Morgunblaðið - 10.04.1960, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 10.04.1960, Qupperneq 24
VEÐRIÐ Sjá veðurkort á bls. 2. 85. tbl. — Sunnudagur 10. apríl 1960 Reykjavíkurbrét er á blaðsíðu 13. Þáttaskil í verzlun og við- skiptum Jóhann Hafstein talar á Varðarfundi annað kvöld Hamrufellið losnaði af sjáffsdóðnm HAFNARFIRDI; — Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær, tók Hamrafellið niðri um átta leytið í fyrrakvöld, þar sem það lá við festar skamnrt fyrir utan hafnar- garðana. Rak það á leg- unni og tók niðri að aftan, en losnaði af sjálfsdáðum aftur á flóðinu í fyrrinótt. Mun það ekki hafa orðið fyrir teljandi skemmdum, því að héðan hélt það til Batum. Hamrafellið hafði verið að losa hér olíu við hafn- argarðinn, en var nú komið nt fyrir, þar sem Þyrill tók oliu úr því í fyrradag. — — G.E. Fundiir á Akur- cyri SAMEIGINLEGUR fundur verður haldinn í sjálfstæðis- félögunum á Akureyri, næst- komandi mánudagskvöld kl. 8,30 í Landsbankasalnum. — Rætt verður um störf alþing- is í vetur og frummælendur verða alþingismennirnir Jónas G. Rafnar og Magnús Jónsson. & Kunnur skíðamaður fótbrotnar á æfingu SIGLUPIHÐI, 9. apríl: Hjálmar Stefánsson, skíðakappi, einn ör- uggasti keppandi Siglfirðinga í Alpagreinum, fótbraut sig í fjall- inu Strákum, sem rís við himin norðan Hvanneyrarskálar. Mun Hjálmar hafa verið á allmikilli ferð, er hann skyndilega bar að snjólausu melbarði, sem hann hafði ekki séð fyrir. Hugðist hann stökkva yfir barðið, hvað ekki tókst. Brotnuðu báðar pípur i öðrum fæti hans. Önnur meiðsl eru ekki teljandi. Skíðamenn, sem voru við æf- iingar í Hvanneyrarskál sóttu aðstoð til bæjar. Fór lögregla og sjálfboðaliðar á slysstað með sjúkrabörur. Var Hjálmar bor- inn til Siglufarðar og tók sú ferð á þriðja klukkutíma, fram og til baka, enda ekki auðfarin leið. I dag leið Hjálmari eftir at- vikum vel, að sögn yfirlæknis sjúkrahússins. —Stefán. Nýr banki ■JÞETTA er nýjasta bankahúsið' \í landinu, Landsbankabygg-C ving að Laugavegi 77 hér í hæ./ (4 þessum stað tekur banki til/ /starfa væntanlega nm næstu/ /mánaðamót. Þetta verður ekki) Cbankaútbú eins og þau hafaN /tíðkazt hér í bænum, heldurC Xverður þar rekin og veitt öllC ísú bankaþjónusta sem veitt er/ /í aðalbankanum. Verður því/ /starfsemi þessa banka líkust) )því, sem tíðkazt um banka í) Cstærri kaupstöðum landsins.C kSigurbjörn Sigtryggsson, sem(j Cverið hefur fulltrúi í gjaId-( /eyrisdeild Landsbankans, mun/ /veita þessum nýja banka for-/ /stöðu. Alþjóðlegt mót stanga- veiðimanna í Eyjum STANGARVEIÐI er ákaf- lega vinsælt sport, ekki að- eins Iaxveiði heldur líka veiði sjávarfiska á stöng, og ísfiskur fyrir 1,4 inillj. NÝLEGA hafa nokkrir tog- arar selt afla sinn í Bretlandi. Hefur markaður þar verið ó- venju hagstæður miðað við árs- tíma. Fjórir togarar hafa selt nær 700 tonn af ísvörðum fiski fyrir 41.690 sterlingspund, sem jafn- gildir um rúmlega 4,4 millj. kr. Togararnir eru Geir, sem seldi í Grimsby 200 tonn fyrir 11613 ■ sterlingspund, Þorkell máni sem seldi 192 tonn fyrir 11039 stpd., Jón forseti seldi 155 tonn fyrir 9428 stpd. og Norðlendingur seldi íúmlega 133 tonn fyrir 9591 stpd. hafa sums staðar verið hald- in alþjóðleg mót sjóstangar- veiðimanna, eins og t. d. í Danmörku. Undanfarið hefur verið í athugun hvort tiltækilegt er að halda slíkt mót hér í sumar á vegum Sjóstangaveiðifélags ís- lands, og er Njáll Símonarson, fulltrúi, nýkominn frá Vest- mannaeyjum, þar sem hann var að athuga hvort bátar, 16—20 lesta, yrðu tiltækir, ef til kæmi, og eins hvort aðstaða er til að taka á móti ferðamönnum. Tel- ur hann að svo muni vera. Að vísu þyrfti stærri og betri hótel til að taka á móti sjóstanga- veiðimönnum í framtíðinni. Alþjóðlegt mót hér í gær hitti Mbl. Jóhann Sig- urðsson fulltrúa Flugfélags ís- lands í Lundúnum, en hann hef- ur unnið að því að kynna þessar ráðagerðir úti í Bretlandi. Hann kvað árangurinn af þessu vera þann, að nú væri ákveðið að alþjóðlegt mót sjó stangaveiðimanna fari fram í Vestmannaeyjum um 20. maí n.k. Munu þangað koma 10 Bretar, og 4 Frakkar. Einnig 8 Bandaríkjamenn af Kefla- víkurflugvelli, væntanlega jafnmargir frá Reykjavík og fjórir menn frá Akureyri og aðrir fjórir frá Vestmanna- eyjum. Veiðimennirnir munu keppa um fjölda verðlauna, en hin helztu þeirra verður bikar sem Flugfélag Islands gefur til keppn innar og verðlaun sem Vest- mannaeyjabær gefur. Málfundur Stefnis * Síðasti fundur á málfundanám skeiði Stefnis í Hafnarfirði verð ur á mánudagskvöldið kl. 8,30. Matthías Á. Mathiesen alþm. mun flytja ræðu á fundinum. LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður heldur fund í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld kl. 8,30. Umræðu- efni þessa fundar verður: Þátta- skil í verzlun og viðskiptum — frjálst framtak. Jóhann Hafstein bankastjóri verður frummæl- andi. Síðastliðinn föstudag lagði rík- isstjórnin fram á Alþingi frum- varp til laga um skipun innflutn ings. og gjaldeyrismála o. fl. Þar er gert ráð fyrir því viðskipta- og athfanafrelsi, sem nauðsyn- legt er til þess að framkvæma stefnu ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálunum. Frumvarp þetta markar því þáttaskil í verzlun og viðskiptum. Varðarfélagið efnir því nú til fundar um þessi mikilvægu mál. Jóhann Hafstein mun lýsa frum- varpi ríkisstjórnarinnar og gera grein fyrir þeim árangri, sem nú er að nást af stefnu og bar- áttu Sjálfstæðisflokksins fyrir frjálsu framtaki á íslandi. Þess er að vænta, að Varð- arfélagar fjölmenni á fund þenn- an, og er allt Sjálfstæðisfólk vel komið meðan húsrúm leyfir. Síðustu sýningar „Filmíu“ SJÖUNDA starfsári kvikmynda- félagsins „Filmíu“ er nú senn iokið, og er aðeins eftir að sýna tvær myndir að þessu sinni, nú um helgina og að hálfum mánuði liðnum. — „Filmía“ sýnir aðeins valdar myndir frá ýmsum tím- um fyrir félagsmenn, og hefir þátttaka lengst af verið mikil og er sivaxandi. Um þessa helgi átti að sýna myndina „Árás við dagsbrún", en af óviðráðanlegum ástæðum verð ur það ekki unnt — og kemur í staðinn franska myndin „Les Maudits" (Hinir bölvuðu), gerð af René Clément. Helztu leikend- ur eru Henri Vidal, Miehel Aucl- air og Paul Berard. — Síðasta mynd „Filmíu“ á þessu vori verð ur svo „Maðurinn frá Aran“, ensk mynd, sem félagið sýndi áður fyr ir riokkrum árum. Verzlunorspari sjóðurinn í nýtt húsnæði Verzlunarsparisjóðurinn- | inn hyggst færa út kv.íarn- ar og mun seinna á árinu fá aukið húsrými. Hefur sparisjóðurinn tekið á leigu hluta af húsnæði skóverzl- unar Lárusar G. Lúðvíks- sonar i Bankastræti 5 og hyggst flytja þangað aðal- starfsemi sína. Fær hann rúmlega helminginn af hús- næði verzlunarinnar og skrifstofur á efri hæð. Ekki mun sparisjóðurinn þó flytja alveg á næstunni. Húsnæðið í Bankastræti verður ekki laust fyrr en á síðara helming þessa árs og er þá eftir að gera breyting- ' ar á fyrirkomulagi. Jóhann Hafstein Fulltrúaráðs- fundtir Sambands ísl. sveitafélaga FULLTRÖARÁÐSFUNDUR Sam bands íslenzkra sveitarfélaga var haldinn í gær og fyrradag í fund- arsal bæjarstjórnar Reykjavíkur. Fundurinn hófst á föstudag kl. 10.00 með setningarræðu Jónasar Guðmundssonar, formanns en frú Auður Auðuns borgarstjóri í Reykjavík flutti ávarp. Helztu umræðuefni fundarins eru lagafrumvörp, sem nú liggja fyrir Alþingi og snerta sveitar- félög landsins sérstaklega breyt- ingar á útsvarslögum,. frum- varp um Jöfnunarsjóð, lög- heimili, Bjargráðasjóð ís- lands svo og þingmannafrumvörp um aukaútsvör ríkisstofnana, landsútsvar, og þingsályktunar- tillaga um endurskoðun laga um lögreglumenn, auk annarra félags mála sambandsins. Á fundinn í gær kom Sverrir Þorbjarnarson, forstj. Trygging- arstofnunar ríkisins og gerði grein fyrir áhrifum breytinga al- mannatryggingalaga á hag sveit- arfélaganna. Til fundarins komu 25 sveitar- stjórnarmenn úr öllum lands- fjórðungum. Umræður um ályktanir stóðu fram eftir degi í gær, en fundin- um lauk í gærkvöldi. Leystur úr haldi MAGNÚS Guðmundsson lög- regluþjónn, sem settur var í varð hald í sambandi við' hótunarbréf til lögreglustjórans hér í Reykja- vík, hefur nú verið leystur úr haldi. Magnús var upphaflega úr- skurðaður í 4 vikna varðhald, að undangenginni læknisskoðun. Taldi læknirinn varðhaldsvist- ina hauðsynlega af öryggisástæð- um. I yrrakvöld var lagt ram í sambandi við rannsókn málsins álit geðveikralæknis, sem rann- sakað hefur lögregluþjóninn. Taldi hann Magnús eigi geðbil- aðan og á grundvelli þess að hann væri ekki hættulegur umhverf- inu var hann leystur úr varð- haldi. Rannsókn málsins heldur áfram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.