Morgunblaðið - 13.04.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.04.1960, Blaðsíða 2
2 MORCVNBTAÐ1Ð MiðviKudagur 13. apríl 1960 Atkvæðagreiðsla hefst í Gent i dag Genf, 12. apríl. Einkaskeyti frá fréttaritara Mbl. — Þ. Th. FULLTRÚI Argentínu bar í morgun fram breytingartillögu við hina sameiginlegu tillögu Bandaríkjanna og Kanada. Er tillaga Argentínu á þann veg, að í stað þess að ríki öðlist sögulegan rétt með því að hafa veitt í fimm ár innan mark- anna, þurfi ríki að hafa veitt þar samfeilt í 30 ár. Þá er því baett við, að strand- riki skuli alltaf hafa forgangs- rétt á hafinu utan einkafiski- svæðis. Fulltrúi Grikkja kvaðst harma, að Bandaríkin skyldu gefa eftir og gera samkomulag við Kanada. Þó sagðist hann styðja tillögu þeirra. Fulltrúi Ghana talaði mikið um nauðsyn á sáttum og sagði, að Kirkjudagur á Húsavik HÚSAVÍK, 12. apríl: — Svonefnd ur kirkjudagur var haldinn á Húsavík sl. sunnudag og hófst með guðsþjónustu kl. 2 og predik- aði sr. Friðrik A. Friðriksson. Að henni lokinni flutti formaður sóknarnefndar, Sigurður Gunn- arsson, ávarp og kirkjukórinn söng irákall”, lofsöng eftir próf- astinn. Um kvöldið var sýndur helgileikurinn „Bartimeus blindi“, sem saminn er af sr. Jakobi Jónssyni út af frásögn í biblíunni. Kirkjan var fullsetin og þótti helgileikur þessi bæði fagur og áhrifamikill. 75 ára afmæli ÞORSTEINN Jónasson, bóndi að Ytri-Kongsbakka í Helgafellssv., er 75 ára í dag. Hann er fæddur að Helgafelli í sömu sveit og hefir átt alla sína ævi heima þar í sveitinni. Kona hans var Þór- leif Sigurðardóttir, ljósmóðir og er hún látin fyrir nokkrum ár- um Þorsteinn hefur gengt mörg- um trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og er vinmargur enda hinn bezti'drengur í hvívetna. Stúdentoi dnægðir með sjóðinn VEGNA þess skilnings á högum stúdenta og nauð- synlegri aðstoð þeim til handa, sem fram hefur kom ið hjá hæstvirtu Alþingi, samþykkti stúdentaráð sam hljóða eftirfarandi ályktun á fundi sínum sl. laugardag: Um leið og Stúdentaráð Háskóla íslands minnir á samþykkt almenns stúd- entafundar, sem haldinn var í hátíðasal háskólans 17. febrúar síðastliðinn, lýs- ir það ánægju sinni yfir þeirri hækkun, sem Alþingi hefur samþykkt að veita til Lánasjóðs stúdenta á fjár- lögum þessa árs. Sömuleiðis fagnar stúd- entaráð setningu laga um Lánasjóð íslenzkra náms- manna erlendis og þvi myndarlega framlagi, sem Alþingi hefur ákveðið að veita til hans. (Frá SHÍ) bezt væri að reikna dæmið á ein- faldan hátt og ákveða níu mílna landhelgi og tíu ára uppsagnar- frest milli níu og tólf mílna. Fulltrúi Austurríkis sagði, að þeir hefðu alltaf viljað sem minnsta landhelgi. Fulltrúi Pakistans hélt uppi miklum áróðri gegn Afríku og Asíuþjóðum og sagði, að þeim væri fyrir beztu, að siglingar væru sem frjálsastar. Síðdegis í dag töluðu þeir Dinh frá Vietnam, Amador frá Kúbu, Riphagen, Hollandi, Pec- hote, Tékkóslóvakíu og Pazos frá Guatemala. Atkvæðagreiðsla hefst kl. 3 síðd. á morgun og ef fulltrúar vilja gera grein fyrir atkvæði, verður kvöldfundur kl. 8,30 um kvöldið. „Fyrsta dags- umslög66 RKÍ HINN 7. apríl sl. gaf póststjórnin út flóttamannafrímerki og í til- efni af því gaf RKÍ úf sérstök „fyrsta dags umslög", sem seld voru til ágóða fyrir flóttafólk. Þann dag bárust til RKÍ pantan- ir á þessum umslögum, með frí merkjum og lét RKÍ útbúa nokk ur slík umslög með útgáfudags- stimpli. Verða þau til sölu í skrif stofunni á nafnverði. Gott heilsufar FRÁ skrifstofu borgarlæknis hef ur Mbl. borizt yfirlit um heilsu- far bæjarbúa. Þar kemur það enn á ný fram, að inflúenzan er afar væg hér í bænum og útbreiðsla hennar ekki teljandi. Voru í vik- unni 20.—26. marz skrásett 38 inflúenzutilfelli á móti 33 vikuna á undan. Sem fyrr eru það kvef og hálsbólga sem einkum hrjá höfuðstaðarbúa. Af yfirlitinu verður það ráðið að heilsufarið í bænum er gott um þessar mund ir. Frá Sjálfstæðiskvennafélaginu Eddu í Kópavogi: — Spilakvöld er í Valhöll við Suðurgötu kl. 21 i kvöld. Bruni gœr r I í GÆRKVÖLDI brutust brunaverðir inn í risíbúð í litlu timburhúsi að Grettisgötu 34. Var þar all- mikill eldur, svo að eld- tungur teygðu sig út í gegn um eldhúsgluggu íbúðar- innar. Heimilisfólkið var ekki heima. Brunaverðir telja að kviknað hafi í út- frá einhverju hitunartæki í eldhúsinu. Eldurinn flögr- aði um alla íbúðina og brenndi og skemmdi allt. Var talsvert tjón af eldi. Á neðri hæð hússins býr eldra fólk. Var það í svefni er nágranni vakti það, en hann hafði einnig gert slökkviliðinu aðvart um eldinn. Slökkvistöðinni var ekki kunnugt um nafn íbú- anna í rishæðinni í gær- kvöldi. íslandskyiming Vilhjálms Finsen MEÐ óþreytandi áhuga vinnur Vilhjálmur Finsen, fyrv. sendi- herra í Bonn, að því að kynna ísland. Nýlega hefur hann skrif- að grein um íslenzka hestinn. Hefur grein þessi með myndum komið í nokkrum stærstu blöð- unum á Fjóni og Jótlandi og í 14 norskum blöðum. Samtals er upplag þessara blaða h.u.b. 375 þús. — Nú er Finsen að skrifa grein um íslenzka skógrækt, og mun hún koma í sömu blöðum. 600-700 manns d aðal- fundi mjólkurbúsins FLÚÐUM, 12. apríl: Aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna hófst hér í félagsheimilinu að Flúðum Varnarliðið vann 64:61 I GÆRKVÖLDI fór fram kapp- leikur milli úrvals körfuknatt- leiksmanna úr Reykjavík og úr- vals varnarliðsmanna á Kefla- víkurflugvelli. Leikurinn fór fram að Hálogalandi og var afar spennandi og jafn frá byrjun til enda Varnarliðsmenn unnu leik- inn 64:61, en það er bezti árangur sem íslenzkt úrvalslið hefir náð i keppni gegn úrvalsliði varnar- liðsmanna. A ttndan leik úrvalsliðanna kepptu röskir og skemmtilegir strákar úr Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar gegn Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, sem vann leikinn 31:23. klkukan 1 í dag. Milli 600—700 manns sitja fundinn. Mjólkurbússtjórinn Grétar Sím onarson, gerði grein fyrir reikn- ingum sem lagðir voru fram á fundinum. Síðan talaði formaður stjórnarinnar Egill Thorarensen og að ræðu hans lokinni hófust almennar umræður um reikning- ana og rekstur búsins í heild. Auk þess voru rædd ýmis önnur hagsmunamál bænda. í þessum umræðum hafa allmargar tillög- ur komið fram og verið ræddar. Meðal fundarmanna er Ingólfur Jónsson landbúnaðarmálaráð- herra, og var til hans beint fá- einum fyrirspurnum sem ráð- herrann svaraði. Þegar þetta er skrifað um klukkan 23 standa umræður enn yfir og eru all- margir á mælendaskrá, svo sýnt þykir að aðalfundurinn muni standa fram á nótt. Egill Thor- arensen formaður MBF sem átti að ganga úr stjórn var endur- kjörinn og til vara Ágúst Þor- valdsson alþingismaður. — Ó. E. Nýr bátur til Hafnarfjarðar HAFNARFIRÐI: — t gærmorg- un kom hingað nýr batur, sem smíðaður var í Frederikssund i Danmörku fyrir hlutafélagið Stefni. Heitir hann Fram, og er þs.ð sama nafn og var á bát, sem félagið átti, en strandaði í Grinda vík fyrir rúmu ári. Hinn nýi bátur er 85 lestir að stærð og hinn fallegasti. I honum er Alfa- dieselvél, öll helztu siglinga- og veiðitæki, og annar útbúnaður, sem þörf er á. Með bátinn verður Stefán Þor- björnsson og sigldi hann honum heim. — Framkvæmdastjóri Stefnis h.f. er Guðmundur Guð- mundsson. — Fram verður nú gerður út á net. — G.E. Vaxmynd af dr. Banda LONDON, 11. apríl. (Reuter): — Dr. Hastings Banda, leiðtogi Þjóð frelsishreyfingar Njassalands, heimsótti í dag vaxmyndasafn Tussauds og dvaldist þar þrjá stundarfjórðunga. — Var tekið rnál af honum og hann ljósmynd- aður — en fyrirhugað er að gera af honum vaxmynd fyrir safnið. Talsmaður safnsins sagði, að mynd Banda yrði sett meðal mynda þekktra stjórnmálamanna — og yrði hann við hlið Nkruma, forsætisráðherra Ghana. Slys d Hafnai- fjaiðurvegi KUNNUR Hafnfirðingur Sesselja Helgadóttir, systir Arna ræðis- manns í Cicago og þeirra syst- kina meiddist mikið í gærmorgun á Hafnarfjarðarveginum við Silfurtún. Sesselja var að koma úr strætisvagni og ætlaði yfir götuna. Er hún kom úf á göt- una, bar þar að bíl og skipti eng- um togum, að Sesselja varð fyr- ir bílnum,. Sesselja, sem er 71 árs, skall í götuna og hlaut þá við það mikinn áverka á höfuð. Ekki missti hún þó meðvitund, en hafði kvartað um þrautir í hægri öxl. Kom í ljós er hún hafði verið flutt í sjúkrahús í Hafnarfirði, að auk hins mikla áverka á höfði, hafði hún geng- ið úr liði um hægri öxl. Síðdegis í gær hafði Sesselja verið flutt til Reykjavíkur í sjúkrahús þar. Kona ók bíl þeim, er Sesselja vaið fyrir, og fékk hún mikið taugaáfall á slysstaðnum. — Verwoerd Frh. af bls. 1. fastur. Mun ríkisstjómin fram- kvæma fyrirmæli hans undir for ystu Paul Sauer, varaforsætis- ráðherra. Tilræðismanninum, David Pratt mun verða haldið í fangelsi fyrst um sinn án þess að mál hans verði tekið til meðferðar fyrir rétti. Er það gert samkvæmt lög um varðandi neyðarástand í land inu. v Um 150 lögreglumenn réðust í dag með stuðningi brynvarðra bifreiða, inn í tíu þorp blökku- manna suðvestur af Jóhannesar- borg. Er það liður í aðgerðum lögreglunnar til að hafa upp á vopnum og eigendum þeirra. Verður að læra að vinna Ríkisstjórn Suður Afríku hét í dag miklum breytingum á skipu lagi vinnumála þar í landi. Hing að til hafa hvítir menn verið háð ir hinu ódýra vinnuafli blökku- manna, en í dag sagði Franoois Erasmus, dómsmálaráðherra, að „nú verður hvíti maðurinn að læra að vinna á sama hátt og feður okkar og mæður unnu“. Um leið sagði Erasmus, að með al annarra, sem sök ættu á ástand inu í landinu væru iðjulausir blökkumenn í borgunum. Þyrfti að senda þá til blökkumanna hér aðanna og neyða þá til að vinna. tJA /5 hnúior X Snjóíomo (7 Siúrir KuUaakil \ H Hml SV 50 hnutor • ún K Þrumur /y//t,lv HitaakH \L L*aL A- og IMA- átt næstu daga VÍÐATTUMIKIÐ lægðar- svæði yfir norðanverðu Atlantshafi veldur NA-átt á Grænlandshafi og víða hér á landi, en hins vegar SV-átt um Bretlandseyjar og hvassri V-átt á hafinu milli írlands og Nýfundnalands. Hér á landi er 3—6 stiga hiti, en á Bretlandseyjum er 8—12 stiga hiti. Sennilega verður A- og NA-átt ríkjandi næstu daga hér á landi. Veðurhorfur kl. 22 í gær- kvöldi: SV-land og SV-mið: Austan hvassviðri eða stormur og rigning í nótt, en allhvass SA og skúrir á morgun. Faxafl., Breiðafj., Faxafl.- mið og Breiðafj.mið: Allhvass austan í nótt en SA á morgun, rigning með köflum. Vestfj., Norðurl., Vestfj.- mið og norðurmið: Vaxandi NA-átt, allhvass og víða rign- ing með morgninum. NA-land til SA-lands, NA- mið til suðausturmiða: Vax- andi austanátt, hvassviðri þegar líður á nóttina, rigning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.