Morgunblaðið - 10.05.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.05.1960, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 10. maí 1960 MORGUNBLAÐ1Ð 23 ríkjanna öllu illu, sem leyfðu Bandaríkjamönnum að staðsetja þessar njósnaflugvélar á flug- völlum í landi þeirra. — Njósnaflugið Framh. af bls. 1 flug. Telja menn ótrúlegt að loft varnir Rússa séu ekki sterkari en svo, að þeir hefðu getað verið búnir löngu fyrr að skjóta flug- vélina niður. f'lugumaður Rússa Ýmsar getgátur eru á lofti um þetta. Margir vilja ekki trúa skýrslu Rússa, enn aðrir telja að flugmaðurinn kunni að hafa villzt, einkum þar sem þess eru eldri dæmi einmitt af þessum slóðum, að Rússar hafi reynt að tæla flugvélar inn fyrir landa- mærin með villandi miðunar- stöðvum. Enn halda sumir, að flugmaðurinn kunni að hafa ver- ið flugumaður Rússa. Einnig telja menn það með ólíkindum í frásögn Rússa, að þeir segjast hafa skotið flugvél- ina niður í háloftunum, en samt hefur flugmaðurinn komizt lífs af. —■ Parísarblaðið Aurore bendir til dæmis á það að frásögn Rússa af atburðinum sé furðu- leg. Flugmaðurinn hafi verið skotinn niður af eldflaug, en hann hafi samt haft tíma til að taka með sér úr flugvélinni eit- ursprautu, skammbyssu og pen- ingabuddu, auk þess sem hann hafði tíma til að stöðva sjálf- virkar ljósmyndavélar og taka filmuna úr þeim. Engin U-2 til Noregs Frá Noregi berast þær fregnir, að T. Heine Eriksen flugvallar- stjóri 1 Bodö í Norður-Noregi hafi lýst því yfir, að hann kann- ist ekki við, að nein flugvél af tegundinni U-2 hafi verið vænt- anleg til flugvallar hans. Enn- fremur bendir hann á að það sé Bandaríska flugvélartegund . in U-2, sem kemur svo mjög við sögu um þessar mundir, er allsérstæð að gerð. Hún er smíðuð af hinum kunnu Lock head-verksmiðjum í Kaliforn iu og hefur sérstaklega verið ætluð til háloftsflugs. Hefur áður verið tilkynnt opinber- lega að hún fljúgi oftsinnis við veðurathuganir i 17 þús- und metra hæð en talið er, að hún komist jafnvel upp í 20 þús. metra. Er þetta nokkru hærra en orrustuflugvélar komast að jafnaði, en hins- vegar að sjálfsögðu auðveld- Iega innan skotmáls loftvarn- areldflauga. mjög ótrúlegt, að flugvél af þessari tegund hafi átt að fljúga í einum áfanga frá Tyrklandi eða Pakistan til Norður-Noregs. Til þess hafi þær alls ekki flugþoL Það hefur verið upplýst í Jap- an að tvær bandariskar flugvél- ar af tegundinni U-2 hafi haft bækistöðvar á japönskum flug völlum að undanförnu. Mun jap anska stjórnin leggja blátt bann við því, að þessar flugvélar verði notaðar til könnunarferða inn fyrir landamæri Rúslands. Eitrað andrúmsloft Bandaríkjamenn sæta harðri gagnrýni víða um heim fyrir þetta njósnaílug og eru þeir jafnvel sakaðir um að hafa eitr- að andrúmsloftið í alþjóðamál- um rétt áður en fundur æðstu manna stórveldanna hefst, 1 Rússlandi sjálfu er atburður þessi nú mjög notaður í áróðurs- ræðum og er þar farið háðuleg- ustu orðum um njósnir Vestur- veldanna. 1 dag hélt Malinovsky landvarnaráðherra ræðu, þar sem hann fordæmdi ræningja- starfsemi Bandaríkjamanna. — Hann sagði að þeir skyldu minn- ast þess er þeir ætluðu að fljúga yfir Sovétríkjunum, að þeir væru ekki yfir Guatemala eða Suður-Kóreu. Á þessum stað yrði flugvélum þeirra veitt mót- spyrna og þær miskunnarlaust skotnar niður. Hann hótaði þeim nágrannaþjóðum Sovét- Fram - Víkingur 4:0 FRAM oj Víkingur kepptu í Reykjavíkurmótinu á sunnudaginn og sigruðu Framarar 4:0, eftir 0:0 í hálfleik. Leikurinn var að mestu. einsfteifnuakstur að Víkingsmarkinu og hefði sigur Fram getað orðið stærri, ef þeir hefðu nýtt tækifærin betur í fyrri- hálfleik. — Fyrstu tvö mörk in voru að nokkru sjálfs- mörk, en þriðja markið skoraði Guðjón Jónsson er 20 mínútur voru af síðari hálfleik og sjö mínútum síð- ar skoraði Rúnar Guð- mannsson fjórða markið af löngu færi. — íþróttir Framh. af bls. 22. svo kalla varð á lögreglu. — Eftir leikinn sagði Pet- rie að hann myndi senda skýrslu um atburðinn til al- þjóða knattspyrnusambands- ins og forsvarsmenn Kína voru sannfærðir um að Suður- Kórea myndi verða dæmd frá keppni og Kína því fara til Olympíuleikanna. -— Fyrri leikinn vann Kórea 2:1._ KR vann Þrótt 2-0 1 góðum Ieik KR og ÞRÓTTUR kepptu í Reykjavíkurmótinu í gærkvöldi. Leiknum lauk með sigri KR 2 mörk gegn engu. Lcikurinn var vel leikinn, sérstaklega i síðari háifleik og frábær frammistaða Þórðar Ásgeirssonar i marki Þróttar átti mestan þátt i að sig- ui KR varð ekki stærri. — Svarbréf Framh. af bls. 16 undir þeim framkvæmdum fjár- hagslega. Það má því segja, að aldrei hafi riðið meira á því en nú, að allir séu samtaka um það að leita uppi sjúkar kindur og útrýma hiklaust þeim hjörð- um ,sem líkur eru til, að náð hafi að smitazt. Hér má taka til dæmis veiku kindina í Múla, sem fannst að nokkru leyti af tilviljun. Þótt greinilegar lungnaskemmdir fyndust ekki við niðurskurð á öðru fé á bæn- um, er það engum efa bundið, að talsvert hefur verið af smit- uðum kindum í heimafénu og miklar líkur til þess, að smit- un hafi átt sér stað á einstökum kindum á allra-næstu bæjum. Það er fjarstæða, að hægt sé að finna nýlega smitaðar kindur við fjárskoðun, og lungnaskoðun er ekki fullörugg fyrr en um 2 ár- um eftir að smitun fór fram og þó aðeins með því skilyrði, að kindin hafi ekki óvenjulegt mót- stöðuafl gegn veikinni. Hraust og mótstöðumikið fé getur borið með sér smit mjög lengi, án þess að veikinda verði vart. Það hefðu verið mikil mistök og raunar fullkomin uppgjöf, eins og nú standa sakir, ef fénu í Gervidal og á Laugabóli hefði ekki verið slátrað tafarlaust, eft- ir að vissa var fengin um, að veik kind hafði svo árum skipti verið í Múlafénu. Þegar komið er að lokasókn- inni gegn þurramæði, er sú hætt- an mest, að smit nái að dreifast, án þess að sýkingar verði vart. Það á ekki og má ekki vera nein- um tilviljunum háð, hvort fyrstu veiku kindurnar finnast eða ekki. Nauðsynlegt er, að stöðugt eftirlit sé haft með fénu og rannsókn fari fram á lungum úr öllu fullorðnu fé, sem slátrað er eða ferst — og til næst. Mikla áherzlu verður að leggja ávarna- mörk milli hólfa, þar sem smit gæti leynzt, og forðast ber alla óþarfa dreifingu á fé innan hólf- anna. Sé veikin staðfest í kind, er óhjákvæmilegt að lóga tafar- laust öllu fé, sem líkur eru til, að hún hafi haft náinn samgang við. — — ★ — Álit mitt á varnaraðgerðum gegn þurramæði er ekkert laun- ungarmál. Frá byrjun hef ég lagt áherzlu á það, að sauðfjár- eigendur treystu ekki um of á fjárskiptin, heldur væru vel á verði og fylgdust stöðugt með fé sínu. Það er hið mesta óráð að fresta slátrun á grunsömu fé, þar sem veikin hefur verið stað- fest. Því minna sem finnst af skemmdum lungum í niður- skurðarfénu, því meiri líkur eru til þess, að komizt hafi verið fyrir smitið. Þeim niðurstöðum ber að fagna, því þær benda til þess, að nægilega fljótt hafi ver- ið við brugðið, — og sú er von mín um Laugabólsféð síðastlið- ið haust. Með beztu kveðju. Guðmundur Gislason. Bandaríski flugmaðurinn William Thompson Power, sem Rússar segja að hafi stjórnað könnunarflugvélinni sem var skotin niður yfir Úral fjöllum. Krúsjeff sagði í ræðu sinni, að Power hefði gefið sig Rússum á vald og afhent þeim Ijósmyndir sem hann hefði tekið af rússneskum flug völium. — Beethovensafnið Frh. af bls. L öllum löndum heims þangað á hverju ári. Brennuvargurinn keypti séf aðgangsmiða að safninu í morg- un. Er hann gekk inn veitti dyra- vörður því athygli að hann hafði meðferðis bakpoka og vildi banna honum að fara með hann inn í húsið. En maðurinn sagði að í pokanum væri aðeins nokkr- ar brauðsneiðar. En það kom í ljós, að i pokan- um mun hafa verið benzínbrúsi. Þegar brennuvargurinn var kom inn upp á loft í húsinu og var þar einn í einu herberginu tók hann brúsann og sletti benzíni yfir gólf og húsgögn og kveikti síðan í með eldspýtu. Þegar safnverðir urðu eldsins varir og þustu að til að slökkva hann, stóð brennuvargurinn yfir eldinum með illgirnislegu glotti «n hafðist ekkert að. Handritin þrjú sem eyðilögðust vöru æsku- verk Beethovens „Lied an Laura“, „Gitter Ballet“ og „Rond ino“. Innilega þakka ég öllum þeim, sem sendu mér árnaðar- óskir og önnur vináttumerki á 60 ára afmæU mínu 20. apríl s.l. Isleifur Arnason. Hugheilar þakkir til aUra þeirra er glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 80 ára afmæli mínu 6. maí. — Guð blessi ykkur öll. Sigríður Guðmundsdóttir frá Voðmúlastöðum. Ég þakka af alhug öllum þeim er heiðruðu mig og glöddu á áttræðisafmæli minu 28. apríl s.L Þórlaug Bjarnadóttir, Eyrarvegi 10, Selfossi. Systir mín og föðursystir GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Granaskjóli 16, andaðist 7. þessa mánaðar í Bæjarspítalanum. Guðbjörg Jónsdóttir, Þóra Sveinbjamardóttir. Fósturfaðir minn SIGURÐUR SIGURÐSSON frá Rauðafelli, andaðist í Landsspítalanum 9. maí. Aðalbjörg Skæringsdóttú. Útför eiginkonu minnar og móður okkar GUÐRÚNAR sigurðardóttur Meðalholti 8, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikud. 11. maí kl. 3 ah. Þeir sem vildu minnast hinnar iá,tnu er bent á Líknar- stofnanir. Magnús Gnðmnndsson, Eyþór Dalberg, Hallgrímnr Dalberg.' Þökkum innilega auðsýnda samúð, blóm og skeyti, og alla hjálp við andlát og útför föður míns og tengdaföður, afa og langafa GUÐJÓNS SIGURÐSSONAR frá Dægru. Sérstaklega þökkum við Ásmundi Jónssyni, Jóni Ólafssyni og Svanhildi Traustadóttur, alla hjálp. Guð verndi ykkur öll. Fyrir hönd allra aðstandanda. Sigríður og Júlíus Fjeldsted. Þökkum hjartanlega fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför. GlSLlNU SIGRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR Jón Björnsson, Þórný Þórðardóttir, Jóhann Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.