Morgunblaðið - 11.05.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.1960, Blaðsíða 16
16 MoncvisniArnÐ Miðvikudagur 11. maí 19T4) Guðrún Sigurðardóttir Minningarorð F. 25. okt. 1890. D. 4. maí 1960. ★ MEÐAN borgin vex og teygir úr sér og skýjakljúfar rísa í út- hverfunum, eru enn kyrrlátar götur í gamla bænum með sömu ummerkjum og fyrir 25 árum. Ein af þeim er Haðarstígur. Húsin eru þau sömu, garðarnir með ribsrunnum og reynitrjám — og mannlífið svipað. Nema að nú er fólkið sjálft annað. Þá bjó Guðrún Sigurðardótt- ir með manni sínum Magnúsi Guðmundssyni, í litla húsinu númer átta. Og synirnir koma á daginn heim úr menntaskólanum. Þá var draumurinn að rætast — langþráður bernskudraumur, sem um hríð hafði verið svo fjarri öllum veruleika. Ung, tápmikil stúlka kemur að norðan, þar sem hún hefur slitið barnsskónum og væntir sér mikils af lífinu, en ýmsir erfiðleikar steðja að — á stund- um miklir. En hún lætur ekki hugfallast. Af einbeitni og þrautseigju berst hún fyrir því að skapa manni sínum og sonum öryggi og skjól á iitlu heimiii. Og þessi ár, sem nú renna upp er bjart yfir Haðarstíg. Heimskreppan er í baksýn og ýmsir erfiðleikar, en nú veit hún að hún er sigurvegari, þrátt fyrir allt. Eyþór er orðinn stúdent, Hall- grímur fylgir fast á eftir. Þeir fara báðir menntaveginn, þá braut, sem hún sjálf hafði látið sig dreyma um, en aðstæðurnar leýfðu ekki. Á heimili hennar er talað um bókmenntir, nýjar stefnur, nýja höfunda og eftirlætisbækur lesn lesnar aftur og aftur. Til sölu TOLEDO kjöthakkavél, NORGE eldavél. Egilskjör Laugavegi 116. 2 LESBÓK BARNANNA Á kvöldin er oft lesið upphátt í Viktoríu Hamsuns eða Pan, og örlög Ástu Sólliiju hörmuð. Og ef gesturinn gleymir tíman- um við Ijóð og sögur og allir strætisvágnar eru hættir ferðum, er ekkert sjálfsagðara en að bjóða honum næturgistingu. Allir þessir björtu dagar stiga Ijóslifandi fram í dag, þegar seinastá tækifæri gefst tii að votta Guðrúnu þakklæti sitt. — Örlyndi hennar, heilar og mikl- ar tilfinningar gerðu hana ólíka öllum hversdagskonum. Hún bar hag vina sinna af alhug fyrir brjósti og í öllu við- móti sínu var henni tamara að gefa en að þiggja. Synir hennar og eiginmaður voru hjá henni seinustu stund- irnar. — Þannig kvaddi lífið hana hamingjusama. Agnar Þórðarson. •k K v e ff j a: Björt er minning heið og há, hugstæð andans kona. Vildir ætíð vökul sjá velferð þinna sona. Andans þroski’ og auðna þín áttu sama strenginn. Þar sem ástin ætíð brýn örvaði dýrsta fenginn. Vorsál þín á vegferð hér var þinn undramáttur. Sannleiksþorstinn sigur ber, sifrjór æðasláttur. Þig ég kveð með kærrj þökk, kærleiksrík í sniðum. Heil þú siglir hugarrökk heim af dýpstu miðum. Frá vinkonu. Gísli Einarsson béraðsdomsiógmaður. Málf/utningsstofa. Laugavegi 20B. — Simi 19631. Tuttugasta ein- vígisskákin í 20. EINVÍGIS'SKÁKINNI, sem tefld var á fimmtudag, valdi Tal sama afbrigði af nimzo-ind- verskri vörn, sem hann hafði teflt í 14., 16., og 18., skákinni, en að þessu sinni kom Botvinnik með nýjung í 7. leik, sem tryggði honum betra tafl. Tal eyddi miklum tíma á byrjunina í leit að björgun úr klemmunni og loks fann hann góða áætlun, sem Bot- vinnik hefði getað stöðvað, en heimsmeistarinn sá ekki fyrr en of seint hvert stefndi, Tal gerði útrás með mönnum sínum, áætl- unin stóðst, og uppskipti urðu í friðvænlegt endatafl, svo að Bot- vinnik sá þann kost vænstan að bjóða jafntefli eftir 27 leiki. Tal þáði boðið samstundis, og staðan í einvíginu var orðin 12:8 áskor- andanum í hag. 20. skákin Hvítt: Botvinnik — Svart: Tal 1. c4, Rf6; 2. d4, e6; 3. Rc3, Rb4; 4. a3 Botvinnik velur sem áður hið skarpa Samisch-afbrigði. 4. — Rxc3; 5. bxc3, Re4; og Tal heldur ennþá tryggð við þennan leik, þótt hann njóti ekki stuðn- ings skákfræðinnar. 6. e3, f5; 7. Dh5t! Botvinnik kemur nú með sterka nýjung, sem hann hefur undirbúið heima. 7. — g6; 8. Dh7, d6; Það væri glæfraleg tímasóun að ræna c- peði hvíts. 9. f3, Rf3; 10. e4!, e5; Eftir 10. — fxe4 væri 11. Bg5 sterkt. 11. Bg5, De7; 12. Bd3, Hf8; Helztu yfirburðir hvíts liggja í því, hve veikur svartur er á svörtu reitunum kóngsmegin, og nú bætist það við, að hann getur ekki hrókað stutt. Hér voru áhorf endur farnir að búast við sigri Botvinniks, en síðasti leikur Tals er einmitt upphafið að djarfri áætlun um útrás, til þess að ná uppskiptum og afstýra þannig hættunni, sem nú steðjar að svarta kóngnum. 13. Re2 Eins og Botvinnik benti sjálfur á eftir skákina, hefði hann getað stöðvað áætlun svarts með 13. Dh4! og hefði hvítur þá mun betra tafl. 13. — Df7! 14. Dh4 Eftir 14. Bxf6, Dxf6; 15. Dxh7 fengi svartur sterka mótsókn vegna innilokun- arhættu hvítu drottningarinnar og 14. 0-0 væri ekki gott vegna svársins 14. — f4! 14. — fxe4; 15. fxe4, Rg4! Þetta er útrásin, sem Tal hefur undirbúið. Nú er ljóst hve illa riddarinn stendur á e2. Það er hann, sem kemur í veg fyrir að Botvinnik geti nú leikið 16. Hfl. 16. h3, Df2t; 17. Kd2, Dxli4; 18. Bxh4, Rf2; 19. Hhfl, Rxd3; 20. Hxf8t, Kxf8; 21. Kxd3, Be6! Tal hefur nú af- stýrt hættunni með uppskiptum, og endatafiið teflir hann mjög vel. 22. Rg3, Rd7; 23. Rfl, a6! Táknrænn leikur fyrir skákstíl Tals. Jafnvel i rólegum endatöfl- um finnur hann leiðir til að blása lífi í glæðurnar. Hann hótar nú 24. —,b5 24. Bf2 Nú er hægt að svara 24. — b5 með 25. d5 24. — Kg7; 25. Rd2, Hf8; 26. Be3, b6; 27. Hbl, Rf6; Hér bauð Botvinnik jafntefli, sem Tal þáði þegar í stað. Staðan í einviginu varð 12:8 Tal í hag. LESBÓK BARNANNA 3 sem nú var vaknaður og vældi í holu sinni. Og svo skauzt allt í einu eitt- hvert kvikindi með draugalegu hvæsi rétt framan við okkur. Nú var okkur nóg boð- ið. Við tókum á sprett. En eftir um það bil tveggja mínútna hlaup, steyptumst við niður í vatn. Við höfðum hlaup- ið í Engjatjömina, sem er skammt frá bænum heima. Tjörnin var nokkuð djúp, svo við fórum á bólakaf. En upp úr tjörn- inni komumst við á end- anum, auðvitað holdvot- ir. Þegar heim kom sögð- um við að draugur hefði elt okkur langa leið, og að lokum hrint okkur í Engjatjörnina, Það var heldur en ekki hlegið að okkur, og við vorum fræddir á því, að hljóðið hefði verið í símalínu, sem nýbúið var að leggja. Og hvað þessu hvæsandi , kvikindi viðvék, „já, það Myrkfœlni Þ E G A R ég var 13 ára gamall kom eitt sinn fyr- ir mig atvik, sem ég mun seint gleyma. Það var laugardag einn seint í október, að ég og Halli vinnumaður, fórum til næsta bæjar til að hjálpa við að ganga frá grindum í fjárhúsi, sem þar var verið að byggja. Við vorum lengi á Gili, svo orðið var koldimmt, þegar við fórum heim. Ég var óskaplega myrk fælinn og Halli ekki betri En veðrið var mjög gott, að vísu dálítil gola, en hiýtt, svo við bjugg- umst ekki við að neinir draugar væru á ferð! En þó brugðust þær vonir illa. Við höfðum ekki geng- ið lengi, er eitthvert undarlegt hljóð fór að heyrast. Það færðist í aukana eftir því, sem við gengum lengra, og ég sá að höf uðtoppurinn á Halla var farinn að titra. Hann var orðinn hrædd- ur. Eg var líka orðinn hræddur og það meira en lítið. Þet.ta gat ekki verið neitt annaö en araugur, Segðu mér sögu ; ÆSIR og ÁSATRÚ 16. Hann spurði hin, hvort þau ætluðu ekki að fara að sofa og Þór svar- aði, að hann myndi nú ganga til náða. — Um nóttina hraut risinn aftur svo mikið, að jörðin nötr- aði. Þór stóð upp, reiðir hamarinii títt og hart og lýstur ofan i miðjan hvirf il honum. Að þessu sinni var höggið svo mikið, að hamarinn gekk langt inn í höfuðuð. Skrýmnir vaknaði, og spurði, hvort akarn hefði dottið ofan á sig. í dögun reyndi Þór ennþá að vinna á jötnin- um og sló til hans af öll- um kröftum, en Skrýmnir sagði áðeins: „Fugl, sem situr uppi í trénu, felldi mosa niður á höfuðuð á oeggja er Suðurgötu 8, Sandgerði; — Ragnheið- ur E. Jónsdóttir, Tjarnar- götu 2, Sandgerði; Gúð- björg Þórðardóttir, Sunnu braut 11, Keflavík, (14— 16 ára). Guðrún Helga Kristins- dóttir, Heiðarvegi 34 Vest mannaeyjum (11—13 hefur verið útilegukött-' ur“, sagði Gísli gamli, | þegar við sögðum honum frá þessu. Við skömmuðumst okk- ar mikið fyrir að hafa látið myrkfælnina hlaupa með okkur í gönur, og hétum því statt og stöð- ugt að láta það aldrei koma fyrir aftur. Jón Benediktsson, 13 ára. — k — Lesbókinni hefur borizt bréf frá danskri stúlku, 9 ára, sem langar til að skrifast á við íslenzka stúlku (9—12 ára), en hún kann ekki vel ís- lenzku ennþá, svo að þið verðið að skrifa henni á dönku. Nafn hennar og heimilisfang er: Gerda Olsen, Rolighedsstræde 9, Holbæk, Sjælland, Danmark. Kæra Lesbók. Mig langar að senda þér þessar gátur: J. Til hvers eru vindlar reyktir? 2. Til hvers ganga slökkviliðsmenn í Árós- um með rauð axlabönd? Ráðningar koma í næsta blaði. Drengur, 9 ára. r><n . I- Heiðrún Sigurgeirsdott ir, Miðstræti 3, — Bolung arvík (14—15 ára); Hrönn Þormóðsdóttir, Hring- braut 69, Keflavík (14— 16 ára); Hjördís Kristins- dóttir (9—11 ára) og Kristjana Kristinsdóttir (13—15 ára), heimilisfang ara); Sigurlaug Jóhanns- dóttir, Akurgerði 22, Akranesi (9—10 ára); Fjóla Leósdóttir, Heiðar- vegi 27, Vestmannaeyj- um, 11—12 ára); Jónína Ármannsdóttir, Hásteins- vegi 18, Vestmannaeyjum (11—12 ára).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.