Morgunblaðið - 30.03.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.03.1960, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 30. marz 1960 MORGUNELAÐIÐ 5 sagt, að maður eigi ekki að heilsa með sígarettu í munninum! Það var í samkvæmi, að ein- hver stakk upp á að fara í all- nýstárlegan leik. Gestirnir skyldu gretta sig og glenna eins herfi- lega og þeir frekast gætu — og síðn skyldi sérstakur dómari skera úr um, hver hlutskarpastur yrði, þ.e.a.s. ljótastur. i m 'oÆiúi Flugfélag islands hf.: Gullfaxi fer til Glasgow og Khafnar kl. 8,30 í dag. Væntanleg aftur til Rvíkur kl. 16:10 á morgun. Innanlandsflug: I dag til Ak- ureyrar, Húsavíkur, Vestmannaeyja. A morgun til Akureyrar, Egilsstaða, Kópaskers, Vestmannaeyja, Þórshafn- ar. Loftleiðir hf.: Leifur Eiríksson er væntanlegur frá New York kl. 7,15. Fer til Stavanger, Khafnar og Hamborgar kl. 8,45. Edda er væntanleg kl. 19 frá London og Glasgow, fer til New York kl. 20.30. H.f. Eimskipafélag íslands: — Detti- foss er á leið til Rvíkur. Fjallfoss fer frá Rvík í dag til Keflavíkur. Goðafoss er 1 Khöfn. Gullfoss er á leið til Leith. Lagarfoss er á leið til Akraness. Reykjafoss fer frá Keflavík í dag. Selfoss er á leið til Gautaborgar. Tröllafoss er á leið til Rvíkur. Tungu- foss er á leið til Hull. H.f. Jöklar: — Drangajökull er á leið til Islands. Langjökull er í Vestmanna- eyjum. Vatnajökull er í Rvík. Hafskip lif.: Laxá er í Vestmanna- •yjum. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Vest fjörðum á norðurleið. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið er á Húnaflóa á leið til Akureyrar. Þyrill kom til Raufarhafnar 1 gær frá Bergen. Herjólfur fer frá Rvík kl. 21 1 kvöld til Vestmannaeyja og Horna- fjarðar. Skipadeild SIS: Hvassafell er á leið til Rieme. Arnarfell er á Norðfirði. Jökulfell er í New York. Dísarfell er á leið til Rotterdam. Litlafell er í olíu- flutningum í Faxaflóa. Helgafell er á leið til Rvíkur. Hamrafell er á leið til Islands. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband í Lyng- by, ungfrú Esther Hansen, Eiríks götu 17, Reykjavík og Bent Lar- '*>n, Lyngby, Danmörku. Dómarinn hugsaði sig lengi um ,en kvað loks upp dóm sinn — að kona nokkur, sem sat úti í horni, skyldi hljóta verðlaunin. — Ég var ekki með, hréytti konan út úr sér. Söluskilmálar: — Eignin verð- ur seld hæstbjóðanda — nema einhver bjóði betur. Niels Bohs hafði verið í einu af stórmagasínum Kaupmannahafn- ar í verzlunarerindum. í>egar hann kom heim, sagði hann undr- andi við konu sína: — Ég hafði ekki hugmynd um að við værum fastir viðskiptavinir í verzlun- inni. — Fastir viðskiptavinir? Það erum við heldur ekki — en hvers vegna heldur þú það? — Já, það var greinilegt að þeir í verzluninni könnuðust við nöfnin okkar. Hinn rómaði píanóleikari og grínisti Victor Borge var að skemmta í Álaborg og þar var meðal áhorfenda miðaldra kona, sem sífellt var kallandi fram í eftir brandarana. — Nei, þessi er of gamall. —Borge var orðinn leiður á þessu og næst þegar hún kallaði — nei, þessi er of gamall, svar- aði Borge: — Það eru nú fleiri. Konan tók góðan þátt í fagnaðar látunum, sem fylgdu og Borge sagði og brosti elskulega: — Já, þér skiljið þá grín? — Já, já, svaraði konan hlæj- andi. — En þetta var nú alvara, sagði Borge. Hún þagði eftir það. „Mlákan64 ÞAÐ lítur út fyrir að rússneski rithöfundurinn Ilja Ehrenburg, sem hingað til hefur haft orð fyrir að kunna að haga seglum eftir pólitískum vindi, hafi þrátt fyrir allt orðið fyrir barðinu á ritskoðuninni í Rússlandi. Fyrir skömmu sagði Ehrenburg í við- tali við stúdenta í Moskvuháskóla að hann hefði fyrir löngu lokið við seinna bind ið á sögu sinni „Hlákan“, en fyrsta bindið kom út 1954 og þótti lýsa því hvílíkt farg hvíldi á rit- höfundum Sovétríkjanna undir stjórn Stalíns. Er stúdentarnir spurðu Ehrenburg, hvers vegna bókin hefði ekki komið fyrir al- menningssjónir, svaraði hann: — Spyrjið útgefendurna! Jóhannes Jóhannesson hefir opnað sýningn í Mál- verkaverzluninni á Xýs- götu 1 og sýnir þar 15 nýjar vatnslitamyndir. Jóhannes hefir ekki haldið sýningu í fjögur ár. Verður sýningin opin næstu 10 daga á venju legum verzlunartíma. Jóhannes hefir um árabil verið kennari í Myndlistar- skólanum og er myndin hér til hliðar tekin í kennslu- stund þar. Jóhannes er til vinstri, með pípu. Læknar fjarveiandi Guðmundur Björrisson fjarv. frá 27. marí, óákveðið. Staðg.: Skúli Thor- oddsen, Austurstr. 7, viðtalst. kl. 10— 11 og 4—6. Sigurður S. Magnússon læknir verð- ur fjarverandi frá 14. marz um óákv. tíma. Staðg.: Tryggvi Þorsteinsson, Vesturbæjarapóteki. Viðtalstími 3,30— 4 alla virka daga nema laugardaga. Sími 1-53.40. Snorri P. Snorrason, fjarv. 3—4 mán- uði frá 22. febr. — Staðgengill: Jón Þorsteinsson. MFNN 06 = MALEFN/— í danska tímaritinu „Kirk ens Verden“ birtist fyrir skömmu grein eftir Johann es Aagaard lektor. Greinin bar yfirskriftina „Harðstjór inn með gullna hjartað“, og er þar talað um Albert Schweitzer sem gamaldags Mlæknistrúboða“. Reyndar standi hann jafnfætis mörg um slíkum — en frá guð- fræðilegu sjónarmiði lifi hann í rauninni enn á öld- inni sem leið. í greininni gagnrýnir Jo- hannes Aagaard mjög hin frægu einkunnarorð Sch- weitzers: — Lotning fyrir lífinu. — Hann segir, að Schweitzer hafi valið hina frjálslyndu trú og fleygt fyrir borð kristindómi Nýja tcstamentisins. — Segja má, að greinin öll sé „reiknings skil“ við guðfræði og heim- speki Schweitzers. I lok greinar sinnar segir Aagaard, að Schweitzer sé „talandi tákn hálf-kristinna hetjulegra og viðkvæmnis- legra lífsviðhorfa, menning arvilji sem sjálfur óskar að standa sem tvípunktur, en er í rauninni punktur". Bíðið ’ eftir því að blómin fari au nengja höfuðið. Örlítið mulið magnýl Iengir líf þeirra töluvert, ef það er sett strax í blómsturvasann. Hollenzkar KÁPUR (íij DRAGTIR Kjörgarði Sími 1-44-22. Sendisveinn Röskan sendisvein vantar okkur nú þegar. Vinnutími kl. 6—12 f.h. afgreiðslan — Sími 22480. V a n t a r vana flattningsmenn Uppl. í síma 34580. Vibratorar Samband óskast við innflutningsverzlun með tilliti til sölu af Vibratorum vorum á íslenzkum markaði. Útskipti vibratora fyrir öll þekkt skips- útvarpstæki- og bílatæki m. fl. er hægt að afgreiða á samkeppnishæfu verðL Fabriken „SILCON“, Grönningen, Kolding, Danmark. Vanir skruðgarðamenn óskast, langur vinnutími. Verkamenn óskast nú þegar. Byggingafélagið Bru h.f. þ Sími 16298. Salan er örugg hjá okkur Bifreiðasalan Frakkastíg 6 Sími 19168

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.