Morgunblaðið - 11.05.1960, Blaðsíða 24
Íbróttasíðan
er á bls. 22.
JMftrgitttMiriiitf*
I Jóhannesarborg
— Sjá bls. 12.
106. tbl. — Miðvikudagur 11. maí 1960
Maður slasast á
Kefl avíkurfl ugvellí
KEFLAVÍKURVELLI, 10. maí.
I>að slys varð hér á flugvellinum
í morgun, að Hallgrímur Krist-
mundsson, verkamaður, 31 árs að
aldri, til heimilis í Keflavík, féll
til jarðar frá þriðju hæð og slas-
aðist allmikið, þó ekki lífshaettu-
lega.
Plöntum
stolið
ER Skólagarðarnir fluttu í
fyrravor af Klambratúni i
Aldamótagarðana gafst
ekki tími til að flytja allar
plönturnar þaðan, auk þess
sem nýtt land var ekki til-
tækilegt til að taka við öll-
, um þessum gróðri í einu.
Eiga Skólagarðarnir því
enn mikið af alls konar
fjölærum plöntum og trjám
á gamla skólalandinu i
Klambratúni, sem á að
flytja í nýju garðana.
En ekki hefur verið frið-
ur með þessar plöntur og
hefur verið stolið svo skipt
ir hundruðum plantna, eign
Skólagarðanna, í fyrra og
nú.
í fyrra var reynt eftir
megni að stugga fólki i
burtu, sem ætlaði að ganga
í plönturnar. SI. laugardag
voru mikil brögð að því að
fólk kæmi og hirti sér
plöntur. Og I fyrrakvöld
komu þar tveir menn í bíl
með þrjú börn með sér og
stálu plöntum. Ekki náðist
í fólk þetta.
Slys við
höfnina
KL. HÁLF sjö í gærkvöldi varð
það slys við höfnina, er verið
var að afferma Fjallfoss, að Gísli
Guðmundsson féll af bátadekk-
inu og niður á bryggju, sem mun
vera um 6 m fall. Var hann
fluttur á Slysavarðstofuna, en
sendur þaðan á Landakotsspítala.
Hafði Gísli handleggsbrotnað, en
ekki hafði fullnaðarrannsókn
farið íram á meiðslum hans.
Hlé á löndunum
þessa viku
1 GÆRMORGUN seldi Júní frá
Hafnarfirði í Hull 15414 lest fyrir
9833 sterlingspund. Og í dag sel-
ur Jón Þorláksson um 150 lestir.
Samkvæmt ábendingu Þórarins
Olgeirssonar hefur L.Í.Ú. ákveð-
ið að fleiri togarar landi ekki þar
út vikuna, að því er Ingimar Ein-
arsson hjá L.Í.Ú. tjáði blaðinu
í gær.
Heppilegra er nú talið að ísl.
togarar landi ekki um stundar-
sakir í Englandi. Astæðan fyrir
því er m. a. sú, að brezku togar-
arnir eru nú að koma með fisk
af íslandsmiðum, og má því bú-
ast við lækkandi verði á markað-
inum. Hinn góði markaður í
Bretlandi hefur m. a. orðið fyrir
það að ísL togararnir komu með
eina íslenzka fiskinn á markað-
inum. Einnig þykir ástæða til að
sjá hverju fram vindur í sam-
bandi við hið ótrygga ástand sem
skapazt hefur veena verkfalls-
boðunarinnar.
Hallgrímur var að vinna við
stóra íbúðarblokk, sem Aðalverk
takar eru að byggja fyrir varnar
liðið. Var hann handlangari og
var að taka á móti sementsteypu,
sem höluð var upp í vélknúinni
lyftu, en Hallgrímur tók steyp-
una inn um glugga á þriðju hæð.
Á lyftupallinum voru tvennar
hjólbörur fullar sementsteypu.
Erfitt er að fá upplýsingar um
hvernig slysið raunverulega gerð
ist, þar sem lyftustjóri tók fyrst
eftir er Hallgrímur steyptist til
jarðar. Heimildarmaður Mbl.
taldi þó liklegast að Hallgrímur
hefði tekið aðrar hjólbörurnar
inn um gluggan, og stigið út á
lyftupallinn til að ná í hinar bör-
urnar. Þá hafi lyftan farið á hreyf
ingu og Hallgrímur misst jafn-
vægið og fallið fram af pallinum.
Fallhæðin er um sex metrar
og kom Hallgrímur með höfuðið
á hjólbörur sem lágu á hvolfi á
jörðunni. Skarst Hallgrímur mik
ið á andliti og óttuðust menn
fyrst að hann væri höfuðkúpu-
brotinn. Var honum ekið í spítal-
ann í Keflavík og við rannsókn
kom í ljós að hann var allmikið
marinn, með brotna hnéskel og
mikið skaddaður á andliti. Ekki
voru meiðsli hans fullrannsökuð,
en þó var hann ekki talinn í lífs-
hættu. — B. Þ.
1 greinargerð, sem fylgir til-
iögunni segir svo:
Vegalengdin milli Reykjanes-
vita og Grindavíkur er um 10.
km. Vegur sá, sem nú er notazt
við milli Staðar í Grindavík og
Reykjanesvita, var lagður árin
1926—1928 af þáverandi vita-
verði. Gerð vegarins var fyrst og
fremst miðuð við það eitt, að
hann væri nokkurn veginn fær
hestvögnum, enda aðallega til
hans stofnað með það fyrir aug-
um, að vitavörður ætti hægara
með aðdrætti frá Grindavík. -
Þótt vegur þessi hafi upphaf-
lega ekki verið gerður sem ak-
vegur fyrir bifreiðar, hafa þær
þó getað klöngrazt yfir hann, .en
yfirleitt er hann ekki talinn fær
nema sterkum vörubifreiðum
eða jeppum. Það kom brátt í Ijós,
að vegur þessi var ekki aðeins
nauðsynlegur vegna aðdrátta vita
varðarins, heldur hefur hann síð-
an verið talinn lífsnauðsynlegur
vegna hinna tíðu skipstranda á
þessum slóðum.
Annálaður strandstaður
Alþjóð er kunnugt, að strand-
lengjan frá Grindavík að Reykja-
nestá er einn annálaðstur strand-
staður á íslandi. Þar hafa farizt
fjöldi skipa, erlendra og inn-
lendra, og tugir sjómanna hafa
þar týnt lífi sínu í brimgarðin-
um.
í Grindavík er ein fræknasta
björgunarsveit landsins, og hef-
ur hún ætíð átt í miklum erfið-
I leikum með að koma sér og tækj
Maðurinn féll út um gluggann
á þriðju hæð, 6 m fall, og kom
með höfuðið á hjólbörurnar,
sem sjást á hvolfi á jörðinni.
um sínum á strandstað vegna þess
hve vegurinn er ógreiðfær. Lítil
áherzla hefur verið lögð á við-
hald vegarins, en með þeim stór-
virku vinnuvélum, sem nú eru
fyrir hendi, er tiltölulega auð-
velt að gera veg þennan nokkurn
veginn greiðfæran á skömmum
tíma án mikils tilkostnaðar, þar
sem hann liggur að mestu um
apalhraun, sem auðvelt er að
vinna. Vegur þessi hefur hins veg
ar algera sérstöðu vegna hins
þýðingarmikla hlutverks, sem
hann gegnir, og telja flutnings-
menn þessarar tillögu, að brýn
nauðsyn, beri til, að hafizt verði
handa um lagfæringu hans nú á
þessu sumri.
Nánar í framsögu.
FUS á Siglufirði
30 ára í dag
FÉLAG ungra Sjálfstæðismanna
var stofnað hinn 11. maí 1930 og
er því 30 ára gamalt í dag
Afmælis félagsins er minnzt
með útgáfu sérstaks afmælis-
blaðs. Síðar í mánuðinum verður
svo haldið afmælishóf, sem jafn-
framt verður árshátíð Sjálfstæð-
isfélaganna á Siglufirði.
í stjórn félagsins eru nú: Stef-
án Friðbjarnarson form., Knútur
Jónasson, varaform., Helga Back
mann gjaldkeri, Birgir Schiött rit
ari og meðstjórnendur Gústaf
Nílsson, Haukur Magnússon og
Edda Árnadóttir.
(Ljósm.: Magnús Gíslason.
Vegurinn írá Grindavík að
Reykjanesvita verði lagfærður
Þingsályktunartillaga Alfreðs Císlasonar
bœjarfógeta og Matthíasar Á. Mathiesen
TVEIR þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjöridæmi, þeir
Alfreð Gislason og Matthías Á. Mathiesen, lögðu í gær fram á
Aiþingi svohljóðandi tillögu um lagfæringu vegarins frá Grindavík
að Reykjanesvita í Gullbringusýslu:
Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta þegar
á þessu sumri lagfæra veginn milli Grindavíkur og Reykja-
nesvita, þannig að hann verði akfær venjulegum farar-
tækjum. —
Bátnum hvolfdi —
drengjum bjargað
AKUREYRI, 10. maí. — Sá atburður gerðist hér í gær að
tveir 15 ára unglingar hvolfdu undir sér báti í Eyjafjarðarál,
en varð bjargað.
Síðari hluta dags í gær fengu
tveir strákar bátkænu lánaða og
reru frá Slippnum út á fjörðinn.
Hafði annar veiðistöng með-
ferðis. Var hann klæddur búss-
um, en félagi hans í hnéháum
stígvélum. Er komið var austur
í miðjan Eyjafjarðarál, norðaust
ur héðan frá Akureyri, hvolfdi
bátnum undir strákunum, enda
munu þeir báðir hafa hallað sér
út í sama borð kænunnar. Báðir
voru þeir syndir.
HRÓPIN HEYRÐUST í LAND
Annar þeirra reyndi þegar í
stað að klæða sig úr bússunum
og tókst það, en hinn komst ekki
úr stígvélum sínum. Aftur á
móti gat hann klætt sig úr úlp-
unni, sem hann var í og létti það
honum sundið. Þeir fél'agar
reyndu að koma bátnum á réttan
kjöl, en tókst ekki og ákváðu
því að freista þess að synda í
land og var styttra til austur-
strandar fjarðarins.
Þeir félagar hrópuðu mikið er
slysið varð. Heyrðist til þeirra
bæði frá Litla-Hvammi á Sval-
barðsströnd og eins úr Slippnum
hér á Akureyri. Drengir er
staddir voru í Litla-Hvammi
hlupu til og hrintu út báti og
reru til þeirra félaga. Urðu þeir
Lokadagurinn
HAFNARFIRÐI: — Hinn árlegi
fjáröflunardagur slysavarnadeild
arinnar Hraunprýði er í dag.
Verður þá selt kaffi í báðum sam
komuhúsunum frá kl. 3 til 11,30
um kvöldið. Merki eru seld á
götum bæjarins og ágóðinn af
kvikmyndasýningum rennur til
deildarinnar.
Lík rekið á ísafirði
ÍSAFIRÐI, 10. maí: — í sl. viku
fannst lík Sveinbjarnar Bene-
diktssonar sjórekið inni í fjarð-
arbotni, en hann hvarf úr bát
smum við bryggju á ísafirði á
Þorláksmessukvöld í vetur. Svein
björn heitinn var formaður á
vélbát og stundaði rækjuveiðar.
fyrstir á slysstaðinn og björguðu
drengjunum til lands.
ÁTTU SUNDKUNNÁTTU
LÍFIÐ A» LAUNA
Allmargar trillur lögðu úr
höfn héðan frá Akureyri, er
hrópin heyrðust. Er drengj-
unum var bjargað voru þeir
. þrekaðir af sundinu og talið
vafasamt að þeir hefðu haft
sig til lands hjálparlaust. —
Hins vegar er víst að þeir
hefðu báðir drukknað, ef
þeir hefðu ekki verið vel
syndir.
Bátkænan, sem þeir voru á,
var dregin til lands að loknu
ævintýrinu, og var komin á flot
undir eigendunum í dag. — vig.
KRlAN er komin, og hér
kemur sönnunin. — Ljós-
myndari blaðsins tók þessa
mynd yfir Tjörninni í gær.
Krían kemur venjulega
ekki fyrr en 14. maí, en
stundum koma nokkrar á
undan eins og í nokkurs
konar könnunarferð, að
því er Kjartan brunavörð-
ur tjáir okkur. En svo get-
ur hún líka hafa verið
fljótari í ferðum en venju-
lega í þetta sinn, því und-
anfarið hefur verið stöðug
suðaustan-átt og krian því
haft meðvind.
Kennarar verða
lögregluþjónar
A TÍMABILINU 1. júní til 15.
september í sumar fara 140 götu-
lögreglumenn í sitt sumarfrí sem
aðrar stéttir. A þessu tíma er
önnur stétt einmitt á lausum kili,
kennararnir. Þessvegna hefur lög
reglan nú snúið sér til barna-
skólanna í Reykjavík og boðið
kennurum að leysa af lögreglu-
þjónana í sumar. Hefur af kenn-
aranna hálfu verið tekið vel í
það, að því er Erlingur Pálsson,
yfirlögregluþjónn tjáði blaðinu í
gær.
• Löng frí
I lögregluliðinu eru nú orðið
nokkuð margir sem starfað hafa
þar lengi og eiga því rétt á lengra
sumarfríi, auk þess sem lögreglu-
þjónum eru bættir upp stórhátíð
ardagar, sem þeir verða að vinna,
með 11 daga viðbótarfríi á sumr-
in. Hafa því verið nokkur vand-
ræði með að fá nægilega marga
í afleysingar á hinum lögb('ðna
sumarleyfistíma. I sumar er auk
þess í ráði að auka sóknina um
eftirlit með vélknúnum farartækj
um og bifhjólum.
• Tilraun
Við vonumst til að fá nú
nokkra unga úrvalsmenn úr kenn
arastétt í afleysingar í sumar,
sagði Erlingur Pálsson. Þeir
verða settir í örlitla þjálfun fyrst
og fá síðan einkennisbúninga. Við
erum að gera tilraunir með þessa
samvinnu. Ef þetta gengur vel
núna, gæti þetta orðið til þess að
þarna fengizt gott, svolítið þjálf-
að lið til að leysa af lögregluna á
sumrin.