Morgunblaðið - 11.05.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.05.1960, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 11. maí 1960 MORCinvnTAniÐ 3 Hvenær linnir bílaöldinni ÍSLENDINGAE eru mikil sagnaþjóð að fornu — og nýju. Fyrir utan hin meiriháttar bók menntaafrek á því sviði — sem eru á mörkum skáldskap- ar og veruleika — hefur þjóð- in öldum saman safnað og samið þjóðleg fræði um menn og málefni — kynjaverur og hulda heima. Segja má, að ekkert mennskt eða ómennskt standi þar utan gáttá — á leiksviði baðstofunnar undir grónu torfi, þar sem fjarlægt verður nálægt og nálægt fjar- lægt og tími og rúm draga sig í hlé og bíða meðan sögnin lif- ir í vitundinni. En leiksvið baðstofunnar er löngu hrunið — íslendingur nútímans hefur byggt sér nýtt svið — nýjan heim, þar sem tæknin leikur aðalhlutverkið. Og sögnin byrgir andlit sitt í skýrslugerð alls konar stofn- anna. Og þó — enn eru til menn, sem standa með annan fótinn á baðstofugólfinu og hinn á Lækjartorgi, ef svo má segja. ★ Nýlega frétti Mbl. af lög- regluþjóni hér í bæ, Guðlaugi Jónssyni, sem undanfarin ár hefur unnið að því, jafnframt starfi sínu í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, að semja sögu bifreiða á ísiandi. Eitt bindi hefur þegar kom- ið út frá hendi Guðlaugs, „Bifreiðir á íslandi 1904— 1915“, en það kom út árið 1956. Höfundurinn vinnur nú að öðru bindinu á skrifstofu sinni í Hegningarhúsinu og lék blaðamanni Mbl. forvitni á að hitta þennan „nútíma— sagnfræðing“ og spjalla við hann. » Ég er fæddur við þessa frumstæðu hætti í samgöngu- málum frá Landnámstíð — segir Guðlaugur, þegar viS" höfum komið okkur fyrir við skrifborðið hans — og fluttist svo allt í einu til Reykjavíkur — í nýjan heim. — Hvar ertu fæddur? — í Hnappadal í Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu. Þar var ég til tvítugs aldurs, en fór síðan suður. — Hvenær var það? — 1918 — daginn sem Katla gaus. — Og fékkstu strax áhuga fyrir bílum? — Ég hafði raunar komið áður til Reykjavíkur og séð bíla, en það var heldur ekki meira. Það var ekki fyrr en ég gekk í lögregluna 1919, að ég fór frekar að hugsa um þessi mál, þar sem ég vann við skrá setningu bifreiða — allt frá 1920—40. í fyrstunni taldi ég viðeigandi og raunar sjálfsagt, að einhver innan bifreiða- stjórastéttarinnar eða sam- tök þeirra létu skrá- setja sögu bifreiða á ís- landi, en tíminn leið og ekki bólaði á neinum, svo ég tók það tyrir að leggja mig eftir þessu. En það var ekki fyrr en árið 1950 að ég gat farið að snúa mér að þessu í alvöru — maður hafði ekki mikið frí eða tíma til dundurs í gamla daga og var feginn að hvíla sig, þegar hægt var. Þetta mátti ekki seinna vera. Ég skal segja þér, hvað þetta gat staðið tæpt. Þegar ég byrjaði var að- eins einn þeirra manna á lífi, sem voru í stjórn fyrsta bif- reiðafélagsins, Pétur Þ. Gunn arsson, kaupmaður. Ég náði hjá honum nokkrum upplýs- ingum, en þá hafði hann tek- ið banamein sitt — en það vissi ég ekki þá. Svipað var það með Sigurð Sigurðsson, járnsmið, sem átti fyrsta Over landbílinn, sem fluttur var til landsins. Ég náði snöggvast af honum tali, en hann dó skömmu síðar, svo ég náði ekki í hann aftur. Þriðji mað- urinn var Þorkell Þ. Clem- entz, vélfræðingur, sem fyrst- ur manna stjórnaði bíl hér á landi — Thomsenbílnum. Ég náði nokkrum sinnum tali af honum, en alls ekki eins og ég hefði þurft. Þetta var allt á hlaupum. Einn góðan veður- dag varð hann bráðkvaddur — og þá var það búið. Þeir eru margir tapaðir og fróðleikur- inn- með þeim. Það er voða- legt að leggja út í að skrá- setja það sem byggt er á minni manna. ■— Er ekki til eitthvað skrá- sett fyrir? — Það er lítið, Blöðin hafa hjálpað mikið upp á með tíma setningu, einkum fyrst, meðan bílar voru sjaldgæfir og máttu Fyrsti læknisbíllinn í Reykjavík — og sennilega á öllu land- inu — bíll Matthíasar Einarssonar, læknis. af sögnum og öllu slíku ,eri mér gafst ekkert tækifæri til að sinna því sakir anna, fyrr en nú á seinni árum. Ég gaf út eina bók 1950, „Bóndann á Heiðinni og fleiri sagnir", og það hefur kannski orðið til að ýta undir mig. — Sjáðu hér er rætt við Guð- laug Jónsson, lögregluþjón ég með tvö handrit sagn- fræðilegs eðlis — fullbúin, hvort sem þau verða nokkr- um tíma gefin út — Og hérna er annað. Kennslubifreið Gunnars Ólafssonar, ökukennara, í göngum á Hellisheiði. snjo- varla hreyfa sig, án þess að um það væri skrifað í blöðin, en þegar þeir verða almennir er erfiðara að átta sig. Þá er eingöngu sagt frá því, þegar bílarnir eru að brjóta sér leið- ir, en gallinn er sá, að blöðin nefna ekki mennina — og það er til þessara manna, sem ég þarf að ná. Sérstaklega man ég eftir fyrstu ferð yfir Holta- vörðuheiði 12. júlí 1927. Mig vantar ferðalýsingu á þeirri ferð — ásamt fleiru. Og 7. ágúst fóru nokkrir ungir menn á bíl að Geysi. Það var einnig fyrsta ferð þangað. Hvaða ungu menn voru þetta? Áttunda ágúst 1929 stendur í Morgunblaðinu, að ekið hafi verið frá Borgarnesi — út Hafnarskóg — til Akraness — einnig í fyrsta sinn, sem þessi leið er farin — en hverjir fóru þetta? Það stendur ekkert um það í blaðinu. ★ — Hvernig stendur á þess- um áhuga þínum fyrir sagn- fræði? — Ég hef alltaf haft gaman — Er skrifborðið fullt af þessu? — O nei. Þetta er handrit, sem ég nefni „Úr fórum lög- reglumanns". En það getur beðið, ég þarf að ljúka við annað bindið af sögu bifreið- anna og koma því út, þó það sé ekkert upp úr því að hafa. Ég fékk ársfrí frá störfum eft- ir fjörutíu ára starf í lögregl- unni og hef setið hér í ellefu mánuði og reynt að koma því saman, en mig vantar enn upp lýsingar um notkun bifreiða víðs vegar um landið. Mig vantar Múlasýslurnar, Vest- firðina, A-Húnavatnssýslu og Skagafjörð. Ég get ekki ferð- azt til allra þessara staða, en mér væri þökk á að fá upp- lýsingar eða frásagnir um all- ar fyrstu ferðir bíla um land- ið. — Við skulum sjá hvort ein hver les ekki þessar línur, sem getur liðsinnt þér — segðu mér þá eitthvað úr sögu bíl- anna. ★ — Þar sem þú ert blaða- maður er bezt að ég segi þér lítils háttar frá viðbrögðum blaðanna á landnámstíð bíl- anna. Á árunum 1916—18 var bílanna öðru fremur getið í blöðum fyrir það að þeir gátu ekki aðhafst fyrir skorti i benzíni og varahlutum. Sum- arið 1918 virðist benzínskort- urinn hafa orðið með allra mesta móti. Til marks um það eru blaðafregnir, sem hermdu að flestar bifreiðanna í Reykja vík hafi þá verið látnar ganga fyrir steinolíu, og afleiðingin af því hafi orðið sú, að há- vaðinn af þeim hafi orðið meiri en nokkru sinni áður, og reykjarsvælan hvar sem þeir fóru. Um þetta leyti komu 200 kassar af benzíni með skipi til Reykjavíkur. Þá segir eitt blaðanna frá því að skipið, sem kom með benzínið, hafi einnig flutt hingað 7 nýja bíla — og bætir við: Manni verður spurn. Hvar á þetta bifreiða fargan að lenda? — Tónninn í þessu er greinilega þess eðlis, að blaðaritarinn hefur ekki á- litið bílana nauðsynlega hluti fyrir íslendinga. Tæpum 2 mánuðum síðar kom annað skip og hafði að færa nýjar benzínbirgðir og 10 nýja bíla. Þá segir blaðið: Hvenær ætlar þessari bílaöld að linna? Eru ekki komnir hingað nógu margar bifreiðir til þess að annast fólksflutn- inga á vegum, sem færir eru? — Nei það var nú eitthvað annað en að bílaöldin hefði náð hámarki sínu, þegar hér var komið og myndi margur segja: sem betur fer! Tíu árum síðar var deilt um, hvort réttara væri að leggja áherzlu á samgöngur á sjó eða landi. Þá segir í sama blaði: Ekki einn einasti maður, sem vill komast milli Suður- og Norðurlands, mun fara að hír- ast með strandferðaskipi í marga daga — og enn fremur: það er ekki minnsti vafi á að fé, sem verja á nú í nýtt strandferðaskip, hefði verið margfallt betur varið með því að leggja það í Norðurlands- veginn. — Svo hef ég hér ágæta „nútímalýsingu“ frá árinu 1917. Hún er úr nefndaráliti um breytingar á bifreiðalög- unum, þar sem rætt er um hraðaákvæði innanbæjar, sem var fært úr 15 km niður í 12. Þar segir: Næturakstur í Reykjavik er t. d. nú þegar að verða plága mörgum manni og miðar aðallega til þess að skemmta nautnasjúku fólki, sem eigi virðist annað hafa að gera með tíma sinn og fé, en að leita sér næturskemmtana í bifreiðum. — Þannig var nú „rúnturinn“ þá — og er víst enn. — i.e.s. STAKSltlMR Ómaklegar árásir Þjóðviljinn og Frjáls þjóð hafa haldið uppi ómaklegum árásum á Ingólf Jónsson ráðherra út af dómsniðurstöðu um greiðslu bóta til kaupfélagsins Þórs á Hellu vegna breytts skipulags kauptúnsins. Gerðardómur, sem skipaður var þremur hæstarétt- ardómurum, fjallaði um mál þetta og þarf ekki að taka fram að fulls hlutleysis var gætt. Ingólfur Jónsson hefur sem ráðherra engin afskipti haft af þessu máli, enda var ákvörðun tekin um að kaupfélagið leitaði réttar síns, áður eir hann varð ráðherra. En þótt svo hefði ekki verið, þá er auðvitað alveg frá- leitt að álykta sem svo, að stjórn kaupfélagsins Þórs hefði átt að falla frá réttmætum kröfum fyr- ir hönd félagsins, vegna þess að fýrrverandi stjórnandi þess var orðinn ráðherra. Til þess hefði stjórnin enga heimild haft. Menn geta auðvitað deilt um réttmæti dómsniðurstöðu, enda orkar þar oft tvímælis. En hinu verður ekki haldið fram með neinum rökum, að íslenzkir hæstaréttardómarar sinni ekki störfum sínum samvizkusamlega. Svo vel hefur Hæstiréttur gætt hlutleysis síns allt frá stofnun, að slíkar ásakanir verka bein- línis hjákátlega. Þess vegna ætti að mega treysta því að hinar ómaklegu árásir á Ingólf Jónv son falli dauðar og ómerkar. Þar sprakk blaðran Eins og kunnugt er hafa komm únistar þrástagazt á því, að gengislækkunin 1958 á tímum vinstri stjórnarinnar hafi í raun og veru engin gengislækkun ver- ið. Skýringar þeirra á hinu svo- kallaða yfirfærslugjaldi hafa þó ætíð verið býsna kynlegar. Ekki hefur verið búizt við að kommúnistar játuðu hreinlega að um gengislækkun hafi verið að ræða 1958, eins og sumir stuðn- ingsmenn vinstri stjórnarinnar hafa þó gert. Hins vegar var við því að búast, að þeir játuðu þess- ar staðreyndir óvart fyrr eða síðar og í gær segir svo í Þjóð- viljanum: „Jafnan var fylgt skráðu gengi eða því gengi, sem skipafélögin þurftu að greiða fyrir hinn er- lenda gjaldeyri, þar til sumarið 1958. Þá var í raun og veru margs konar gengi“. Með þessari einföldu yfirlýs- ingu játa kommúnistar tvennt. I fyrsta lagi að vinstri stjórnin hafi fellt gengið stórlega en svo jafnframt að þá hafi margföld gengisskráning verið tekin upp þjóðinni tii stórtjóns. Gleymdist að samræma sjónarmiðin í gær skrifa stjórnarandstöðu- blöðin um samkomulag útvegs- manna og vinnslustöðvanna um fiskverð. Virðist þeim félögun- um við Þjóðviljann og Tímann hafa láðst í þetta skipti að sam- ræma sjónarmiðin. Þjóðviljinn segir í fyrirsögn: „Kerfið þegar hrunið!“ Blaðið heldur síðan áfram bollaleggingum um, að ver ið sé að styrkja útgerðarmenn, og lýkur hugleiðingunum með þessum orðum: „Fyrir launþega er það sér- staklega athyglisvert, að þegar atvinnurekendur kvarta, hleypur ríkisstjórnin til og eys í þá pen- ingum“. Tíminn er hins vegar á allt öðru máli og í forsíðufyrirsögn segir blaðið: „Útgerðin fær mun lægra fiskverð en heitið var“. Spurning dagsins er því: Væri ekki ráð fyrir stjórnarandstæð- inga að reyna að samræma sjón- armiðin í þessu máli eins og öðrum fyrir morgundaginn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.