Morgunblaðið - 10.05.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.05.1960, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 10. maí 1960 MORGUNBLAÐIÐ 17 Þórunn Jónsdóttir frá Mjósundi Minningarorð í DAG verður jarðsungin frá Fossvogskirkju Þórunn Jóns- dóttir frá Mjósundi. Hún var fædd að Syðri-Hömrum í Holtum 3. júní 1875. Foreldrar hennar vou þau hjónin Alexía M. Guð- mundsdóttir og Jón Jónsson. — Föður sinn missti Þórunn af slys förum 1896, en með móður sinni var hún í fjörutíu ár. Hún var elzt tíu systkina. Fimm þeirra dóu í bernsku, en fimm komust til fullorðinsára. Þau voru þessi: Þórunn, Anna, Halldór, Kristín, sem látin er fyrir mörgum árum ,og Helgi Kr. Eftir lifa þrjú af þessum mannvænlega systkinahópi.Fað- ir þeirra var dáinn fyrir mitt minni. Tjáð var mér, að það hafi verið dugandi ágætismaður. ■— Móðir þeirra var rishá kona og vel metin, er skaraði fram úr í sinni samtíð að vallarsýn og andlegu atgjörvi. Hún hafði næm leik uppeldisfræðingsins ogfurðu lega kunnáttu hjúkrunarkon- unnar. Oft mátti kenna skarp- leika í athugun hennar. Þórunn sagði, að það hefði verið sín mesta gæfa, hversu lengi hún hefði verið með móður sinni. Hún kunni því að meta þann jarð veg, sem hún var vaxin upp úr og tók þannig undir þessa vísu Matthíasar: „Ég fann það var satt; ég fann þann yl, sem fjörutíu ára bil til fulls mér aldrei eyddi; ég fann þann neista í sinni og sál, er sorg og efi, stríð og tál mér aldregi alveg eyddi”. Hér var ekki nærtækum lær- dómi gleymt eða veganesti lítils metið, enda var það traust, því allir góðir siðir voru í heiðri hafðir á þessu heimili, en óhátt- vísi fordæmd. Stundum var leit- að langt yfir skammt að mann- dómi og sannri menntun. Það gerði Þórunn ekki, heldur hirti gullkornin, sem hún eygði að fótum sér. Sá málmur var henni giftu- drjúgur í áföllum lífsins. Það voru ekki alltaf léttar byrðar, sem Þóruhn þyrfti að lyfta, því hún fór ekki varhluta af raunum og ástvinamissi. Unnusta sinn, Ólaf Þorsteins- son, missti Þórunn 1903, er hann var við sjóróðra. Þau eignuðust saman eina dóttur. Árið 1908, giftist hún Þorbirni Sigurðssyni frá Syðri-Gróf í Villingaholtshreppi. Reistu >»u þá bú á Mjósundi í sömu sveit. Þeim varð þriggja barna auðið. Ég man vel eftir gleðinni yfir því, þegar þessi atorkusami og skemmtilegi maður kom. Heimiii þeirra var glaðvært og gott. Þar voru þrjár vinnukonur, og sem barn heyrði ég þær tala um, að ekki vildu þær aðra húsmóður frekar en Þórunni. Eftir fáein ár bar skugga á, því Þorbjörn varð að fara í sjúkrahús. Skömmu síðar, eða 1917, brá Þórunn búi á Mjósundi og fluttist til Reykjavíkur. Ekki leið á löngu að syrti meir í ál- inn, því 1918 dó Þorbjörn úr „Spönsku veikinni”. Þá voru börnin á bernskuskeiði, en brostnar vonir og bersvæði fram undan. Hetjur eru fleiri en þeir, er til mannvíga ganga. Það sýndi Þór- unn þá. Árið 1926 giftist hún öðru sinni Jóni Jónssyni, ættuðum úr Borg- arfirði. Hann var ekkjumaður. Þremur börnum hans gekk Þór- unn í móður stað. Þau hafa ver- ið þess minnug og þakka henni nú af alhug. Jón er látinn fyrir nokkrum árum, eftir langa van- heilsu. Börn Þórunnar eru þessi: Ólöf Jóna, gift Ólafi Árnasyni frá Hurðarbaki, Sigurþóra Stein unn, ekkja Felixar Guðmunds- sonar, Axel Marel, verzlunar- maður, sem nú síðustu ár hefir búið með móður sinni í miklu ástríki og Hannesína Rut, gift Friðriki Einarssyni. Þórunn var sterk kona, skap- mikil og hafði mikinn persónu- leiku, góðum gáfum gædd, at- gjörvi og mannkostum. Enda heilsteypt manndómskona, er lagði sig ekki niður við lágkúru- skap eða dægurspjall um náung- ann. Aldrei heyrði ég hana hall- mæla öðrum á bak, en upp í eyr- un var hún ekki myrk í máli, ef því var að skipta, því hreinskilni átti hún nóga til þess að segja sannleika og taka svari annarra, ef henni þótti þess við þurfa. Hún var skemmtileg, glaðlynd og hlý. Fallega brosið hennar, er stafaði frá sér ylríkum geislum, mun verða mér í minni sem feg- ursta dásemd. Það sást hið ytra, hvað inni fyrir bjó. Með þessu bjarta yfirliti skartaði hún því skrúði, sem taka má fram yfir höfuðdjásn valdhafans og gat til- einkað sér þessar ljóðlínur: „Látlaust fas og ’falslaust hjarta finnst ei annað betra skraut”. Þórunn afkastaði löngu og ströngu ævistarfi með prýði. Hún stóð sem hetja í stafni og hlúði að þeim reit, sem um alda raðir hefur verið helgastur öllum mönnum, en það er heimilið. — „Af verkunum skuluð þér þekkja þá“, var af meistara sagt til yf- irvegunar. Takið eftir þeim merk isberum, sem eru hátt hafnir yfir eigingirnina, þannan helfjötur allra lýða. Á göngu góðrar móður, sem gleymt hefur sjálfri sér af fórn- arlund, getur ekki að líta kröfu spjöld, sem á stendur: Ég vil fá þetta eða hitt; heldur látlaust merki, sem stundum sést yfir, en hefur þetta gullvæga letur: „Ég vil gefa allt.” Þeir, sem til þekktu, vissu að þetta síðasta merki bar Þórunn. Svo hátt reis það í höndum henn- ar, að af bar. Hér er ekkert skrum á ferðinni, heldur full- kominn sannleikur. Veit ég, að börn hennar taka undir þessi al- kunnu orð: „Hvað er engill úr Paradís, hjá góðri og göfugri móður”. Þótt æviferill Þórunnar hafi verið erfiður, átti hann og sínar björtu hliðar. Hún var elskuð og virt af lífsförunautum sínum og átti alltaf gott heimili með þeim. Gamlir vinir og nágrannar hafa sýnt henni órofa tryggð, enda var hún vinföst sjálf. Tengdasynir, barnabörn og aðr- ir henni nákomnir hafa alla tíð borið ást og virðingu fyrir henni. Börn hennar öll eru mesta úr- vals fólk, sem ég fyrir mitt leyti tel ávinning að hafa átt sam- leið með. Þau hafa frá upphafi til hins síðasta umvafið móður sína ástríkum örmum. Það kunni hún að meta og þakka. í hinztu legu sinni naut hún umönhunar dætra sinna á heim- ilum þeirra. Lengst af þessa vetrar var hún á Grenimel 12, hjá Sigurþóru dóttur sinni. Bar hún þakklátan hug til allra þar. Síðustu vikuna var hún í sjúkra- húsi. Aldur sinn bar Þórunn vel. Þá er ég sá hana á efri árum, kom mér þessi vísa ’Steingríms í huga: Elli þú ert ekki þung anda guði kærum. Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum. Nú þakka ég þér, Þórunn mín, fyrir góðu kynnin alla mína ævi. Þegar þú sýndir mér hjálp- fýsi, er ég var ung, og breiddir faðminn móti hverju sinni, er ég sá þig. Þær samverustundir eru mér ógleymanlegar. Áslaug Gunnlaugsdóttir. Gólfslípunln Rarmahlíð 33. — Sími 13677. Stúlka óskast sem fyrst á sveitaheimili í nágrenni Roykjavíkyr. Gott kaup. Upplýsingar í síma 32172 eftir kl. 8. Atvinna Stúlkur vantar strax til fastra starfa í verksmiðju vorri. — Upplýsingar frá 10—12 þriðjudag. Sápugerðin FRIGG Mafráðskonu vantar að símstöðinni Brú, Hrútafirði 15. þ.m. — Nánari upplýsingar veitir símstöð- in Brú. Danskar bœkur Seljum í dag og næstu daga úrval af göml- um (og nýjum) dönskum bókum ' fyrir mjög lágt verð. Er hér um að ræða bæði einstök rit og ritsöfn nokkurra frægra höf- unda. — Notið þetta sjaldgæfa tækifæri. Bókaverzl. Stefáns Stefánssonar Laugaveg 8 — Sími 19850. Sérhver kona á auðvelt með að sjá hvénær maðurinn er aftur sómasamlega rakaður ^ morgun og finnið mismuninn. 10 blaða málmhylki með Itýlfifyrir notuð blöð Gillette Til að fullkomna raksturinn — Gillette rakkrem l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.