Morgunblaðið - 13.04.1960, Blaðsíða 20
20
MORCU1SBLAÐ1Ð
Mlðvikudagur 13. apríl 1960
Þegar vagninn nam staðar við
dyrnar, og glaðlegt andlit baróns
ins birtist í vagnglug.ganum, fór
heitur gleðistraumur um Jeanne,
og hún hafði aldrei áður fundið
svo glöggt, hve vænt henni þótti
um þau. En þegar hún sá móður
sína, brá henni mjög í brún. —
Barónessan hafði á sex mánuð-
um elzt um 10 ár. Holdugir vang
arnir voru blárauðir og lopi í
andlitinu, augun sljó, og hún gat
ekki hreyft sig nema studd báð-
um megin. Henni var þungt um
andardráttinn og hrygla fyrir
brjósti.
Þegar Jeanne hafði fylgt þeim
til herbergis þeirra, flýtti hún
sér upp 1 svefnherbergi sitt, til
þess að geta grátið í næði. Síð-
an leitaði hún föður sinn uppi,
fleygði sér í fang hans og hróp-
aði:
„Ó, mamma hefur breytzt svo
mikið! Hvað er að henni? Segðu
mér hvað hefur komið fyrir
hana?“
„Finnst þér það?“ sagði hann
undrandi. „Hvaða vitleysa! Ég
hef aldrei vikið frá henni. Ég
fullvissa þig um, að mér finnst
hún ekkert veikluleg. Hún er
alltaf svona“,
Um kvöldið sagði Julien við
konu sína: „Móðir þín er mjög
illa komin. Ég hugsa, að hún eigi
ekki langt eftir“. Þegar Jeanne
brast í grát, honum til mikillar
skapraunar, bætti hann við: “Ég
sagði ekki, að engin von væri um
hana. Þú leggur alltaf allt á
versta veg. Hún er breytt, það er
allt og sumt. Hún er heldur ekki
lengur ung“.
Barónsfrúin þoldi ekki að
ganga neitt að ráði og fór aðeins
út hálftíma á dag. Hún gekk
nokkurn spöl eftir stígnum, en
sat síðan á bekknum um stund.
Hún hló ekki eins og áður, ef
hún sá eitthvað skemmtilegt,
heldur brosti einungis. Sjón henn
ar var nógu góð til lesturs, og
hún eyddi oft mörgum klukku-
stundum í að lesa „Corinne" eða
„Hugleiðingar" Lamartine’s. —
Stundum bað hún einnig um að
sér væri rétt skúffan með „minja
gripunum" sínum. Hún hvolfdi
bréfunum úr henni í keltu sína,
las þau hvert af öðru og lét síð-
an jafnóðum í skúffuna aftur.
Þegar hún var ein, átti hún það
til að kyssa eitt og eitt þeirra.
Stundum, þegar Jeanne kom
óvænt inn í herbergið, kom hún
að henni grátandi: „Hvað er að,
mamma?“ var hún vön að spyrja.
Barónsfrúin andvarpaði djúpt og
og svaraði: „Það eru minjagrip-
irnir mínir, sem koma mér til
að gráta. Þeir vekja hjá mér end
urminningar um gamla vini og
löngu liðnar ánægjustundir, sem
koma aldrei aftur. Þú munt
skilja þetta síðar“.
Kæmi fyrir, að baróninn sækti
þannig að þeim, var hann vanur
að segja blíðlega við Jeanne: —
„Farðu að ráðum mínum, kæra
Jeanne, og brenndu öll bréf sem
þú færð — bæði frá mér og móð
ur þinni — öllum. Ekkert er eins
hræðilegt og það að líta aftur til
æsku sinnar í ellinni". En Je-
anne geyrrtffi bréf sin, í því líkt-
ist hún móður sinni, þótt fátt
annað væri líkt með þeim.
Baróninn varð að fara að heim
an nokkrum dögum síðar, í
ákveðnum erindagerðum.
Dag nokkurn tók Jeanne Paul
á handlegginn og fór með hann
út að ganga. Hún settist á bekk
og virti andlit hans fyrir sér,
eins og hún sæi það í fyrsta skipti
Hún var að reyna að ímynda sér,
hvernig hann liti út fullvaxta,
með skegg og dimman karlmanns
málróm. Hún átti bágt með að
Sjá hann þannig fyrir sér. Hún
heyrði einhvern kalla og leit
upp. Maríus kom hlaupandi á
móti henni.
„Madame, barónsfrúin er mjög
veik!“
ískaldan hroll setti að henni,
er hún stóð upp og flýtti sér
heim að húsinu.
Þegar hún nálgaðist húsið, sá
hún hóp manna standa umhverf
is platanviðartréið. Hún þaut
þangað og sá þá móður sína
liggja á jörðinni með tvo svæfla
undir höfðinu. Andlit hennar
var dökkt, augum lokuð og andar
drátturinn, sem hafði verið þung
ur í mörg ár, hættur fyrir fullt
og ailt. Fóstran tók barnið af
Jeanne og bar það burtu.
Andlit Jeanne var náfölt og
tekið: „Hvað kom fyrir?“ spurði
hún áhyggjufull. „Hvernig stóð
á að hún datt þarna? Flýtið ykk
ur að sækja lækninn“. Þegar hún
leit við, sá hún gamla prestinn,
sem bauð henni hjálp sína. En
hvorki edik, kölnarvatn né nudd
höfðu nokkur minnstu áhrif á
sjúklinginn.
„Það ætti að afklæða hana og
koma henni í rúrnið", sagði prest-
urinn.
Bóndinn Joseph Cuillard var
þarna staddur, og einnig Símon
gamli og Ludivine. Þær reyndu
með hjálp prestsins að bera
barónsfrúna inn, en þeim tókst
það ekki, fyrr en þeim hug-
kvæmdist að koma henni fyrir
í stórum hægindastól. Þeir báru
hana þannig inn og síðan upp og
lögðu hana á rúmið.
Joseph Couillard hraðaði sér
af stað eftir lækninum. Um leið
og presturinn gekk út úr herberg
inu í því skyni að sækja vígða
olíu, hvíslaði fóstran að honum:
„Þér getið sparað yður ómakið,
monsieur, hún er dáin. Ég er vel
að mér um þessa hluti".
Jeanne, sem var viti sínu fjær
af örvinglan, sárbændi þau um
að gera eitthvað. Presturinn áleit
rétt að veita henni síðasta sakra
mentið.
Þau biðu í tvær klukkustund-
ir hjá líkinu. Jeanne lá á hnján-
um með þungan ekka af sorg.
Þegar læknirinn birtist í dyr-
unum, þaut Jeanne á móti hon-
um og stundi upp því sem hún
vissi um slysið, en þegar hún sá
augnatillitin, sem fóru milli lækn
isins og fóstrunnar, spurði hún:
„Er það alvarlegt? Haldið þér,
að það sé alvarlegt?"
Von bráðar svaraði hann: „Ég
er hræddur — hræddur um, að
því sé öllu lokið. Verið hugrakk-
ar, takið þessu með stillingu".
Jeanne breiddi út faðminn og
fleygði sér yfir lík móður sinnar.
Julien kom inn rétt í því. Hann
nam staðar steinhissa, sýnilega
gramur, án þess að á honum sæj
ust nokkur merki sorgar. Þetta
hafði komið honum svo á óvart,
að honum hafði ekki unnizt tími
til að setja upp tilhlýðilegan svip.
Hann tautaði fyrir munni sér: —
„Ég bjóst við þessu, mér fannst,
að hún myndi ekki eiga langt
eftir“. Síðan tók hann upp vasa-
klút, strauk sér um augun, kraup
niður, gerði krossmark og stóð
upp aftur. Síðan reyndi hann að
fá konu sína til að rísa á fætur.
En hún hélt dauðahaldi um lík-
ið og kyssti -það án afláts, og að
lokum varð að taka hana með
valdi og bera hana burt. Hún
virtist ekki með réttu ráði.
Að klukkustundu liðinni var
henni leyft að koma aftur inn í
herbergið, þar sem móður henn-
ar hafði nú verið komið fyrir á
líkbörum. Þeir Julien og prest-
urinn töluðu saman í hálfum
hljóðum út við gluggann. Það
var tekið að dimma. Presturinn
Hvert fór pabbi, frú Blitz?
Hann bragðaði einn af vindl-
unum mínum og rauk svo út
til að fá sér frískt loft
Oh! Anna Blitz með sína
vindla!
Ssssst! Heyrið þér, þingmaður!
Hvað þá! Hver eruð þér?
Eg er Matti, flugmaður herra
Brodkins. Eg kom með bréf frá
honum til yðar.
kom til móts við Jeanne, tók um
hendur hennar og reyndi að
hughreysta hana. Hann minnt-
ist á þá látnu, fór um hana við-
urkenningarorðum á guðrækileg
an hátt og bauðst til að eyða nótt
inni i bæn hjá líkinu.
En Jeanne neitaði þvi, stundi
upp orðunum á milli ekkasog-
anna. Hún vildi vera alein á þess
ari síðustu skilnaðarstund. Juli-
en kom einnig til hennar.
„Það er óhugsandi, við skul-
um vaka saman“, sagði hann. —
Hún hristi höfuðið, án þess að
koma upp nokkru orði.
„Þetta er móðir mín — móðir
mín“, stundi hún upp að lokum.
„Ég vil vaka ein hjá henni“.
ajtltvarpiö
8.0—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar.
— 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar.
— 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp.
12.50—14.15 ,,Við vinnuna“: Tónleikar
af plötum. (13.30 „Um fiskinn“).
15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr.
18.30 Utvarpssaga barnanna „Sjórinn
hennar ömmu“ eftir Súsönnu
Georgievskaju; II. (Pétur Sumar-
liðason kennari).
18.55 Framburðarkennsla í ensku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.25 Veðurfregnir.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson
cand. mag.).
20.35 Erindi: Fjölnismaðurinn Bryn. ólf
ur Pétursson (Aðalgeir Kristjáns
son cand. mag.).
21.00 Frá tónleikum í útvarpssal:
Blásarakvintett úr Sinfóníuhljóm
sveit Islands leikur:
a) Svíta eftir Pauline Hall.
b) Svíta eftir Frantisek Bartos.
21.30 „Ekið fyrir stapann”, leiksaga
eftir Agnar Þórðarson; VIII kafli.
Sögumaður Helgi Skúlason. Leik-
endur Ævar Kvaran, Róbert Arn-
finnsson, Þóra Borg, Bryndís Pét
ursdóttir og Guðmundur Pálsson.
Höfundur stjórnar flutningnum.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmur (49).
22.20 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson).
22.35 A léttum strengjum: Ymis lög
sungin og leikin.
23.15 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 14. apríl
(Skírdagur)
9.00 Fréttir.
9.10 Morguntónleikar: — (10.10 Veð-
urfregnir).
a) Þýzk sáumessa eftir Brahms
(Elisabeth Grummer, Dietrich
Fischer-Dieskau og kirkjukór
syngja; Fílharmoníuhljómsveit
Berlínar leikur; Kempe stj.).
b) Fiðlukonsert í a-moll eftir
Bach (Isaac Stern og Philadel-
phiu-hljómsveitin; Ormandy
stjórnar).
11.00 Messa í barnaskóla Kópavogs
(Prestur: Séra Gunnar Arnason.
Organleikari: Guðmundur Matt-
híasson).
12.15 Hádegisútvarp.
13.15 Erindi: Flett blöðum sálmabók-
arinnar; — latnesku sálmarnir
þar (Séra Sigurjón Guðjónsson
prófastur).
14.00 Miðdegistónleikar:
a) Flautukonsert í G-dúr eftir
Pergolesi (Wanausek og Pro
Musica kammerhljómsv.; Charl
es Adler stjórnar).
b) Gítarkonsert eftir Castelnuovo
-Tedesco (Segovia og hljómsv.
leika; Alec Sherman stj.).
g) Píanókonsert nr. 2 í f-moll op.
21 eftir Chopin (Rubinstein og
NBC-hljómsveitin í New York
leika; William Steinberg stj.).
15.00 Kaffitíminn:
a) Ymis norræn lög.
b) Josef Felzmann og félagar
hans leika.
16.30 Veðurfregnir.
18.30 Þetta vil ég heyra (Guðmundur
Matthíasson stjórnar þættinum).
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Einsöngur: Ernesto Nicelli syngur
ítölsk lög.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.20 Hörputónleikar: Nicanor Zaba-
leta leikur verk eftir Prokofieff,
Taiileferre og Roussel.
20.40 Húnvetningakvöld:
a) Ræða (Sigurður Nordal próf.).
b) Brot úr ævisögu Benedikts 1
Hnausakoti, frásöguþáttur eftir
Bjarna Jónsson fyrrv. skóla-
stjóra (Skúli Guðmundsson al-
þingismaður flytur).
c) Orgelleikur (Ragnar Björns-
son).
d) Viðtöl við Jón Hjartarson frá
Saurbæ og Valdimar Benónýs-
son frá Ægissíðu.
e) Húnvetningar í spegli utan-
héraðsmanns, Lofts Guðmunds-
sonar rithöfundar.
f) Söngfélagið Húnar og karla-
kvartett syngja.
22.00 Fréttir.
22.10 Kvöldtónleikar: Atriði úr óper-
unni „Porgy og Bess“ eftir Gers-
hwin (Todd Duncan, Anne Brown
o. fl. flytja með hljómsveit. —
Stjórnandi: Alexander Smallens.
— Jón Múli Arnason flytur skýr-
ingar).
23.00 Dagskrárlok.