Morgunblaðið - 10.04.1960, Page 20
20
MORGUNBI.AÐ1Ð
Sunnudagur 10. apríl 1960
ihana ekki, ef það verður eins og
monsieur Julien sagði“.
„Hvað sagði Julien?“
„M’sieur Julien sagði, að ég
fengi fimmtán hundruð franka,
en herra presturinn sagði að það
væri tuttugu þúsund. Ég vil gera
það fyrir tuttugu þúsund en alls
ekki fyrir fimmtán hundruð".
Barónsfrúin, sem hafði setið
djúpt í hægindastólnum og hlust
að á það sem fram fór, gat ekki
varizt því að flissa að hátíðleika-
svipnum á andliti sveitapiltsins.
Hann botnaði ekkert í slíkri létt-
úð, þagnaði og gaut augunum
reiðilega til hennar.
Baróninum þótti hvimleitt að
þrefa um svo viðkvæmt mál og
flýtti sér því að binda endi á
það. „Ég sagði prestinum, að þú
gætir átt Barville býlið, meðan
þú lifir, og að þér látnum gengi
það til barnsins. Það er tuttugu
þúsund franka virði. Ég geng
ekki á bak orða minna. Er það
þá útkljáð mál? Já, eða nei?“
Maðurinn brosti auðmjúku
ánægjubrosi, og honum varð allt
í einu liðugra um málbeinið. „Sé
svo, mun ég ekki hafna því. Það
var ekkert annað til fyrirstöðu.
Þegar presturinn kom að máli
við mig fyrst um þetta, var ég
undir eins tilkippilegur og fús
til að þóknast barcninum, ef
hann léti þetta í té á móti. Mér
finnst alltaf sjálfsagt, að greiði
komi á móti greiða. En þegar
M’sieur Julien kom að finna mig
og sagði, að ég fengi aðeins
fimmtán hundruð franka, ákvað
ég að grafast fyrir um, hvernig
málinu væri háttað. Þess vegna
kom ég hingað. Það er ekki svo
að skilja, að ég vantreysti yður,
en mig langaði til að vita vissu
mína“.
Baróninn greip fram í fyrir
honum. „Hvenær ætlið þið að
gifta ykkur?“
Maðurinn varð vandræðalegur
og feiminn aftur en sagði loks
hikandi: „Ég geri það ekki, fyrr
en ég hef fengið eitthvað skrif-
legt“.
í þetta skipti fauk í baróninn.
„Fari það kolað, þú færð hjúskap
arsamninginn. Það ætti að
nægja“.
Pilturinn var þrjózkur. „Ég
get farið út að ganga á meðan,
það dimmir ekki svo fljótt“.
Baróninn stóð upp til þess að
binda endi á þetta: „Svaraðu já
eða nei á stundinni. Viljirðu
hana ekki, skaltu bara segja til.
Ég hef annan biðil á hendinni".
Óttinn við meðbiðil reið bagga
muninn. Hinn hagsýni sveitapilt
ur tók samstundis ákvörðun sína
og rétti fram hendina á sama
hátt og hann hefði verið að ganga
frá kaupsamningi á kú: „Við tök-
umst í hendur upp á það, herra
barón. Sá, sem svíkur gerðan
samning er ómenni“.
Baróninn tók í hönd hans, kall-
aði síðan á Ludivine og lét hana
koma með flösku af víni. Þeir
skáluðu fyrir gerðum samningi
r Já, Anna, frumvarp mitt um að
selja Háu skóga er tákn framfar-
anna.
Ég er á móti b’” Sam, en við
og síðan gekk sveitapilturinn
léttstígur brott.
Julien var ekki skýrt frá þess-
ari heimsókn. Gengið var frá
kaupmálanum með leynd, og þau
voru gefin saman á mánudags-
morgni — um leið og lýst hafði
verið með þeim á tilskilinn hátt.
Einn nágrannanna gekk næst
á eftir brúðhjónunum til kirkj-
unnar með ungbarnið í fanginu,
þar sem það var talið gæfumerki.
Enginn í héraðinu undraðist
vegna þessa og margir öfunduðu
Desiré Lecocq.
Julien varð ofsareiður og gerði
svo mikið veður út af þessu, að
tengdaforeldrar hans styttu dvöl
sína að Espilundi og fóru heim,
fyrr en ætlað hafði verið. Je-
anne hryggðist ekki sérlega mik-
ið við brottför þeirra, þar sem
Paul litli var henni ótæmandi
uppspretta ástar og yndis.
9. kafli.
Dauði barónsfrúarinnar
Þar sem Jeanne hafði nú náð
fullri heilsu á ný, ákváðu þau að
endurgjalda Fourville-hjónunum
heimsóknina, og einnig ætluðu
þau að heimsækja de Coutelier
markgreifa.
Julien hafði keypt nýjan ein-
eykisvagn á útsölu, og þau gátu
því farið út að aka tvisvar í mán
uði. Heiðskíran desembermorg-
un héldu þau af stað í hina fyr-
huguðu heimsókn, og þegar þau
höfðu ekið í tvær klukkustundir
yfir sléttUr Normandie fóru þau
niður skógi vaxna hlíð. Síðan tók
við ræktaður dalur, og er þau
höfðu ekið eftir honum um hríð,
sveigði vegurinn snöggt að Vril-
lette-kastalanum. Hann stóð fyr-
ir neðan skógi vaxna brekku, og
hinum megin við hann var stór
tjörn. Handan við hana tók við
skógur hávaxinna grenitrjáa,
sem klæddi hlíðar dalsins á hinn
veginn.
Julien benti Jeanne á öll
helztu sérkenni byggingarinnar
og umhverfisins, eins og sá sem
þaulkunnugur er öllum staðhátt
um. Hann dáðist mjög að feg-
urð staðarins.
„Það er einnig fullt af veiði-
dýrum í skóginum", bætti hann
við. „Greifinn nýtur þess mjög
að stunda dýraveiðar hérna.
Þetta er sannarlega ákjósanlegur
bústaður fyrir aðalsfólk".
Dyr forsalarins opnuðust, og
hin fölleita greifynja kom bros-
andi á móti gestunum. Hún var
klædd kjól með löngum slóða,
sem minnti á hefðarkonur fyrri
alda. Hún hæfði hlutverkinu sem
hallarfrú í þessu ævintýralega
umhverfi.
Greifynjan tók um báðar hend
ur Jeanne, eins og hún hefði
þekkt hana aila ævi, og fékk
hana til að setjast í lágan stól við
hlið sér. Julien, sem virtist hafa
endurheimt alla sína fyrri glæsi-
mennsku, spjallaði brosandi um
alla heima og geima, og bros hans
skulum ekki vera að tala um það
núna.
Hvernig er skotfimi þín núna?
Þú varst ágæt skytta á hínum
yngri árum.
var í senn innilegt og kunnug-
legt.
Greifynjan og hann spjölluðu
um skemmtiferðir sínar á hest-
baki. Hún gerði gys að því, hvern
ig hann stigi á bak hesti sínum
og kallaði hann „Le chevalier
Trébuche". Hann hló einnig og
kallaði hana „Drottningu skjald-
meyjanna". Allt í einu reið skot
af fyrir utan gluggann, og Je-
anne æpti ósjálfrátt upp. Greif-
inn hafði verið að skjóta urtönd.
Kona hans kallaði til hans. —
Áraglam heyrðist og sarghljóð í
báti, sem tók niðri. Brátt birtist
greifinn í dyrunum, stór og
klunnalegur, í háum stígvélum.
Tveir rakkar fylgdu honum eft-
ir, en þeir lögðust báðir á mottu
fyrir utan dyrnar.
Hann virtist ekki eins vand-
ræðalegur heima hjá sér og ann-
ars staðar, og hann var himin-
lifandi yfir heimsókninni. Hann
bætti viðarbútum í arininn, sendi
eftir léttu víni og kexi handa
gestunum. „Þið borðið auðvitað
með okkur kvöldverð“, sagði
hann síðar upp úr þurru.
Jeanne, sem hugsaði án afláts
Ég er of gamall til að stunda
skotfimi, Anna. Ég hefi ekki
hleypt skoti úr bysíji' í mörg
ár.
um barn sitt, hafnaði boðinu
samstundis. Hann lagði fast að
þeim, en hún sat fast við sinn
keip, þar til hún tók eftir van-
þóknun í svip eiginmanns síns.
Þar sem hún óttaðist skapofsa
hans, lét hún tilleiðast, þótt
henni væri óbærileg tilhugsunin
um að sjá ekki Paul fyrr en
næsta dag.
Dagurinn varð mjög ánægju-
legur. Þau héldu fyrst að upp-
sprettulindum hjá mosavöxnum
kletti og reru síðan út á tjörn-
ina. í öðrum enda bátsins sátu
þau greifynjan og Julien, og um
varir þeirra lék bros þess manns,
sem öðlast hefur uppfyllingu
allra óska sinna.
Eldur skíðlogaði á arni í stóru
setustofunni og varpaði hlýlegum
bjarma á umhverfið. Greifinn
þreif konu sína í faðm sér og
lyfti henni frá gólfi, eins og hún
væri lítið barn. Hann kyssti
hana síðan á báða vanga, sýni-
lega ánægður með hlutskipti sitt
í heiminum.
Jeanne horfði brosandi á hinn
hávaxna, luralega mann, sem
hafði virzt svo ægilegur við
fyrstu sýn og hugleiddi um leið,
að ekki væri allt sem sýndist, og
hve auðvelt það væri að skapa
sér rangar hugmyndir um menn
eftir útliti. En allt í einu varð
henni litið á Julien, sem stóð í
dyrunum, náfölur í andliti og
starði á greifann. Hún gekk til
hans og sagði lágt: „Ertu lasinn?
Hvað er að þér?“ Hann svaraði
reiðilega: „Ekkert, láttu mig í
friði! Það setti að mér kulda-
hroll.
Að loknum kvöldverði, þegar
Hvaða vitleysa! Við sjáum til á
morgun. Ef ég er enn fær um að
skjóta elgsdýr ættir þú að geta
það eamH br«na,'inn þinn!
þau Julien og Jeanne bjuggust
til heimferðar, fékk greifinn þau
til að dvelja örlítið lengur og
horfa á fiskveiðar við bjarma frá
blysum. Þegar þau komust loks
af stað, dúðuð yfirhöfnum sínum
og ábreiðum, er þau höfðu feng
ið að láni, varð Jeanne að orði:
„Risinn sá arna er allra viðfelldn
asti maður!“
„Já, en honum er ekki gefið
að hafa hemil á tilfinningum sín-
um í viðurvist annara“, svaraði
Julien.
Sfltitvarpið
Sunnudagur 10. apríl
(Pálmasunnudagur)
8.30 Létt tónlist úr ýmsum áttum.
9.00 Fréttir. 9.10 Vikan framundan.
9.25 Morguntónleikar: — (10.10 Veð-
urfregnir).
a) Sinfónía nr. 8 í F-dúr op. 93
eftir Beethoven (Fílharmoníu-
hljómsveitin 1 New York leik-
ur; Bruno Walter stjórnar)
b) „Söngvar förumannsins", laga
flokkur eftir Mahler (Dietrich
Fischer-Dieskau syngur; hljóm
sveitin Philharmonia leikur
með; Wilhelm Furtwangler stj)
c) Sellókonsert í h-moll eftir
Dvorák (André Navarra og
Nýja sinfóníuhljómsveitin í
Lundúnum leika; — Rudolf
Schwarz stjórnar).
11.00 Fermingarguðþjónusta í Hall-
grímskirkju (Prestur: Séra Lárus
Halldórsson. Organleikari: Páll
Halldórsson).
12.15 Hádegisútvarp.
13.15 Erindi: Péturskirkjan í Róm
Vilhj. Þ. Gíslason útvarpsstjóri).
14.00 Miðdegistónleikar:
a) Atriði úr óperunni „Ævintýri
Hoffmanns" eftir Offenbach
(Rita Streich, Rudolf Schock
o.fl. flytja með kór og hljóm-
sveit ríkisóperunnar í Berlín;
Wilhelm Schíichter stjórnar).
b) „Shéhérazade“, sinfónisk svíta
eftir Rimsky-Korsakov um æv-
týri úr 1001 nótt (Konungl. fil-
harmoníusveitin 1 Lundúnum
leikur; Sir Thomas Beechan
stjórnar).
15.30 Kaffitíminn:
a) Carl Billich og félagar hans
leika.
b) Frönsk lagasyrpa (Franskir
listamenn flytja).
16.30 Veðurfregnir. — Endurtekið efni:
Danskrá frá Spáni (áður útv. 22.
f. m. — og spænsk tónlist.
17.30 Barnatími (Anna Snorradóttir):
a) Leikþáttur fyrir lítil börn.
b) Lesnar krummavísur.
c) Olafur Gunnarsson les ísl.
þjóðsögu.
d) „Skrítnu konúrnar í litla
húsinu“, ævintýri.
18.30 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð-
mundsson).
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Tónleikar: Jascha Heifetz leikur
á fiðlu.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.20 Einsöngur: Rússneska óperusöng-
konan Nadeshda Kasantséva syng
ur; Taisía Merkúlova leikur und-
ir (Hljóðr. á söngskemmtun í
Þjóðleikhúsinu 30. f.m.)
21.00 Spurt og spjallað í útvarpssal. —
Þátttakendur: Jóhann Hannesson
prófessor, Pétur Sigurðsson rit-
stj., Sigríður Eiríksdóttir hjúkr.-
kona og Sverrir Kristjánsson
sagnfræðingur; Sig. Magnússon
fulltrúi stjórnar umræðum.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.05 Danslög — (23.00 Lýst úrslitaleik
1 handknattleikskeppni milli Fim
leikafél. Hafnarfjarðar og KR).
01.00 Dagskrárlok.
Mánudagur 11. apríl
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik
ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20
Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Búnaðarþáttur: Að sumarmálum
(Páll Zóphóníasson fyrrv. alþm.)
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
18.30 Tónlistartími barnanna (Fjölnir
Stefánsson).
18.55 Framburðarkennsla í dönsku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.25 Veðurfregnir.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Hljómsveit Ríkisúcvarpsins leik-
ur tvö verk eftir Jón Leifs. —?
Stjórnandi: Hans Antolitsch.
a) Tilbrigði um stef eftir Beet-
hoven.
b) „Endurskin úr norðri'* (flutt
í fyrsta sinn.
21.00 Verzlunarþættir; III: Olafur
Arnason, kaupfélagið Ingólfur
og Edinborgarverzlun (Guðni
Jónsson prófessor).
21.25 Kórsöngur: Don kóaakka-kórinn
syngur; Jaroff stj.
21.40 Um daginn og veginn (Helgi
Sæmundsson ritstjóri).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmur (47).
22.20 Islenzkt mál (Asgeir Blöndal
Magnússon cand. mag).
22.35 Kammertónleikar: Sextett nr. 1
í B-dúr fyrir strengjahljóðfæri
op. 18 eftir Brahms (Stern, Schn
eider, Katims, Thomas, Casals og
Foley leika).
23.15 Dagskrárlok.