Morgunblaðið - 30.03.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.03.1960, Blaðsíða 8
8 MORCIHS BL AÐIÐ Miðvikudagur 30. marz 1960 ♦ * ♦ V BRIDCE A¥ ♦ A Sveit Hjalta Reykjavíkurmeistari SJÖUNDA og síðasta umferð í Reykjavíkurmeistaramótinu var spiluð sl. miðvikudagskvöld og urðu úrslit þessi: Sveit Zóphaníasar Benediktsson- ar vann sveit Agnars Jörgens- sonar, 56:50. Sveit Sigurhjartar Péturssonar vann sveit Rafns Sigurðsson- ar, 71:46. Sveit Stefáns J. Guðjohnsens vann sveit Vilhjálms Aðal- steinssonar, 70:44. Sveit Einars Þorfinnssonar jafn- tefli við sveit Hjalta Elíasson- ar, 43:41. Lokastaðan í mótinu varð þá þessi: 1.—2. Hjalti Elíasson og Rafn Sigurðsson 10 st. 3.—4. Agnar Jörgensson og Sigurhjörtur Péturss. 9 — 5. Stefán J. Guðjohnsen 6 — 6.—7. Vilhj. Aðalsteinsson og Einar Þorfinnsson 5 — 8. Zóph. Benediktsson 2 — Sveitir Hjalta og Rafn kepptu siðan til úrslita. Voru spiluð 80 spil og að þeim loknum hafði sveit Hjalta 32 stig yfir og hefur því orðið Reykjavíkurmeistari að þessu sinni. Auk Hjalta eru í sveitinni þeir Asmundur Pálsson, Róbert Sigmundsson og Guðjón Tómasson. — ★ — Spilið, sem hér fer á eftir, var Spilað í keppni milli Bandaríkj- anna og Englands. Á öðru borð- inu sátu hinir kunnu ensku spil- arar Reese og Schapiro. N—S og þar gengu sagnir þannig: Suður Vestur Norður Austur 4 ¥ 5 ♦ 5 ¥ pass pass pass pass ♦ Á 10 9 8 6 2 ¥ G 8 ♦ 2 * G 9 4 2 _______A ¥ K 7 4 Á K D 9 7 6 5 D 7 3 N V A S D G 5 3 D 6 3 G 4 K 8 6 5 A ¥ ♦ A Á K 10 9 7 5 2 10 8 3 Á 10 Vestur lét út tígulás og fékk þann slag. Því næst lét hann út laufa 3, sem Austur drap með konungi og Suður drap með ás. Suður (Schapiro) lét því næst út laufa 10, sem Vestur drap með drottningu og enn var laufi spil- að og drepið með níunni í borði og tígli frá Suður kastað í. Nú var hjartanu svínað og Suður átti afganginn, því síðasti tígull- inn fór í laufagosann. Á hinu borðinu var Myron Field Suður og opnaði á 1 hjarta. Vestur (Dodds) sagði 3 tígla og Austur sagði 3 grönd. Suður lét út hjartaás og Norð- ur lét gosann í. Nú lét Suður út spaða 4, Norður drap með ás og lét út hjarta. N—S fengu þannig sjö slagi á hjarta, einn á spaða og einn á lauf og varð því spilið 5 niður. Spil þetta sýnir að allt getur komið fyrir og það jafnvel hjá heimsþekktum spilurum. Fréttabréf úr Stykkishólmi: Góð aflavika - vegir færir í allan vetur STYKKISHÓLMI, 26. marz. — Þessi vika sem nú er að enda hefir verið góð aflavika í Stykk- ishólmi og við Breiðafjörð, en afar misjöfn. Hefir stundum veiðzt ríflega eða yfir 20 tonn í róðri en komizt niður í tvö tonn í róðri. Allir bátar eru með net og er það ekki eins góðúr fiskur svo sem kunnugt er og fiskur sem veiddur er á lóð. Þó hefir fiskurinn ekki sökum góðra gæfta orðið tveggja nátta eða meir. Einn dagur í þessari viku var það óveðrasamur að ekki var farið á sjó. Var það fimmtudag- urinn. Fiskurinn er bæði frystur, saltaður og látinn í skreið. Fært í allan vetur Vegir eru allir opnir á Snæ- fellsnesi enda sumarblíða allan þennan mánuð. Þó eru sums staðar slörk í vegum eða vegur- inn nokkuð blautur en það er óvíða samt. Jörð jafnvel farin að grænka og lóan komin og manni finnst allt að verða svo sumar- legt. Þó er eins og nokkur kvíði sé í fólki og það eins og leynir sér ekki að margir búast við einhverri hefnd frá veðráttunn- ar hálfu fyrir svona ágætan vet- ur þó ekki þurfi slíkt að koma fram. Eru menn að tala um páskahret eða hvítasunnuhret o. s. frv. Til marks um tíðarfarið hér við Breiðafjörð er það að áætlunarferðir frá Stykkishólmi hafa alltaf haldizt í allan vetur og hver ferð hefur verið farin. Aldrei nein teppa sökum snjóa og hefir þetta ekki skeð síðan áætlunarferðir hófust milli Sytkkishólms og Reykjavikur. Unglingar á starfsfræðslu- daginn Miðskólinn í Stykkishólmi fór í dag með tveim bifreiðum frá Bifreiðastöð Stykkisólms til Reykjavíkur og var ætlunin að skoða sýningar og fá fræðslu á starfsfræðsludeginum sem nú stendur yfir í Iðnskólanum í Reykjavík. Yfir 50 nemendur fóru ásamt kennurum. Gert er ráð fyrir að koma aftur á mánu- dag. Gistihúsaskortur í Stykkis- hólmi Lítið hefir enn gerzt í hótel- málum Stykkishólms. Verður ekkert á þessu stigi máls sagt ( um hvað hægt verður að gera í, þeim málum. En það er öruggt | að tilfinnanlegur gistihússkort- i ur verður í sumar og verður | það mjög bagalegt. Undanfarin j ár hefir verið mikill ferðamanna I straumur til Stykkishólms og j Breiðafjarðar, og hefir fegurð j Breiðafjarðar hrifið mjög þá sem hingað hafa komið. Ferðamanna- straumurinn hefir því alltaf auk- izt ár frá ári og farið vaxandi. Matsala Karólínu Jóhannsdótt- ur hefir í vetur bætt mjög úr hótelskortinum og er undravert hve hún hefir afkastað miklu borið saman við aðstæður, en húsnæði það sem hún hefir er ekki stórt. En mikill fjöldi hefir leitað þangað og fengið þar hinn ágætasta beina. Þó mun það ekki duga þegar sumra tekur og sumarfrí hefjast fyrir alvöru. Er það mála sannast að hefði þessarar matsölu ekki notið við hefði verið hér alger hörmung í þessum málum. Þarna hefir einnig verið hægt að fá nætur- gistingu. Vonandi er að þessi mál leysist vel í vor svo enn geti straumar ferðamanna heimsótt Stykkis- hólm í sumar og átt þar ánægju- legar stundir. — Fréttaritari. Gefið mér barnið mitt aftur FRAKKAR tóku Krús- jeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, og föru- neyti hans kurteislega, en fremur fálega við komuna til Parísar á dögunum, — Þegar hann lagði blómsveig á gröf óþekkta hermannsins, heyrðust reyndar nokk- ur andrúðarhróp — en annars má segja, að allt hafi gengið eftir áætlun. Bón flóttakonu til frú Krúsjeff Og þó. — Þegar þau hjónin, Krúsjeff og frú Nína, voru á leið til þess að skoða sjúkrahús eitt í París þennan fyrsta dag heimsóknarinnar, kom nokkuð fyrir, sem ætla má, að hafi komið enn óþægilegar við þau en fyrrgreind óvildarhróp. Þegar þau voru að ganga heim að Necker- sjúkrahúsinu, ruddist kona nokkur gegnum lög regluvörðinn, sem allt- af fylgir hinun? sovézku gestum, hvert sem þeir fara. — Konan féll kjökr- andi á kné fyrir framan frú Nínu Krúsjeff, — greip hönd hennar og bað hana með sundur- lausum orðum að upp- fylla heitustu ósk sína (sjá myndina). Hún bað grátandi um að fá aftur litlu dóttur sína, sem hún hefði orðið að skilja eftir, er hún flýði frá Ungverja landi í uppreisninni 1956. •----------- Frú Krúsjeff vissi aug- sýnilega ekki, hvernig hún átti að snúast við þessari óvæntu „heim- sókn“ og varð vandræða- leg á svip. — Lögreglu- mennirnir áttuðu sig fljótt á því, hvað hér var að gerast og gripu ung- versku konuna og fjar- lægðu hana í snatri. — En frú Nína Krúsjeff virtist ekki átta sig strax — stóð andartak kyr í sömu sporum og starði með fjarrænum svip á samanbögglaðan bréf- miða, sem flóttakonan hafði stungið í lófa henn- Góður fundur um efna- hagsráðstafanirnar REYKJUM, 24. marz. — Sjálf stæðisfélagið Þorsteinn Ing- ólfsson hélt almennan um- ræðufund í gærkveldi um efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar. Frummælend- ur voru Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra og Matt hías A. Mathiesen, alþingis- maður. Snérist 'im áhugamál bænda Fluttu beir ýtarlegar ræður um stjórnmálaviðhorfið og ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar í efna hagsmálum. Að loknum fram- söguræðum hófust almennar um- ræður og fyrirspurnir voru gerð- ar til frummælenda. Snerist áhugi fundarmanna aðallega um þá hlið efnahagsmálanna, sem að bændum snýr, enda voru þeir í miklum meirihluta á fundinum. Þessir tóku til máls: Séra Kristján Bjarnason, Reynivöll- um, Jónas Magnússon, Stardal, Asbjörn Sigurjónsson, Álafossi, Karl Halldórsson, Mörk, Ólafur Bjarnason, Brautarholti, Ólafur Andrésson, Sogni og Jón M. Guð- mundsson, form. félagsins. Afkoma léleg í tíð vinstri stjórnar Það kom greinilega fram að afkoma bænda vegna aðgerða vinstri stjórnarinnar hafði verið mjög slæm 1958 og 1959 og er hlutur bænda ólíkt skárri nú. Ef fólkið í landinu hefur þroska tii þess að bíða meðan reynslan sýnir verkanir aðgerða þeirra, sem nú hafa verið iög- festar, er víst, að íslendingar munu rétta úr kútnum efnahags- lega. Landbúnaðarráðherra þakkað Ingólfi Jónssyni, landbúnaðar- ráðherra, voru sérstaklega þökk- uð hin ágætu störf í þágu bænda við lausn hinna erfiðu vanda- mála vegna ágreiningsins í 6 manna nefndinni. Að lokum ávarpaði fundar- stjórinn, Kristinn Guðmundsson, fundarmenn, þakkaði gestum komuna og benti á að nauðsyn bæri til að fleiri utanfélagsmenn sæktu fundi félagsins um lands- mál og taldi jafnframt að þetta væri með beztu fundum, sem hann hefði setið, enda hefðu staðreyndirnar verið lagðar um- búðalaust á borðið. Avarpi fund- arstjóra var vel fagnað. Fundi var slitið um miðnætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.