Morgunblaðið - 07.05.1960, Síða 11

Morgunblaðið - 07.05.1960, Síða 11
Laugardagur 7. maí 1960 MORGVISBL AÐIÐ 11 Gamall maður SL. SUNNUDAG var hætt sýn ingum á einasta leikritinu eft- ir írska höfundinn Samuel Beckett, sem hér hefur verið sýnt, Beðið eftir Godot. Leik- ritið var sýnt sjö sinnum við dræma aðsókn ,nema hvað hús fyllir varð á síðustu sýning- unni. Leikurinn þótti óvenju- legur og leikíhúsgestir virtust ekki hafa sérlega mikinn áhuga á honum. Ekki veit ég hvað reykvískir leikhúsgestir hefðu sagt um nýjasta leiikrit Becketts, sem um þessar mundir er sýnt í París. í því er aðeins ein per- sóna, gamall maður, að nafni Krapp — og svo segulbands- tæki. í frönsku útgáfunni ber það heitið ,La derniere Bande' (Síðasta segulbandið), en það hefir einnig verið fært upp á ensku árið 1958 í Royal Court Theatre og hét þá „Krapp’s last tape“. Æfisagan „niðursoðin" Gamall maður situr i skugga legu herbergi og horfir á seg- ulbandstæki. Á borðið er stafl- að blikkdósum. Það er líf hans „niðursoðið". Eftir svolítinn gamanleik í Ohaplin-stíl, setur hann segulbandið af stað. Þannig hefst leikurmn. Og í nær klukkutíma sjá áhorfend- ur þennan gamla mann hlusta á fortíð sína. Hann hefur sem sagt talað inn á segulband hugsanir sínar, fyrirætlanir og viðbrögð við ýmsum atvikum á hverjum afmælisdegi sínum. Þarna geymist minningin um ást hans, þrár og vonbrigði. Og Krapp flýtir óþolinmóður frásögninni sums staðar og hægir á bandinu annars stað- ar. Hann hreytir ónotum i þennan bjána, sem hann var á tvítugsaldri, og setur hljóðan þegar rifjast upp andlát móð- ur hans (Beckett er sjálfur nýbúinn að missa dáða móður sína). Þannig hlustar gamli maðurinn á þann unga, sem hann skilur ekki lengur, þenn an unga mann sem hefur smá- dáið dag eftir dag, ár eftir ár. Mörgum kann að finnast þetta lítið skemmtilegt efni á leiksviði, en sannleikurinn er sá að í nær klukkutíma situr maður og vill ekki missa af nokkru orði. Ég reikna þó með að leikurinn standi eða falli með þessum eina leikara á sviðinu. í París er Krapp leik- inn af René-Jean Ohauffard, stórkostlegum leikara, og Biekk- ingum mæfr af einurð Gogo og Diddi stytta sér biðina eftir Godot á sviðinu í Iðnó. - og segulbandstæki Beckett sjálfur kom fram úr „fylgsni" sínu, til að fylgjast með honum á æfingum og leið beina honum. 1 London mun írski leikarinn Patrick Mac Gee hafa farið með hlutverk Krapps. Þeim sem þykir ein persóna, sem talar við sjálfa sig á segul bandi, tilbreytingarlaus á sviði ,mundi vafalaust ekki lít ast á annað leikrit Becketts, þar sem leikarinn talar ekki einu sinni, heldur hreyfir sig aðeins á sviðinu eftir ná- kvæmri fyrirsögn höfundar. En mér vitanlega hefur það leikrit ekki verið sett á svið Andlit Becketts líkist tréskurðarmynd mest Einangraður í þéttbýlinu En hvernig er maðurinn, sem skrifar þessi verk? Hvernig vinnur hann? Því er ekki gott að svara um mann, sem dregur sig algerlega í hlé, lifir í einangrun í þéttbýlli heimsborginni, París. Hann opnar sig ekki, þá sjaldan hann hittir fólk, heldur brynj ar sig brezkri kurteisi fram í fingurgóma, segja þeir sem hafa hitt hann. Hann er hár maður vexti, bláeygur og and- litsdrættirnir sem skornir I tré. Hann virðist vera feiiminn og ákaflega viðkvæmur. Verk sín hefur Beckett flest skrifað á frönsku, nema „Síð- asta segulbandið“, sem hann skrifaði á ensku og þýddi síð- an yfir á frönsku. Hann er jafnvígur á bæði málin, kenndi ensku í París og frönsku í Dublin á víxl á ár- unum 1928—30. En 1938 sett- ist hann alveg að í Frakklandi. Ekki lætur hann heldur aðra þýða verk sín yfir á þýzku eða ítölsku, en þau mál talar hann jafnvel og frönsku og ensku. Nauðugur viljugur verður hann þó að láta sögur sínar og leikrit í hendur öðrum þýð- endum, þegar bera á þau á borð á málum eins og tyrk- neskú, hebresku, persnesku, finnsku og íslenzku. Aðsókn og hrifning Ekki veit ég hvernig sýning ar á „Síðasta segulbandið" mundu ganga í Reykjavík, en það var sýnt fyrir nær hús- fylli í París sex kvöld í viku og við mikla hrifningu áhorf- enda, það kvöld sem ég var þar fyrir skömmu. E. Pá. FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfé- laganna í Kópavogi hélt fund s.L miðvikudagskvöld. Kristinn Wí- um, formaður fulltrúaráðsins, setti fundinn og stjórnaði hon- um. ólafur Thors forsætisráðherra flutti ýtarlega ræðu um stjórn- málaviðhorfið. Hlaut ráðherrann mjög góðar undirtektir fundar- manna. Á fundinum var svofelld álykt- un samþykkt einróma: „Fundur í fulltrúaraði Sjálfstæðisfélag- anna í Kópavogi 4. maí 1960 þakk ar forsætisráðherra Olafi Thors, hans ríka þátt að myndun nú- verandi ríkisstjórnar. Fundurinn fagnar því hve föst- um tökum ríkisstjórnin nefur tek ið á lausn hinna margþættu vandamála. Fundurinn hvetur alla Sjálfstæðismenn, hvar í stétt sem þeir standa til þess að mæta blekkingum og áróðri andstæð- inganna með einurð og festu“. Síðan hófust umræður um fé- lagsmál, og tóku margir til máls. Fundurinn var mjög fjölsóttur. Fyrstu „smábækur“ Menningar- sjóðs komnar út EKKI er mikið um bókaútgáfu á vorin hér á landi, en nú eru komnar út vorbækur Menningar- sjóðs, fjórar að tölu, auk fyrsta heftis af Andvara á árinu 1960. Af þessum fjórum bókum eru þrjár í nýjum bókaflokki, svo- nefndar smábækur menningar- sjóðs, og eru þetta fyrstu bækurn ar í þeim flokki, sem Hannes Pét- ursson skáld, sér um. Allar eru bækur þessar á frjálsum mark- aði. Andvari einn félagsrit. Jnnlend og þýdd bókmenntaverk Skiptar skoðanir, en það eru ritgerðir þeirra próf. Sigurðar Nordals og Einars H. Kvarans, er þeir áttu í hinum mikið um- töluðu ritdeilum um lífsskoðan- ir og bókmenntir á árunum 1925 til 1927 og deildu af mikiili íþrótt. Önnur bókin í flokknum er Samdrykkjan eftir Platon í þýð- íngu Steingríms Thorsteinssonar. Þetta er eitt frægasa rit grízkra fornbókmennta og fjallar um ástina. Sókrates er aðalpersóna verksins, en Platon dáðist mjög að þessum læriföður sínum. Dr. Jón Gíslason sá um útgáfuna og ritar ýtarlegan og merkan inn- gang, þar sem hann gerir grein fyrir hinu menningarsögulega baksviði hennar, markmiði rits- ins og einkennum og höfundinum sjálfum og heimspeki hans. Þriðja bókin er Trumban og lútan, Ijóðaþýðingar eftir Hall- dóru B. Björnsson. Þar eru m. a. þýðingar á kínverskum ljóðum, ljóðasyrpur eftir Grænlendinga. Kanada-eskimóa og Afríku- svert ingja á þessari öld. Ætlunin er að í smábókar- flokknum komi 3—4 bækur á ári, vor og haust. Verður megin- áherzla lögð á bókmenntaverk, innlend og þýdd, og bókunum ætlað að vera sem fjölbreyttast- ar að efni innan þess ramma sem settur er. Næstu rit í þessum flokki, sem þegar eru í undir- búningi, er úrval af bréfum Kon- ráðs Gíslasonar, og sér Aðal- geir Kristjánsson um útgáfuna. Af erlendum skáldritum má nefna smásagnasafn eftir Anton Tsékov í þýðingu Geirs Kristjáns sonar, langar smásögur eftir Franz Kafka í þýðingu Hannesar Péturssonar, söguna Dauðinn í Feneyjum eftir Tomas Mann í þýðingu Þórarins Guðnasonar iæknis og ævintýrið Litli prins- inn eftir Antoine de Sait-Exu- pery í þýðingu Þórarins Björns- sonar, skólameistara. Upplagið af bókum þessum er lítið (500— 1000 í hverjum flokki) og er mið- að við að hafa þær ódýrar. Vorhefti Andvara Fjórða bók Menningarsjóðs, sem út kom að þessu sinni er Sólarhringur, skáldsaga eftir Stefán Júlíusson, en hún var les- in í útvarp í vetur. Þá er komið út vorhefti And- vara, en hann stækkaði á sl. ári og kom út í nýju broti. Fyrir- hugað er að út komi 3 allstór hefti árlega. Hið nýútkomna hefti er allfjöl- breytt að efni. Þar skrifar Stein- grímur J. Þorsteinsson um Einar H. Kvaran, Sturla Friðriksson um gróður af akri, Njáls bónda á Bergþórshvoli, Tryggve Ander- sen um hrakningar Bertels, Carlo Schmid um manninn í sögutúlk- un Maiohiavellis, Helgi Sæmunds son um Ijóðaþýðingar Ivars Org- lands og Jónas Jónsson um menntamálanáð og menningar- sjóð. Auk þess eru í heftinu ljóð og bókadómar. Félagsmenn í Reykjavík geta vitjað heftisins á skrifstofu Menn ingarsjóðs á Hverfisgötu 21. Lágheiði rudd SIGLUFIRÐI, 5. maí: — í morg- un fór ýta upp í Siglufjarðar- skarð til að ryðja snjó af fjall- veginum. Tvær ýtur voru við snjóruðning á Lágheiði á vegin- um til Ólafsfjarðar. Þegar lokið er að ryðja þann veg, leggja þær í Siglufjarðarskarð að vestan- verðu. Töluverður snjór er í skarðinu og ekki hægt að segja um, hvenær vegurinn opnast. Stefán. Vantar mannafla til að draga fiskinn FINNBOGASTÖÐUM 3. maí: — Síðan á sumardaginn fyrsta hafa verið miklar kuldar hér og frost á hverri nóttu, mikið sólfar, suð vestan og vestán átt og oft rok. Góður afli — slæmar gæftir. Grásleppuveiði er sæmileg, ea gæftir afar slæmar og oft ekki hægt að vitja grásleppunetjanna í þrjá til fjóra daga í röð vegna veðurs. í byrjun apríl kom mikil loðna í Reykjarfjörð, en enginn fiskur fylgdi loðnunni, fyrr en nú síð- ustu dagana. Veiðinesj amenn hafa fiskað á örfáum klukkutímum frá 3—& þúsund pund. Vigt fisksins er miðuð við óslægðan og óhausaðan fisk. Vantar mannafla til að draga fiskinn og gera að honum, en þess má geta, að allir sem gátu, fóru héðan frá heimilum sin um á vertíð um síðustu áramót, og þeir fáu, sem heima eru, stunda grásleppuveiði og búskap og hafa meira en nóg að gersv þrátt fyrir lágt kaup. Snjókoma. í dag er norðaustan átt með snjókomu og er alveg grátt niður í sjó. Allur gróður, sem kominn var um sumarmál er horfinn, en tún voru mikið farin að grænka. Elzta fólk minnist ekki svo góðs og stillts vetrar, sem hefur verið. —Regína. Andúð vegna aftöku Chessmans London, 3. maí (Reuter NTB), EMBÆTTISMENN í Lissabon, höfuðborg Portúgals, mættu í dag til vinnu sinnar með svört hálsbindi til að mótmæla aftöku Caryls Chessmans í Kaliforníu í gær. Bandarískur borgari, sem fæddur er í Frakklandi, kom í dag í sendiráð Bandaríkjanna i Róm og afhenti þar vegabréf sitt með þeim ummælum að hann óskaði ekki eftir neinum afskipt- um af landi, sem sýndi slíka villi- mennsku. 1 Stokkhólmi safnaðist mann- fjöldi fyrir utan sendiráð Banda- ríkjanna og mótmælti aftökunni, og við aðalræðismannsskrifstof- ur Bandaríkjanna í Basel í Sviss fannst í morgun stór pappakross og mynd af Ohessman. Krossinn bar áetrunina: „Friði^r sé með sál Ohessmans, en ekki með böðlum hans“. Ekki einkamál Bandarikjanna Einnig voru farnar mótmæla- göngur að sendiráðum Banda- ríkjanna í Róm, París og Mont- reaJ. Blöð um allan heim hafa lýst fyrirlitningu sinni á aftök- unni, og alls staðar er bent á að Ohessman hafi verið búinn að taka út næga refsingu eftir 12 ára dauðastríð. Vestur-þýzka blaðið „Neue Rhein Zeitung“ segir að dauði Ohessmans komi ekki aðeins Bandaríkjunum við frekar en morð sex milljóna Gyðinga í gas- klefum Hitlers hafi verið innan- ríkismál Þýzkalands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.