Morgunblaðið - 10.05.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.05.1960, Blaðsíða 24
Íbróttasíðan er á bls. 22. 105. tbl. — Þriðjudagur 10. maí 1960 Einn ánœgður Sjá bls. 13. Brezkur togari leitar vars SAMKVÆMT fréttum frá forstjóra landhelgisgæzlunn- ar, Pétri Sigurðssyni, sigldi Fyrst til Beirut síðun d Longu- snnd SIGRlÐUR Geirsdóttir, sem kjörin var íegurðardrottn- ing íslands í fyrrasumar, er nú á förum til Beirút í Líbanon, þar sem hún mun taka þátt í hinni alþjóð- legu fegurðarsamkeppni um titilinn „Ungfrú Ev- rópa“. Keppnin stendur yfir dagana 5.—15. júní og mun Einar Jónsson, fram- kvæmdastjóri fegurðarsam keppninnar hér, fylgja Sig- ríði þangað. Upphaflega átti Edda Jónsdóttir, sem varð nr. 3 í keppninni í fyrra, að fara til Beirút, en þar eð hún getur ekki far- ið, mun Sigríður hlaupa í skarðið. í ágústmánuði mun Sig- ríður svo halda til Parísar, þar sem hún sameinast hópi fegurðardísa frá Ev- rópulöndunum og verða þær svo allar samferða til Bandaríkjanna, til að taka þátt í keppni á Landasandi um titilinn „Miss Universe“ sem þar fer fram 4. ágúsfc brezki togarinn Cape Palliss- er áleiðis til lands í morgun til þess að leita vars vegna bilunar. Var álitið að vír hefði festst í skrúfu togarans. Með hon- um fylgdist eitt brezku her- skipanna. Hafði forstjóri landhelgis- gæzlunnar fengið þær upplýs ingar frá brezka sendiráðinu, að skipin færu væntanlega til Aðalvíkur og yrði kafari sendur úr herskipinu til þess að athuga bilunina. Fréttaritari blaðsins á Isafirði hafði samband við Aðalvík á níunda tímanum í gærkvöldi og var togarinn þá rétt að koma í ljós, en herskipið sást ekki. Um 80 skip á miðunum Fyrir utan tólf mílna mörkin voru um það bil 80 skip að veið- um síðari hluta laugardags. Voru þar brezkir og íslenzkir togarar en einnig brezkir línuveiðarar. Sagði Pétur Sigurðsson að mjög sennilega hefðu enn fleiri skip verið að veiðum eitthvað dýpra. ■,S/.-,-....-.-J.-SSS/syS***SSSSSSSSXSSSSSSsZySSSSSSXSSyySSSSSSSSS5lS&Sf. S/SSS/SSSSSsw//.-//SsSSsSSsssswSs//.S.-. Estlendingurinn Mikhail Tal vann glæsilegan sigur í einvíginu um heimsmeistara- titilinn í skák. Einvígið var á- kveðið 24 skákir, en er fyrr- verandi heimsmeistari, Bot- vinnik, bauð jafntefli eftir 17. leik í 21. skákinni, hafði Tal hlotið 1214 vinning og þar með tryggt sér sigur. Tal er yngsti maðurinn sem vinnur heimsmeistaratitilinn, er að- eins 23 ára. Nánar verður fjallað um 21. skákina og feril Tals síðar. Myndin er frá ein- víginu, Tal er til vinstri og Botvinnik andspænis honum. 1000 sjúklingar BJÖRN PÁLSSON, flugmaður, fór seint í gærkvöldi í sjúkraflug vestmr í Hnappadalssýslu og flaug í þessari ferð með 1000. sjúkling- inn, sem hann hefur flutt síðan hann hóf þessa starfsemi árið 1949. Fyrsta sjúkraflug hans fyrir rúmum 11 árum var að Reykhól- um í Barðastrandasýslu, en þús- undasta sjúklinginn sótti hann av Garðamelum í Kolbeinsstaða- hreppi. Sjúklingurinn var Jón Gunn- arsson frá Þverá í Eyjahreppi. Þjáðist hann af bólgu í hálsi og var fluttur í Landsspítalann. Björn Pálsson bauð séra Sig- urði Einarssyni í Holti að vera með í þessari ferð. Eósfusunt ú Akiunesi AKRANESI, 9. maí. — Aðfara- nótt sunnudagsins var venju- fremur óróasamt í bænum. Við húsið Vesturgötu 29 lentu nokkr- Sr menn í ryskingum og voru í Jþeim átökum brotnar þrjár rúð- iUr i húsinu. Þar hafa búið ver- Uðarlangt nokkrir færeyskir sjó- menn. Þessa sömu nótt stal maður nokkur jeppabifreiðinni E-92 innst á Heiðarbrautinni, og fannst hún föst í girðingu efst á Skóiabraut. Hafði hún skemmzt nokkuð. Síðan ætlaði þessi sami maður að stela vörubifreið og síðan fólkC foifreið, tengdi hann saman í þeim leiðslur en þá brann yfir, svo að hann kom bílnum ekki í fiang. Kafari losar net úr skrúfu úti á rúmsjó Síðastliðinn föstudag varð vél- báturinn Stjarnan RE-3 fyrir því óhappi, út af Snæfellsnesi, að netin festust í skrúfunni, svo að skipið varð bjargarlaust og ósk- Frimerkjum sfolið AÐFARANÓTT laugardags ins var brotizt inn í verzlun að Frakkastíg 16 og stolið frlmerkjum að verðmæti 2—3000 krónur. Voru þar tekin tvö stór frímerkjaalbúm og eitt lít- ið, svo og spjöld með frí- merkjum. Mun útihurðin hafa ver- ið sprengd upp, en mál þetta er nú í rannsókn. Ær snöggdrepast lir hjartalömun SKAGAFJÖRÐUR (eystri) 9. maL — Tíðarfar má kallast gott, stillt og þurrt veður daglega, en alltaf frost um nætur, svo að marga daga þiðnar ekki í for- sælu. Snjór er þó að mestu tekinn af láglendL Sauðburður er rétt að byrja og víða ekki byrjaður. Ber nokk- uð á því að ær fái doða og komið hefur fyrir að nýbornar ær snögg drepast úr hjartalömun. Sagt er, aðar og holdmiklar ær. Um tíma í vor fiskaðist vel í net á Hofsósi en hrotan nú geng- in yfir. Grásleppuveiði er nokkuð stunduð og hafa sumir sjómenn haft sæmilega vertíð, þar sem um 6 krónur fást fyrir hrogn úr einni grásleppu. Sjómenn eru senn að koma heim af vertíð við Suðurland og undirbúningur sumarvertíðar á tið það komi helzt fyrir vel fóðr- þorsk hafinn. — B. aði eftir hjálp úr landi. Þegar slíkt kemur fyrir hefur oftast orðið að draga skipin til hafnar og því fylgt mikill kostnaður. En að þessu sinni var málið leyst með öðrum og einfaldari hætti, — froskafari var fenginn í Reykjavík til að skera netið úr skrúfunni. Það var Andri Heiðberg kafari sem var fenginn til að fara út með vélbátnum Drífu, en Stjarn- an var um 20 mílur vestur af Malarrifi. Þó veðrið væri prýði- legt á föstudagskvöldið var tals- verð undiralda þegar komið var út að hinu bilaða skipi, svo að verkið ætlaði að reynast erfitt. Varð verkið hið versta vegna þess hve skipið ruggaði. Kafaði Andri tvisvar í fyrra skiptið 10 mínútur og síðan í nærri hálf- tíma. Var hann í froskmanns- búningi og með tvær flöskur af pressuðu lofti. Notaði hann beitt- an hníf og slaghamar en í skrúf- únni var þykkur og harður bunki af samanvöðluðum snærum og nælonnetum. Eftir rúman hálf- tima var skrúfan laus og Stjarn- an gat siglt til Keflavíkur. Bifreiðaslys UM SJÖLEYTIÐ í kvöld gerðist það á Hvalfjarðarveginum í brekkunni í Brynjudal, að fólks- bifreið úr Reykjavík ók aftan á og inn undir pall á stórum vöru bíl úr Borgarnesi. Var vörubíll- inn á heimleið úr Reykjavík. Enginn maður meildist, en fólksbifreiðin stórskemmdist, lagðist saman að framan. Fenginn var kranabíll til þess að flytja fólksbifreiðina til Reykjavíkur. — Oddur. íslendingur hverfur i Vancouver I VESTUR-ISLENZA blaðinu Lögberg-Heimskringla, frá 31. marz, er sagt frá því, að íslenzk- ur maður að nafni Halldór Hall- dórsson, 62 ára, hafi horfið að heiman frá gér og ekkert af hon- um frétzt síðan 1. apríl 1959. Segir I Lögberg-Heimskringlu, að blaðinu hafi borizt úrklippa úr morgunblaðinu Province í Vancouver, dags 21. marz sl., þar sem sagt sé frá hvarfi mannsins. Hafi hann átt heima í fátækra- hverfi við sjávarsíðuna, sem nefnist The Waterfront og sé hluti af Burnaby. Búa í því hverfi um 200 manns, sem ekki hafa í önnur hús að venda. Segir í blaðinu, að 1. apríl hafi Halldór komið til nágranna síns, greitt honum 10 dollara skuld og sagt, að nú vissi hann hver hefði myrt dóttur sína. Segir og að yfir völd láti sig litlu skipta afdrif fólksins í þessu hverfi og virðast engar skýrslur vera til um þetta mál. Fréttaritari Province mun hafa farið heim til systur Halldórs, Onnu Halldórsson, sem er sjötug að aldri Vissi hún lítið um dótt- urina, sem um getur, en stað- hæfir að hún hafi tilkynnt lög- reglunni í Vancouver og Burna- by hvarf bróður síns. Keilir selur í Grímsby Grimsby, 9. maí (Frá Haraldi Hamar) HAFNARFJARÐARTOGAR INN Keilir seldi hér í Grimsby í morgun 1907 kitt eða 121 tonn fyrir 8517 sterlingspund. Aðeins eitt kitt var ónýtt eða 63t4 kg. og voru fiskgæði mjög sæmi leg. Togararnir Júní og Jón Þorláksson eru á leið til Hull. Héruðsskólor og húsmæðraskólur i sveitum verði byggðir og reknir ul ríkinu Frumvarp Sigurðar Bjarnasonar og Sigurðar Agústssonar á Alþingi I GÆR var til 1. umræðu í Neðri deild Alþingis frumvarp Sigurðar Bjarnasonar o. fl. um að ríkinu verði gert að greiða að 9/10 hlutum stofn- og rekstrarkostnað héraðs- og hús- mæðraskóla í sveitum. 1 framsöguræðu með frum- varpinu gat Sigurður Bjarnason þess, að Pétur Ottesen hefði á 2 þingum flutt samskonar frum- varp. Astæðan til þess, að frum- vörp um þetta efni væru fram borin, væri sú, að mikils ósam- ræmis hefði þótt gæta í greiðsl- um ríkissjóðs til skóla í landinu. Þetta hefði m. a. verið tekið til meðferðar fyrir 4 árum á fundi, sem fulltrúar margra skóla víðs- vegar um land hefðu haldið, en þar hefði verið samþykkt sem varatillaga sú skipan þessara mála, sem í frumvarpinu væri lagt til að tekin yrði upp. S. Bj. benti á það m. a., að ríkið greiddi nú allan kostnað við suma skóla, enda væru hin fámennari sýslufélög mjög fé- vana og ófær um að standa und- ir kostnaði við skólana, sem margir hverjir væru líka að miklu leyti sóttir af nemendum utan sýslanna. Með samþykkt frumvarpsins yrði mjög greitt úr erfiðleikum sýslufélaganna í þessu efni. Björn Björnsson tók undir röksemdir S. Bj. og kvað hér vera um mikið vandamál að ræða, sem e. t. v. væri ástæða til að ganga enn lengra í að leysa en frv. gerði ráð fyrir. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og var frumvarpinu að svo búnu vísað til 2. umræðu og mennta- málanefndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.