Morgunblaðið - 04.05.1960, Blaðsíða 1
24 síftur
47. árgangur
100. tbl. — Miðvikudagur 4. maí 19G0
Prentsmiðia Morgunblaðsins
Fréttamaður Morgunblaðsius í tfull og Grimsbv;
Lélegur íslenzkur fiskur vekur athygli
Um 200 tonn dæmd
ónýt úr 4 togurum
TalsverSur hluti af afla tog-
arans var óhæfur til neyzlu
og gengu sölur því ekki sem
Guðmund-
ur I. og
Lloyd rœð-
ast við
WIKLAGARÐI, Tyrklandi, 3.
maí. (NTB, Reuter). — Sel-
ivyn Lloyd utanríkisráðherra
Breta átti í dag viðræður við
Guðmund í. Guðmundsson, ut-
inríkisráðherra íslands. Sam-
svæmt áreiðanlegum heimild-
am munu þessar viðræður
geta leitt til batnandi sam-
bands landanna að því er varð
ar deilur þeirra um fiskveiði-
lögsöguna. Viðræðurnar fóru
fram í Miklagarði, þar sem
báðir ráðherrarnir sitja ráð-
fterrafund Atlantshafsbanda-
lagsins.
Ekki var unnt að fá nánari
upplýsingar um viðræðurnar.
(slendingar ákváðu fyrir fáum
dögum að gefa um 300 brezk-
um togurum, sem veitt hafa
fyrir innan tólf mílna mörkin,
upp sakir.
Frá Grimsby er símað að
þar hafi islenzkir togarar land
að afla sinum án þess að til
árekstra kæmi, og togari frá
Aberdeen hefur tilkynnt að
ftann hafi siglt til Reykjavík-
ur til að fá þar viðgerðir, og
fengið þar vinsamlegar mót-
tökur.
GRIMSBY í gærkveldi. — Einkaskeyti frá
fréttaritara Morgunblaðsins, Haraldi J Hamar.
FJÓRIR íslenzkir togarar lönduðu í Grimsby og Hull
1 dag. Ekki kom til neinna átaka, en lögreglulið var
viðstatt, þegar Bjarni riddari kom til Hull í gær.
bezt. Aftur á móti lönduðu
aðrir sæmilegum afla. Fiski-
kaupmenn í Hull skoðuðu afla
íslenzku togaranna mjög
gaumgæfilega og sögðu að
hann væri áberandi mest
skemmdur. Sá ég að kaup-
menn hristu höfuðið yfir þess
ari vöru, sem var á boðstól-
um. Einn þeirra sagði við mig:
— Þegar svona mikið magn
er skemmt, fellur verðið á öll-
um aflanum, þvi okkur grun-
ar, að mikill úrgangur verði
úr söluhæfa fiskinum.
Bjarni riddari var með 3107
kit (197 tonn), en af því voru
900 ónýt. Hann seldi fyrir 8882
sterlingspund. Þorsteinn þorska-
bítur var með 2166 kit (137 tonn),
en af þeim voru 700 ónýt. Hann
fékk 7848 sterlingspund fyrir
sinn afla.
Bretar með lítinn afla
í Hull seldu einnig sjö brezk-
ir togarar, og höfðu fjórir veitt
afla sinn í Hvítahafi, en þrír við
Færeyjar. Sá hæsti hafði 2000
kit (127 tonn), en sá sem
minnstan hafði afla var með 750
kit (47,6 tonn). Yfirleitt voru
brezku togararnir með góðan fisk,
enda höfðu þeir verið nokkrum
dögum skemur á veiðum en ís-
lenzku togararnir.
Ragnar skipstjóri á Bjarna
riddara sagði að hann hefði kom-
ið fyrr með aflann ef íslending-
ar hefðu ekki verið búnir að
selja upp í fisksölukvóta sinn
fyrir síðasta mánuð, og Guð-
mundur stýrimaður á Þorsteini
þorskabít sagði að allur afli
þeirra fyrstu þrjá dagana hefði-
verið dæmdur ónýtur.
Framhald á bls. 24.
Ckessman á leið í gasklefann
Dauðarefsing
hefnd ríkisins
DAUÐSTRÍÐI Caryls Ohess-
mans lauk s.l. mánudag kl.
17,03. Þar með er ekki sagt
að Chessman-málið sé úr sög-
unm. 12 ára barátta hans og
marg endurteknar náðanir á
síðustu stundu hafa orsakað
mótmælaöldu um allan heim
gegn dauðarefsingu, sem ef til
vill á eftir að bera árangur.
Eftirfarandi orðsendingu
skildi C'hessman eftir sig til
stuðnings baráttunni fyrir af-
námi dauðarefsingarinnar.
Erfðaská Caryls Chessman
Þessi orð mega ekki birtast
nema Kaliforníuríki hafi
hefnt sín á mér.
En það er einmitt það sem
dauðarefsing er.
Nú, þegar ríkið hefur náð
hefndum á mér, langar mig
Varðar meiru að Ijúka
störfum en þinginu
Rœtt við Ólaf Thors, forsœtisráðherra
um störf Alþingis
ALÞÝÐUBLAÐIÐ segir frá því í
gær, að líkur séu til að Alþingi
geti lokið störfum á næstu 3 vik-
um. Af því tilefni spurðist Mbl..
fyrir um þetta mál hjá Ólafi
Thors, forsætisráðherra, kvað
hann á þessu stigi ekki hægt að
fullyrða ,hvenær þingi lyki
— Fyrir þessu þingi, sagði Ól-
afur Thors, hafa legið mörg mál,
sem ágreiningur hefur verið um
og miklar umræður. Nægir að
benda á frumvarpið um verzl-
unarfrelsi í því sambandi, en um
það mál hefur einn þingmaður
t. d. rætt í 9 klukkustundir.
Mbl. spurði forsætisráðherra,
hvort von væri á fleiri stórmál-
um.
— Já, svaraði ráðherrann, það
er von á fleiri málum, og við í
stjórninni teljum varða meiru að
ljúka þeim höfuðmálum, sem við
í öndverðu ætluðum okkur að fá
samþykkt, heldur en ljúka þing-
inu vikunni fyrr eða seinna.
— Mér er mikið gleðiefni að
geta sagt, hélt Ólafur Thors á-
fram, að þó að ég hafi lengsta
þingsetu að baki, þori ég að stað-
hæfa að þetta þing er tvímæla-
laust athafnamesta þing, sem ég
hef setið.
Fyrir stjórnarliða er það á-
nægjulegt að enginn heyrist nú
tala um athafnaleysi Alþingis.
Og þegar þing er athafnasamt,
þá varðar meiru að ljúka störf-
unum en þinginu sjálfu.
"f.f ■
itei
■$r
Meðal vottanna að aftöku
Chessmans var blaðakonan
Eleanor Black, sem oft hafði
haft viðtöl við Chessman í
fangelsinu. Síðustu orð hans
voru til hennar, og sagði
hann: „Skilaðu kveðju til
RosaIie,“ en Rosalie var ann-
ar lögfræðinga hans, sem
mest barðist fyrir því að
hann yrði náðaður.
að biðja heiminn að hugsa um
hver árangur hefur náðzt.
Dauðarefsingu á, að því er
sagt er, að beita gagnvart
þeim sem eru óbetranlegir, en
sá Chessman sem fluttur var
í dauðaklefann fyrir löngu og
sá Chessman, sem drepinn var
með eiturgasi, eru ólíkar per-
sónur.
Ég hef verið spurður að því
hvort ég kvarti, og ég staðfesti
að það geri ég. Ég kvarta yfir
barnæsku, sem glataðist. Það
virðist kaldhæðni að mestum
hluta bernsku minnar var eytt
í stofnunum, sem áttu að leið-
rétta líferni mitt og bæta hegð
un mína. Þeim tókst ekki að
gera það, og ég kvarta. Ég var
ekki móttækilegur fyrir þá að-
gerð. Og samt virðist mér sem
einhver hefði átt að ná til mín,
þar sem ég var aðeins ráðvillt-
ur og ruglaður drengur.
Sá tími er til þegar koma á
í veg fyrir afbrot og menn
bæti ráð sín. Það er mögulegt
að tala við drengi og fá þá til
að breyta um, og það er verk-
efni sem þjóðfélagið á, og verð
ur að leysa.
Ég hefi séð fátæka, einmana
og andlega sjúka flutta í af-
tökuklefann. Mér hefur í
hvert sinn fundizt þjóðfélagið
hafa hrist af sér ábyrgðina.
Þessir menn voru yfirsjónir
siðmenningarinnar; í stað þess
að leiðrétta yfirsjónirnar,
þurrkar samfélagið þær út.
Það sem enginn sér verður eng
um að meini.
Ég er spurður hvort ég vilji
gera npkkra játningu. Svo er
ekki. Ég hef brotið mikið af
mér á minni ævi. En ekki það
sem kostar mig nú lífið. Menn
spyrja um áframhaldandi líf.
Ég trúi ekki á það. Caryl
Chessman er horfinn inn í
gleymskuna, svo þjóðfélagið
geti gleymt einni hryggðartil-