Morgunblaðið - 30.03.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.03.1960, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. marz 1960 KINS og lesendum Morgun- blaðsins er kunnugt, hefur í Lesbókinni verið deilt um alt- aristöflu, sem Jóhannes S. Kjarval málaði fyrir kirkjuna Ríp í Hegranesi. Þegar frétta- maður blaðsins gekk á fund Kjarvals til að spyrjast fyrir um þetta mál, varð hann hinn alvarlegasti og sagði: — Þeir eru naskir þeir sveitastjórnamenn, maður veit aldrei hvað mikla þekk- ingu þeir sitja uppi með, — þetta er nefnilega sveit undir Hólabiskupsdómi, þar sem er ræktuð kirkjumenning. Þeir eru í nálægð aðhaldsins, er það ekki rétt? Það getur vel átt sér stað að það sé tekn- iskur galli á töflunni, ég segi bara svona, það getur átt sér stað. — Þetta er orðið langt um liðið, en þú manst það samt. — Já, mig minnir að ég hafi verið að mála portrett af bankastjóra Landsbankans, þegar ég fékk þessa pöntun í altaristöflu, en það má ekki kasta neinni rýrð á portrettið. Svo er það annað, — ég hef sennilega verið í algyðishorn- inu, þegar pöntunin kom, eins og nafn töflunnar ber með sér, því hún heitir: „Hin heilaga skírn“. Þeir báðu mig um að mála skírnina og eftir mynd- inni að dæma virðist hún vera táknræn upp á skírnina, fyrir og eftir kristindóminn. Mynd- in virðist sem sagt vera sam- nefnari skírnarinnar fyrr og nú —* en það hafa þeir ekki viljað láta nefna af einhverri ástæðu. Ég skal teikna fyrir þig myndina á eftir, svo þú getir séð, hvernig hún lít- út. Þarna er Unglingur og Skírari og svo mikill er trún- aðurinn á milli þeirra, að Skír arinn heldur með vinstri hendi um báðar hendur Ung- lingsins, sem hann réttir fram eins og í bænarstillingu í nátt- úrunni, en Skírarinn lætur svo bunulækinn ofan af berginu renna á handar- Sektað á staðnum fyrir smœrri umferðarbrot Frá aðalfundi Reykjavíkurdeildar B.F.Ö. NÝLEGA var haldinn aðalfund- ur Reykjavíkurdeildar Bindind- isfélags ökumanna. Hagur fé- lagsins er með miklum blóma og lýstu fundarmenn ánægju sinni með störf stjórnar deildarinnar á sl. ári. ’Stjórnin var endurkjör- in og er Viggó Oddsson, form., en meðstjórnendur Sigríður. Hún fjörð og Guðmundur ísfjörð. — 2) Fundurinn vill einnig hvetja umferðaryfirvöldin til að taka afstöðu til svokallaðra Snjó- hjólbarða svo ökumenn og tryggingafélög þurfi ekki að vera í vafa um lögmæti barð- anna, þegar snjór og ísing eru á götum. B. F. Ö. leggur sér- staða áherzlu á að endanlega bakið á sér, en þá hönd hefur hann lagt á höfuð Unglings- ins. Ég hugsa mér að þetta sé lítill lækur, afleggjari frá ánni Jórdan ,sem kemur ofan af þessu bergi — þetta hugsa ég mér. — Og svona hafa þeir beð- ið um hana fyrir norðan? — Nei, það var bara í full- um trúnaði við Ólaf lækni Gunnarsson að myndin ætti að heita þetta og vera svona. Mér skilst að hann ætl- aði sjálfur að gefa kirkjunni þessa mynd. Og svo getur þetta líka verið misminni. En aðalatriðið er, að þeir verði gengið frá þessum mál- um fyrir næsta vetur. 3) Fundurinn vill þakka umferð- arnefnd og öllum sem hafa unnið að endurbótum á um- ferðarmálum Reykjavíkur fyr ir árangursríkt starf og bendir á að sennilega hafi aldrei í sögu borgarinnar orð- ið eins miklar breytingar til bóta og á árinu 1959, og má m. a. nefna hina miklu aukn- ingu á notkun stefnumerkja, biðskyldumerkin, ný bílastæði o. fl. Fundurinn telur samt nauðsynlegt að lögreglan auki eftirlit með smærri umferð- þessir safnaðarfulltrúar eru aldir við gamla kirkjumenn- ingu í gegnum aldir við horn- ið á Hóladómkirkju, sbr. marg ur er skáld, þó hann yrki ekki. — Finnst þér ekki þeir hafi farið illa með töfluna þína? — Nei, mér finnst ekkert athugavert við þeirra hegðun fyrst þeir tóku töflunni svona í upphafi. Ég hef auðvitað verið leiður yfir því, þegar ég frétti það, en ég vissi ekki annað en þeim lægi á þessu. Það eru engin mótmæli.gegn kristindóminum, þó maður kalli myndina „Hin heilaga skírn“. Það get ég ekki séð, en það má hugea sér svo margt og maður veit aldrei hvað þess- ir menn láta uppi. En það get- ur verið einhver konstrúktív- ur línugalli í myndinni — það veit maður ekki heldur. Þeir eru í listum * í Hólastól, það getur hugsazt, þó maður viti það ekki. En það getur tekið langan tíma að finna þennan línugalla. Við erum svo ungir í þessari kirkjulegu list, og auðvitað tók ég það í mál að gera þessa töflu í einfeldni minni. Þetta er afgreitt mál, en það hef- ur sjálfsagt verið mjög mennt- andi fyrir mig að komast í kynni við þetta stand. Það hefur verið andlegt við- urværi mitt. Kannski er það of dýru verði keypt og þá er ég tilbúinn að taka mér lán til að borga þetta til baka, því þeir verða að vera naskir, þeir kirk j ust j órnarmenn. — Þú ert mjög religiös sé ég. Þú tekur þetta svo alvar- lega Kjarval. — Religiös, já ekki ósenni- legt, ekki ósennilegt. . Og svo hélt Kjarval áfram að teikna litla mynd af alt- aristöflunni umdeildu — og birtist hún hér á síðunni, leit svo upp og sagði: — Kannski hún hefði verið betri í svona einföldum strik- um. Annars þakka ég þér kærlega fyrir þátttökuna í þessu stórmáli, herra Matthí- as. arbrotum og'að það væri til bóta og öllum til öryggis að lögreglumönnum verði heim- ilað að beita milliliðalausum staðsektum sem afgreiddar séu á þeim stað, sem umferð- arbrotið er framið. Aðrar þjóðir hafa góða reynslu af staðsektum og er timi’til kom- inn að þessi mál séu afgreidd eins og aðstæður, þróun og vöxtur borgarinnar gefa til- efni til. B. F. Ö. er alþjóðleg samtök áhugamanna fyrir bættri og ör- uggari umferð. Viggó Oddsson. Fundurinn leggur áherzlu á, að eftirfarandi tillögur komi til framkvæmda á þassu ári: 1) Fundurinn vill beina þeím tilmælum til Umferðarnefnd- ar Reykjavíkur, að samkvæmt Reglugerð um umferðarljós, verði komið upp umferðar- Ijósum fyrir gangandi fólk á gatnamótum þar sem umferð- arljós eru í notkun. Á gatna- mótum Lækjargötu, við Aust- urstræti og við Austurstræti og Pósthússtræti telur fund- urinn sérlega aðkallandi að komið verði upp sérstökum umferðarljósum fyrir gang- andi fólk, sem ætlar yfir gatna mót fyrrnefndra þvergatna Austurstrætis, því grænt ljós kviknar jafn snemma fyrir akandi og gangandi og liggur daglega við stórslysum af þessum ástæðum. Reykjavík- urdeild B. F. Ö. fer þess vin- samlegast á leit, að þessum umferðarljósum verði komið upp áður en jólaumferðin byrjar á þessu ári. Lítil atvinna DRANGSNESI í marz. — Atvinna hér í þorpinu hefur nær engin verið í vetur og litil von að úr bætist, þar sem aðeins einn bátur er gerður út á vetrarver- tíð. Og hann leggur afla sinn að tveim þriðju hlutum á land á Hólmavík, en aðeins einn þriðja hér. Samvinnufélagið Björg hefur gert héðan út tvo vertíðarbáta undanfarnar vetrarvertíðir, en félagið hefur nú selt báða bát- ana burt af staðnum, og eru því enginn veríðarbátur í eigu íbú- anna hér. Nokkrir menn héðan af staðn- um tóku vélbátinn Brynjar á leigu og gera hann héðan út, en samkvæmt leigusamningi verða þeir að leggja aflann að mestu leyti á land á Hólmavík. Brynjar hefur fiskað sæmilega eftir því sem hér gerist, þegar á sjó hefur gefið, en þar sem í Drangsnesi báturinn er lítill og illa búinn, hefur hann lítið getað sótt vegna stirðs tíðarfars. Togskipið Steingrímur trölli, sem hreppurinn hér á einn þriðja hluta í og átti að verða lyfti- stöng atvinnulífsins hér, hefur algjörlega brugðizt vonum manna og eru menn hér farnir að bera kvíðboga fyrir afkomu skipsins og hlutdeild hreppsins í því. Hlutur frystihússins hér úr afla skipsins síðan á áramótum hefur einungis orðið níu lestir og finnst mönnum hér að það hefði mátt fiska á minna skip með minni tilkostnaði. Kapufélagið á Hólmavík festi kaup á frystihúsinu hér, síðast- liðið sumar og hyggst ekkert gera út héðan á staðnum, en vinr.a aðeins fisk af smá-trillum, sem menn róa hér yfir sumar- tímann. Auk eins þriðja hluta afla Steingríms trölla og annað, sem að þeim er rétt. Eitthvað þarf að gerast í at- vinnumálum staðarins og eygja men helzt til úrbóta útgerð stórs og vel búins útilegubáts, sem sótt gæti á hin auðugu fiskimið úti fyrir Vestfjörðum og lagt afla sinn á land hér á Drangsnesi. Menn hér á staðnum eru hættir að bera traust til stjórnar Kaup- félags Hólmavíkur á togskipinu 'Steingrími trölla, og menn vænta sér lítils af þannig rekinni út- gerð. Ef ekkert verður aðhafzt í at- vinumálum staðarins nú á næst- unni blasir við eyðing þorpsins og vil ég skora á alla 6 þingmenn Vestfjarðakjördæmis og hátt- virta ríkisstjórn að veita full- kominn stuðning allri þeirri við- leitni til framdáttar atvinnulíf- inu hér, sem kynnu að koma fram. H. O. S. Vilja bœtt hafnar- skilyrði NÝLEGA var aðalfundur Bátafé lagsins Bjargar haldinn. Aðalumræðuefni fundarins var hafnaraðstaða félagsmanna hér í Reykjavíkurhöfn. Á undanförnum árum hefur hún verið mjög slæm og farið vesnandi, sem afleiðing af mik- illi fjölgun smábáta hér. En sú fjölgun hefur byggst á aukinni fiskigöngu á grunnmið með út- færslu landhelginnar. Fjölguo báta hafði þó án efa orðið miklu meiri hefðu hafnarskilyrði verið í lagi. Það hlýtur að verða aðal bar- áttu- og hagsmunamál félagsins í næstu framtíð. að vinna að bættum hafnarskilyrfum. Einróma mótmæli voru sam- þykkt gegn framkomu frum- varpi á Alþingi, sem heímilar undanþágu á banni drag*ióta- veiða í landhelgi. Uppi eru raddir um það, bæði á fundum Bjargar og víðar á landinu að stofna til sambands bátaeigenda þessari atvinnugrein til eflingar. Mun verða nánar að þessu máli unnið á næstunni. Fræðslukvikmyndir hafa ver- ið sýndar á fundum félagsins í vetur, svo var og gert á aðal- fundi. Stjórn Bjargar skipa nú: Haukur Jörundsson, formað- ur; Bjarni Kjartansson, varafor maður; Björn Benediktsson, rit- ari; Alfreð Þórðarson, gjaldkeri; Gunnar Friðriksson, meðstjóra- andi. Til vara, Geirharður Jóns- son, Högni Högnason og Halldór Einarsson. Guðfioina Frið- bjarnardóttir Múpá — minnincj „Hryggjast og gleðjast, hér um nokkra daga, heilsast og kveðjast, það er lífsins saga“. ÉG skrifa þessar línur í rökkri, en þó skín sólin í heiði, „— fótur vor er fastur þá fljúga vill önd“. í dag áttir þú huga minn allan. — Þegar fólkið er að búast til að kveðja þig hinztu kveðju, læt ég hugann reika til liðinna ára. Þar er svo margs að minnast, þótt við höfum ekki sézt eða talazt við í 9 löng ár — 18 missiri, þá hefi ég engu gleymt. Ég man það vel er þú komst til okkar 12 ára gömul og reyndist okkur hjónun- um eins og bezta dóttir, börnun- um eins og góð systir og leystir störfin af hendi eins og fuliorðin stúlka: Alla stund síðan, hefur þú borið svo hlýjan, systur og dótturhug til heimilisins að ein- stakt má telja, ekki þó á kostnað þíns eigin heldur þvert á mótL Þetta finnst mér ég mega til með að þakka einu sinni enn. „Margs er að minnast, margs er að sakna“ — og verður það ekki allt upptalið hér. Þó er það sérstaklega eitt, sem aldrei verð- ur fullþakkað. Þegar sorgin hef- ur drepið á dyr mínar og ég hefi átt um sárt að binda, komst þú ætíð, ótilkvödd og barst smyrsl í sárin — af því greri bezt. Ætíð minnist ég þess með gleði, er ég kom með hópinn minn til þín í gamia daga. Hvergi hefur mér liðið betur utan heimilisins en í iága bænum á árbakkanum. Þar var ætíð hlýtt og bjart. Ég man síðustu samfundi okkar, þá var heilsa þín tekin að bila — því miður, en hjartahlýjan og vel- vildin hin sama, Góða vinkona, leiðir okkar skilja nú að sinni, en góð verður heimkoma þín til föð- urhúsanna, því „þar bíða vinir í varpa“, sem vel taka á móti. Finnumst glaðar handan höf, heil ar að öllu leyti. Með innilegri þökk fyrir allt. Guðrún Oddsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.