Morgunblaðið - 13.04.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.04.1960, Blaðsíða 6
6 MORCrnvjtT tfílÐ Miðvikudagur 13. apríl 1960 Tekjuskattskerfið var orðið þjóð arframleiðslunni fjötur um fót Slíkt skattakerfi er böl og gerir alla Frá lokaafgreiðslu tekjuskattsfrum- varpsins nýja á Alþingi E I N S og skýrt var frá hér í blaðinu fyrir helgina, var frumvarp ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu tekjuskatts af almennum launatekjum samþykkt sem lög frá Al- þingi sl. föstudagskvöld. Þann dag kom málið frá nefnd og var til lokaumræðu í Neðri deild. Birgir Kjaran flutti ýtar- lega framsöguræðu af hálfu fjár- hagsnefndar. Varanlegt viðfangsefn! Hann sagði m. a., að vissulega hefði verið æskilegt, að hægt hefði verið þegar á þessu þingi að leggja hið nýja skattakerfi fyrir fullskapað í heild, og hefði þá ekki þurft að notast við ýms- ar bráðabirgðaráðstafanir, eins og nú væri raunin á. Þess hefði þó því miður ekki verið kostur. Hins vegar væri að því stefnt, að slíkri heildarendurskoðun yrði lokið fyrir næsta Alþingi, og stæðu vonir til að það mætti takast. Birgir Kjaran gat þess síðan, hversu varanlegt viðfangsefni skattamálin væru hvarvetna í vaxandi þjóðfélögum. Gömul skattakerfi gengju sér til húðar og ný væru reynd, sem betur svöruðu kröfum tímans hverju sinni. Reynt væri að sníða þau eftir nýjum kröfum þegnanna og greiðslugetu þeirra og að samræma þau nýjum viðfangs- efnum og fjárþörf hins opinbera. Inn í þessa þróun blandaðist svo að jafnaði nokkur • ágreiningur um skiptingu hinna takmörkuðu fjármuna þjóðfélagsins. 1 því sambandi sagði ræðu- maður síðan m. a.: „Ég er einn í þeirra hópi, sem treysti einstaklingunum að jafn- aði betur til þeirra framkvæmda, sem ekki lúta beint að því að leysa ákveðnar samþarfir þegn- anna heldur en því opinbera og vil forðast, að ríkið skerði fjár- hagsgetu þeirra og framleiðni fyrirtækjanna um of með skatta- kerfi sínu“. Timabil óbetnna skatta framundan Þessu næst rakti Birgir Kjar- Wi í stórum dráttum þróun ís- lenzkra skattamála og komst þá m. a. svo að orði, að almenni tekjuskatturinn væri afsprengi síðustu eitt hundrað áranna. Hann værr skattkerfi þess tíma- bils. Nú stæðum við hins vegar á tímamótum, tímabil vaxandi óbeinna skatta sýndist fyrir höndum. Þetta stafaði vafalítið fyrst og fremst af vaxandi vel- megun þegnanna og auknum tekjujöfnuði þeirra og svo þeirri staðreynd, að kerfi tekjuskatts- ins væri miðað við tíma stöð- ugs verðlags, sem yfirleitt hefði ekki verið að fagna á undan- fömum áratugum. Þróunin í skattamálum, sagði ræðumaður, að verið hefði nokk um veginn samstiga efnahags- málaþróuninni hér á landi og því framan af hæggengari en sums staðar annars staðar. Þann- ig hefði í upphafi verið til ríkis stofnað á íslandi, að engin á- stæða hefði verið til, að menn hér væru mjög áhugasamir um ríkisskatta. Svo hefði heldur ekki verið um okkar elztu skatta, tíund Gizurar biskups, konungsskatt Hókonar Noregs- konungs, gjafakornið, lögmanns- tollinn og manntalsfiskinn. Allt hefði þetta aðeins verið skoðað sem ill nauðsyn. Með endurreisn Alþingis og hraðgengari atvinnu þróun hefðu skattamálin smám saman orðið ríkari þáttur í störf- um löggjafarans, og eftir að landsmenn hefðu tekið fjármál- in í eigin hendur, hefði svo ár- ið 1875 verið skipuð milliþinga- nefnd í skattamálum, sem skil- að hefði þremur frumvörpum, er öll urðu að lögum tveim árum síðar. Ein þessara nýju laga voru um tekjuskatt, en hann var þó ekki gerður almennur fyrr en árið 1917, þegar gömlu lögunum var breytt og skatturinn látinn ná til allra tekna og allra at- vinnuvega, jafnframt því sem hann var upp frá því lagður á stighækkandi. Tekjuskatturinn á fallandi fæti Með lagabreytingu árið 1921 varð svo stefnubreyting í þessu efni og þá tekin upp sú ný- breytni, að leyfa persónufrá- drátt. Ástæðan til þessa var sú, að þá þegar var farið að gæta ýmissa galla á tekjuskattskerf- inu, sem milliþinganefnd komst svo að orði um nokkrum ár- um síðar: „Það er allfyrirhafnarmik- ið og dýrt innheimtu, og það er talsvert erfitt að hafa eftirlit með því, að hann (tekjuskatturinn) komi í raun og veru niður á þann hátt, sem til er ætlazt, með því að hann verður að miklu leyti að byggjast á framtali gjaldþegnanna sjálfra.“ Þeir ókostir tekjuskattsins, sem menn hefðu þannig í vax- andi mæli verið farnir að reka sig á um þetta leyti, hefðu án efa verið ástæðan til þess að persónu þjóðinni fátœka frádrátturinn hefði enn verið aukinn eða aðrar frekari tilslak- anir verið gerðar á árunum 1923, 1935 og 1941, og þá ekki hvað sízt í lögunum frá 1950 um sér- lega lækkun á sköttum á lág- tekjum og í breytingum á tekju- skattsslögunum frá 1954, sem lækkaði tekjuskatt á einstakling um um ein 20%, sameinaði tekjuskattana þrjá í einn og heimilaði skattfrelsi fyrir spari- fé. Skiptar skoðanir nú eins og áður Þetta kvað ræðumaður að væru nokkrir stórir áfangar í ís- lenzkri skattamálalöggjöf með Birgir Kjaran sérstakri hliðsjón af þróun tekjuskattsins, en um hann hefði á þessu árabili sannarlega ekki skort ágreining á þingi, fremur en líka nú. Vék Birgir Kjaran síðan að þeirri gagnrýni, sem aðallega hefði verið höfð í frammi af núverandi stjórnarandstæðing- um, sem hann kvað þrátt fyrir aUt hafa fallizt á ýmislegt í hinu nýja frumvarpi, er þeir viður- kenndu að væri til bóta. Skýringin á því, að tekjuskatt- ur af hærri tekjum lækkaði meira en af lágtekjum væri of- ureinföld og fælist í þeirri stað- reynd, að allt frá árinu 1921 hefði verið stefnt að því að lækka tekjuskatt af lágtekjum með þeim árangri að nú hefði ekki getað verið um meiri lækkun að ræða en frumvarpið gerði ráð fyrir. Sökum þess að tekjuskattur- inn hefði verið stighækkandi, hefði almenn lækkun skattstig- ans hlotið að hafa í för með sér meiri lækkun að krónutölu af hærri tekjum. Loks hefði tekju- þróunin hér líka verið sú, að tekjur manna hefðu síð- ustu áratugi vaxið jafnt og þétt og orðið jafnari, svo að léttir tekjuskatts af miðl- ungs- og hærri tekjum kæmi nú stöðugt fleirum til góða og væri raunar þjóðfélaginu sjálfu bein nauðsyn. Þá væri það á allra vitorði, sagði ræðumaður, að tekjuskatts kerfi það, sem við hefðum búið við, hefði verið orðið sjálfri þjóðarframleiðslunni beinn fjöt- ur um fót. Og hann hélt áfram, um þetta atriði: „Þegar skattþunginn er orðinn það mikill á hvaða tekjuflokki sem er, að hann dregur beint úr framleiðsl- unni, þegar menn eru farnir að segja við sjálfa sig: Þú skalt heldur hlífa starfsorku þinni en að auka þjóðar- framleiðsluna, auka þjóðar- tekjurnar, þegar menn telja það blátt áfram ekki lengur borga sig að erfiða fyrir aukn um tekjum vegna ranglátra skatta, þá er það skattakerfi orðið þjóðinni böl, þá er það skattakerfi orðið skipulagn- ing fátæktarinnar. Það skatta kerfi gerir alla þjóðina fá- tækari og verður ekki rétt- Iætt með neinum vigorðum eða tildurrökum. Þannig var þessum málum því miður komið hér á landi, og um þetta kunnum við allir mörg dæmi að nefna. Að því er snertir gagnrýni stjórnarandstæðinga á brottfell- ingu nokkurra skattaívilnanna, sem í lögum hafa verið, benti B. K. á það, að undanþágur frá almennri reglu varðandi skatt- lagningu, hefðu frá öndverðu verið taldar til hins verra, þótt ill nauðsyn hefði stundum rekið til þeirra. Þeim mun lakari væru þær, sem erfiðara væri að skil- greina þær og afmarka. Því bæri að stefna að niðurfellingu skrifar úr daglegq lifinu D * Hrafnar og einkasölur „Borgara" er mikið niðri fyrir í skarpri ádeilu á einka- sölu ríkisins: „Talið er að hrafninn verpi níu nóttum fyrir sumar. Að því búnu er hafizt handá um að steypa undan honum til að firra byggðarlagið stórtjóni, því krummi er athafnasamur vargur, þegar ungarnir koma á hans framfæri. Hjá ríkinu eru allmörg ein- okunarhreiður fullsetin Fram- sóknarhröfnum með fjölda unga. Er ekki kominn tími til að steypa undan og losa þjóð- félagið við hræfuglana? Hvað á t.d. að gera með við- tækjaeinokun, bökunardropa einokun, hárvatnaeinokun, tó- bakseinokun og hvað þær nú annars heita aliar saman? Það er vansæmd að láta rík ið vasast í einokunarbraski eins og þessu og alveg sjálf- sagt að gefa verzlunina með það alveg frjálsa til hagnað- ar fyrir ríkissjóð og almenn- ing. Burt með einokanimar!" * Angraður uppvaskairi Velvakanda hafa borizt fleiri bréf síðustu dagana og birtist hér annað: „Kæri Velvakandi! Mig langar til að skrifa svo- lítið um þennan „símaskratta". Hann er alveg að æra mann. Konan mín fór í bíó hér eitt kvöldið, og ég var barnapía og átti þar að auki að vaska upp eftir kvöldmatinn. Jú, jú, ég byrja að vaska upp, þá hringir síminn, ég fer upp nokkuð erfjðan stiga til að svara í símann nefnilega. í símanum var kvenmaður, hún spurði hvort ég hefði verið að hringja? Nei, sagði ég, svo við lögðum bæði símtólið á. Sama sagan endurtók sig síðan þrisv ar sinnum, og í fjórða sinriið voru ca. 6—7 manns á lín- unni og töluðu hver í kapp við annan. Er þetta hægt? • Ekki er ein báran stök Maður ætti að borga meira fyrir þennan síma. Mér finnst hann nú vera orðinn nógu dýr, svo maður ætti að geta kraf- izt betri þjónustu af honum, heldur en að hafa hann hringj andi öll kvöld að ástæðulausu. Mér finnst að forráðamenn- irnir ættu að taka þetta til athugunar. Þetta er ekki 1 fyrsta skiptið sem svona lag- að kemur fyrir, þó ekki hafi verið svona slæmt. — Eg var að enda við að vaska upp þegar konan kom heim af bíóinu. Óanægður símnotandi". Það verður Velvakandi að segja fyrir sitt leyti, að hon- um finnst nóg hafa verið á hinn „óánægða símnotanda“ lagt að eiga að gæta barn- anna og annast uppvaskið, þó ekki hefðu þessi ósköp dunið yfir! ' þeirra svo sem frekast væri kostur. Frekari endurbætur á skattalögunum Að lokum gat Birgir Kjaran þess í sambandi við þær frek- ari endurbætur, sem fyrirhugað- ar eru á skattalöggjöfinni og nú eru í undirbúningi, að athuga bæri, hvort ekki væri rétt að gera tekjuskatt frádráttarhæfan, eins og nú tíðkaðist um útsvör. Ennþá nauðsynlegra væri þó að færa lagaákvæði um tekjuskatt á fyrirtæki í réttlátara horf en verið hefði, þannig að atvinnu- lifið mætti eflast. Næstur tók til máls Skúli Guð mundsson, sem kvað skamman tíma hafa gefizt til að athuga málið og ljúka prentun nefndar álits. Þó sæi hann ekki ástæðu til að óska eftir frestun málsins. Ýmsu væri hann ósammála en teldi hins vegar tilgangslaust að flytja breytingartillögur. Rifjaði hann siðan upp síðustu breyting- ar á tekjuskattsákvæðunum og kvað byrði fólks hafa létzt mjög hin síðari ár. Þó að nú væri gert ráð fyrir að létt yrði hærri upphæðum af þeim, sem hefðu meiri tekjur, en hinum, sem minna hefðu, taldi hann ekki ástæðu til að standa gegn samþykkt frumvarpsins. Einar Olgeirsson gat þess m. a. að hann teldi eftirgjöfunum mis- skipt og hefði alþýðu manna verið meiri akkur í því að t. d. tryggingariðgjöldin hefðu verið afnumin. Tvær meinsemdir Jóhann Hafstein kvað stjórn- arandstæðinga bæði nú og áður líta allt of einhliða á málið. — Nauðsynlegt væri að draga úr hinum óhóflegu skattaálögum á hátekjur. Ef tekin væru sem dæmi, annars vegar hjón með tvö böm og 100 þús. kr. tekj- ur og hins vegar hjón með tvö börn og 200 þús. kr., kæmi í ljós, að mismunurinn, sem á brúttó- tekjuöfluninni væri 100 þús. kr., yrði þegar búðir aðilar væru búnir að greiða tekjuskatt og út- svör ekki nema 38 þús. kr., sam- kvæmt gildandi ákvæðum. Þetta væri óeðlilegt og svo víðtæk tekjujöfnun skaðleg þjóðfélag- inu. Sama meinsemdin væri ríkj- andi í launamálum. Þar hefði líka verið gengið alltof langt í jöfnunarátt. Þetta hefði leitt til þess, að þeir menn, sem veiga- mestum trúnaðarstöðum gegndu og mest ábyrgð og vinnuþungi leggðust á, hefðu átt við síversn- andi kjör að búa og laun þeirra í rauninni stöðugt farið minnk- andi miðað við þá sem mun létt- ar kæmust frá starfi sínu. Um afleiðingar þessa komst ræðu- maður m. a. svo að orði: Þetta leiðir ekki til vel- farnaðar. Þetta verður til þess að eyða verðmætum og einnig verðmætasta vinnuafl- inu í þjóðfélaginu. Þær þjóð- ir, sem lengst eru á veg komnar, hafa farið allt öðru vísi að. Mönnum er það al- kunnugt, að ákaflega mikill launamismunur er í Banda- ríkjunum, griðarlega há laun greidd fyrir ábyrgðarmikil „ störf, þar sem almenn vel- megun er einna mest. Og al- veg sama sagan er í Sovét- ríkjunum, það er alviður- kennt. Og mótmælir enginn þeirri staðreynd, að þar er sennilega meiri launamismunur en í nokkru öðru ríki, nokkru „kapi- talistisku" ríki, og hefir það ver- ið veigamikill þáttur í þeirra efnahagslegu uppbyggingu, ein- mitt að greiða meira fyrir vel unnin störf. Óeðlileg breyting Ekki kvaðst ræðumaður fullyrða, hvað væri nákvæmlega réttasta stigið í þessum efnum, en hann teldi þá breytingu, sem nú hefði verið gerð, engan veg- inn óeðlilega. Dæmið um hin tvennu hjón, sem að framan var nefnt, kæmi eftir breytingam- Framh. á bls 1»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.