Morgunblaðið - 30.03.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.03.1960, Blaðsíða 24
V EÐ RIÐ Sjá veðurkort á bls. 2. tittMiriHfr Alsír Sjá blaðsíðu 13. 75. tbl. — Miðvikudagur 30. marz 1960 Kappræðufundurinn i gærkveldi: Æskan mun fylkj viðreisnarstefnu ríkisstjórnarinnar „Látum landið allt loga / mótmælum og átökum" var boðskapur kommúnista ^Tétílnd a ser um um. Allir vildu þeir halda í visi- töluskrúfuna, töldu frjálsa verzl- un háskalega en alls kyns höft til blessunar. Að vonum fann þessi málflutningur lítinn hljómgrunn meðal fundarmanna. Athyglis- vert var að allir ræðumenn kommúnista hvöttu til verkfalla og viðhafði Guðmundur J. þessi ummæli: „Látum landið allt loga Á KAPPRÆÐUFUNDI Heimdall ar og Æskulýðsfylkingarinnar í gær kom greinilega í Ijós, að ís- Ienzkur æskulýður mun fylkja sér um viðreisnarstefnu ríkis- stjórnarinnar og fordæmir hafta- og uppbótastefnu vinstriflokk- anna. Um kl. 7 tóku menn að safnast við dyr Sjálfstæðishússins og kl. 8 þegar húsið var opnað voru þar fyrir mörg hundruð ung- menna og troðfylltist húsið á 3—4 mínútum. Ræðumenn af hálfu Heimdall- ar voru þeir Birgir ísl. Gunnars- son, stud. jrrr., formaður félags- ins, Othar Hansson, fiskvinnslu- fræðingur og Pétur Sigurðsson, alþm. Röktu þeir í ágætum ræð- um framvindu efnahagsmálanna í tíð vinstri stjórnarinnar og lýstu Koma ört inn AKUREYRI, 29. marz. — Togar- arnir hafa komið inn nokkuð ört nú um helgina, og mun það af einhverju leyti standa í sam- bandi við yfirvofandi verkfali. Á laugardaginn landaði Kald- bakur 130 tonnum eftir 8 daga útivist. í gær landaði Harðbakur 150 tonnum eftir 9 daga útivist og í dag landaði Svalbakur 120 tonnum eftir 7 daga útivist. Fisk- urinn er frekar smár og hefur ýmist verið unninn í frystihúsi útgerðarfélagsins eða farið í skreið. — S. Málfundur í kvi'dd NÁMSKEIÐ verkalýðsráðs Sjálf- stæðisflokksins og Óðins heldur áfram í kvöld kl. 8,30 í Valhöll. Verður þá málfundur. Crettis-saga i myndum ÞANN 16. marz sl. hófst í Lesbók barnanna mynda- saga úr Grettissögu og birt ist hún nú í þriðja sinn í blaðinu í dag. Þættirnir úr Njálssögu, sem nýlega er lokið í Lesbók barnanna, urðu mjög vinsælir meðal barna og unglinga, og raun ar einnig fullorðinna. Það er ástæða til að hvetja alla til að fyigjast með sög unni um Gretti, kappann gæfulausa, sem lengst var í útlegð alira sekra manna á íslandi. Jafnóðum og myndasagan birtist ættu menn að lesa Grettissögu sjálfa, þar sem með mynd- unum er aðeins útdráttur. En myndirnar munu aftur á móti gera börnUm og ungl- ingum auðveldara með að skilja og meta söguna en ella. Halldór Pétursson teiknar myndirnar, en Kristján J. Gunnarsson, ritstjóri Les- bókar barnanna, velur text ana. i helztu þáttum viðrejsnaráforma ríkisstjórnarinnar. Hlutu ræður þeirra afbragðsgóðar undirtektir fundarmanna og var greinilegt að mikill meirihluti á fundinum var fylgjandi hinni nýju efhahagslög- gjöf. Ræðumenn kommúnista voru þeir Ingi R. Helgason, Guðmund- ur J. Guðmundsson og Eysteinn Þorvaldsson. Ræður þeirra voru sami söngurinn og þeir hafa á- vallt kyrjað á kappræðufundun- armenn þá óspart í ljós andúð sína. Spilak\öld HAFNARFIRÐI. — Félags- vist Sjálfstæðisfélaganna er í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30. — Eins og venjulega verða verðlaun veitt og síðar heildarverð- laun. Fjárlög 1960 afgreidd í gær Greiðsluafgangur 623 þús. kr. FJÁRLÖG 1960 voru af- greidd frá Alþingi í gær að loknum þremur umræðum í sameinuðu þingi. Lauk þriðju umræðu í fyrrinótt, en at- kvæðagreiðsla stóð yfir frá 2,30 til 7 e. h. í gær. Úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu þau, að samþykktar voru til- lögur frá fjárveitinganefnd í heild og tillögur frá meiri hluta fjárveitinganefndar og frá samvinnunefnd samgöngu Tólf ára telpa slasast GJÖGRI, 29. marz: — Um tólf leytið í dag vildi það slys til að tólf ára telpa, Heiðrún Svein- 'björnsdóttir frá Valgeirsstöðum slasaðist á fæti. Atvik voru þau, að verið var að flytja þungavöru á dráttarvagni frá Kaupfélaginu á Norðurfirði til Valgeirsstaða. A leiðinni var ekið hægt, og sat Heiðrún á vagninum við hjólin. Mun hún hafa stokkið af honum, hrasað og lent með fótinn undir hjóli vagnsins. Sækja átti lækni til Djúpavík- ur, en svo heppilega vildi til, að Skjaldbreið var á undan áætlun bingað í dag og var stúlkan flutt með henni til Djúpavíkur. Er líklegt talið að telpan hafi fót- brotnað, en fóturinn var illa far- inn og blár upp að hné. — Regina. mála. Auk þessara tillagna var samþykkt breytingartil- laga frá forsetum Alþingis o. fl. um að veita Helga Hjörvar 20.000 kr. til ritstarfa og við- urkenningar fyrir störf í þágu Alþingis um nær 50 ára skeið. Tillögur stjórnarand- stöðunnar voru allar felldar. Dráttarbraut á ísafirði Af þeim breytingartillögum, er samþykktar voru i gær og ekki hefur verið getið hér í blað- inu, má nefna heimild handa ríkisstjórninni til að ábyrgjast allt að 3 millj. kr. lán fyrir skipa smíðastöð M. Bemharðsson hf. á Isafirði vegna byggingar nýrrar dráttarbrautar, við þeim láns- kjörum og gegn þeim trygging- um, sem ríkisstjórnin metur gild ar. Bókasafn séra Helga Ennfremur var samþykkt heimild til handa ríkis- stjórninni að kaupa bóka- safn séra Helga Konráðsson- ar prófasts fyrir allt að 250 þús. kr., enda náist samkomulag við aðila í Skagafirði um að greiða allt að % hlutum af andvirði safnsins og um ráðstöfun þess til fræðiiðkana á þann hátt, sem ríkisstjórnin telur viðunandi. Framkvæmdir á Rafnseyri , Þá var samþykkt að verja 500 þús. kr. til framkvæmda á Rafns eyri. Er þar verið að byggja skóla hús og prestssetur og vantar um 1 milljón króna til þeirra fram- kvæmda. 30 aurar í Landgræðslusjóð Einnig var samþykkt að heim- ila ríkisstjórninni að leyfa Tó- bakseinkasölu ríkisins að ^etja merki Landgræðslusjóðs á vindl- ingapakka, eftir nánari ákvörð- un fjármálaráðuneytisins, og greiða sjóðnum allt að 30 aurum af hverjum vindlingapakka, er hpn selur með merki sjóðsins. Báturinn lenti upp á bryggju MYNDIN, sem hér fylgir, er af vélbátnum Hörpu SH 9 frá Stykkishólmi. Hann rær héðan frá Reykjavík og kom í fyrrakvöld um sex- leytið með ágætan netaafla. Er búið var að Ianda og báturinn að taka frá, lenti hann upp á endann á Lofts- bryggjunni og sat þar. Var að falla út og hallaðist bát- urinn jafnt og þétt. Hafnsögumenn aðstoðuðu eigendur bátsins við að koma honum af bryggjunni. Náðist hann út í annarri til- raun og virtist óskemmdur. Bifreið finnst gereyðilögð Óðu upp í mitti ÞAÐ bar við í gærdag, að nem- endur í Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar voru í gönguferð á leið út í Örfirisey með tveim kennurum sínum. A leiðinni yfir Granda- garð tóku nokkrir piltar sig út úr hópnum og hlupu út í Hólm- inn, hinn forna verzlunarstað, framundan Ánanausti, sem nú mun nefndur Selsker. Liggur grandi þar út og má ganga þar yfir þurrum fótum á fjöru. Kennararnir hlupu til og ætl- uðu að koma drengjunum í land aftur, því skammt var til flóðs. En þá elti allur unglingaskarinn hátt í hundrað krakkar. Fyrr en varði tók að flæða yfir grandann og varð þá mikill handagangur að komast yfir. Þeir sem seinastir urðu fyrir, máttu vaða upp í mitti til að komast yfir og nokkrir rrrðu þar haus- blautir. Var kallað á lögregluna og gerðar ráðstafanir til að koma unglingunum til aðstoðar, en þeir komust allir yfir heilu og höldnu og voru fljótir að hraða sér á brott. UM fimmleytið í gærmorgun var lögreglunni tilkynnt, að fundizt hefði mjög skemmd bifreið við Suðurlandsveginn á móts við Rauðhóla. Er komið var á vettvang, sást að hún mundi hafa endastungizt og komið niður á hjólunum. Var grindin öll bogin og yfirbygging- in skemmd. Er talið að bifreiðin sé með öllu ónýt. Ekki voru sýni- leg merki þess, að slys hefði orð- ið á mönnum, en má furðulegt teljast ef svo hefur ekki verið. Eigandi bifreiðarinnar, sem er af Kaiser-gerð, R-3633, árg. 1954, er Guðmundur Guðmundsson, Gnoðarvogi 82. Hefur hann til- kynnt lögreglunni ,að bifreiðin hafi verið fyrir utan hús hans kl. 12 á miðnætti í fyrrakvöld. Hefur atburður þessi því orðið IMý lögreglu- bifreið á Akureyri Akureyri, 29. marz. LÖGREGLAN á Akureyri mun nú á næstunni taka í notkun nýja og fullkomna lögreglubifreið. Er bifreið- in af Fordgerð, árgerð 1960, og búin öllum fullkomnustu tækjum, sem slíkar bifreið- ir hafa. Er m. a. í henni sendi- og móttökutæki, sem gera lögreglumönnum kleift að hafa samband við lögreglustöðina hvar sem þeir eru í bænum svo og úr nærliggjandi sveitum. — S. á tímabilinu kl. 12—5 um nóttina og eru menn, sem kunna að hafa orðið varir við ferðir bifreiðar- ‘ innar á þeim tíma, vinsamlega beðnir að gera rannsóknarlög- reglunni aðvart. Mjólkurbílstjóri slasast AKRANESI, 29. marz: — Bíl- stjórinn á mjólkurbílnum hér ut- an Skarðsheiðar, Böðvar Þor- valdsson, marðist illa á hægri síðu í fyrradag. Hann hafði lagt bílnum við mjólkurpall bænd- anna á Þaravöllum í Innri Akra- neshreppi. Böðvar var kominn út á pallinn og stóð með stóran mjólkurbrúsa í fanginu, þegar ein fjöl í pallinum brotnaði und- an fæti hans. Kastaðist hann þá á staur, er stóð upp úr pallinum og marðist svona við það. — Oddur. Afli Sandgerðis- báta SANDGERÐI, 29. marz. — 17 bát ar voru á sjó í gær og fengu 159 lestir. Víðir II. var hæstur netabáta með 18 lestir, Hamar með 15,5 og Helga með 14,6. Aðr- ir bátar voru með allt niður í 4 lestir. Af línubátum var Jón Gunnlaugs hæstur með 15 lestir. Allir bátar voru á sjó í dag. — Axel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.