Morgunblaðið - 04.05.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.05.1960, Blaðsíða 13
Miðvik’udagur 4. max 1960 MORGVNBLAÐIÐ 13 blasir við | augum a | I vörusýning- | 1 . I \ * unm i s Hannover | UNDANFARNA daga hefur stað ið yfir í Hannover hin mikla vörusýning, sem þar hefur verið haldin árlega síðan 1947. Þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur er vörusýningin í Hannover að verða einhver mikilvægasta kaupstefnan í Evrópu. Á þeim 10 dögum, sem hún stendur yfir, er áætlað að um hálf önnur milljón erlendra gesta frá um 100 þjóðum skoði hana, fyrir ut- an heimafólk. Verzlunarmenn koma hvaðanævá að til að sjá nýjar vörur og semja um kaup á þeim, auk þeirra sem aðeins koma af forvitni. f augum venjulegs sýningar- gests er vörusýningin í Hann- over stórkostleg, allt er stórt frá sýningarskránni, sem vegur 2,5 kg og upp í risavélar og krana, sem teygja hálsana upp í loftið, eins og risaeðlur aftan úr forneskju. Þó sumar þessar stóru vélar sýnist í augum leik- manns ekki annað en ákaflega flókin aðferð til að sprauta vatni, þá koma fagmenn hvaðanæva að til að skoða þser og velja til kaups. Tækni tuttugustu aldar- innar blasir við augum. Stórar aflvélar eru þarna mest áber- andi, þá alls konar rafmagns- tæki, skrifstofuvarningur, fín- gerð, flókin tæki, myndavélar og sjónaukar, járn og stálvarningur, kemísk efni, skartgripir, úr og silfurmunir, postulín gler o.s.frv. Mestu af varningum er komið fyrir í 18 stórum sýningarskálum og stóru vélunum undir beru lofti á sýningarsvæðinu. Sýningin var sett 24. apríl af dr. Erhard, viðskiptamálaráð- herra Þýzkalands. Þann dag var rigning og slæmt veður framan af og dró það nokkuð úr aðsókn. Þó munu um 10 þús. gestir hafa skoðað vörusýninguna þennan sunnudag. Kúla próf. Piccards Flestir sýningargestir munu hafa lagt leið sína í sýningar- skála Krupps. Það kann að virð- ast undarlegt, þangað til maður veit að þar var til sýnis, auk alls kynst stórra véla og járn- brautarvagna, kúla sú, sem far- ið var í niður á 11000 m. dýpi í Kyrrahafinu fyrir skömmu. Þar voru þeir staddir við kúluna sína hinn aldni próf. Auguste Piccard og Jaques, sonur hans, sem við annan mann fór í kúl- unni niður á mesta dýpi sem mælzt hefur. Kúlan er aðeins 218 cm í þvermál, en stálveggirn- ir geysiþykkir, enda mesta vandamálið að verjast hinum mikla þrýstingi. Manni virðist að sá sem ætlar að leggja sig í slíka hættu, hljóti a. m. k. að láta fara sæmilega um sig, en þegar maður sér Jaques Piccard hringa sig þarna innan um öll tækin, þá leynir það sér ekki að það hefur engan veginn farið vel um hann þessar 9 klst., sem hann var niðri í hafdjúpinu. Til þess að skoða að einhverju gagnx svo stóra sýningu sem vörusýningin í Hannover, verður maður að hafa sterka fætur og marga daga til umráða, og ekki er rúm til að fara hér nánar út í lýsingu á því sem fyrir augu ber á slíkri göngu. E. Pá. Eldflaugar — Skemmtiatriði ÞRÁTT fyrir margítrekaðar yfirlýsingar Rússa um afvopn- un einkenndust 1. maí hátíða- höldin í Moskvu fyrst og fremst af sýningu eldflauga og kjarnorkuvopna. Færri fót- gönguliðar tóku þátt í hersýn- ingunni á Rauða Torginu nú en á undanförnum árum, og í stað þess komu nú risastórar eldflaugar og stórskotalið búið kjarnorkuvopnum. Malinovski marskálkur hélt aðalræðuna á Rauða Torginu og sagði meðal annars að hin nýju vopn væru nægilega öflug til að hræða burt hvern þann er hefði í hyggju að ráðast á Ráðstjórn- arríkin. Um 900.000 manns hafði safnast saman á götum Moskvu og á Rauða Torginu til að fylgjast með hátíðahöld- unuhi. í Tékkóslóvakíu, Rúmeníu, Búlgaríu og Júgóslavíu fóru hersveitir og vopnaðar sveitir verkamanna í fjöldagöngum um götur höfuðborganna. Enginn áróður Hundruð þúsunda tóku þátt í hátíðahöldunum í Peking í Kína, og voru þau að þessu sinni með allt öðru sniði en á undanförnum árum, alveg laus við kommúnistaáróður. Að vísu voru víða stórar myndir hengdar upp af Mao Tse-tung, en engar stjórnmálaræður voru haldnar, heldur komu þarna fram ýmsir listamenn, sem skemmtu íbúunum í al- menningsgörðum og á götum úti. Verkamenn í Hiroshima sam þykktu á útifundi að mótmæla væntanlegri heimsókn Eisen- howers forseta til Japans í næsta mánuði, nema hann biðji opinberlega afsökunar á því að Bandaríkin skuli hafa varpað kjarnorkusprengju á borgina í síðustu styrjöld. í Casablanca í Marokko kom til átaka milli lögreglu og verkamanna og særðust um 20 manns. Hersýning í A-Berlín f Vestur-Berlín tóku um 8—900.000 þátt í hátíðahöldun- um. Þ'au einkenndust fyrst og fremst af mótmælum gegn kröfum Rússa um að gera Berlín að frjálsu óháðu ríki. Þúsundir íbúa Austur-Berlín- ar héldu hátíðina 1 Vestur- Berlín. ' í Austur-Berlín var mikil herganga deilda úr landher, flugher og flota, þrátt fyrir það að í fjórveldasamningnum um Berlín er skýrt tekið fram að allar hersýningar séu al- gerlega bannaðar í borginni. Hafa Bretar, Bandaríkj amenn og Frakkar sent mótmæli vegna hersýningarinnar. Á Norðurlöndunum bar mest á kröfum um aðgerðir til að hindra kynþáttaofsóknir. Héðan frá íslandi hefur fjöldi manna sótt vörusýninguna í Hannover að þessu sinni. Ferða- skrifstofa ríksins, sem er umboðs maður sýninginnar hér á landi, hefur ein afgreitt 70 aðgangskort, en auk þess fáfjölmargir aðgangs kort frá viðskiptafyrirtækjum sínum í Þýzkalandi eða kaupa þau sjálfir við innganginn. Ekki sýnir þó neitt íslenzkt fyrirtæki þarna framleiðslu sína. Sýningarskráin vegur 2,5 kg Upphaflega fékk vörusýningin í Hannover orð fyrir að vera sýningargluggi þýzkrar fram- leiðslu, en hún er löngu orðin miklu meira en það, því þátttaka erlendra fyrirtækja fer sívax- andi. Nú eru um 800 erlend fyrirtraki meðal sýnenda, sem alls eru um 4700. Aðsókn er svo mikil, að þrátt fyrir 447 þús. ferm. sýningarsvæði, komast færri að en vilja. Fáum hefur líklega dottið í hug árið 1947, þegar ákveðið var að reyna að koma upp vísi að vörusýningu í gömlum bröggum í Hannover, í þeim tilgangi að stofna aftur til viðskipta við útlönd eftir stríðið svo að milljónir atvinnu- lausra gætu aflað sér brauðs, að sýning þessi ætti á skömmum tíma eftir að þróast í það sem hún er nú. Eldflaugar á Rauða torginu 1. mai sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.