Morgunblaðið - 13.04.1960, Blaðsíða 17
Miðvik'udaerur 13. aprí! 1960
nrnncTnvnr 4fílÐ
17
Sigríður Snæbjarnardóttir
f DAG fer fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík útför gagn-
merkrar konu, Sigríðar Snæ-
bjarnadóttur ekkju Þórarins B.
Þorlákssonar listmálara. Það
varð hlutskipti þessarar ágætu
konu að binda á unga aldri
tryggð við þann mann, sem varð
itii þess fyrstur íslendinga að
helga málaralistinni starf sitt og
krafta og gerast brautryðjandi
á því sviði.
Með þessu brautryðjendastarfi
sínu, listrænni túlkun á fegurð
lands vors, vakti Þórarinn af dái
listrænt eðli þjóðarinnar.
Með listaferli sínum kveikti
hann fyrsta neistann 1
brjósti mannanna, sem nú um
áratugi hafa með snilligáfu sinni
á þessu sviði varpað bjarma á
þjóð vora og aukið hróður henn-
ar bæði heima og heiman.
Þórarinn maður Sigríðar hóf
ungur prentnám í Reykjavík og
lauk prófi í þeirri iðngrein. Starf
þetta lék í höndum þessa mikla
hagleiksmanns. Hafði Þórarinn
því markað sér verksvið þar sem
honum lá greið gata til mikils
frama og öruggrar fjárhagsaf-
komu.
Allt þetta var gott og blessað
á almennan mælikvarða. En Þor-
arni fullnægði það ekki. Köllun
sú, sem hann var borinn til að
sinna í lífinu var á öðru sviði.
Þetta skýrðist því betur fyrir
honum sem lengra leið. Frá barn
æsku hafði Þórarinn óvenju
næmt auga fyrir fögrum litum.
Fegurð og tign lands vors og hið
fjölbreytilega litskrúð blómanna
endurspeglaðist í sál hans. Þeg-
ar hér var komið tók Þórarinn
skjóta ákvörðun. Hann sneri baki
við prentiðninni og hélt ótrauð-
ur og heilshugar inn á listabraut-
ina. Hann lagði leið sína í Lista-
háskólann í Kaupmannahöfn, þar
sem listagáfa hans tók skjótum
þroska. Skólagangan varð hon-
um hamingjubraut. En samtímis
því, sem þetta gerðist -éll Þór-
arni í skaut önnur hamingja, sem
stráði geislum á líf hans til hinztu
stundar.
Um þessar mundir var Sigriður
Snæbjarnardóttir við nám á hús
mæðraskóla í Kaupmannahöfn.
Það var á þessum erlendu slóðum
sem leiðir þeirra Sigríðar og Þór-
arins lágu fyrst saman. Þar
bundust þau tryggðaböndum og
nokkrum árum síðar, eftir heim
komu þeirra til Reykjavíkur,
voru þau gefin saman í hjóna-
band.
Löng og erfið skólaganga í fjar
lægu landi er efnalitlum nem-
anda sjaldan blómum stráð braut
Þótt námið ganga vel og allt leiki
í lyndi um framför og þroska
er baráttan fyrir daglegum þörf-
um oft harla ströng. Þannig var
það fyrir Þórarni. Og eigi gat
hann heldur gert sér glæstar von-
ir um listamannslaunin að námi
loknu eins og málum í þessum
efnum horfði þá við hér heima.
Þetta var Þórarni, sem var að
eðlisfari raunsæismaður, ofur
ljóst. Eigi er að vita hver áhrif
þessar aðstæður og framtíðar
viðhorf kynnu að hafa haft á
hinn unga listamann, ef honum
hefði ekki borizt sá andlegi styrk
ur og uppörfun sem ástmey hans
lét honum í té. Hún skildi vel
eðli og þrá listamannsins. Hún
kunni vel að meta náðargáfu
hans og þá fegurð og unað sem
listmálarinn hefur á öllum öldum
lagt í fang framtíðar sinnar með
ódauðlegum verkum sínum.
Hinni ungu stúlku var hér bú-
ið mikið hlutverk að standa á
erfiðum tímum við hlið þessa
gáfaða hugsjónamanns og braut-
ryðjanda á frumbýlingsárum mál
aralistarinnar í landinu. Og þetta
hlutverk innti Sigríður af hendi
með mikilli prýði bæði á náms-
árum unnusta síns og eins og
ekki síður eftir að þau hjónin
hófu búskap.
Sigríður var að eðlisfari kona
hlédræg um íhlutun og afskipti
Minningarorð
opinberra mála. En því fastari
og ákveðnari voru tök hennar á
viðfangsefnum þeim er hugur
hennar beindist að innan þess
verkahrings er hún hafði markað
sér. Heimilsforsjá hennar var frá
bær og fyrirhyggja um allt er til
gagns og prýði horfði. Hún bjó
manni sínum og börnum gott, að-
laðandi og ánægjulegt heimili.
Slíkar húsmæður sem Sigríður
var, eru beztu æðingar
lands vors. Þeim er sú list lagin
að beita á fjármálasviðinu þeim
hyggindum sem að gagni koma.
Og enginn er betur til þess fall-
inn að móta barnssálina og
beita farsælum uppeldisáhrifum
en góð, raunsæ og víðsýn móðir.
Sigríður var kona fríð sýnum,
svipmikil, góðum gáfum gædd,
vel menntuð me' ríkum fegurðar
smekk og unni föt,rum listum,
sem maður hennar.
Mann sinn missti Sigríður 9-
júlí 1924. Dvöldu þau hjónir,
Sigríður og Þórarinn þá í sumar-
bústað sem Þórarinn hafði látið
reisa á désamlega fallegum stað
við Laugarvatn. Ber sumarbú-
staðurinn og umhverfi það, sem
hann er reistur í gott vitni um
fegurðarsmekk snillingsins. And-
lát Þórarins bar brátt að, hann
lézt af hjartaslagi og varð blóm-
E L L E F T A apríl átti Félag
járniðnaðarmanna í Reykjavík
40 ára afmæli. Fyrstu 11 árin
hét það Sveinaíélag járnsmiða,
en 1931 var nafninu breytt í
Félag járniðnaðarmanna.
Stofnendur félagsins voru 17
járnsmiðir, allir búsettir í bæn-
um, og fyrsta verkefni þess var
að semja um kaup við vélsmiðju-
eigendur. Ýmislegt hefur drifið
á daga félagsins á þessum 40 ár-
r
Agætur árangur
borana í Leirár-
sveit
AKRANESI, 8. apríl. — Nú hefur
verið borað við Leirárlaug í Leir
ársveit í 3 vikur á vegum Akur-
nesinga. Boruninni þarna hafa
stjórnað frá því fyrsta bræður
tveir, Guðni og Guðmundur Jóns-
synir.
1 dag átti ég tal við Guðna og
sagði hann að við mælingu í morg
un hefði vatnsmagn reynzt 8 sek
undulítrar og vatnið verið 80
stiga heitt, en borholan orðin 134
m djúp. Aðspurður sagði Guðni,
að þetta væri ágætur árangur.
Vatnsmagnið hefði t. d. aukizt sl.
viku um nærri hálfan sekundu-
lítra. Guðni sagði og að nú mundi
verða hætt að bora þarna í bili
og borinn fluttur eitthvað annað.
— Oddur.
um slkreytt fjallshlíðin, bana-
beður hans.
Við hið skyndilega fráfall Þór-
arins á miðjum aldri var konu
hans og börnum sár harmur kveð
inn. Ástríki mikið ríkti innan
fjölskyldunnar og má fara nærri
um það hverjum . .,-brigðum
það olli á heimilinu að hinn ást-
sæli listamaður var kallaður á
Brott.
Þeim hjónum varð þriggja
barna auðið og eru þau öll á lífi:
1. ^óra gift Gesti Pálssyni lög-
fræðingi og leikara.
2. Guðrún gift séra Sigurjóni
Guðjónssyni prófasti í Saurbæ.
3. Björn skrifstofumaður í Hag
stofu íslands.
Þau hjónin, Sigríður og Þórar-
inn, bjuggu lengst af búskap sín-
um í húsinu nr. 45 við Laufásveg.
Byggði Þórarinn það hús i félagi
við svila sinn, Jón Aðils sagn-
fræðing, en hann var kvæntur
Ingileifu systur Sigríðar.
Sigríður var fædd 19. ágúst
1876 á Akranesi. Hún var dóttir
Snæbjarnar kaupmanns þar Þor-
valdssonar prests í Saurbæ Böðv
arssonar, og konu hans Guðrúnar
Teitsdóttur. Sigríður ólst að
nokkru upp hjá móðurömmu
sinni, Margréti Jónsdóttur í
Guðrúnarkoti og seinni manni
hennar Hallgrími Jónssyni hrepp
stjóra og alþingismanni. Áður en
Sigríður fór til Kaupmannahafn-
ar tij náms hafði hún lokið prófi
við Kvennaskólann í Reykjavík.
Síðustu árin hafði Sigríður
kennt nokkurs heilsubrests sem
ágerðist eftir því sem árin liðu.
Dvaldi Sigríður á þessu tímabili
um nokkurt skeið á heimili Dóru
dóttur sinnar og tengdasonar, en
síðustu árin, eftir að sjúkleik-
inn ágerðist, í sjúkradeild Elli-
heimilisins Grund í Reykjavík,
þar sem hún lézt 6. þ. m.
Með Sigríði Snæbjarnardóttur
er til moldar gengin kona sem
vér stöndum í mikilli þakkar-
skuld við fyrir þann hlut, sem
hún átti í hinu gagnmerka starfi
manns síns, með þeirri hvatningu
er hún lét honum í té, er hann
bjó sig undir að klífa erfiðasta
hjallann í framþróun skapandi
myndlistar með þjóð vorri.
Pétur Ottesen.
um, en saga þess kom út árið
1955 í tilefni af 35 ára afmælinu.
Nú eru í félaginu 450 meðlimir
og hefur það ráðið sérstakan
starfsmann, til að annast dagleg
störf, Guðjón Jónsson rennismið.
Á sl. ári festi Félag járniðnaðar-
manna kaup á fokheldri hæð í
Skipholti 19 og hefur þar skrif-
stofur sínar ásamt fleiri verka-
lýðsfélögum. Stjórn félagsins
skipa nú: Snorri Jónsson, formað
ur; Hafsteinn Guðmundsson,
varaformaður; Tryggvi Bene-
diktsson, ritari; Guðjón Jónsson,
fjármálaritari; Þorsteinn Guð-
mundsson, vararitari og Ingi-
mar Sigurðsson, gjaldkeri.
120 hnúta
mótvindur
KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 7.
apríl. — Undanfarna 24 tlma
hefir verið talsverð umferð um
Keflavíkurflugvöll. Alls hafa
haft hér viðkomu 12 farþega- og
flutningaflugvélar á leið til
Kanada og Bandaríkjanna. Far-
þegar með flugvélum þessum
voru 598 og þær fluttu 30038 kg.
af farangri.
Flugvélarnar hafa haft mót-
vinda á leiðinni vestur um haf
og náði vindhraðinn 120 hnútum
i 18000 feta hæð á milli suður-
odda Grænlands og Gander.
— B.Þ.
Félag jórniðnoðarmanna 40 óra
Atvinna
Dugleg stúlka óskast til verksmiðjustarfa.
Upplýsingar í verksmiðjunni í dag.
Nærfataefna- og prjónlesverksmiðjan h.f.
BræðraborgcU’stíg 7.
Byggingafélag verkamanna
Keflavík
Ein tveggja herb. íbúð í II. byggingaflokki er til sðlu.
Félagsmenn sendi umsóknir fyrir 23. apríl til for-
manns Hátúni 21, Keflavík.
Einlit htrokkin
ullarefni
í dragtir og kápur 10 litir.
Dömu og herrabuðin
Laugaveg 55 — Sími 18890.
Iiöntgenlampar og
glóðarventlar fyrir
lækningatæki og
önnur rannsóknar-
tæki
hafa verið búnir til í 30 ár af
sérverksmiðju vorri í Thiiring-
en. Frægir læknar og tæknisér-
fræðingar um allan heim nota
hina framúrskarandi fram-
leiðslu vora.
Biðjið um upplýsingarit vor
með mörgum skýringarmynd-
um.
VEB PHÖNIX RÖNTGEN-
RÖHRENWERK RUDOLSTADT
/Tiir.DDR.
Upplýsingar veitir:
Verzlunarsendinefnd Þýzka Alþýðulýðveldisins
Austurstræti 10A II, Pósthólf 582, Reykjavik.