Morgunblaðið - 11.05.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.05.1960, Blaðsíða 13
MOncrr\nr 4»ið 13 Miðvikudagur 11. maí 1960 Viðskiptafrelsið mun færa almenningi bætt lífskjör Sterk og örugg stjórnarstefna Úr ræðu Jóhanns Hafstein d Alþingi JÓHANN HAFSTEIN, forseti Neðri deildar Alþingis, flutti mjög ýtarlega ræðu um verzl- unarmálafrumvarp ríkisstjórnar- innar við þriðju umræðu málsins í Neðri deild sl. fimmtudag. Rakin er saga viðskiptamál- anna í stórum dráttum — hafta- stefnunnar síðustu 2—3 áratugi — og tilrauna, sem gerðar hafa verið til þess að losna við höft- in. Jafnframt gerð grein fyrir þeim þáttaskilum, sem nú er að stefnt í viðskiptamálunum. Fer hér á eftir útdráttur úr þessari ræðu: ÞÓTT langar umræður hafi orð- ið um þetta mál, langar mig til að segja um það nokkur orð, áð- ur en það fer út úr þessari deild. Rakin hefur verið saga þess- ara mála, þæði af hæstvirtum viðskiptamálaráðherra og fram- sögumanni meirihluta fjárhags- nefndar, háttvirtum 6. lands- kjörnum. Þó vil ég nokkru hér við bæta, ef skýrast mættu meg- in sjónarmiðin í þróun við- skiptamálanna á síðustu 2—3 áratugum. Grundvöllur haftanna I raun og veru má telja upphaf innflutningshaftanna til fyrri vinstri-stjórnarinnar hér á islandi, þegar Eysteinn Jónsson tók við fjármála- tjórninni, undir stjórnarfor- ustu Hermanns Jónassonar. Þá fyrst er ríkisstjórninni fengin heimild til að ákveða, að engar vörur megi flytja til Iandsins nema með leyfi gjaldeyris- og innflutnings- nefndar. Með þessari löggjöf er lagður grundvöllur að haftapólitík síðustu áratuga. Að vísu urðu síðar breytingar á þessari löggjöf, með nýjum nefndum, en svipuðum verk- efnum og skiptir það í sjálfu sér ekki máli. Ef til vill má segja, að hafta- stefnan á íslandi hafi náð há- marki undir stjórn Alþýðu- flokksins 1947, undir forsæti Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Þá er gerð alvarleg tilraun til áætlunarbúskapar á íslandi, þegar sett eru lögin um fjár- hagsráð, með öllu því, sem þeim fylgdi. Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í þessari ríkisstjórn og taldi sig ekki eiga annarra kosta völ, vegna aðstöðu sinnar á Alþingi. Deila má um það, hvort Sjálf- stæðisflokkurinn hafi gert rétt í því, að taka þátt í þessari til- raun til áætlunarbúskapar. Hitt er staðreynd, að þessi tilraun náði ekki þeim tilgangi, sem að var stefnt. Aldrei hafa fyrr eða síðar ver- ið lögð jafnmikil völd í hendur nefndar eða ráðs, eins og fjár- hagsráðs. I 5. gr. laganna var svo fyrir mælt, að til hvers kon- ar fjárfestingar einstaklinga, fé- laga og opinberra aðila, hvort sem væri til stofnunar nýs at- vinnurekstrar, til aukningar á því sem fyrir væri, húsbygging- ar eða annara mannvirkja þyrfti leyfi fjárhagsráðs. Undir fjár- hagsráði starfaði svo innflutn- ingsdeild, verðlagseftirlit og skömmtunarskrifstofa. Eftirtekt- arvert er hversu skamma hríð stendur tilraunin til þess að framkvæma þennan áætlunar- búskap. Því að strax að tveimur árum liðnum, er stjórnarsam- starfið farið út um þúfur, en uppskeran var svartimarkaður og biðraðir á sama tíma sem þessi stríðsfyrirbrigði hjá öðr- um þjóðum voru að hverfa. Ný stefna mörkuð? A þessum tímamótum kveður Sjálfstæðisflokkurinn upp úr um það, að lengra verði ekki haldið á þessari braut. Þegar stjórnar- samstarfið rofnar sumarið 1949 og efnt er til kosninga markar flokkurinn alveg hreina og nýja braut í kosningastefnuskrá sinni frá 23. okt. 1949. Þar er í fyrsta lagi að því vikið, að komið sé alltof langt inn í afskipti ríkisins af verzlun og viðskiptum Flokkur inn viðurkennir ,að hann hafi sjálfur verið þátttakandi í þessu, en hins vegar sé honum það ljóst, að við svo búið verði ekki fram haldið og segir meðal ann- ars í framhaldi af þessu 1 kosn- ingastefnuskránni: „Telur flokkurinn, að nú hafi svo langt verið gengið í þessum efnum ,að í óefni sé komið. Reynslan og rás við- burðanna hafi sýnt á ótvíræð- an hátt, að núverandi efna- hagsörðugleikar þjóðarinnar eru í meginatriðum sprottnir af því að grundvallarstefna Sjálfstæðisflokksins hefur ekki fengið að ráða. Þess vegna telur flokkurinn þjóð- arnauðsyn, að héðan af gæti stefnu hans í ríkari mæli en verið hefur hin síðari ár, og að breyting verði gerð í mörg- um höfuðþáttum þjóðmál- anna. Síðan er það rakið í ályktun- inni, hve óþolandi ríkisafskiptin séu orðin og síðan segir: Lausn dýrtíðarmálanna „Sjálfstæðisflokkurinn telur, að snúa verði af þessari braul. Hann telur að ekki megi drag- ast, að ráðstafanir séu gerðar til þess að atvinnuvegimir geti starfað styrkjalaust í sæmilegu árferði og með skaplegum afla- brögðum, og þannig verði greitt fyrir því að hin miklu nýsköp- unartæki verði starfrækt svo, að allir landsmenn geti haft fulla vinnu við eðlilega starf- rækslu atvinnuveganna. Halla-' laus búskapur ríkissjóðs og hon- um samræmd starfsemi lána- stofnana landsmanna ,er grund- vallaratriði þeirra aðgerða sem framkvæma verður. Verðlag og framleiðslukostnaður í landinu verður að samræmast markaðs- verði útflutningsafurðanna í við- skiptalöndunum. Sjálfstæðis- flokkurinn telur gengisbreytingu í því skyni algjört neyðarúrræði, en vekur athygli á, að skránmg á gengi gjaldeyrisins hlýtur að miðast við að hún greiði fyrir starfrækslu atvinnuveganna, fullri atvinnu og lífvænlegum kjörum almennings. Þetta er markmiðið, sem allar ráðstafamr ber að miða við“. Frjáls verzlun Og loks segir m. a. í þessari koningastefnuskrá um verzlun- armálin sérstaklega eftirfar- andi: „Mikilvægur þáttur í því, að koma á jafnvægi í þjóðar- búskapnum er að gera verzl- unina frjálsa og verður að gera það sem fyrst, þótt það geti ekki orðið til fulls fyrr en fullkomið jafnvægi er fengið, enda mun svartur markaður og margs konar ó- heilbrigði í verzlunarháttum ekki hverfa fyrr en þessu marki er náð. Meðan svo er ekki leggur flokkurinn á- herzlu á, að meira réttlæti og jöfnuður ríki um innflutning og dreifingu vara til landsins og einstakra landshluta, en nú er. Auka verður hið bráð- asta innflutning nauðsynleg- ustu neyzluvara, sem i senn mundu bæta hag almennings og draga úr verðbólgunni, enda er þá hægt að afnema með öllu skömmtun á slíkum neyzluvörum.“ '«hann Hafstei" Hér lýkur tilvitnun í nokkur meginatriði stefnuskrár Sjálf- stæðisflokksins fyrir haustkosn- ingarnar 1949. En ég hefi til þeirra vitnað vegna þess, að þar eru reyfuð mörg þau undirstöðu- atriði sem liggja til grundvallar því, sem nú er verið að gera í efnahags- og peningamálum landsmanna, og lágu til grund- vallar þeirri tilraun, sem gerð var til þess að gera verzlun landsmanna frjálsa 1950, eftir gengisbreytinguna, sem þá varð og í það skipti með samvinnu Sjálfstæðismanna og Framsókn- armanna. Náði ekki settu marki Tilraunin til að koma á verzl- unarfrelsi á grundvelli jafnvæg- is í þjóðarbúskapnum 1950, að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins, náði ekki settu marki. Margar ástæður lágu til þess, meðal annars óhagstæð viðskipta- kjör, verðhækkanir á erlendum markaði á helztu og mikilvæg- ustu neyzluvörum og fjárfesting- arvörum landsmanna af völdum Kóreustyrjaldarinnar, óhagstæð- ara verð á útflutningsvörunni en gert hafði verið ráð fyrir og seinna hin óheillavænlegu áhrif allsherjarverkfallsins 1955 undir forustu kommúnista með stuðningi Alþýðuflokks þá og loks keyrði um þverbak, þegar vinstri stjórnin tók við 1956, lofaði varanlegum úrræðum í efnahagsmálunum, en gafst upp í árslok 1958 með þeirri yfirlýs- ingu forsætisráðherrans Her- manns Jónassonar, að engin sam- staða væri innan ríkisstjórnar- innar um nein úrræði í efnanags málunum eftir að verðbólguald- an væri yfir skollin. Nú eru menn reynslunni ríkari og þess vegna líklegra, að þær fyrirætlanir, sem nú eru uppi muni betur lánast. Mikilvægur árangur Hinu má ekki gleyma, aff verulegur árangur náðist viff þá tilraun til viðskiptafrelsis, sem gerff var eftir gengisbreyt inguna 1950. Þaff var losaff verulega um höftin og stefnt til frjálsræffis. Viðskiptanefnd in, sem var deild úr fjárhags- ráffi, var lögff niður í janúar- mánuði 1950. Þaff var byrjaff aff afnema skömmtunina í júní mánuffi 1950, og skömmtunar- skrifstofan var lögff niffur í september 1950. Eftir þaff var skömmtun affeins miðuff viff niðurgreiffslu á verfflagi vara, eins og smjörlíki og fleiri vöru tegunda. Fyrsti frílistinn var gefinn út 4. ágúst 1950 og þá gefin frjáls 17% af hinum árlega innflutningi. Annar frí- listi var gefinn út 7. apríl 1951 og þá frjáls innflutningur á 50—60% af árlegum innflutn- ingi. Um leiff og þokaðist í átt- ina til meira frjálsræffis, var starfsliffi fjárhagsráffs fækkaff 1950 um 40 manns og starfsliði verffgæzliustjóra um helming, úr 14 niður í 7 manns. f framhaldi af þessu eru sett lögin nr. 88 frá 1953, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn myndar ríkisstjórn aff aflokn- um kosningum þaff ár, þar sem fjárhagsráð er lagt niður og ákveðiff í fyrstu grein, aff stefna skuli aff því, aff gera all an innflutning til landsins frjálsan. Og þá var tekið upp allverulegt fjárfestingarfrelsi ef svo mætti segja, aff frjálst skyldi vera aff byggja íbúðar- hús 520 rúmmetra og ýmsar minni framkvæmdir eins og bygging peningshúsa og hey- hlaffna, verbúffa og veiðarfæra geymslna og annaff svipaff, var algjörlega gefiff frjálst. Það er mál fyrir sig, hvort ver hafi tekist til, en til var stofnað. Hitt er meginatriði, hvort menn vilja höftin og ófrelsið haftanna vegna eða hvort menn á hinn bóg inn vilja gera alvarlega og heið- arlega tilraun til þess að komast út úr slíku kerfi. Framhald fyrri stefnu Eins og Sjálfstæðisflokkurinn markaði stefnuna til aukins frjálsræðis með gengisbreyting- arlögunum 1950, hefur það einn- ig orðið hans hlutskipti, að leggja grundvöllinn að þeim straum- hvörfum, sem nú eru að eiga sér stað í góðri samvinnu Sjálfstæð- isflokksins og Alþýðuflokksins. Þegar vinstri stjórnin hrökk upp af klakknum í árslok 1958, þá markaði flokksráð Sjálfstæð- isflokksins í desembermánuði, mjög ákveðna meginstefnu í sam bandi við verzlunarmálin og efna hagsmálin, er flokknum var fal- ið, eða formanni hans, að gera tilraun til stjónarmyndunar. Að- eins nokkur atriði úr þeirri á- lyktun sýna meginstefnuna, sem mörkuð var. En þar segir m.a.: „Stefnt verffi aff því aff af- nema uppbótakerfiff svo fljótt sem unnt er, með því aff skrá eitt gengi á erlendum gjald- 'eyri og gera útflutnángsat- vinnuvegunum kleift aff standa á eigin fótum án, styrkja. Jafnframt verffi Iagff- ur grundv. að frelsi í atvinnu- rekstri og viðskiptum, svo hægt sé aff afnema þau höft, sem nú eru á viðskiptum og framkvæmdum. Strax og aðstæður leyfa þarf aff draga úr niðurgreiðsl- um, en í þess stað auka fjöl- skyldubætur og lækka beina skatta.“ „Sett verffi ný og heilsteypt löggjöf um Sefflabanka ís- lands ,er tryggi örugga stjórn peningamála. Bankalöggjöfin sé að öffru leyti endurskoðuff og samræmd". Þegar dró til kosninga 1959, kom Landsfundur Sjálfstæðií flokksins saman og áréttaði þá ályktanir flokksráðsins og mark aði nánar þá stefnu, sem síðar var fylgt við stjórnarmyndun- ina. Þannig hefur í raun og veru fyrr og síðar vakað þetta eina og sama fyrir Sjálfstæðisflokknum, sem hann nú er að reyna að frana kvæma. Affstaffan styrkist meff breyttum viffhorfum: Mig langar þessu næst til þess að víkja nokkuð að breyttum viðhorfum, sem orðið hafa og ég tel mjög veigamikið fyrir stjóm- málaþróunina hér á landi. Það, sem ég á við er þetta. Jafnvel þótt Sjálfstæffis« flokkurinn hefffi hlotiff hrein- an meirihluta í kosningunum 1956, mundi hann hafa veriff í veikari aðstöðu viff aff framkvæma þá stefnu, sem nú er unniff aff. Þetta er auðskilj- anlegt. Þá hafffi lengi veriff talaff um svokallað „vinstra“ samstarf, og í hugskoti margra var þaff e. t v. þaff, sem gat leyst vandann. Nú höfum viff reynsluna af vinstra samstarf- inu, reynslutíma vinstri stjóm arinnar frá 1956 þar til hún gafst upp í árslok 1958. Nú þekkir þjóffin máttleysi og úr ræffaleysi þessa svokallaffa „vinstra samstarfs“. Þaff er þar með úr sögunni. Á hinn bóginn gat Sjálfstæðisflokk- urinn ekki 1956, eftir aff Al- þýffuflokkurinn þá hafffi myndaff hiff svokallaffa „hræffslubandalag" meff Fram sóknarflokknum, vænzt sam- stöðu annarra flokka um fram kvæmd þeirra meginmála, sem hann hefffi viljaff stefna aff, eftir kosningar. Síðan hafa viffhorf manna breytzt, vafa- Iaust fyrir áhrif úr hinnm vestræna stjórnmálahcimi og vegna okkar eigin reynsln. Atvikin hafa hagaff því svo, aff nú eru tveir stjómmála- flokkar, Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæffisflokkurinn sam- mála um stjómarstefnu og stjórnarframkvæmd, sem þeir ekki hefffu orffiff sammála um fyrir tveim til þremur árum siffan. Og þessi stjórnmála- stefna er nú studd svo aff segja af öllum sérfræffingum og hag fræffingum í hinum vestræna lýffræffisheimi. Þetta er mikill munur frá því sem var fyrir 10 til 12 ámm, þegar flestir hagfræffingar og efnahagssér- fræffingar vom meira og minna sósíalistiskir, boðend- ur áætlunarbúskapar og þjóð- nýtingar, en em nú meira og minna horfnir af þessari leiff og að gagnstæðri stefnu. Þetta eru mikilvæg undirstöffuariffi, er lúta aff því, aff framkvæmd stjórnarstefnunnar nú sé sterk ari en áður og liklegri til að lánast. Eftirmáli haftanna. Það er í sjálfu sér mjög ánægju legt, að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn skuli hafa ver ið alveg sammála um þann eftir mála um höftin, haftastefnuna, sem fram kemur í greinargerð ríkistjórnarinnar fyrir efnahags málafrumvarpi hennar, og þar sem segii svo m. a.: „Höftin gera það að verk- um, að framleiðslan beinist í aðrar áttir en þær, sem hag- kvæmastar eru. Tilraunir til að takmarka eða stöðva inn- flutning sumra vörutegunda, Framh. á bts. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.