Morgunblaðið - 30.03.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.03.1960, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 30. marz 1960 MORGVTSBLAÐIÐ 17 Hermóóur Guðmundsson: Athuga- semd við svar 1 MORGUNBLAÐINU 18. þ.m. birtir stjórn Landssambands ís- lenzkra stangveiðimanna athuga- semd við grein, sem ég skrifaði í vetur og birtist í Mbl. 16. jan. s. l. út af fundarsamþykkt aðal- fundar Landssamb. ísl. stangveiði manna frá 1. nóv. s.l. í raun réttri er þessi fundarsamþykkt Landssanmb. nægilegt svar við at hugasemd þeirra sjálfra er Morg- unbl. birti — svo berorð er álykt- unin í garð þeirra er ekki vilja lúta reglum og vilja samtakanna gagnvart leigu á laxveiðiréttind- um. Ég leyfi mér því að birta fundarsamþykktina sem er svo hljóðandi: „Aðalf. Landsamb. ís-* lenzkra stangveiðim. haldinn sunnud. 1. nóv. 1959 í Alþýðuhús- inu í Hafnarfirði, samþykkir að víta harðlega stjórn Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna og aðrar opinberar og hálf opinberar stofnanir, sem nú eða áður bjóða óheyrilega hátt verð í veiðirétt- indi í ýmsum laxveiðiám, for- dæmi, sem er stórhættulegt og líklegt til að skaða stangveiði- menn almennt og veiðiréttareig- endur ekki síður, er fram líða stundir, fordæmi, sem skoðast verður sem bein árás á íslenzka stangveiðimenn, þar sem þeim er ómögulegt að greiða slíkar leigur, fordæmi, sem algjörlega er óþarft Og auðveldlega mátti komast hjá þar sem aðrir möguleikar voru nærtækari og sem hentað hefðu t. d. S. H. miklu betur. Vegna þess er hér kemur fram væri ástæða til að óska eftir svari við eftirfarandi: 7. Hvað er það sem Landssamb. stangveiðim. telur „óheyrilega hátt verð fyrir veiðiréttindi“? 2. Hvað telja samtök stang- veiðimanna „stórhættulegt og lík legt til þess að skaða stangveiði- menn almennt og veiðiréttar eig- endur ekki síður“? 3. Hvað er það sem stjórn stang veiðisamtakanna telur „beina árás á íslenzka stangveiðimenn"? 4. Hvernig ber að skilja eftirfar andi niðurlagsorð tillögunnar: „fordmi, sem algjörlega er óþarft og auðveldlega mátti komast hjá, þar sem aðrir möguleikar voru nærtækari og sem hentað hefðu t.d. S. H. betur“? Mér er spurn hvernig var hægt að komast hjá þessu „óþarfa" „stórhættulega“ „for- dæmi“ og „óheyrilega" háa verð- tilboð í laxveiðiréttinn í Laxá i Leirársveit er höfundar tillög- unnar hneiksluðust svo mjög á — nema án beinnar eða óbeinnar þátttöku í félagsskap stangveiði- manna? Þetta er hverjum manni ljóst og hér er ég kominn að merg málsins —. þeim, sem ég vildi vekja athygli á í grein minni. Þetta mun stjórn íslenzkra stang- veiðimanna hafa gramizt og því þótt ástæða til að gera sína at- hugasemd, sem er að langmestu leiti lofsöngur um þeirra eigin afrek á sviði fiskiræktar og fiski- friðunar eftir alla ofveiði og rán- yrkju erlendra stangveiðim. er búnir voru að gera íslenzkar lax- veiðiár „laxlitlar eða jafnvel laxlausar“ eins og það er orðað. Um þetta þarf ekki að fara mörg- um orðum. Mér dettur ekki í hug — og lét heldur ekki að því liggja í grein minni — að gera lítið úr því, sem einstakir stangveiðimenn eða stangveiðisamtök kunna að hafa gert fyrir íslenzk veiðivötn. Ég vil þó á það minna að í lang- flestum — ef ekki öllum — til- fellum hefur það fé sem kann að hafa verið lagt fram til fiski- ræktar eða til umbóta við veiði- ár hér á landi verið lagt fram af bændunum eða veiðiréttareigend um sjálfum í gegnum árleigur en ekki verið beint lagt fram af stangveiðisamtökunum. Meðan svo er er tæplega hægt að tala um stórar fórnir af hálfu stang- veiðimanna. — Augljóst er einnig á „Athuga- semd“ stjórnar Landssamb. ísl. stangveiðim. að stjórnin leggur aðra höfuðáherzlu á það að koma mönnum til þess að trúa því, að ekkert. se exns hættulegt fyrir ísienzkar veiðiár og það að leigja útiendingum þær. Meira öfug- mæli er vart hægt að hugsa sér, allir sem til þekkja vita að fátt mundi verða íslenzkum veiðiám til meiri friðunar en að þær yrðu leigðar til erlendra sportveiði- manna, sem fyrst og fremst veiða sér til skemmtunar. Og því skildi ekki íslenzka þjóðin sem alltaf þjáist af gjaldeyrisskorti reyna að afia sér gjaldeyris með því að greiða fyrir komu erlendra ferða manna til landsins, en aðstaða til laveiða mundi greiða mjög fyrir komu þeirra. Mörg undanfarin ár hefur þetta verið ógerlegt þar sem íslenzkar veiðiár hafa verið svo umsetnar af Islendingum að þar hefur engu verið hægt við að bæta. Svörin hafa því alltaf verið á einn veg, ef útlendingar hafa gert fyrirspurnir um veiðiaðstöðu hér — ekki hægt, allar veiðiár leigðar. Eru þetta ekki óþarflega mikil flottheit af þjóð sem þjáist af gjaldeyrisskorti? Væri ekki ástæða til að athuga möguleika á árleigu, t.d. þó ekki væri nema á einni laxveiðiá til erlendra stang veiðimanna? Hið breytta gengi skapar vissulega möguleika á þessu sviði. Um „aðdróttanirnar” .idylgjurnar" og „rógburðinn“ um íslenzka stangveiðimenn, sem stjórn Landssamb. þykist geta lesið útúr grein minni, get ég < erið fáorður þótt ég nefni engin „föÓurhús“ í því sambandi. Ef það er í augum íslenzkra stangveiðisamtaka óverðskuldað- ar dylgjur og aðdróttanir að vekja athygli á þeirra eigin opin- beru samþykktum þá bera sam- tök þeirra alla ábýrgð á því og engir aðrir. I grein minni kom hvergi fram að ég áfellist heil- brigð samskipti bænda og ísl. stangveiðim., sem í mörgum til- fellum hafa verið og geta verið' báðum aðilum til góðs. A meðan íslenzkir bændur flestir eiga jarð ir sínar ásamt meðfylgjandi veiði létti verður stjórn Landssamb. ísl. stangveiðim. og aðrir að beygja sig undir það, að það sé bændanna en ekki þeirra að ákveða hvort þeir vilja leigja veiðiréttindi sín eða ekki. A sama hátt er hver einstakl- ingur og fyrirtæki frjáls að því — S. H. eins og aðrir — hvaða réttindi hann vill kaupa á leigu og á hvaða verði, það er þó aldrei annað en eigna tilfærzla innan lands. Að gera opinbera athugasemd við jafn sjálfsagðar viðskipta- venjur er alltof bróslegt til þess, að Landssamband íslenzkra stang veiðimanna geti lagf nafn sitt við slíkt. IJermóður Guðmundsson. TAL US Húsið kostar Öryggisgrindur á FERGUSOIM dráttarvélar Við höfum nú fyrirfSfeigjandi veltutrygg stálhús, á eldri gerð Ferguson- dráttarvéla. Húsið rúm- ar 2 farþega auk öku- manns. Sams konar hús fyrir Ferguson ’35 verða til afgreiðslu í vor. Enn fremur verða til ör yggisgrindur með fram- rúðu og þaki, en við- bótarhlutir, s.s. hliðar, hurð, sæti ofl., má fá síðar þegar óskað er. kr. 7.900.00 — 5.300.00 Húsin hafa verið reynd af Öryggiseftirliti ríkisins og segir svo m.a. í skýrslu þess: „Húsið stóðst með prýði allar þær veltutilraunir, sem gerðar voru, og kom úr þeim algerlega óbreytt og óskaddað". Enn fremur hofum við til sölu stálhús á Ferguson, sem framleidd eru á véla- verkstæði Kaupfélags Árnesinga, Selfossi. Hús in eru ekki veltutryggð, en þó mjög sterklega byggð. Fljótlegt er að koma þeim fyrir á drátt arvélinn. Verð kr: 3.800.00. ÁRS HÁT Málfundafélagsins ÓÐINS verður í Sjálfstæðishúsinu kl. 8:30. föstu- daginn 1. apríl. ÍÐ Til skemmtunnar Til skemmtunar: 1. Ávarp 2. Leikþáttur: Gunnatr Eyjólfsson og Bessi Bjarnason 3. D a n s . . Miðar afhentir í Sjálfstæðishúsinu miðvikudag og fimmtudag kl. 5—10 e.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.