Morgunblaðið - 04.05.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.05.1960, Blaðsíða 17
Miðvik'udagur 4. maí 1960 MORCVISBLAÐIÐ 17 Æ skal gjöt gjalda Samsöngur KarJa- kórs Kefíavtkur KARLAKÓR Keflavíkur hélt tvenna tónleika sl. laugardag í Nýja Bíói þar í bænum. Söng- stjóri kórsins er Herbert Hrib- erschek, og einsöngvarar að þessu sinni voru Guðjón Hjör- leifsson, Böðvar Pálsson og Sverrir Olsen, en undirleik ann- aðist Gísli Magnússon píanóleik- ari. Söngskráin var að hálfu ís- lenzk en að hálfu erlend, og voru flest viðfangsefnin gamal- kunn, nema lagið „Útþrá“ eftir Bjarna J. Gíslason, lögregluþjón í Keflavík og söngmann í kórn- um, við ljóð eftir Kristin Péturs- son, bókasala og skáld þeirra Keflvíkinga. Er þetta allviðamik íð lag, samið fyrir kór og ein- söngvara með píanóundirleik. Onnur stærstu viðfangsefnin voru „Brenni þið vitar“ eftir Pál ísólfsson, PilagBÍmasöngur úr óperunni „Tannhauser" eftir Wagner og Dónárvalsinn eftir Joh Strauss. Meðal aukalag- anna voru tveir óperukórar eftir Verdi. Söngur kórsins er þróttmikill og myndarlegur. í>ótt eitthvað kunni að skorta á hin fínni blæ- brigði, er það næstum aukaatriði í þessu sambandi. En af þessum ástæðum má segja, að stærri við- fangsefnin tækjust yfirleitt bet- ur en smágerðari lögin. Hefir söngstjórinn æft kórinn af mik- illi alúð og stjórnaði honum af nákvæmni og festu. Einsöngvarn ir eru allir prýðilegir raddmenn og skiluðu verkefnum sínum með fullum sóma. fbúar Keflavíkur og annarra sambærilegra staða á landinu standa í mikilli þakkarskuld við þá menn, sem hafa forystu um að halda uppi starfssemi karla- kóra og annarra söngfélaga — og við hina raunar líka sem í kór- unum starfa, þótt sönggleðin'sé annars þeirra umbun. — Þar sem tónlistarlíf er skammt á veg kom ið, er slíkt starfsemi ómetanleg og alls góðs makleg. Keflvíking- ar virðast kunna vel að meta þetta, ef dæma má eftir aðsókn og viðtökum á fyrrgreindum tón leikum. Húsið var fullsetið í bæði skiptin og undirtektir frá- bærlega góðar. Var kór, stjórn- anda og einsöngvurum ákaft fagnað. Mörg lög varð að endur- taka, og fjögur aukalög voru sungin. J. Þ. NEW YORK — Túnisstjórn hef- ur ritað Öryggisráðinu og vakið athygli þess á framferði Frakka við landamæri Túnis og Alsír. Svar við grein Högna Gunnars- I sonar. . ★ f SMÁGREIN í Morgunblaðinu í gær séndir Högni Gunnarsson forstjóri Vélsmiðjunnar Keilis hf forráðamönnum Slysavarnafé- lagsins tóninn vegna björgunar- bátsins Gísla J. Johnsen eða sér- staklega vegna þess, að nú hef- ur endanlega verið gerður samn- ingur um smíði lyftitækja til að setja björgunarbátinn á sinn stað í Slysavarnahúsið við Reykja- víkurhöfn er verður fullbúið og vígt til afnota í byrjun næsta mánaðar. Þetta er áreiðanlega hið mesta gleðiefni fyrir alla er slysavarnamálum unna, nema Högna Gunnarsson og af hverju? Vegna þess, að hann þol ir ekki það, að lyftuútbúnaður þessi, sem hugsaður er og teikn- aður af fyrrverandi verkstjóra hans, Guðfinni Þorbjörnssyni, verði smíðaður annars staðar en í Keili hf., eða þar sem bezt og hagkvæmast þykir. í staðinn fyrir það að gleðjast yfir því að þessi bráðduglegi og hugkvæmi maður sem stofnaði Keili h.f., á sínum tíma, og haldið hefur fyrir tækinu uppi alla tíð við mjög erfiðar aðstæður, skuli hafa get- að leyst tæknilega erfiða þraut sem staðið hefir í innlendum og erlendum verkfræðingum að leysa svo viðunandi sé, þá um- hverfist nú Högni yfir þessu og hefur sagt þessum verkstjóra sín um upp starfi, vegna hagkvæms samnings sem hann gerði við Slysavarnafélagið í sínu eigin nafni. Það er áreiðanlegt, að það er engin umhyggja fyrir Slysa- varnafélaginu eða slysvarna- starfseminni í landifiu sem ræð- ur skrifum Högna Gunnarssonar í Morgunblaðinu, heldur miklu 700 ára minning séra Þorvalds Jakohssonar í DAG, 4. maí, eru liðin 100 ár frá fæðingu séra Þorvalds Jakobssonar prests í Sauðlauks- dal og síðar kennara við Flens- borgarskólann í Hafnarfirði. Séra Þorvaldur fæddist á Staðarbakka í Miðfirði, sonur séra Jakobs Finnbogasonar síð- ast prests í Steinnesi og Þuríðar Þorvaldsdótrur. Séra Þorvaldi var veittur Staður í Grunnavík 1883, Brjáns- lækur 1884 og þar kvæntist hann 1889 Magdalenu Jónasdóttur frá Hallbjarnareyri í Eyrarsveit. Árið 1896 varð hann prestur í Sauðlauksdal og sat þar til árs- ins 1920, en ári síðar fluttist hann til Hafnarfjarðar og gerðist kennari við Flensborgarskólann. Á prestskaparárum sínum hafði séra Þorvaldur kennt mörgum Engel söng i Lund kennir Filharmoniu SÖNGSVEITIN Filharmonia, sem stofnuð var á síðastliðnu hausti, hefur fengið Engel Lund söng- konu til að segja kórfélögum til á námskeiði, sem hefst í næstu viku, en hún kom til landsins sl. þriðjudagskvöld í því skyni. Frá þessu skýrðu forráðamenn kórsins í blaðaviðtali í gær. Jafn framt hyggjast þeir færa út kví- arnar og bæta við fleiri góðum söngkröftum, sem nú er verið að auglýsa eftir. Með um 80 manna kór segja þeir að hægt sé að flytja hér flest stór verk kór- bókmenntanna, en það er tilgang- urinn með starfsemi kórsins. Félagið Fílharmonia, sem er bakhjarl söngsveitarinnar, var stofnað í aprílmánuði sl. ár. í haust var haldið námskeið fyrir söngfólkið og eftir áramót var byrjað að æfa Carmina Burana í samvinnu við Þjóðleikhúskórinn, undir stjórn dr. Róberts A. Ottós- sonar. Er það flutt um þessar mundir sem kunnugt er. Það sem eftir er af vetrinum mun kórinn ekki taka fyrir neitt sérstakt verk efni, en strax á næsta hausti verð ur hafizt handa um að æfa eitt- hvert stórt oratorium eða kór- verk. Fyrrnefnt námskeið verður haldið á kvöldin í Tónlistarskól- anum og stendur í mánuð. Létu forráðamenn kórsins í ljóá á- nægju sína yfir að Engel Lund skuli hafa fengizt til að veita kórfélögum þessa tilsögn. Stjórn- andi kórsins, dr. Róbert A. Ottós son, mun einnig kenna á nám- skeiðinu. Formaður Fílharmoniu er Þor- steinn Hannesson, söngvari, en formaður kórstjórnar frú Aðal- heiður Guðmundsdottir. Eigendaskipti STYKKISHÓLMI, 21. apríl. — Nýlega hafa orðið eigendaskipti »ag Bíla- og vélsmiðju Stykkis- hólms. Hákon Kristófersson vél- smíðameistari, sem rekið hefir fyrirtækið um 10 ára skeið hefir nú selt það Kristjáni Rögnvalds- syni og fleirum og munu þeir senn taka við rekstrinum. — Fréttaritari. ungum mönnum undir skðla og var alla tíð mjög vinsæll kenn- ari. Hann var mikill lærdóms- maður á klassíska vísu, frábær málamaður, sérstaklega í latínu og grísku, en þó fyrst og fremst íslenzku, góður stærðfræðingur og hafði yndi af náttúrufræði og sögu. Hann hélt fullum and- legum kröftum til hinztu stund- ar, var sístarfandi og ávallt að nema. Séra Þorvaldur átti ó- venju langan starfsdag að baki, er hann lézt 94 ára að aldri, hafði þá verið prestur í 37 ár og kennari < 13 ár. Séra Þorvaldur lagði gjörva hönd á fleira en kennimennsku. Honum voru fengin í hendur mörg trúnaðarstörf og hafði frumkvæði um veigamikil fram- faramál. Hann var oftar en einu sinni hreppsnefndaroddviti, sýslu nefndarmaður var hann í 33 ár samfleytt og amtráðsmaður í 7 ár. Hann var einn af stofnendum sparisjóðs Barðastrandarsýslu og Rauðasandshrepps og pöntunar- félags á Rauðasandi. Hann var einn hinna framsæknu aldamóta- manna, sem lyftu Grettistökum vaknandi þjóðfélags. A sunnudaginn kemur gengst söfnuður Sauðlauksdalspresta- kalls fyrir minningarguðsþjón- ustu í Sauðlauksdalskirkju í til- efni 100 ára afmælis prestshjón- anna, en frú Magdalena átti 100 ára afmæli í októbermánuði sl. Enn stendur föstum rótum hlý minning um þessi horfnu sæmdarhjón, þótt 40 ár séu nú liðin síðan þau fluttust þaðan. fremur hinu gagnstæða að gera félaginu og fdrráðamönnum þess allt til bölvunar. í grein Högna er allt slúður og vitleysa nema þar sem hann viðurkennir að björgunarbáturinn sé mjög full- kominn að allri gerð og gefinn af miklum stórhug og velvilja til Slysavarnastarfseminnar. Þetta er gullsatt og rétt, og þess vegna er það að Slysvarnafél. er reiðubúið að leggja í nauð- synlegan kostnað til að geyma bátinn vel og örugglega þar sem hann ávallt getur verið tilbúinn til björgunarafnota. Rugl Högna um að báturinn sé betur kominn annarsstaðar er fjarstæða. Eng- inn veit þetta betur en gefandi bátsins sem ákvað að báturinn skyldi staðsettur í Reykjavík, hvergi á landinu er jafnmikil sigling og í engri höfn er stað- settur jafnmikill fjöldi smábáta sem sækja á miðin allan ársins hring fyrir opnu hafi. Hitt sönnu nær, að það eru einnig aðrir staðir á landinu sem þyrftu að eiga bát á borð við Gísla J. Johnsen, en þó engir fremur en hafnarbæirnir hér við innanverðan Faxaflóa sem njóta eiga góðs af þessum björgunar- bát. Högni talar um að hér séu alltaf aðrir og stærri bátar sem hægt sé að grípa til ef nauðsyn- lega þurfi og tilnefnir hafnar- bátanna. Slíkir bátar eru líka til annars staðar á landinu þar sem einhver útgerð er. En staðreynd- in er sú, að bátar í föstu starfi eru sjaldnast til taks til skyndi- hjálpar eða geta ekki sinnt verk- efni vel útbúins björgunar- báts. Þetta hefir einmitt sann- azt varðandi björgunarbátinn Gísla J. Johnsen, sem hefur bjarg að mannslífum í brimi út af Sels vör þar sem hafnsögubátur var kominn á staðinn, en gat ekkert aðhafst vegna þess, að hann var of djúpristur til að hætta sér inn í brotin til að bjargað bát, sem var að bera upp á sker. Aðfinnslur Högna á Slysavarna félagið vegna meðferðar á gjafa- fé falla um sjálfar sig, þegar at- hugaðir eru reikningar félagsins, sem prentaðir eru árlega í Árbók inni, því óvíða eða hvergi hjá opinberri eða hálfopinberri stofn un, mun vera gæt ; jafnmikillar hagsýni í rekstri eins og hjá Slysa varnafél. íslands.Hefir félagið þó óneitanlega í mörg hom að líta með viðhald og rekstur 100 björg unarstöðva víðsvegar um land- ið. En félagið sparar ekki í björg unartækjum þar sem að efni fé- lagsins leyfa að vel sé að þeim búið. Þess vegna má Högni vel kalla Slysvarnafélagið dýrasta Naust landsins, ég efast þó um að jafnstóru húsi hafi verið kom- ið ódýrar upp eða fljótar á þessu ári í Reykjavík. Högni Gunnarsson hefur til þrek og hugdirfð þess stórhuga fólks, sem alið er upp við ísa- fjarðardjúp, vöggu hinnar hörðu sjósknar, og mér er kunnugt um að hann lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna, en að hann réðist að Slysavarnafélaginu í þessum tón hefði ég ekki búist við, þó að Vélsmiðjan Klettur 1 Hafn- arfirði fengi það verk, sem hann. átti þó kost á að fá sínu fyrir- tæki til handa. Svona eiga menn ékki að haga sér, þótt þeir fái ekki öllum sín- um óskum fullnægt. Reykjavík 29. 4. 1960. Henry Hálfdánarson. — Vandamál Framh. af bls. 16 engin gullpottur, sem menn þurfa ekki annað en ganga að og ausa gullinu yfir sig úr, og eins svo að ungir menn séu ekki að vaða út í ófærur við að koma á fót fyrir tækjum, sem engan rekstrar- grundvöll eiga sér. Þetta á ekki aðeins við um verzlunina heldur margan annan rekstur. Eftir siðustu heimsstyrj- öld varð þetta að vandamáli miklu í Bandaríkjunum, að menn ,sem áttu smávegis sparifé, ruku til og settu upp smáfyrir- tæki, sem vantaði, þegar til átti að taka allan rekstrargrundvöll, og þetta endaði alloftast með því að viðkomandi tapaði öllu sínu, og að síðustu var farið að reka leiðbeininga- og upplýsingastarf- semi á vegum þess opinbera, þar sem fólk var upplýst um fjár- magnsþörf og rekstrargrundvöll hinna margvíslegustu fyrirtækja. Þessa er brýn þörf hérlendis. Ásgeir Jakobsson. Sandgerði Oss vantar ungling eða fullorðinn mann til að annast afgreiðslu Morgunblaðsins í Sandgerði. Upplýsingar hjá Axel Jónssyni, Sand- gerði eða afgreiðslu blaðsins í Reykjavík. Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í þeim iðngreinum sem löggiltar eru, fara fram í maí og júní 1960. Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að sækja um próftöku fyrir þá nemendur sína sem lok- ið hafa námstíma. Umsóknir sendist formanni viðkomandi prófnefndar, ásamt venjulegum gögnum og prófgjaldi. Reykjavík, 30. apríl 1960. Iðnfrœðsluráð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.