Morgunblaðið - 07.05.1960, Qupperneq 10
10
MORGVTSBL AÐIÐ
Laugardagur 7. mal 1960
tTtg.: H.f. Arvakur Reykjavlk
íramkvæmdastjóri: Sigíús Jónsson.
Rátstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vif -
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 3.00 eintakið.
ÞÁTTASKIL
llf' E Ð boðskap þeim frá
brezka flotamálaráðu-
neytinu, sem skipherrar
brezku herskipanna hér við
land lásu á fimmtudagsmorg-
mun til brezkra togara á ís-
landsmiðum, má segja að
þáttaskil hafi orðið í fisk-
veiðideilunni. Flotamálaráðu-
neytið beinir því í fyrsta lagi
til brezku togaranna að forð-
ast að hefja veiðar innan 12
mílna fiskveiðitakmarkanna.
1 öðru Iagi eru hinir brezku
togaramenn látnir vita það,
að þeir munu verða kærðir
fyrir sérhvert það brot, sem
þeir fremji gegn þeim fyrir-
mælum, sem þeim hafa verið
gefin af eigendum þeirra.
í þriðja lagi er því lýst
yfir, að það sé mjög þýð-
ingarmikið að þeir forðist
alla árekstra eins og nú er
komið málum.
Mikilvægasta fréttin
Morgunblaðið birti í gær
aðalatriði þessarar tilkynn-
ingar flotamálaráðuneytisins.
Þarf ekki að fara í neinar
grafgötur um, að þetta er ein
mikilvægasta frétt og jafn-
framt ein hin gleðilegasta,
sem íslenzkt blað hefur get-
að birt um landhelgismálið
allt frá því að fiskveiðideilan
hófst.
Afleiðing sakaruppgjafar
Um það getur engum bland
azt hugur að þessi stefnu-
breyting brezku stjórnarinn-
ar er bein afleiðing af þeirri
ákvörðun íslenzku ríkis-
stjórnarinnar að gefa öllum
brezkum togurum upp sakir
vegna landhelgisbrota frá því
að 12 mílna fiskveiðitak-
mörkin voru sett 1. septem-
ber 1958. Með því sýndu Is-
lendingar að þeir vildu líta
fram hjá skuggum fortíðar-
innar og rétta fram höndina
til sátta og góðrar sambúðar
við gamla viðskiptaþjóð.
íslendingar fagna því
mjög, að nú eru meiri
horfur á því en nokkru
sinni fyrr, síðan fiskveiði-
deilan hófst, að ófriðnum
sé að linna á íslandsmiðum
og tímabil gagnkvæms
skilnings að renna upp. Er
vonandi að einstakir æs-
ingamenn í Bretlandi fái
ekki spillt þar um.
ISLAND - FINN-
LAND
IJEINAR áætlunarflugerðir
** hafa nú verið teknar upp
milli Reykjavíkur og Helsing
fors. Fyrir réttri viku síðan
hófu Loftleiðir þetta áætlun-
arflug með Leifi Eiríkssyni,
annarri hinni glæsilegu nýju
flugvél félagsins. Á flugvell-
inum í Helsingfors skiptust
innanríkisráðherra Finna og
flugmálaráðherrá íslands á
ávörpum og kveðjum við
komu flugvélarinnar. Finnski
ráðherrann bauð íslending-
ana velkomna og lét í ljós
ánægju með ný og traustari
tengsl milli landanna.
Mikilvægt skref
Ingólfur Jónsson, flugmála-
ráðherra íslands, komst þá
m. a. að orði á þessa leið:
„Það er innileg von mín
og sannfæring að þetta
nýja, mikilvæga skref, er
vér nú stígum með opnun
flugleiðarinnar milli Finn-
lands og íslands, rnegi efla
og dýpka vináttu og kynni
þjóða vorra.
Það er og von mín að þetta
megi verða til aukinna við-
skipta milli landa vorra, við-
skipta, sem að vísu hafa verið
allveruleg á undangengnum
árum, en sem þó mætti auka
frá því sem er, báðum þjóð-
unum til hagsbóta".
Ráðherrann lauk ávarpi
sínu með þessum orðum:
„Vér vitum að land þetta
er byggt gáfaðri, þróttmikilli
þjóð, er hugdjörf og stolt
heldur vörð um sjálfstæði
sitt.
Og loks þetta: Vér fögnum
auknu samstarfi við hina
finnsku þjóð í framtíðinni“.
Þróunin heldur áfram
Islenzka þjóðin tekur af
heilum hug undir þessi um-
mæli. Hún fagnar því að
beinar flugsamgöngur hafa
verið teknar upp milli íslands
og Finnlands af íslenzku
flugfélagi. Hin íslenzku flug-
félög hafa bæði sýnt mikinn
dugnað og framtak í fram-
kvæmdum sínum á undan-
förnum árum. Þau hafa rofið
einangrun Islands og skapað
þjóðinni með því margvíslegt
hagræði og bætta aðstöðu í
lífsbaráttunni.
UTAN UR HEIMI
Þannig mun hin mikla hljómleikahöll lislahverfisins líta út, þegar hún stendur fullbyggð á næsta ári.
Alþjóðleg listamiðstöð
rís í New York
VIÐ Columbus Avenue á
Manhattan í New York mun
á næstu árum rísa heilt lista-
hverfi — margar glæsilegar
byggingar, sem „hýsa“ munu
helztu greinar túlkandi lista.
— Fyrsta byggingin í þessu
einstæða hverfi, sem gera
skal New York að alþjóðleg-
um höfuðstað listanna, eins
og jötunbygging Sameinuðu
þjóðanna hefir gert borgina
að miðpunkti alþjóðamála, er
nú þegar tekin að rísa af
grunni. Er það hljómleikahöll
ein mikil, eitt sex stórhýsa í
hverfinu, sem kallast „Lin-
coln center for the perform-
ing arts“.
— ★ —
Hljómleikahúsið verður full-
búið í júní næsta ár, ef allar á-
ætlanir standast — en síðan
þjóta stórbyggingarnar upp á
næstu árum: Nýtt óperuhús fyrir
Metropolitan-óperuna, sem á að
vera fullbyggt í byrjun árs 1963,
— Juilliard-tónlistarskólinn, nýtt
leikhús með öllum þeim tækni-
nýjungum, sem þekxjast á því
sviði, sérstök ballett-höll — og
loks nokkurs konar safnliús, þar
sem höfuðáherzlan verður lógð á
hinar túlkandi listgreinar.
Carnegle Hall mun standa
í sambandi við byggingu þessa
mikla listahverfis stóð til að rífa
til grunna hið fræga hljómleika-
hús, Carnegie Hall en sú fyrir-
aetlun vakti almenn mótmæli,
ekki sizt meðal listamanna, sem
töldu að slíkt nálgaðist helgi-
spjöll — og hefir nú verið hætt
við það, að því er fréttir herma.
— En þótt Carnegie Hall sé með-
al frægustu hljómleikahalla
heimsins, má þó með nokkrum
sanni segja, að New York hafi
ekki boðið upp á sérlega full-
komnar aðstæður fyrir sína eig-
in listamenn og góða gesti — hin-
ar stóru sinfóníuhljómsveitir,
s — Héðan mun !
s )
\ berast sa boð- |
skapur, sem
aðeins lista-
mennirnir geta
flutt, sagði
Eisenhower
forseti
ballettflokka hvaðanæva úr heim
inum o.s.frv. — og úr því á Linc
oln-listahverfið að bæta, svo um
muni.
Sex arkitektar
Það var sumarið 1956, að stofn-
að var til sérstaks félagsskapar
til þess að undirbúa og standa-
fyrir frgmkvæmdum, og nú þeg-
ar er fyrirliggjandi meirihluti
þess fjár — um 75 milljónir dala
— sem talið er, að þetta risafyrir-
tæki muni kosta. — John D.
Rockefeller III. er forseti Lin-
Teikning af hluta Lincoln-listahverfisins. Til vinstri er hljóm-
leikahöllin, fyrir miðju hið nýja hús Metropolitan-óperunnar
i og til hægri leikhúsið.
coln-félagsins. — Sex kunnir
arkitektar skipuleggja lista-
hverfið: Wallace Harrison, Pietro
Belleuschi, Eero Saarinen, Max
Abramovitz, Philip Johnson og
Gordon Bunschaft.
— ★ —
í öllum byggingunum verður
komið fyrir tækjum þannig, að
hægt sé að sjónvarpa þaðan
beint. Margar veitingastofur
verða í hverfinu — og undir því
verða bílastæði fyrir 800 bíla, en
þaða verður einnig hægt að fara
beint í neðanjarðarbrautirnar.
Mótsstaður menningar-
innar
Þegar Eisenhower forseti lagði
hornsteininn að hinni nýju hljóm-
leikahöll á sl. ári, sagði hann m.
a.: — Áhrifa þessarar miklu lista
miðstöðvar mun gæta langt út
fyrir mörk lands okkar. Hér mun
þjóðmenning margra landa eiga
sér mótsstað — og héðan mun sá
boðskapur berast út um heims-
byggðina, sem aðeins listamenn-
irnir, einstaklingarnir — en
hvorki ríkisstjórnir né pólitísk
samtök — geta flutt..........“
181 millj. kr. skuld
ÞÆR upplýsingar komu fram á
Alþingi í gær, að um 181 millj.
kr. skuld mundi verða á reikn-
ingi þeim í Seðlabankanum, sem
stofnaður var á nafni ríkissjóðs
vegna gengisbreytingarinnar. Á
reikninginn skyldi færa til gjalda
hækkun þá í krónum, sem yrði
á skuldum ríkissjóðs við Greiðslu
bandalag Evrópu vegna breyt-
ingarinnar, svo og gengismun
gj aldeyr isbankanna.
„Parkdrengja-
kórinn“ sigraði
DANSKI Park-drengjakórinn
hlaut sl. laugardag einhverja þá
mestu viðurkenningu, sem
drengjakór getur fengið, er hann
var skipaður í fyrsta sæti í sam-
keppni 119 drengjakóra, sem
danska útvarpið gekkst fyrir.
Kórinn er íslendingum vel kunn-
ur frá heimsóknum hans hingað
1954 og 1956. Stjórnandi kórsins
er Jörgen Bremiholm.
Söngur allra kóranna var tek-
inn upp á segulband og þriggja
manna dómnefnd valdi síðan úr
þá 8 kóra, sem komu til greina.
Þeir kepptu til úrslita í hljóm-
leikasal útvarpshússins 30.
apríl. Úrslit urðu þau að dómar-
ar völdu einróma Parkdrengja-
kónnn í fyrsta sæti og stjórnand-
inn, Jörgen Bremholm fékk af-
hentan silfurbikar til eignar,