Morgunblaðið - 13.04.1960, Blaðsíða 24
Íþróttasíðan
er á bls. 22.
87. tbl. — Miðvikudagur 13. apríl 1960
Tötlur
við kransæðabólgu
— Sjá bls. 13. —
Síðustu fréttir frá Genf:
Tillaga Islands
í nýrri mynd
Genf, 12. apríl.
Einkaskeyti til Mbl. frá Þ. Th.
ÍSLENZKA tillagan um for-
gangrétt utan tólf mílna
marka fyrir ríki, sem eru að
langmestu leyti háð fiskveið-
um, var lögð fram í nýrri
mynd í dag. í staðinn fyrir að
skilja eftir eyðu um það,
hvernig leysa eigi ósamkomu
lag, er lagt til að notaðar
verði aðferðir samnings um
verndun lífrænna auðæfa, en
í samningnum segir svo:
Sérhvert ríki, sem hefur hags-
muna að gæta varðandi vemdun
lífrænna auðæfa tiltekins úthafs
svæðis, getur, enda þótt það
liggi ekki að strönd þess og þegn
ar þess stundi ekki fiskveiðar
þar, farið þess á leit við það eða
þau ríki, sem eiga þegna, er
stunda fiskveiðar á þessu svæði,
að þau geri nauðsynlegar vernd-
arráðstafanir, en skal þá jafn-
framt færa fram þær vísinda-
legu ástæður, og gera grein fyr-
ir hinum sérstöku hagsmunum
sinum.
Breytingartillaga Gautemala
Þá kom fram breytingartillaga
frá Gautemala við tillögu Banda-
ríkjanna og Kanada þess efnis,
að þjóðir geti aðeins áunnið sér
sögulegan rétt með því að hafa
veitt í f .n ár á svæðir u, ef veið-
ar þar . afa verið stundaðar á lög
legar átt og án mótmæla strand-
ríkis.
Islenzka tillagan fékk á síðustu
ráðstefnu 29 atkv. og er óvíst að
hún fái fleiri núna.
Atkvæðagreiðslan
Til atkvæðagreiðslu koma þess
ar tillögur: Tillaga Rússa, tillaga
ríkjanna átján, íslands, Perú,
Bandaríkjanna og Kanada og
breytingartillögur Argentínu og
Guatemala. Tillaga Kúbu mun
verða dregin til baka í nefnd, en
verður lögð fram á allsherjar-
þingí.
Botvinnik
hefui peð yfir
TÓL.FTA einvígisskák Botvinn-
iks og Tals var tefld í Moskvu í
dag. Skákin fór í bið eftir 40
leiki og hafði Botvinnik þá peð
yfir.
Rógburður kommúnista
um lögregluna hrakinn
Stutt samtal við Sigurjón Sigurðsson
lögreglustjóra
ÞJÓÐVI1.JINN hefur undanfarna daga haldið uppi látlausum
óhróðri um Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóra í Reykjavík, í sam-
bandi við hótunarbréfamál Magnúsar Guðmundssonar, lögreglu-
þjóns, sem nú er í rannsókn. Hefur lögreglustjórinn verið borinn
hinum fáránlegustu sökum og alls konar dylgjum verið beint að
honum og lögreglunni í Reykjavík yfirleitt.
Morgunblaðið hefur af þessu tilefni snúið sér til Sigurjóns
Sigurðssonar og leitað frétta hjá honum um nokkur þau atriði,
sem kommúnistablaðið hefur aðallega hamrað á undanfarið.
— Hvað vilduð þér segja um
þá fullyrðingu „Þjóðviljans" að
dráttur hafi á því orðið að senda
hótunarbréfamál Magnúsar Guð-
mundssonar til dómsrannsóknar?
— Um þessa fullyrðingu vil ég
aðeins segja þetta, segir lögreglu-
stjórinn:
— Strax og ég fékk hótunar-
bréfin, skýrði ég nokkrum yfir-
mönnum lögreglunnar frá þeim.
Síðan hafði ég samband við saka-
dómara og afhenti honum hótun-
arbréfin til athugunar. Töldum
við báðir sjálfsagt að hefja bæri
þegar rannsókn á því, hver væri
höfundur bréfanna.
Hinn 27. febrúar fáum við vís-
700 þús kr. verð-
mœti ónýtist
ÞÁ er hvala-ævintýrið á enda
austur á Vopnafirði. Verð-
mæti, um 700.000 króntur (ef
skilyrði hefðu verið til þess
að nýta hvalreka þennan),
hafa nú farið forgörðum. —
Vopnfirðingum tókst að skera
sporðinn af hvölunum og eru
þeir taldir um 20,000 króna
virði. Þá hafði tekizt að skera
skoltinn úr 10 búrhvölum og
eru þeir vegna tannanna tald-
ir nokkur þúsund króna virði.
Fréttaritari Mbl. á Vopna-
firði sagði að nú væru hval-
irnir teknir að rotna. Við
rotnunina myndast gas innan
í skepnunum, sem blása upp
unz þær hreinlega springa
með hvelli! Er nú svo komið
að hin 15 stóru búrhveli, eru
í senn til mikilla óþæginda
og hinna mestu leiðinda. —
Nærri má geta hvernig daun-
inn verður í þorpinu þegar
rotnunin kemst í algleyming.
Við erum að vona að það
verði gerðar ráðstafanir til
þess að reyna að draga hræin
út og sökkva þeim á fertugu
dýpi, sagði fréttaritarinn. Við
óttumst, ef ekki hið bráðasta
af þessu, þá geti brækjan, sei«
þegar er farin að gera vart
við sig, drepið æðarfuglinn
þegar fitan sezt í fiður fugl-
anna.
bendingu um það frá lögreglu-
manni, að Magnús Guðmunds-
son lögregluþjónn muni hafa sent
bæði þessi bréf. Fór ég þá á fund
sakadómara ásamt fulltrúa min-
um, Ólafi Jónssyni, og skýrði
honum frá þessari vitneskju.
Sakadómari og við töldum þá
rétt að aflað yrði frekari sönn-
unargagna áður en málið væri
tekið til dómsrannsóknar.
Hinn 29. marz skýrir svo Sig-
urjón Ingason, lögregluþjónn
yfirlögregluþjóninum frá því, að
hann hafi séð Magnús Guðmunds
son rita fyrra hótunarbréfið.
Þennan sama dag fékk ég til
umsagnar frá dómsmálaráðuneyt
inu kæru Magnúsar Guðmunds-
sonar lögregluþjóns á hendur
Magnúsi Sigurðssyni lögreglu-
varðstjóra. Kærði Magnús Guð-
mundsson varðstjórann þar fyr-
ir margvísleg afbrot í starfi.
Sendi ég dómsmálaráðuneytinu
þegar daginn eftir hina um-
beðnu umsögn, þar sem ég lagði
til að málið yrði rannsakað fyrir
dómi og gerði grein fyrir rök-
studdum grun um alvarlegt mis-
ferli af hálfu Magnúsar Guð-
mundssonar, jafnframt skýrði ég
ráðuneytinu frá því að ég myndi
víkja Magnúsi Guðmundssyni frá
störfum um stundarsakir meðan
rannsókn stæði yfir og samþykkti
ráðuneytið þá ákvörðun.
Dómsmálaráðuneytið fól síðan
sakadómara að rannsaka málið í
heild og stendur sú rannsókn enn
yfir.
Hefi aldrei haldið þessu fram
— Þjóðviljinn heldur því fram
að þér hafið komizt þannig að
orði fyrir rétti, að þér telduð
að Magnús Guðmundsson hefði
verið geðbilaður í meira en ára-
tug. Hvað viljið þér segja um
þessa staðhæfingu blaðsins?
— Fyrst og fremst það, segir
lögreglustjóri, að ég hef aldrei
haldið þessu fram, auk þess sem
ég var ekki farinn að mæta fyr-
ir rétti í máli hans, þegar þessi
fullyrðing var birt.
— En hvað viljið þér segja um
þá fullyrðingu, Þjóðviljans, að
hótunarbréf, sem Magnúsi hafi
verið sent, hafi verið ritað á rit-
vél í eigu lögreglustjóraembætt-
isins?
— Um þessa fullyrðingu er að-
eins það að segja, að hún er al-
geriega út í bláinn. Ekkert hef-
ur komið fram, sem bendir á að
hún eigi nokkra stoð í raunveru-
leikanum.
Eðlileg meðferð
Að því sem ég hefi nú sagt,
segir Sigurjón Sigurðsson, lög-
reglustjóri, er auðsætt, að mál
Magnúsar Guðmundssonar hef
ur fengið fyllilega eðlilega
meðferð. Á rannsókn þess hef-
ur enginn óhæfilegur dráttur
orðið.
Að lokum vil ég svo segja það,
að ég harma það mjög að reynt
hefur verið með opinberum róg-
burði í sambandi við þetta mál
að sverta lögreglulið bæjarins,
sem vinnur hin þýðingarmiklu
störf sín af samvizkusemi og
dugnaði, segir lögreglustjóri að
lokum.
SR. FRIÐRIK Friðriksson
kvaddi Akranessöfnuð með
því að syngja þar messu sl.
sunnudag. — Hér sést hann
í kómum ásamt sóknarprest
inum, sr. Jóni Guðjónssyni.
— Sjá nánar á bls. 2.
Hæsfa ís-
fisksalan
í GÆRDAG seldi Bæjarútgerðar
togarinn Hallveig Fróðadóttir í
Grímsby. Var togarinn með bezta
fiskinn sem kom á markaðinn af
togurum þann daginn og þetta
var að sjálfsögðu eini íslands-
fiskurinn, því Bretar hafa nú eng
in skip hér að veiðum. Farmur
togarans, 'um 175 tonn seldist fyr-
ir 16.918 sterlingspund, sem er
um 1,7 millj. kr. Er þetta lang-
samlega hæsta salan erlendis um
langt skeið.
Spilakvöld
HAFNARFIRÐI — Félagsvist
Sjálfstæðisfélaganna er í
kvöld í Sjálfstæðishúsinu og
hefst kl. 8,30. — Verðlaun
verða veitt og síðar heildar-
verðlaun.
Drengur stórslasast
við öskubíl í gærdag
SLYSAHÆTTA er því samfara,
þegar börn hópast að öskubílun-
um, svo sem mjög er algengt. I
gærdag stórslasaðist 6 ára dreng-
ur á hægri hendi er verið var að
tæma öskutunnur í einn af sorp-
hreinsunarbíl bæjarins. Fjórir
fingur handarinnar sködduðust,
þar af tveir mjög alvarlega, svo
ekki er fullvíst hvort takast
muni að bjarga þeim.
Þetta gerðist vestur við fjöl-
býlishúsið að Hjarðarhaga 38. —
Öskubílnum hafði verið Iagt rétt
við hús tröppunnar. Þegar verið
var að losa sorpið í bilinn hafði
margt barna safnazt að bílnum.
Sá sem fyrir slysinu varð, hafði
komið þarna að, farið fast að
bílnum og stutt hendinni á hann.
Þá var það sem slysið varð, því
hjól sem gengur upp og niður
þegar tunnunum er lyft upp á
sorpgeymi bílsins, fór yfir hönd
litla drensins með fyrrgreindum
afleiðingum. Hafði liðið um hálf
tími frá þvi slysið var unz hann
komst undir læknishendi.