Morgunblaðið - 10.05.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.05.1960, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 10. maí 1960 HtOvr'rJTxinr J m & 15 Þjóðleikhúsið Ast og stjórnmál gamanleikur efiir Raltigan Leikstjóri: Benedikt Arnason Michael (Jóhann Pálsson), Sir Jolin (Rúrik Raraldsson) og frú Brown (Inga Þórðardóttir). ÞJÓÐLEIKHUSIÐ frumsýndi sl. föstudagskvöld gamanleikinn „Ást og stjórnmál" („Love in Idleness") eftir enska rithöfund- inn Terence Rattigan. Höfund- inn er óþarft að kynna því að þetta er fimmta leikritið eftir hann, sem sýnt hefur verið hér í leikhúsum borgarinnar. Hann hefur um langt skeið notið mik- illa vinsælda sem leikritaskáld, bæði í Englandi og í öðrum lönd- um ,enda bera leikrit hans það með sér að hann er mikill leik- húsmaður, er þekkir til hins ítrasta kröfur leiksviðsins og kann frábærlega vel til verka. Hann er síður en svo bölsýnis- maður, þó að það sé mjög í tízku nú meðal yngri rithöfunda, enda hefur hann sagt að hann sé „ó- sammála því að það sé meira virði að græta áhorfendur en vekja þeim hlátur." Þessari Höfundaréttur framlengdur UM LEIÐ og 50 ár voru nýlega liðin frá láti skáldanna Henrik Ibsen og Björnstjerne Björnson og tónskáldsins Edward Grieg framlengdi norska Stórþingið böfundarétt þar í landi úr 50 ár- um upp í 56 ár frá láti hvers höfundar, og er þetta gert í sam- ræmi við nýja löggjöf ýmissa annarra landa um 6 ára fram- lengingu höfundaréttar vegna tjóns rétthafanna í seinustu styrj- öld, er stóð í 6 ár. skoðun sinni trúr, hefur Rattigan samið jöfnum höndum gaman- leiki og alvarleg leikrit, má með- al þeirra nefna hið bráðfyndna leikrit „Meðan sólin skín“ og hinn frábæra harmleik „Brown- ing þýðingunna“, sem bæði hafa verið sýnd hér við mikla hrifni allra sem þau sáu. Leikritið „Ást og stjórnmál" verður ekki talið með fremstu verkum höfundarins. Þó hefur það ýmsa kosti til að bera. Meg- inefni þess er vandamál, sem oft bregður fyrir í lífinu og það er ágætlega samið, svo sem vænta mátti um slíkan kunn- áttumann sem Rattigan er. Höf- undurinn þekkir persónur sínar til hlítar, enda eru þær sjálfum sér samkvæmar í einu og öllu og hann fléttar saman á hagan- legan hátt gamni og alvöru. Leikurinn gerist í London í lok síðustu heimsstyrjaldar. Ung- ur piltur, Michael Brown, sem dvalizt hefur um nokkra ára skeið við nám í Ameríku, kom heim til móður sinnar, sem er ekkja. Það verða miklir fagn- aðarfundir er þau hittast, en þegar Michael verður þess áskynja að móðir hans býr með fráskildum manni, sir John Flekker, ráðherra, umhverfist hann og lætur vægðarlaust í ljós vanþóknun sína á þessari „nið- urlægingu“ móður innar. Eru átökin, sem gerast út af þessari afstöðu drengsins, meginefni leiksins. Ég verð að játa það, að ég hafði ekki búizt við því, að leikrit þetta yrði sérstaklega skemmti- legt á sviði. Sá uggur minn reyndist þó éstæðulaus, því að leikurinn var hinn skemmtileg- asti frá byrjun til enda. Kemur þar flest til, prýðileg leikstjórn og sviðsetning Benedikts Árna- sonar, sem sýnir nú enn einu sinni að hann er snjall leikstjóri,' afbragðsgóð leiktjöld og sviðs- búnaður Lárusar Ingólfssonar og hversu sviðið er notað, og ágæt- ur leikur þeirra, sem með aðal- hlutverkin fara. Inga Þórðardóttir leikur frú Brown, veigamesta hlutverk leiksins. Var vissulega ánægju- legt að sjá þessa mikilhæfu leik- konu aftur í miklu og vanda- sömu hlutverki eftir alltof langt hlé. Fór Inga ágætlega með hlutverkið, lék af skilningi og öryggi á alla strengi mannlegra tilfinninga, jafnt í hryggð og gleði og kímni hennar var eink- ar skemmtileg. — Rúrik Har- aldsson, er leikur Sir John, fer einnig mjög vel með það hlut- verk. Hann er kannski ekki út af eins hátíðlegur og stílfastur og maður hugsar sér brezkan ráðherra ,en leikur hans er því meira liíandi og persónan öll skemmtilegri og mannlegri. — Unga piltinn, Michael, leikur Jóhann Pálsson. Hlutverk þetta er mjög vandasamt og gerir miklar kröfur til leikandans. Jó- hann er ungur maður og á því ekki langan leikferil að baki sér. Hann hefur þó þegar sýnt það, að hann býr yfir góðri leik- gáfu og með leik sínum í þessu hlutverki hefur hann tekið af öll tvímæli um það að hann hefur þroskazt mikið í list sinni. Leikur hans var að vísu nokkuð leitandi í byrjun, en er á leið hvarf honum óstyrkurinn með öllu. — Herdís Þorvaldsdóttir leikur Diönu Fletcher, hina frá- skildu konu Sir Johns’s. Hefur þessari mikilhæfu leikkonu oft Hólshyrna og nægur skíða- snjór. Sundhöllin. Þá er unnið að kappi við Sundhöll Siglufjarðar og standa vonir til að námskeið geti hafizt í sundi í júnímánuði. íþróttasjóður hef ur ekki getað staðið í skil- um með sinn hluta bygging- arkostnaðar, og skuldir nú nokkur hundruð þúsunda af lögbundnu framlagi sínu. — Hafa þessi vanskil tafið bygg ingu laugarinnar — en Sigl- firðingar hafa á undanförnum tekizt betur en að þessu sinni. Ánna Guðmundsdóttir, Bryn- dís Pétursdóttir og Guðbjörg Þorbjarnardóttir, fara með minni hlutverk og leysa þau vel af hendi. Sviðið er opið þegar áhdrf- endur ganga í salinn og er tjald- Kveðjuorð TUTTUGASTA og fimmta des. sl. andaðist Anna Jóna Guð- mundsdóttir frá Höfn í Sléttu- hreppi Norður-Isafjarðarsýslu, 87 ára gömul. Fædd var hún að Hesteyri For- eldrar hennar voru merkishjón- árum þurft að sækja til nær liggjandi staða til sundnáms. Kvennadeildin Vörn og skip- stjórafélagið Ægir gáfu nýl. 55 þús. kr. til byggingar þess- arar. Bæjarstjórn hefur afhent í- þróttafélögum bæjarins þak- hæð í vesturálmu sundhallar- innar til afnota fyrir starfsemi sína. Sjúkrahús. Innan skamms verður haf- in nýbygging sjúkrahúss. — Teikningar hefur gert Sigur- jón Sveinsson. Kvenfélag Sjúkrahúss Siglufjarðar og Kvenfélagið Von hafa heitið um 1 milljón króna til bygg- ingar þessarar. Á þessu sumri verður og fullinnréttuð hæð í Gránu- götu 18 hér í bæ, sem fyrir- hugað er að Byggðasafn Siglu fjarðar verði til húsa í. Hús þetta er sameign ríkis og bæj- ar er þar dómssalur og lög- reglustöð. Verkefnin framundan. Verkefni, sem framundan eru: Viðgerð Öldubrjóts og Flóðvarnargarðs og framhalds framkvæmdir við Innri höfn- ina, ef fjármagn fæst til fram kvæmdanna. Þá er og fyrir- hugað að grasþekja Ráðhús- torg og steypa Gránugötu upp að því torgi. Þegar steyp ingu Gránugötu er lokið verða 4 götur steinsteyptar hér í Siglufirði: Aðalgata, Tjarnar- gata, Vetrarbraut og Gránu- gata. Stofnkostnaður slíkrar gatnagerðar er nokkuð mikill, en viðhaldskostnaður enginn. Myndina tók: Jóhannes Þórðarson. ið aldrei dregið fyrir. Er það skemmtileg tilbreytni. Leikhúsgestir tóku leiknum afbragðs vel, enda auðheyrt að þeir skemmtu sér ágætlega. — Hylltu þeir leikstjóra og leikend- ur ákaft að leikslokum. Sigurður Grímsson. in Rósa Gísladóttir og Guðmuftd- ur Þorsteinsson. Að þremur bræðrum hennar, er komust til fullorðinsára, er einn á lífi, Guð- mundur Jón, nær áttræður en stendur eigi að síður keikur við flatningsborðið hjá bæjarútgerð Reykjavíkur. 19 ára gömul giftist Anna Betúel Betúelssyni, starfsmanni hjá útibúi Ásgeirsverzlunar á Hesteyri. Bjuggu þau hjónin fyrst að Hesteyri, en fluttust svo að Höfn. Þar veitti Betúel forstöðu öðru útibúi Ásgeirsverzlunar. Bjuggu þau að Höfn myndar og rausnarbúi til ársins 1934. Þá fluttust þau að Kaldá í Önundar- firði og dvöldu þar til æviloka hjá tveim börnum sínum. Mann sinn missti Anna fyrir nokkrum árum. Þeim hjónum varð 12 barna auðið, eru ellefu á lífi, öll mannvænleg og dugmikil eins og þau eiga ætt til. Anna Jóna Guðmundsdóttir var ein þeirra hóglátu, íslenzku húsmæðra, er helgaði heimilinu óskipta krafta sína, enda starf- ið ærið nóg, umfangsmikil bú- sýsla og börnin mörg. Trúað gæti ég, að þjóð vor fái semt fullþakk- að slíkum konum. Máski er það eitt af alvarlegustu vandamálum æskunnar nú til dags, að móður og húsmóðurstarfið eru alloft hjá verk. Ég minnist þess frá æskuárum, er ég var póstur fyrir vestan, þá var gott að koma að Höfn til þeirra hjóna. Mér er enn sem ég sjái húsmóðurina, brosmilda og föngulega ávarpa dætur sínar. „Blessaðar, hjálpið þið nú póstin- um úr bleytunni." Slík var alúð hennar og umhyggja, er gest bar að garði. Já, þreyta og vosbúð gleymdist, er maður sá ljósið i gluggunum á Höfn. Að koma þangað, var eins og að koma heim. Ég trúi því og óska þess af hjarta, að þú hafir fengið góð- ar móttökur, er þú komst úr pinni hinnstu för til landsins fyrir handan. Ég trúi því, að ljósið frá glugg- unum þinum og brosið þitt og hjartahlýjan hafi og lýst upp veg þinn til þins nýja heimkynn- is. A Siglufirði * * i SIGLUFIRÐI, 3. maí: Ýmsar l framkvæmdir eru nú á döf- / inni hjá ’Siglufjarðarbæ. — » Fyrst er að nefna hafnar- 1 bryggjuna, sem unnið hefur L verið að undanfarin 2 ár. Nú i er verið að setja niður festla / (polla) og kanttré. Undirstaða festlanna er 2x2 m og í undir stöðuna fara um 20 tonn af steinsteypu. Þá verður á næst urmi steypt hella yfir syðri helming hafnarbryggjunnar. Meðfylgjandi mynd sýnir stórvirk tæki að verki við hafnarbryggjuna. f baksýn er Anna Jónn GuSmundsdóttíi Guðmundur Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.