Morgunblaðið - 04.05.1960, Blaðsíða 12
12
MORGVTSEL AÐIÐ
Miðvik'udagur 4. maí 1960
TTtg.: H.f Arvakur Reykjavík
fframkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson Cábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstrætj 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
I lausasölu kr. 3.00 eintakið.
KRÓNAN
t/'ARLA verður um það
* deilt, að hverri þjóð sé
mikilvægt að geta haldið
verðgildi gjaldmiðils síns sem
stöðugustu. Orsakir þess eru
margþættar og er ekki til-
ætlunin að ræða þær hér sér-
staklega, heldur víkja að því,
hvaða líkur séu til að okkur
muni nú loks auðnast að
tryggja giidi íslenzku krón-
unnar.
Meðal meginmarkmiða
ríkisstjórnarinnar er einmitt
að koma í veg fyrir frekara
hrun krónunnar, og miða
flestar ráðstafanir hennar
beint og óbeint að því marki.
Stjórnarandstæðingar leggja
megináherzlu á að leitast
við að gera óvinsæla þá
ákvörðun, sem hvað mikil-
vægust er til að tryggja krón-
una, þ. e. a. s. vaxtahækkun-
ina.
Um það má auðvitað deila,
hvort rétt hefði verið að hafa
vextina hundraðshlutanum
hærri eða lægri, en víst er þó,
að skynsamlegt hefur verið
að hækka vextina nógu mikið
til þess að hækkunin verkaði
örugglega og fljótt í þá átt að
auka sparnað svo verulega,
að aðeins liði skammur tími,
þar til lækka mætti vexti
smám saman á ný.
En þar sem vextir eru
mikilvægt ráð til að tryggja
verðmæti gjaldmiðils, þá
verður það þó auðvitað ekki
tryggt nema það sé nokkurn
veginn raunverulegt fyrir. —
Þess vegna væri vaxtahækk-
un tilgangslaus, ef gengis-
skráningin væri alröng. —
Gengisbreytingin var því
auðvitað frumskilyrði þess,
að krónan yrði tryggð.
Enda þótt það sé hverri
þjóð vansæmd að haga þann-
ig efnahagsmálum sínum, að
gjaldmiðill hennar fáist
hvergi skráður erlendis,. þá
má segja, að við það út af
fyrir sig mætti una. En þegar
gjaldmiðillinn er einskis met-
inn erlendis, þá fer fljótlega
svo, að hann verður það einn-
ig innanlands. Byggist þetta
á fjárflóttanum og svörtum
markaði með gjaldeyri, en þó
e. t. v. fyrst og fremst á hin-
um sálrænu áhrifum, sem það
hefur, er gjaldeyrir eigin
lands er einskis metinn, en
peningar allra annarra eftir-
sóttir.
Það er viðurkennd stað-
reynd, að afstaða almennings
til efnahagsmála, ekki sízt
peninganna, hefur úrslita-
áhrif á þróun peningamála í
lýðræðisþjóðfélagi. Þessi sál-
rænu áhrif eru nú mikils
metin áf sérfræðingum, og
nýlegt dæmi um það er pen-
ingaskiptin í Frakklandi.
Mjög virðist koma til álita
að fara svipaða leið hér, t. d.
að hækka verðgildi krónunn-
ar tífalt við peningaskipti,
þannig að hún yrði verð-
mesta Noiðurlandakrónan í
stað þess að vera hin lang-
lægsta.
Slík ráðstöfun mundi vafa-
laust styrkja mjög álitið á
gjaldmiðlinum, þótt hún í
sjálfu sér hefði engin áhrif
á verðgildi peninga, aðeins
vegna þess að menn gera
ósjálfrátt ráð fyrir því, að sá
gjaldeyrir, sem er hátt skráð-
ur sé öruggari. Þetta væri
einmitt gott að framkvæma
nú fljótlega, því að í raun-
inni er íslenzka krónan nú,
vegna viðreisnarinnar, góður
og öruggur gjaldeyrir, sem
fljótlega vinnur sér fullt
traust, ef komið verður í veg
fyrir eyðileggingaráform
öfgamanna sem fyllsta
ástæða virðist til að treysta.
UTAN UR HEIMI
Jðtunskipið ,Canberraa
— býður farþegum upp á
margs konar „lúxus*4
HIN stærstu farþegaskip eru
einhverjar flóknustu og
vandasömustu „byggingar“,
sem menn fást við. Enda þótt
hin stærstu í hópi olíuflutn-
ingaskipanna séu miklu meiri
fyrirferðar en farþegaskipin,
eru þó hin síðarnefndu mikl-
um mun margbrotnari og
meira smíði — auk þess sem
þau eru að sjálfsögðu meira
fyrir augað, eins og sagt er.
— Það þykir líka ávallt frétt-
næmt, þegar nýju stórskipi
til farþegaflutninga er
hleypt af stokkunum. — Það
nýjasta á því sviði, er brezka
risaskipið „Canberra", sem
hleypt var af stokkunum í
„Harland and Wolff“-skipa-
Smíði þessa skips hefir þótt
hinn merkasti viðburður, og hafa
myndir af því og frásagnir und-
anfarið birzt í blöðum víða um
heim. — Eigandi Canberra er
skipafélagið „Peninsular &
Oriental Line”. — Á sl. ári var
hleypt af stokkunum öðru miklu
farþegaskipi í Bretlandi —
„Oriana”, sem félagið „Orient
Line” átti. Nú hefir þessupm
tveim félögum verið steypt sam-
an (undir nafninu „Orient and
Pacific Lines“) — og má segja
að þau hafi sterka aðstöðu í sam-
keppninni á hafinu með þessi tvö
nýju og glæsilegu skip sín, en
talið er, að Oriana fari í jóm-
frúrsiglingu sína í haust, en
Canberra vorið 1961.
★ Mikill ganghraði
Canberra er 45 þúsund brúttó-
lestir að stærð. Það er 250 metrar
á lengd, og ganghraðinn verður
27% hnútur á klst. A skipinu
verður 1.000 manna áhöfn, og það
getur flutt yfir 2 þúsund far-
þega — 550 á fyrsta farrými og
1.685 á ferðamannafarrými —
Pattie Menzies, kona forsætis-
ráðherra Astralíu, skírði skipið,
er því var hleypt af stokkunum,
en um 20 þúsund manns voru við
staddir þann atburð.
Canberra verður fyrst og
fremst í förum á Kyrrahafi, og
Neðsti hluti stefnisins á „Canberra" myndar stóra kúlu, sem
mun gera skipið stöðugra í sjó — Á hliðunum eru hjálpar-
skrúfur til þess að auðvelda hinu stóra skipi að leggjast að
bryggju.
smíðastöðinni í Belfast á ir-
landi hinn 16. marz sl. — Er
það stærsta farþegaskip, sem
smíðað hefur verið í Bret-
landi eftir að „Elísabetu
drottningu“ var hleypt af
stokkunum árið 1938.
meðal helztu hafnanna á leið-
um þess verða borgirnar Vancou
ver, Los Angeles og San Frímcis-
co í Öandaríkjunum og Hono-
lulu, Yokohama og Sidney. —
Það er trú eigenda Canberra og
Oriana, að með þessum tveim
hraðskreiðu skipum, sem koma
víða við muni bæði ferðamenn
> *
Hið jötunvaxna skip rennur til
sjávar. Fremst í stafni standa
nokkrir starfsmenn skipa-
smíðastöðvarinnar
og kaupsýslumenn á fyrrgreind-
um leiðum fremur kjósa að ferð-
ast með skipum en áður — og
muni því takast að láta þessa
glæsilegu farkosti borga sig all-
vel.
★ Notið sólar og útivistar
Margt er gert til þæginda fyr-
ir farþega í skipinu, til þess að
hægt sé að nýta sem bezt rúmið
miðskips fyrir farþega — og allt
þilfarsrúmið hefir verið skipu-
lagt með það fyrir augum, að
menn geti notið þar sólar og úti-
veru, án þess að verða þess veru-
lega varir þótt nokkurt kul geri.
Fermingar- og affermingartækj-
um er komið fyrir með nýjum
hætti, svo að rúm það, sem þau
yfirleitt taka, nýtist til annars.
Einnig björgunarbátarnir verða
á öðrum stað (neðar) en venja er
— og er það ekki eingöngu gert
til þess að veita farþegum betra
rúm á efsta þiífarinu, heldur einn
ig með það fyrir augum, að auð-
veldara verði að koma bátnum
frá borði með skjótum hætti, ef
þörf gerist.
Framh. á bs. 14.
VINDHÖGG
TÍMANS
|T É R í blaðinu í gær var
mótmælt þeim ummæl-
um eins verkalýðsleiðtoga 1.
maí, að bændur byggju 'við
alltof góð kjör. Er stefna
Mbl. því ótvíræð í þessu máli.
En í Tímanum í gær má
ekki minna gagn gera en
breiða þessi ummæli verka-
lýðsleiðtogans^yfir þvera for-
síðuna, og auðvitað eru þau á
máli Tímans orðin stefna
Sj álf stæðisf lokksins.
Innan Sj álf stæðisf lokksins
er ekki tízka að kúga menn
til að hafa eina skoðun eða
aðra á hinum ýmsu málum,
og því var ekkert við því að
gera, þó að viðkomandi mað-
ur væri þessarar skoðunar.
Morgunblaðið mótmælti
skoðunum hans hins vegar,
enda eru þær ekki fremur
skoðanir þess en Tímans.
Stóra letrið hefðu Tíma-
menn því getað sparað sér í
þetta skipti.