Morgunblaðið - 04.05.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.05.1960, Blaðsíða 16
16 M&RCrwnr 4ÐIÐ Miðvikuðagur 4. mai 1960 tf Asgeir Jakobsson; Vandamál smásöluverzlana TILEFNI þessara hugleiðinga er að gera tilraun að svara nýlegum biaðaskrifum og jafnframt að leiðrétta þann almenna og rót- gróna misskilning almennings, að á tímum verðhækkana séu mikil brögð að ólöglegri hækkun birgða í verzlunum, og í öðru lagi að leiðrétta þann enn þá grónari misskilning að kaupmenn græði á tíðum verðhækkunum. Það er margtugginn rógur og klingir í eyrum kaupmanna öag- lega, að þegar verðhækkun sé framundan, sitji þeir sveittir við að breyta verði birgða sinna. Auð vitað er það, að, að þessu kunna að vera einhver brögð. Það á við um verzlunarstéttina, sem aðrar stéttir, að það er misjafn sauður í mörgu fé. Hitt er samt stað- reynd að í stærri verzlunum má heita ógerningur að breyta verði gamalla birgða í blóra við ai- menning, starfsfólkið og verð- lagseftirlitið. Það er margra manna verk að breyta verðx á stórum smásölulager. Breytingin yrði að vera á margra manna vit- orði. Slíkt væri mikil áhætta, því að viðurlögin við þessum brot- um eru há. Annað er það, að kaupmaður- inn verður að hafa tryggt ser, að vörurnar séu gengnar til þurrð- ar í nærliggjandi verzlunum — annars hefði hann ekki annað upp úr verðhækkuninni, en sitja uppi með vöruna — og skömm- ina — meðan keppinauturinn seldi upp lager sinn af þessari sömu vöru á gamla verðinu. Þetta er önnur ástæðan til þess, að almenningi má ljóst vera að kaupmenn hækka ógjarna birgðir sínar í blóra við lögin. Þriðja og að sjálfsögðu veiga- mesta ástæðan er sú, að kaup- maðurinn tekur á sig þá hættu, að verðlagseftirlitsmaður labbi sig einn góðan veðurdag inn í búðina og byrji að ráðska þar og gramsa, eins og hann hefur leyfi til, og þá eru áreiðanlega engin þau töfrabrögð til, sem gætu kom ið í veg fyrir að eftirlitsmaðurinn kæmist að hinu sanna. í fjórða lagi er full ástæða til fyrir þetta fólk, sem sífellt er að væna kaupmenn um óheiðarleika í þessu efni, að athuga hvers vegna verzlanir auglýsa í sífellu „vörur á gamla verðinu" og halda jafnvel útsölur, þó að fyr- irsjáanlegar verðhækkanir séu framundan. Bendir það til að kaupmenn almennt hafi löngun til að hækka vörurnar og liggja með þær? Almenningi er óhætt að treysta því, að eins og nú ér ástatt í ís- lenzkri verzlun, er kaupmannin- um meira kappsmál að losnu við vöruna sem fyrst, þó á lágu verði sé, heldur en hækka hana og iiggja með hana að því viðbættu að gera sig seka um lögbrot sem mikil viðurlög eru við. Þetta er ein af þeim skoðun- um, sem eins og svo margar aðr- ar hugmyndir manna um verzl- unarmenn og verzlun, eru leifar frá löngu liðnum tíma. En svo er annað, er nokkurt réttlæti að barina kaupmönnum að hækka vörubirgðir sínar á tím um verðhækkana, ef þeir telja sig hafa ástæðu til þess. Hvaða rök hníga að því að þessum hluta þegna þjóðfélagsins, sé bannað að selja þennan hluta eigna sinna, vörurnar, á eðlilegu markaðs- verði en aftur á móti mega menn hækka húseignir sínar og bíla í samræmi við gangverð þessara hluta. Nú skulum við virða fyrir okk ur hyernig tíðar verðhækkanir geta leikið verzlunarmenn. Við skulum segja að verzlun okkar hafi átt fyrir fáum árum, brúttó kr. 500.000,00 vörubirgðir. Kostnaðurinn við að dreifa þess- ari vöru er kr. 150.000,00, eftir er þá til vörukaupa kr. 350.000,00. En nú hefur orðið verðhækkun, 50% verðhækkun, það þýðir að ef kaupmaðurinn ætlar að kaupa inn sama vörumagn og áður þá kostar það kr. 525.000,00, en þar sem hann átti ekki afgangs af sölu gömlu birgðanna nema kr. 350.000,00, verður hann nú að taka lán sem nemur kr. 175.000, 00. En auk þess að vera nú orð- inn skuldugur, þá hefur þessi eign hans í rauninni rýrnað um 23,3%. Kaupmaðurinn heldur að sjálf- sögðu áfram að verzla og selur þessar birgðir, og borgar sitt lán, og hefur þá að sjálfsögðu eftir sínar upphaflegu kr. 350.000,00, til riýrra vörukaupa, því að við skulum ekki gera ráð fyrir nein- um gróða sem nokkru nemi öðr- um en þeim, sem þarf til eðli- legs verzlunarkostnaðar. En nú hefur enn orðið verðhækkun, 50% eins og áður, dæmið er nefni lega tekið af verzlun á Islandi, og nú þarf kaupmaðurinn hvorki meira né minna en kr. 787.500,00 ef hann ætlar að kaupa sama vörumagn og áður, og verður nú að fá að láni hvorki meira né minna en kr. 437.500,00. En auk þess að skulda nú orðið nærri hálfa milljón út á lager, sem hann átti skuldlausan áður, þá hefur átt sér stað þarna raun- veruleg eignarýrnun, sem nem- ur 44,3%. Aftur á móti hefur önnur eign kaupmannsins, húsið hans, sem hann átti líka skuldlaust og stóð honum í kr. 350.000,00 á sama tíma og hann átti þá upphæð skuldlausa í vörulager — hækk- að upp'í kr. 787.500,00 og er enn skuldlaust. Hvaða rök lúta að því að löggjafinn geri þennan regin mun á eignum mannsins? Við skulum taka annað dæmi um hvernig þessi eign verzlunar- innar, vörubirgðirnar, bókstaf- lega rýrna á tímum verðhækk- ana. í þessu tilfelli hefur kaupmað- urinn tekið þann kostinn að taka ekki lán, heldur láta verzlunina dragast saman, þannig að hann kaupir aldrei inn nema fyrir það fé sem hann hefur handbært, og lætur það ráðast þó að vörumagn ið minnki stöðugt, og það gerir það á þann hátt, að við skulum segja að maðurinn hefði átt í byrjun 100 skrifblokkir, það skell ur á verðhækkun, og þegar hann kaupir inn næst, fær hann ekki nema 80 fyrir andvirði þeirra 100 blokka, sem bann átti áður. Hann heldur áfram eins og hinn kaup- maðurinn að verzla, en þrjósk- ast enn við að taka lán, og selur þessar 80 blokkir, en þegar hann ætlar að kaupa inn fyrir andvirði þeirra, þá hefur enn orðið verð- hækkun og hann fær nú ekki nema 60 skrifblokkir. Þanmg hefur eign hans raun- verulega rýrnað um 40%. Hann á nú 60 skrifblokkir í stað 100, þegar hann byrjaði. Þannig leika verðhækkanir ís- lenzka verzlunarstétt, þess vegna er það höfuðbaráttumál íslenzkr- ar verzlunarstéttar, að hér kom- izt á stöðugt verðlag, og þess vegna styður íslenzk verzlunar- stétt, hverja þá stjórn sem stuðl- ar að því að ófremdarástandi undanfarinna ára verði aflétt. Vandamál íslenzkrar smásölu- verzlunar í dag eru aðallega fernskonar: 1. Of lág álagning Hlutur verzlunarstéttarinnar í þjóðartekjunum hefur örugglega hraðlækkað undanfarin ár, og þess er brýn þörf að verzlunar- stéttin fái til þess sérfróða menn að rannsaka það atriði. 2. Veltan er of hæg. Þetta vandamál stafar af fólks fæð, gjaldeyrisörðugleikum og clearingverzlun, og stendur sumt af þessu til bóta, þegar yfirvöld- in hætta að vasast í innkaupun- um. 3. Rýrnun vörubirgða með lagaboði Hér að framan hefur verið sýnt fram á hvernig það ákvæði verzl unarlöggjafarinnar að banna und ir öllum kringumstæðum að hækka gamlar birgðir — getur verkað. Þó að, eins og áður er sagt, sé nú svo illa komið fyrir verzluninni, sökum fjármagns- leysis, að hún vill heldur setja vörurnar á útsöluna og ’selja þær með afslætti heldur en hækka vörurnar, eins og eðlilegt væri, ef slíkt væri leyfilegt. 4. Fjármagnsleysið, sem er eðlileg afleiðing af 1. 2. og 3. lið. svo og því að bankayfir- völd hafa heldur tilhneigingu til að draga fjármagn frá verzlun- inni heldur en hitt. Það er full ástæða fyrir verzl- unarmenn að ræða þessi mál op- inskátt og af hreinskilni. Verzlun er ekkert myrkraverk og hags- munir verzlunarinnar varða alla landsmenn. Verzlunarmönnum er bráð nauðsyn á aðstoð sérfróðra manna til að skýra frá hagrænu sjónarmiði rekstrarmöguleika og rekstrargrundvöll verzlunarinn- ar í landinu, bæði svo að almenn ingi verði ljóst að verzlun er Framhald á bls. 17. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 Óla, sem var opinn af því að hann hraut. Músin varð fegin, því að þarna var gott að fela sig. Hún hoppaði inn um munninn á Óla og niður í maga. En kisi var kominn í veiðihug og hann stökk á eftir og fór líka niður í magann á Óla. Þarna niðri var kolamyrkur og þar var allt fullt af krók- um og skotum. Kisi gat ekki náð í mýslu. Óli vaknaði við öll þessi læti. Hann settist upp í rúminu. Magaverk- urinn ætlaði alveg að gera út af við hann. „Kata, Kata“, kallaði hann Og ýtti við konu sinni. „Já, hvað er að, Óli?“, svaraði hún. „Ég er svo slæmur í maganum að ég get ekki sofið“, sagði Óli. „Þú hefur borðað yfir Þig af vatnsgrautnum í gærkvöldi. Því er sem er“ svaraði hún. „Mér finnst allt vera á ferð og flugi í maganum á mér“ stundi Óli, „ég af- ber þetta ekki. Það er eins og rifið sé og krafsað í mig með kjafti og klóm. Ég verð að fara til Gosa læknis“. Óli fór á fætur og klæddi sig. Hann flýtti sér út og barði að dyrum hjá Gosa lækni. Gosi læknir var sof- andi, en brátt lauk hann upp og bauð Óla inn á stofuna. „Ó, ó, æ, æ, Gosi lækn- ir“ sagði Óli, „mér er svo illt í maganum. Getið þér ekki gefið mér eitthvað sem krassar?" „Hvernig lýsir það sér?“ spurði læknirinn. „Það klórar og bítur, rífur og slítur, og er á ferð og flugi innan um mig“ ,svaraði Óli. „Hægra eðá vinstra megin?“ spurði læknir- inn. „Aftur á bak og út á hlið“, svaraði Óli. „Átti ég ekki á von“, sagði Gosi læknir, „þér þjáist af því sem heitir á latínu: Kattekúrmúsíó“. „Er það alvarlegt?“, spurði Óli. „Haldið þér, að það sé hlægilegt" svaraði Gosi læknir, „lof mér að sjá tána, —, nei tunguna, meina ég“. Óli rak út úr sér tung- una og læknirinn skoðaði hana vandlega og hristi höfuðið. ÆSIR og ÁSATRÚ „Gerið svo vel, að fara | úr jakkanum, ég þarf áð líta á magann“, sagði hann. Gosi læknir hlustaði magann. Hann sá, ' að á honum var stór kúla, sem færðist upp og niður. Svo studdí hann fingri hér og fingri þar og hlustaði. „Mjálm og tíst“, sagði hann og leit alvarlega á Óla. „Vitleysa", sagði Óli móðgaður, „að minnsta kosti ekki tíst því ég gerðí ekki neitt". „Þér gangið með“, sagði Gosi læknir. „Alls ekki“, svaraði Óli, „það hefi ég ekki gert síð an ég var eins árs og fór að sleppa mér. Nú orðið geng ég aldrei með —, að- eins við staf öðru hvoru“. „Misskilningur“ sagði læknirinri og hristi höf- uðið. „Kattekúrmúsíó, — köttur og mús“. „Hamingjan hjálpi mér“, hrópaði Óli og fór að hágráta, „hvað getið þér gert, læknir." „Gos“, svaraði Gosi læknir stuttlega. „Þetta gengur upp og niður, en gengur þó“. „Heldur upp ,ef yður er sáma“, sagði Óli eymdar- lega. „Fimm flöskur ropa- vatn“, sagði læknirinn, um leið og hann opnaði þá fyrstu „gérið þér svo vel“. Þegar Óli lauk við síð- ustu flöskuna kom: GOS. Músin þaut úf um munninn á Óla og svarti kötturinh fylgdi henni fast eftir. Þau stukku í loftköstum yfir höfuðuð 15. Eftir dögurð stakk risinn upp á, að þeir skyldu setja leifarnar í nestispoka hans, og verða síðan samferða um dag- inn. Um kvöldið lagðist skrýmnir til svefns undir stórri eik, en hin settust niður og ætl’uðu að fá sér bita. Þór reyndi að opna á Gosa lækni, sem varð svo hræddur, að hann faldi sig í bréfakörfunni. , Músin hljóp út um dyrn ar og kötturinn á eftir. Óli varð fjarska glaður. „Ein króna tuttugu og fimm og frítt ropavatri', sagði læknirinn. „Gerið þér svo vel“ sagði Óli, „og kæri lækn- ir, gefið mér nú ráð svo að þetta komi ekki fyrir aftur“. .Hrjótið minna og hald- ið hendinni fyrir munn- inn, þegar þér geispið“, sagði Gosi læknir, „og ver ið þér nú sælir“. Því næst ýtti hann Óla út úr dyrunum. nestispokann, en hann gat ekki leyst hnútana á fyrirbandinu. Hann varð öskureiður, greip hamar- inn og lamdi Skrýmnir af öllu afli í hausinn með honum. Risinn vaknaði, stráuk sér um ennið og sagði: „Líklega hefur laufblað af eikinni dottið á mig“. Það var nú meiri ýting- in, því allt í einu vissi hann ekki fyrri til, en konan hans, hún Kata, var líka farin að ýta við honum í rúminu: „Þú ættir ekki að borða svona mikið af vatns- grautnum á kvöldin, þá dreymir þig svo illa, elsk- an mín“, sagði hún. r>?! Ferðamaðurinn: „Segið mér, hafa engin stór- menni fæðst í þessu þorpi?“ Þorpsbúi: „Nei, hérna fæðast bara smábörn“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.