Deildarfundur MBF
Á deildarfundi MBF kom m. a.
til umræðu það vandamál, að
aukning á fituinnihaldi mjólkur-
innar umfram það sem krafizt er
í neyzlumjólk, hefur ekki komið
bændum til tekna. Einnig var
rætt um og gerð ályktun varð-
andi mjög svo villandi upplýs-
ingar, sem oft eru birtar fyrir
almenning um hlutdeild bænda
í heildarverði landbúnaðarvara.
Fulltrúakjör
Þá fór fram kosning fulltrúa
fyrir Ölfusdeild MBF og hlutu
þessir kosningu: Gísli Hannesson,
Auðsholti, Gottskálk Gissurar-
son, Hvoli, og til vara Ólafur
Þorláksson, Hrauni. Áður voru
fulltrúamir Hermann Eyjólfsson,
Gottskálk Gissurarson og Þorlák-
ur Sveinsson, Sandhóli.
Athendir
trúnaðarbréf
HINN nýi sendiherra Ungverja-
lands á íslandi, herra Pál Kor-
bacsics afhenti í gær forseta ís-
lands trúnaðarbréf sitt við hátíð-
lega athöfn á Bessastöðum, að
viðstöddum Emil Jónssyni, ráð-
herra, sem fer með utanríkismál
í fjarveru utanríkisráðherra.
Að athöfninni lokinni höfðu
forsetahjónin hádegisverðarboð
fyrir sendiherrann og frú hans.
skrifar ur
daglega lifínu
]
• Hestaver
og
forvitin börn
Afi hefur setzt við skrif-
borðið í tilefni af bréfi frá
ömmu, er kom hér í dálknum
fyrir skömmu og hann er ekki
sammála. Bréf afa er á þessa
leið:
— 24. marz sl. skrifar
„Amma“ um forvitin börn,
sem dragist að hestum, sem
þau sjái vestan „Smáíbúða-
hverfis“, sennilega Sogamýri.
Ég er sammála „Ömmu“ um
að alls öryggis beri að gæta,
en fæ ekki séð, að staðsetning
hesta í öryggri vörzlu, skapi
öryggisleysi. Ekki er ég held-
ur sammála því, að forvitnin
ein dragi athygli barna að hest
unum.
Það má kannski segja, að
allt sem börn girnist, hvort
sem er til augnagamans eða
nánari snertingar, sé af for-
vitni, en hafa börn þá enga
aðra kennd en forvitni? Get-
ur ekki verið að þau búi
einnig yfir öðrum eðlishneigð-
um þó ung séu? Þegar ég var
ungur og ólst upp í sveit man
ég ekki til forvitnishneigðar
gagnvart hesinum. Hann varð
mér frá fyrstu augnayndi, all-
ir hans Ieikir og læti hrifu
mig. Ég vona, að ég verði
ekki svo gamall að ég gleymi
því hvað hesturinn var. Því
miður heyrast nú raddir um
að hann sé eitt af þessum
gömlu fötum, sem eigi að
leggja til hliðar.
* Yndisgjafi kynslóða
Sem betur fer rís einnig sú
alda meðal góðra manna, að
ekki beri að gleyma hestin-
um, heldur eigi hann að skipa
öndvegissess sem yndisgjafi
verandi og komandi kynslóða.
„Amma", hver, sem þér
eruð. Leggið ekki til að hest-
urinn verði fjarlægður sýn
barnabarna yðar. Ég segi ekki
að þér gerið það beinlínis í
greininni, en gætið þá að því,
að barnabörnum yðar veljist
ekki annað forvitniefni eða
augnagaman sem síður skyldi.
Nú er Fákur, með leyfi vel-
viljaðra yfirvalda bæjarins að
staðsetja stærsta hestaver
landsins hjá Elliðaám. Innan
skamms má búast við að það
verði umlukið mannabústöð-
um. Gerið þetta ver að augna
yndi.
Og að síðustu: Þér; menn
sem umgangizt hesta. Gætið
fyllstu prúðmennsku 'í allri
notkun þeirra og umgengni.
Því miður eru til menn, sem
hafa gerzt brotlegir í þessu
efni. Látið það ekki henda.
Þeir, sem ekki treysta sér til
að sýna fulla sjálfsstjórn og
nærgætni í umgengni hesta,
eiga ekki að umgangast þá.
—Afi.
9 Slæmt ástand
í símamálum
— Símaástand Hafnarfjarð-
ar og Garðahrepps hefur bor-
ið mikið á góma undanfarið í
sambandi við þingsályktun-
artillögu Matthíasar Á. Mat-
hiesen um málið og ekki að
ástæðulausu, skrifar símnot-
andi þar syðra. Minnist síðan
á erfiðleika við að ná síma-
sambandi við Reykjavík frá
þessum stöðum og segir að
það taki oft 15 mínútur. Lýk-
ur simanotandi máli sínu með
þessum orðum:
— Ekki er vafi á að hér er
margra umbóta þörf og það
gleður alla, sem á þessum
svæðum búa, að skriður virð-
ist vera að koma á lausn þessa
máls.
í ANNARRI skákinni leiddu
kapparnir aftur saman hesta sína
af hugprýði og héldu áfram að
njósna um leynivopn andstæð-
ingsins. Tal, sem lék svörtu
mönnunum valdi leið af ind-
verskri vörn, sem hann hefur oft
notað áður við mikilvæg tæki-
færi, enn þar sem Botvinnik hef-
ur ekki teflt þessa byrjun, var
mjög mikilvægt fyrir Tal að
kanna sem fyrst í einvíginu
hvaða leið Botvinnik velur til
þess að reyna að brjóta niður
þessa uppáhaldsvörn Tals. Brátt
kom í ljós að heimsmeistarinn
valdi rólega stöðuuppbyggingu,
sem gaf honum aðeins örlítið
betra tafl. Tal, sem áleit að hinir
litlu stöðuyfirburðir Botvinniks
nægðu honum ekki til vinnings,
bauð jafntefli í 21 leik. Botvinnik
svaraði aðeins „Vil tefla svolítið
áfram“ Og varð Tal þá á sú
skyssa, að reyna að sýna and-
stæðingnum fram á að staðan
væri jafntefli með því að skipta
upp á drottningum, en útkoman
varð aðeins hagatætt endatafl
fyrir Botvinnik.
„Við fáum víst nóg að gera i
alla nótt“, sagði aðstoðarmaður
Botvinniks, meistari Goldberg,
við mig í hálfgerðu gamni; hann
hélt að skákin myndi fara í bið,
en svo fór nú samt að Tal frels-
aði okkur frá öllum andvökum
með því að tryggja sér jafntefli
í 45. leik. Um hefnd fyrir heims-
meistarann var því ekki að ræða
að sinni. Þannig tefldist önnur
skákin:
Hvítt: Botvinnik. — Svart: Tal.
I. d4, Rf6; 2. c4, c5; 3. d5, e6;
4. Rc3, exd5; 5. cxd5, d6; 6. Rf3,
g6; 7. Bg5 Þetta er síaðsta hróp:3
á torgi tízkunnar. 7. — Bg7; 8.
Rd2, h6; 9. Bh4, g5; 10. Bg3, Rh5;
II. Rc4 Hvítur vill þjarma að and
stæðingnum án þess aðleggja of •
mikið í hættu sjálfur. Til skarp-
ari baráttu leiddi 11. Da4t, sem
svartur hefði orðið að svara með
11. — Kf8. 11. — Rxg3; 12. hxg3,
0-0; 13. e3, De7; 14. Be2, Hd8; \ð
öðrum kosti á svartur óhægt með
að fylkja mönnum drottningar-
vængsins. 15. 0-0, Rd7; 16. a4,
Re5; Nauðsynlegt er að útrýma
riddaranum, sem herjar á veik-
asta punkt svarts „d6“. 17. Rxe5,
Dxe5; 18. a5, Hb8; Hér kom til
athugunar að leika 18. — f5 >g
síðan g4. 19. Ha2, Bd7; 20. Rb5,
ef 20. Bb5, þá er 20. — De8 sterkt.
20. — Bxb5; 21. Bxb5, b6; 22. a6.
Hbc8; 23. Dd3, Hc7; 24. b3, Dc3;
Ónauðsynleg skipti, sem auka
stöðuyfirburði hvíts. Betra var
24. He7 25. Dxc3, Bxc3; 26. Hc2,
Bf6? Þetta reynist aðeins tíma-
tap. 27. g4, He7; 28. Hc4, Hc8;
29. g3 Botvinnik reynir að teygja
skákina fram að biðtíma til þess
að geta rannsakað allt sem ná-
kvæmast í heimahúsum. Það er
eina skýringin á því að hann
leggur ekki þegar í skipulegan
undirbúning leikja eins og e4, f4
o. s. frv. 29. — Bg7; 30. Hdl, HÍ8;
31. Hd3, Kh7!; 32. Kg2, Kg6; 33.
Hdl, h5; 34. gxh5t, Kxh5; 35. g4t
Kg6; 36. Hc2, Hh8; 37. Bd3t, KÍ6;
38. Kg3, Hee8; 39. Bb5, He4; 40.
Hc4, Hxc4; 41. bxc4, Ke7; 42. Ba4
Be5t; 43. Kf3 Hvítur vill vinna
skákina í „rólegheitum“. Nauð-
synlegt var að reyna 43. f4, sem
Tal hugðist svara með 43. — Bf6,
en einnig eftir 43. — gxf4j-, ætti
svartur að ná jafntefli með ná-
kvæmri vörn. Eftir leikinn í
skákinni er baráttunni brátt lok-
ið. 43. — Hh4; 44. Hgl, f5! og
Botvinnik bauð jafntefli, sem
Tal þáði.