Morgunblaðið - 13.04.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.04.1960, Blaðsíða 23
Miðvik'udagur 13.apríl 1960 MORGUNBLAÐIÐ 23 — Ræða utanrlkisráðherra Framh. af bls. 1 Þriðja atriðið í þessu sambandi okkar í fjórar milur 1952 og í 12 mílur 1958 hefur haft þau hagnýtu áhrif, að friða hrygning ar og uppvaxtarstöðvar, og þess háttar ráðstafanir hafa ávallt í för með sér aukna veiði allra. er það að í tillögu okkar tölum , Sannleikurinn er sá, að hefðum við ekki gripið til þeirra ráðstaf- ana, sem við gerðum og sætt okk við aðeins um forréttindi, sem þýðir það að við erum ekki að reyna að fá ráð yfir meiru en við getum notað, heldur forgangs rétt þegar svo stendur á að tak- marka verður heildarafla í frið- unarskyni. Loks er fjórða atriði það, að nefnd óháðra sérfræðinga myndi kveða upp lokaúrskurð- inn. Hagsmunir stórveldanna í ræðu minni um daginn, sagði ég að sú væri skoðun stjórnar minnar, að svonefnd „söguleg réttindi", væru, ef ekki hin sömu, þá að minnsta kosti sambærileg við nýlenduréttindi. Ég hygg að það sé vel kunn staðreynd, að ástæða þess að þriggja mílna mörkin voru sett og framkvæmd svo lengi, var sú að hin valda- miklu ríki, sem stunduðu fisk- veiðar. á fjarlægum miðum, sáu sér hag í því að fiskimenn þeirra gætu komizt sem næst ströndum annara þjóða og þá, og þar til nú fyrir skemmstu, gátu þeir þröngv að þessu upp á máttarminni þjóð- ir. Til allra hamingju fyrir þaer verður þessu ekki lengur komið við. Hingað til hafa þessar mátt- arminni þjóðir verið þær sem fórnirnar færðu og þegar loksins er verið að bæta úr þessu órétt- læti, virðist það ekki sérlega sannfærandi er þeir, sem hagn- azt hafa af þessu svo langan tíma, halda því fram, að það séu þeir sem fórnirnar færi. Auðvitað er sanngjarnt að viðurkenna það að útfærsla fiskveiðimarka snertir þá menn sem fiskað hafa á ein- hverju tilteknu svæði og verða að hverfa burt af hluta þess. En það sem við erum að tala um hér á þessari ráðstefnu er ekki fjár- hagur einstaklinga heldur þjóð- arhagur. Ef litið er á þetta sem mál er varði þjóðarhag, kynni að vera gagnlegt að rifja upp hlut- fallslegt mikilvægi fiskveiðanna í þjóðarefnahag þeirra ríkja sem fiskveiðar hafa stundað á ís- landsmiðum. Ég vék ekki að þessu í fyrri ræðu minni, en þar sem ég hefi heyrt hér margt sagt um fórnir og hartleikna meðferð vildi ég vekja athygli á gréinar- gerð við tillögu nefndar minnar. Þar segir að þær hagfræðitölur er almennt sýni hlutfallslegt mikil- vægi fiskveiða í þjóðarbúskap hinna ýmsu ríkja, séu þær hver hluti af þjóðartekjum þeirra sé fenginn frá fiskveiðum. I skýrslu sem Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu Þjóðanna gerði fyrir sjóréttarráðstefnuna 1958, eru tölur er sýna þessa stað- reynd. Af þeim sézt að hjá þeim þjóðum, sem fiska á íslandsmið- um og sem hafa á þessari ráð- stefnu fjölyrt um hörkulega með- ferð til að sýna áhrifin af því ef fiskimenn þeirra yrðu að fara út fyrir 12 mílna fiskveiðibeltið, eru heildartekjur af fiskveiðum minna en einn af hundraði af þjóðartekjunum og að einungis hluti af heildarafla þeirra kom af Islandsmiðum og enn minni hluti af svæðinu milli 6 og 12 mílna — reyndar mjög lítill hluti. Ekki fiskheldur varnarveggur Einnig er gengið framhjá öðru meginatriði í þessari rökfærzlu og það er eins og ég hef þegar útskýrt, að 12 mílna fiskveiði- mörkin umhverfis Island, útiloka alls ekki erlenda fiskimenn frá fiskveiðum á íslandsmiðum. 12 mílna mörkin eru ekki neinn fisk heldur varnarveggur; fiskurinn getur farið út fyrir þau og gerir það Staðreyndin er sú, að mest af afla togara á íslandsmiðum, eftir stríð, hefur komið af svæð- um sem eru lengra en 12 mílur frá ströndinni. Þótt samþykkt sé tillaga okkar um forréttindi utan 12 mílna, myndu erlendir menn enn geta stundað arðgæfar fisk- veiðar umhverfis strendur Is- lands. Stjórn mín hefur marg- sinnis vakið athygli á þeirri stað reynd að útfærsla fiskveiðimarka ur við þriggja mílna kerfið þá myndu fiskstofnar á íslandsmið- um hafa verið eyðilagðir á til- tölulega fáum árum. Þannig var þegar komið á sumum svæðum og við gátum með engu móti fy'gt þeirri reglu að gera of lít- ið og of seint. Vernd á stríðstímum. Meðan heimsstyrjaldirnar tvær geysuðu, nutu fiskstofnar á Is- landsmiðum mikilvægrar vernd- ar þar eð þá voru næstum eng- ir erlendir togarar á miðunum. Árangurinn varð sá að fiskstofn arnir náðu aftur fullri stærð. Hefði þetta ekki komið til svo og þær ráðstafanir sem ríkisstjórn Islands hefur gert, myndi ástand- ið vera hörmulegt í dag. Frekari aukning fiskveiðanna, að því er þorskstofninn snertir, myndf vera skaðleg og hafa of- veiði í för með sér. Þorskstofn- inn gefur nú næstum því þann hámarksafla, sem stofninn þolir og við getum ekki búizt við því, að geta aukið að neinu verulegu ieyti heildaraflann. Takmörkun heildaraflans er því á næsta leiti. Þessi niðurstaða er byggð á meira en 30 ára vísindalegum rannsóknum á þessari fiskteg- und. Tillaga okkar byggist á þess ari þekkingu, og sannarlega vilj- um við nota vísindalega þekk- ingu okkar til að koma í veg fyrir eyðileggingu þessa verð- mæta fiskistofns. Eyðileggja veiðarfæri Enn er eitt sem ekki má gleyma o,g öllum er Ijóst sem hagnýta reynslu hafa á þessu sviði og þekkja ástand á fiski- miðunum. Ég á við hið óþolandi ástand ,þegar botnvarpa er not- uð á miðum, þar sem önnur veið arfæri, svo sem línur og net, eru notuð samtímis. Reynsla okk ar í þessu efni hefur sýnt það ljóslega, að nauðsynlegt er að veita litlum bátum, sem nota þessi veiðarfæri, vernd, því að þeir eru varnarlausir í samkeppn inni við togarana. Togararnir eyðileggja veiðarfæri þeirra og hallarekstur verður á bátunum. Að því leyti veita 12 mílna mörk in, auk fiskverndar, mikilvæga vernd smábátaútgerðinni. Auð- vitað myndi hið sama gilda utan 12 mílna markanna. Þótt ljóst sé að 12 mílna mörkin eru að miklu gagni að þessu leyti, eins og seg- ir í greinargerð með tillögu okk- ar, þá verður möguleiki á frekari ráðstöfunum að vera fyrir heftdi. Tölurnar sanna ekkert Háttvirtur fulltrúi Bretlands nefndi í ræðu sinni í gær nokkr- ar tölur, sem áttu að sanna að núverandi afli á íslandsmiðum hefði nýlega minnkað svo mikið, að menn kunna að hafa skilið þetta þannig að hrun vofði yfir brezka fiskiflotanum. En við veittum því auðvitað eftirtekt, að tölur þessar voru aðeins fyrir eina viku, fyrstu vikuna eftir að brezkir togaraeigendur ákváðu að kalla burt togara sína af öll- um íslandsmiðum, og þessar töl- ur sanna bókstaflega ekki neitt varðandi hina raunverulegu spurningu, sem sé þá, hversu mikið þeir myndu hafa aflað, ef þeir hefðu gert hið sama og allir erlendir fiskimenn aðrir, það er að virða gildandi lög í okkar landi og halda sig utan 12 mílna .markanna. Frá því 12 mílna mörkin tóku gildi, hafa erlendir togarar fiskað utan 12 mílna markanna og íslenzkir togarar hafa að mestu gert það einnig. Einmitt þegar brezkir togarar fara af íslandsmiðum til að sýna góðan vilja, hafa margir aðrir togarar frá ýmsum þjóðum verið að fiska á svæðinu fyrir utan 12 mílurnar og fengið góðan afla. Þetta gætu brezku togararnir einnig hafa gert, en togaraeig- endurnir hafa heldur kosið að láta togara sína fara brott af Is- landsmiðum öllum á bezta fisk- veiðitíma ársins og minnka þar með afla sinn af eigin vilja um allt að því 89%, eins og hátt- virtur fulltrúi Bretlands sagði, og leggja svo þessar tölur fyrir ráðstefnuna sem röksemd gegn 12 mílna fiskveiðitakmörkum okkar. Nefna má í þessu sam bandi að á sama tíma og brezkir togarar hafa fiskað undir vernd brezka herskipaflotans innan 12 mílnanna umhverfis tsland, hafa aðrar miklar fiskveiðiþjóðir, sem virt hafa reglur okkar, varið til- tölulega miklu fé til leitar að fiskimiðum utan 12 mílna mark- anna með þeim árangri að ný mið hafa fundizt og þau hafa þegar gefið góðan afla. Fögnum ábendingum Ég vona að athugasemdum mínum verði tekið í sama anda og þær eru settar fram. Það sem við erum að reyna að segja í til- lögu okkar er þetta: Að við eig- um við sérstakt vandamál að glíma sem leysa þarf og þetta vandamál okkar nýtur skilnings manna hvarvetna í heiminum. Ég segi það hreinskilnislega, að hafi nokkur einhverjar ábend- ingar um það hversu þetta gæti verið ljósar orðað, myndum við fagna þeim. Að lokum vildi ég nota þetta tækifæri, herra formaður, til að beina því enn einu sinni til allra vina okkar hér á ráðstefnunni, að þeir athugi tillögu okkar í ljósi staðreyndanna og við von- um einlæglega að samúð þeirri, sem málstaður okkar vissulega nýtur, verði fundinn farvegur í áþreifanlegt form, því að aðeins á þann hátt finnst lausn á þessu vandamáli. Fögur orð um sam úðarfullan skilning eru ágæt, en vitaskuld leysa þau ekki vanda- málið nema athöfn fylgi. Rækju leitað fyrir norðanlíka EINS og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, hafa þingmenn Austurlands flutt á þingi tillögu um að á næsta sumri verði leitað ræjkumiða úti fyrir Austurlandi. Nú hefur verið lögð fram í þing- inu breytingartillaga frá Jónasi G. Rafnar um að rækju verði einnig leitað fyrir norðan land. Fyrir tillöguflytjendum vakir að sjálfsögðu það, að efla atvinnu- lífið í þessum landshlutum, en nokkur ástæða er til að ætla, að það megi verða með umræddu móti, þar eð rækju hefur orðið talsvert vart sums staðar við strendur landsins. Öllum þeim, er sýndu mér vináttu á 75 ára afmæli mínu, sendi ég alúðarþakkir og beztu kveðjur. W. Th. Möller. Hjartaniega þakka ég öllum þeim sem glöddu mig á sextugsafmæli mínu, með heimsóknum, gjöfum og heilla- skeytum. Ásmundur Árnason, Gnoðavog 36. Innilegt þakklæti til allra sem hafa styrkt mig með gjöfum, vegna eignatjóns míns við húsbruna í Höfnum. Konráð Ölafsson. Lokað m verður frá kl. 1—4 í dag vegna jarðarfarar Elísabetar Kristjánsdóttur Foss. Mlagnús Th. S. Blondahl h.f. Sonur minn GUÐMUNDUR ÞORLEIFSSON frá Breiðholti við Reykjavík, lézt á Landspítalanum föstudaginn 8. apríl. Jarðað verður frá kirkjunni í Fossvogi þriðjudaginn 19. apríl kl. 3. Jólianna Olafsdóttir. Jarðarför föður míns, afa og tengdaföður BJARNA GRlMSSON AR Sólvallagötu 74, fer fram frá Dómkirkjunni í dag miðvikudaginn 13. apríl kl. 1,30 e.h. — Blóm vinsamlegast afbeðin. Elín Bjarnadóttir, Aníta, Helen og Knud Larsen. Það tilkynnist vinum og ættingjum að HARRY LÖKSTAD andaðist 7. þ.m. í Noregi. — Jarðarförin fer fram í dag. Fyrir hönd eiginkonu og móður: Vilborg og Einar Dyrset. Hjarkær eiginmaður, faðir og stjúpfaðir, SIGURSTEINN MAGNÚSSON Skúlagötu 78 er andaðist á Bæjarsjúkrahúsinu 11. þ.m. verður jarð- sunginn í Fossvogskirkju, þriðjudaginn 19. þ.m. kl. 1,30 eftir hádegi. Jórunn Valdimarsdóttir, börn og stjúpböm Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og jarðarför MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTTUR Veggjum, Borgarnesi Sérstaklega þökkum við læknum og starfsliði Sjúkra- húss Akraness fyrir umhyggju og hjúkrun. Einnig þeim mörgu sem veittu henni hjálp og vinsemd í veikindum hennar. — Guð blessi ykkur öll. Böm, tengdaböm og barnaböm. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við fráfall op jarðarför móður, minnar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu JÓNU ÁGÚSTlNU JÓNSDÓTTUR Bjargi, Grindavík. Fyrir hönd aðstandenda. Gyða Waage, Ragnar Jóhannsson. Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu SIGURVEIGAR KETILSDÓTTUR Hafnargötu 43, Keflavík. Friðrik Gunnlaugsson, Friðrikka Friðriksdóttir, Gunnfríður Friðriksdóttir, Janus Guðmundsson, Lára Janusdóttir, Sigurveig Magnúsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Friðrik Magnússon. Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda S£unúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður mins HJARTAR ÓLAFSSONAR Fyrir hönd móður minnar, systkina og annarra vanda- manna. Anna Hjartardóttir. Geirmundarstöðum Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við andláf og jarðarför ÁRNA SVEINSSONAR frá Mælifellsá. Vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.