Morgunblaðið - 30.03.1960, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 30. marz 19G0
MORr.TiNTiT.AÐIÐ
11
Fæðingardeild
Sólvangs afhentur
miimingarsjóður
HAFNARFIRÐI — Óskar Jóns-
son, útgerðarmaður hér í bæ, og
kona hans, Mikkalína Sturlu-
dóttir, hafa stofnað minningar-
sjóð hjónanna Margrétar Magn-
úsdóttur, Ijósmóður frá Þingeyri
í Dýrafirði, og Jens A. Guð-
mundssonar, kaupmanns sama
stað. Stofnfé sjóðsins er kr. 20
þúsund, og hefur því verið af-
hent að gjöf fæðingardeild Sól-
vangs hér í Hafnarfirði. Er til-
gangur sjóðsins að styrkja efna-
litlar mæður, sem leggjast inn á
fæðingardeild Sólvangs. — Fer
úthlutun fram árlega 20. des. og
í fyrsta skipti 1960.
Stjórn sjóðsins skipa sam-
kvæmt skipulagskrá, forstjóri
Sólvangs, yfirlæknir sömu stofn-
unar og yfirljósmóðir fæðingar-
deildar Sólvangs.
Jóhann Þorsteinsson, forstjóri
Sólvangs, hefur beðið blaðið að
flytja gefendum þakkir stofnun-
arinnar.
Gengur saman með
SAS og Lufíhansa?
Kaupmannahöfn. marz.
— Einlcaskeyti til Mbl. — '
KVÖLDBERLINGUR greinir frá
því, að stjórnir Norðurlandanna
þriggja hafi sent Bonn-stjórn-
inni orðsendingu með tilmælum
að loftferðasamningur V-Þýzka-
lands og Norðurlanda verði fram
lengdur um 3 mánuði óbreyttur,
en hann á að renna út 1. apríl.
Lagt er til, að fresturinn verði
notaður til viðræðna milli SAS
og Lufthansa um nánari sam-
vinnu, jafnvel samræmingu flug-
ferða. Aðild Lufthansa að Air
Union mun ekki hindra slíkt.
Bonn-stjórnin vill hins vegar,
að loftferðasamningurinn verði
framlengdur um 6 mánuði með
Sýning Valtýs Péturssonar í Listamannaskálanum hefur vákið
mikia athygli og verið mjög fjölsótt. Þegar hafa margar myndir
selzt. Sýningin er opin daglega frá kl. 2—10 e h. fram á mánu-
dagskvöld, en þá lýkur sýningunni. Hér að ofan er ljósmynd
af einu málverki Valtýs.
Gjofir til Hlíðarendakirkju
NtJ undanfarin ár, síðan Hlíðar-
endakirkja var endurbætt hafa
henni borizt margar góðar gjafir,
utan þess sem margir gáfu ríf-
lega meðan á endurbótum stóð,
bæði safnaðarfólk og gamlir
safnaðarmeðlimir, sem farnir eru
úr sókninni og aðrir sveitungar.
Gjafirnar eru m.a. þessar: Skírn-
arskál úr silfri, áletruð til minn
ingar um hjónin í Hallskoti, Þor-
stein Jóngeirsson og Ingibjörgu
Guðmundsdóttur. Gefin af fóstur
dóttur þeirra Soffíu Markúsdótt-
ur og manni hennar Ólafi Guðna-
syni, kaupmanni í Reykjavík.
Einnig önnur minningargjöf um
sömu hjón: Aletruð Biblía, gefin
af annari fósturdóttur þeirra,
Guðrúnu Sveinsdóttur og manni
hennar, Guðmundi Pálssyni. Alt-
arisdúkur, gefin af Halldóru
Nikulásdóttir, Múlakoti. Kristal-
ljósakróna og tveir vegglampar
úr sama afhentir af hjónunum
Ingibjörgu Kristjánsdóttir og Is-
leifi Sveinssyni, sem gefið er til
minningar um foreldra hans Mar
gréti Guðnadóttur og Svein Jóns
son og dóttur þeirra Jóhönnu, af
vinum og vandamönnum þeirra.
Blómsturvasi úr silfri, til minn-
ingar um hjónin í Múlakoti Guð
björgu Þorleifsdóttur og Túbal
Karl Magnússon. Gefið af börn-
um þeirra. Fimm þúsund krón-
ur, minningargjöf um Svein
Teitsson á Grjótá, frá konu hans
Vilborgu Jónsdóttur og börnum
þeirra og tengdabörnum. Fimmt-
án sálmabækur. Ókunnur gef-
andi. Svo og eitt þúsund krónur
í bréfi til undirritaðs, sem skipt-
ast á milli Hlíðarenda og Breiða-
bólstaðarkirkju. Frá ónefndum.
Svo hafa nokkuð mörg áheit bor-
izt, sem ég man ekki að telja upp,
þar sem ég hef afhent þau jafn-
óðum fjárráðamanni kirkjunnar
og líka sumir ekki viljað láta
nafns síns getið. Vegna þess að
ég hef ekki séð þetta þakkað í
blöðum, leyfi ég mér fyrir hönd
kirkju og safnaðar að þakka þess
ar gjafir allar, um leið og ég bið
öllum gefendunum velfarnaðar.
Hafi þakklæti komið frá öðrum
og farið fram hjá mér, þá er góð
vísa ekki of oft kveðin.
Safnaðarfulltrúi
Hlíðarendasóknar.
Helgi Erlendsson.
verulegum breytingum á þá lund
að verulega verði (..regið úr flugi
SAS til Þýzkalands og innan
þess. Bonnstjórnin vill einnig
halda áfram viðræðum Luft-
hansa og SAS og gefur það beint
til kýnna, að Air Union (samtök
sem Lufthansa, Alitalia, Air
France og Sabena hafa gert með
sér) er opið SAS.
Síðar í dag sagði talsmaður
SAS, að fundir hæfust aftur með
samninganefndum SAS og Luft-
hansa á morgun eða næsta dag.
Gat talsmaðurinn þess jafn-
framt, að samvinna SAS og
Swissair nefði nú staðið í eitt
ár. Ekkert væri því til fyrirstöðu,
að fleiri tækju þátt í þeirri sam-
vinnu.
Halldór Tryggvasan frd Miðdal
FORELDRAR Halldórs, ættingj-
ar og vinir hafa staðið við sjúkra-
beð þess unga manns — séð þján-
ingar hans og þverrandi æsku-
þrótt. Tár þeirra hafa fallið á
fagra minningu fyrri tíma — er
vonir þeirra spáðu dugandi far-
sæld á framabraut hans. Og
svona þóknaðist Guði að sýna
þeim beztu útkomuna.
Alltaf og allstaðar er það móð-
irin sem á hæsta tón mannlegra
tengsla á jörðu vorri. Það er
einnig hún sem kann að tala lágt
í kyrrð sorgarinnar — þessi
alvöru orð „drengurinn minn er
dáinn“!
Sjúkdómar vinna stundum
hratt. Eyða afli æskunnar á stutt
um tíma svo þeir verða örkumla
vesalingar um langa ævi. Þar
standa vinir og vísindamenn ráð
þrota, sjá hvað mannlegur mátt-
ur nær skammt og jarðlífið bág-
borið í sinni eigin smæð. Þá skul-
um v\ð horfa til hæðanna og
hlusta á miskunnsemi Guðs. „Þú
hrópaðir til mín. Ég frelsaði þig
frá nauðum“.
Ég þekkti Halldór Tryggvason
frá því hann var fimm ára barn.
Vissi hvað hann var dulur í skapi
og þögull, gekk þó beint fram
og fylgdi því fast eftir, er hann
vissi réttast vera. Hann var inni-
lega þakklátur við foreldra sína
og aðra vandamenn. Elskaði þó
eina mannveru sérstaklega og
tjáði það mái sitt í fullri stærð,
með heilaga orðinu „mamma“!
Ég þakka þær minningar sem
ég á um Halldór. Þakka Guði
fyrir eðli hans og ættgöfgL
Einnig fyrir heimili hans — Mið-
dal, því þar hef ég gjörreynt aug
ljós einkenni vors Islenzka aðals.
Kristín Sigfúsdóttir,
frá Syðri Völlum.
EITTHVAÐ FYRIR ALLA
Ráðunauti
ar á ferð
KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 28.
marz. — Undanfarið hafa tveir
ráðunautar verið á ferð hér í
sýslunni og haldið fræðslufundi
fyrir húsmæður.
Af hálfu Kvenfélagasambands
Islands hefur frk. Steinunn
Ingimundardóttir sótt fundi
þessa. Hefur hún haldið fyrir-
lestra um ræktun grænmetis,
geymslu matvæla o. fl.
Sýnikennsla
Þá hefur hún eldað kartöflu-
súpu í allra augsýn (sýni-
kennsla) og gefið konunum að
bragða á réttinum.
Frá Búnaðarfélagi íslands hef-
ur verið hér Óli Valur Hansson,
eftirmaður Ragnars Ásgeirsson-
ar í ráðunautsstarfi hjá félaginu.
SIN AL C O
SÓDAVATN
APPELSÍN
GRAPE FRUIT
KJARNADRYKKIR
★
P I L S N E R
M A L T Ö L
HVíTÖL
★
Skrúðgarðaræktun
Hann hefur haldið erindi um
ræktun og gerð skrúðgarða og
sýnt í myndum blóm og tré og
aðrar dásemdir náttúrunnar.
Fundir þessir hafa verið vel
sóttir, enda eru allir vegir auðir
eins og á sumardegi, svo að senn
færu blómin að springa út í görð-
um ráðunautarins, ef þeir væru
orðnir að veruleika.
— Fréttaritari.
ek olgerdin
EGILL SKALLAGRÍMSSON
I___________
SPUR COLA
GINGER ALE
HI-SPOT
LÍMONAÐI
QUININE WATER
A N A N A S