Morgunblaðið - 10.05.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.05.1960, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. maí 1960 Frá handavinnu- og teiknisýningunni. Skólaslit í Stykkishólmi Mjólkurbú í Austur Barðastrandasýslu ? Einn bezti vetur aldarinnar STYKKISHÓLMI, 30. apríl 1960. — Barna og Miðskólanum í Stykishólmi var slitið í dag við hátíðlega athöfn í kirkjunni. Var kirkjan yfirfull áheyrenda. Pró- fastur sr. 'Sigurður Ó. Lárusson flutti bæn og sálmar voru sungn- ir. Skólastjórinn Sigurður Helga son flutti skólaslitaræðu. Ávarp- aði börnin og þakkaði gott sam- starf. Var ræða hans hin ágæt- asta og kom hann víða við. Rakti hann störf skólans á liðnum vetri og árangur sem var mjög góður. 189 nemendur voru í skólanum í vetur og þar af 58 í Miðskólan- um. Skólinn starfaði í 9 bekkjar- deildum og voru 5 fastakennarar auk skólastjóra en stundakenn- arar voru 6. Heilsufar í skólan- um var ágætt og fjarverur barna því engar eða sáralitlar vegna veikinda. 18 nemendur luku unglingaprófi og hlaut Sigurður Karl Bjarna- son hæstu einkunn eða 8,35. Barnapróíi luku 24 nemendur og var hæst í einkum Jó- hanna Bjarnadóttir með 9,04. — Hæstu einkunn yfir skólann hlaut Jóhann Víkingsson 9,30 sem er ágætiseinkun. Þess skal getið að 13 nemendur 3. bekkjar Miðskólans eiga ólokið prófi enda hefjast landspróf Miðskóla ekki fyrr en 13. maí. Rotaryklúbbur Stykkishólms veitti eins og áður viðurkenningu fyrir beztan árangur á barna- og unglingaprófi og afhenti Ólafur Guðmundsson sveitarstjóri þau við skólaslitin. Einnig veitti skól- inn nokkrum nemendum viður- kenningu fyrir ágæti í námi, hátt vísi og skólasókn. Handavinnu og teiknisýning nemenda var opin í skólanum í dag frá kl. 4 til 10 og kom fjöldi manns að sjá hana. Var sýning þessi mjög fjölbreytt og fróðleg yfir að líta og er gaman að sjá hve duglegir unglingamir og börnin hafa verið í handa- vinnu og teiknun. Áhugi á verk- námi hefir því verið mikill í vet- ur og starfsskilyrði fyrir verk- nám drengja eru nú mikið betri en áður þar sem skólinn hefir nú eignazt smíðastofu. Þá voru til sýnis í skólanum myndir og málverk eftir þrjá eldri nemendur skólans, þá Jón Svan Pétursson Steinþór Sigurðs son og Hörð Kristjánsson. Marg- ir gestir heimsóttu skólann á liðnum vetri og veittu nemend- um margs konar fróðleik. Bókasafn skólans telur nú 3827 bindi og hafði aukizt á ár- inu. Var það opið fyrir nemend- ur Miðskólans tvisvar í viku og notuðu nem. það mikið. Kennslutæki nokkur bættust við og í þessu sambandi færði skólastjóri sérstakar þakkir Ól- afi Guðmundssyni sveitarstjóra svo og skólanefnd íyrir velvild • Stýrimaðurinn lífseigi Velvakandi hefur ekki enn farið að sjá kvikmyndina Carlsen stýrimaður í Hafnar- fjarðarbíói, en hópur þeirra, sem ekki hafa séð hana er nú sennilega að verða heldur fá- mennur, því myndin hefur verið sýnd á hverju einasta kvöldi í 20 vikur, og gengur enn við góða aðsókn. Þeir, sem sáu hana fyrst eru farnir að spyrja: — Skyldi stýrimaðurinn ekki bráðum fara að fá skipstjóra- réttindi, eftir allan þennan tíma, svo hann hætti þessu, og hægt verði að koma að ann arri mynd? og skilning á þörfum og tilgangi skólans. Þá ræddi skólastjóri um sam- band foreldra og kennara. Al- mennur foreldrafundur var hald inn í vetur og einnig var for- eldradagur þar sem foreldrum var gefinn kostur á að ræða við kennara um námstilhögun og ann að er lýtur að skólagöngu barna þeirra. Var þessi foreldradagur prýðilega sóttur og gaf góða raun. Félagslíf var með blóma í vet- ur og voru 10 skemmti- og mál- fundir haldnir. Einnig héldu bæði Barnaskólinn og Miðskól- inn sína árshátíð. Nemendur Miðskólans fóru til Reykjavíkur í vor á starfsfræðslu daginn og taldi skólastj. að sú ferð hefði orðið nemendum mjög lærdómsrík. Íþróttalíf skólans var með svip uðum hætti og í fyrra. Keppni stundum og árangur ágætur. * Brezkur klæðskeri Keflvíkingur skrifar Vel- vakanda: „Nýlega höfum vi,ð fengið enn eitt dæmið um það, hvað íslendingar eru alltaf hrifnir af öllu frá útlandinu. Söngvari nokkur fór að syngja hér með hljómsveit- um. Þegar hann byrjaði, var hann auglýstur sem Broad- waysöngvari og fólk varð ákáf lega hrifið. En maðurinn er bara brezk- ur skraddari frá Keflavikur- flugvelli, sem aldrei hefur til Ameríku komið! Hefur hann unnið þar hjá fyrirtækinu Al- exandre, sem saumar karl- mannafatnað og hefur klæð- skera á staðnum til að taka mál og máta. Fyrirmyndar Fréttabréf úr AusturBarðastrandasýslu. Miðhúsum 21. apríi 1960. EINN bezti vetur aldarinnar er liðinn. Jörð er orðin vinnsluþíð og verður þegar farið að hefjast handa um að jafna skurðruðn- inga og vinna og ganga frá flög- um. Grænum blæ slær nú á tún og fyrstu blóm vorsins eru þeg- ar farin að setja svip sinn á gróð- urinn og má þar til nefna: Vor- perla (E. verna) breiddi krónur sínar móti vorsólinni í miðjan apríl. Brennisóleyjar eru farnar að láta bera á sér í túnunum, en heldur eru þær smáar ennþá. Krækilyngið stendur nú í full um blóma og má búast við því ef vorið verður umhleypingasamt verði lítið um berjauppskeru í haust. Blóðbergið sendir frá sér sína sterku ilman út í sauðlausar hlíðarnar. Sem sagt, vorið er kom ið mánuði fyrr en venjulega. Félagslíf Félagslíf hefur verið heldur lítið hér í sýslunni í vetur, en þó voru haldin þorrablót í Króks- fjarðarnesi og á Reykhólum og spiluð var félagsvist. Kvenfélögin i Reykhólasveit og Geiradalshreppi standa nú fyr ir saumanámskeiðum og er þátt- taka mjög góð. Kennslukona er frú Jóhanna Valdimarsdóttir úr Hafnarfirði. Fundir hreppabúnaðarfélag- anna eru víðast hvar búnir í sýsl unni svo að aðalfundur Ræktun- arsambandsins, en búnaðarfélög- in í Austur-sýslunni að undan- skildu búnaðarfélagi Flateyrar- hrepps standa að ræktunarsam- bandinu. 1 eigu félagsins er nú ein belta dráttarvél T. D. 9 og Ferguson atvinna, þó hún geti kannski ekki jafnast á við söng á Broadway í auglýsihgu. Og þarna erum við alveg lifandi komin. Auðvitað er það okkur sjálfum að kenna að mönnum skuli detta í hug að, gera svona gys að okkur“. • Römmustu martini- kokteilarnir Um daginn fór ég inn á það hér í dálkunum, hvers konar ferðamenn ættu hingað helzt erindi. En eftir þessari klausu að dæma sem ég rakst á í ensku blaði, er það fleira en ég hafði hug- mynd um sem hér hefur að- dráttarafl fyrir ferðamenn! „Því ferðu ekki til íslands, með tætara. Verkefnin sem liggja fyrir eru mikil og var samþykkt að taka jarðýtu á leigu til jarð- vinnslustarfa í vor og sumar og þó einkum til þess að jafna út skurðruðningum. í Reykhólahrepp kemur skurð- grafa í sumar og liggja þegar fyrir nokkuð margar vinnubeiðn- ir. Mjólkurbú Mikið er hér rætt um stofnun á mjólkurbúi fyrir Austur-sýsl- una og er yfirgnæfandi hluti bænda meðmæltur því að reyna að gera tilraun til þess að lyfta sýslunni upp úr þeim öldudal, sem hún hefur verið og er nú í, en það er aðeins hægt með því að auka framleiðsluna og gera framleiðsluvörurnar verðmeiri. Hinsvegar eru vegalengdir mikl- ar og samgöngur erfiðar innan sýslunnar einkum þó yfir vetr- armánuðina og yrði því aðal þungamiðja framleiðslunnar að vera í austur-hreppum sýslunn- ar. Búið er að gera kostnaðaráætl- un við byggingu búsins og er hann áætlaður um 3,1 milljónir króna og þar sem þetta yrði al- gerlega vinnslubú er áætlað að framleiðsla þess yrði auk smjörs ms, skyr og kaseingerð, en fyrir það (kasein) fæst allgott verð á erlendum markaði, en það er notað í málningarvörur svo sem lakk, svo er það notað mikið til plastgerðar. í sumum hreppum sýslunnar er málið komið það langt á rek- spöl að búið er að kjósa nefndir til viðræðna um eigandahluta í mjólkurbúinu og er helzt hallazt að því að þetta verði sjálfseignar- stofnun með hlutdeild hreppanna og kaupfélagsins. — Sv.G. ef þú vilt fá stað sem er æs- andi og ekki of dýr?”, skrif- ar blaðamaðurinn. Láttu ekki nafnið hræða þig. Beztu sól- brúnkuna mina fékk á íslandi. Sólin skín 24 tíma á sólar- hring í júní og júli. Og ef þú getur ekki sofið fyrir birtunni á næturnar — þá er bara að draga fyrir gluggann. Þar er hægt að stunda alls konar fiskiveiðar. (Ég fékk einu sinni hákarl, sem ég kærði mig ekkert um. En hafið þið nokkurn tíma reynt að losna við hákarl? Á íslandi getur maður líka borðað eins mikið og maður vill án þess að hugsa um að maður fitni. Heitu laugarnar á íslandi eru alveg afbragð til að grenna sig. Auk þess er mér sagt að þær lækni líka gigt og bakverk, og eins yfir- leitt öll eymsli og verki. Á íslandi er stórkostlegt tungl-landslag með undnum hraunmyndunum, en samt heil mikið af fagurgrænum blett- um. í miðri þessari fallegu auðn er höfuðborgin Reykja- vík, þar sem maður fær römm ustu martini-kokteila hérna megin Atlantshafsins”. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.