Morgunblaðið - 11.05.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.05.1960, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 11. maí 1960 MORCUNBT AOIÐ 15 Hópur" // Kaupmannahöfn, 9. ma\. (Frá Páli Jónssyni) ÍSLENZKA listakonan Nína Sæmundsson skýrir frá því í blaðasamtali við Berlingatíðindi, hve þungt henni hafi fallið þegar höggmynd hennar, „Haf- meyjan“, var eyðilögð með dýnamitsprengju um síð- ustu áramót. Hún kveðst hafa grátið, þegar hún frétti af hermdarverkinu. Samtalið við Nínu birtist í tilefni þess, að hún opnaði sýningu á verkum sínum, nýjum og gömlum, í Charl- ottenborg-sýningarsalnum. — sprengdi hafmeyiuna segir Nina Sæmundsson Sýnir hún þar bæði högg- myndir og málverk. Nína segist í samtalinu koma beina leið frá íslandi, þar sem hún hefur nýlega lokið við að gera brjóstmynd af Ásgeiri Ásgeirssyni for- seta. En brátt víkur hún að því, að hún hafi orðið fyrir miklum harmi sl. vetur, þeg- ar höggmynd hennar af haf- meynni var sprend upp á gamlárskvöld. Hún lýsir því, að hún hafi gert þessa mynd, er hún dvaldist um eins*árs skeið í Flórenz á Ítalíu og þar var myndin einnig steypt mjög vel í bronz. Telur Nína í samtalinu, að hópur ódæðismanna hafi unn- ið skemmdarverkið, senm- lega piltar af sömu manngerð eins og hinir svonefndu „leð- urjakkar" í Danmörku, en slíkir piltar segir hún að séu einnig til í Reykjavík. Nína kveðst hafa verið í Dan- mörku þegar henni bárust fregnir af ódæðisverkinu. Kveðst hún þá hafa snúið þegar í stað heim til Reykja- víkur. —En hversvegna sneruð þér heim, spyr blaðamaður- inn, gátuð þér nokkuð gert úr því svona var komið? — Nei, en þetta var svo mikið áfall fyrir mig og ég get ekki neitað því, að ég grét. Þegar heim kom hafði ég ekki einu sinni löngun í mér til að fara og skoða brot- in af hinni sundursprengdu höggmynd, þar sem þau lágu í húsagarði hjá lögreglustöð- inni. Illræðismennirnir hafa enn ekki fundizt. Skólaslit Barna- skóla Húsavíkur HÚSAVÍK, 5. ma: — Skólaslit Barnaskólans í Húsavík fór fram í Húsavíkurkirkju 30 apríl sl. Skólastjórinn, Sigu.ður Gunn- arsson, rakti starf skólans í ítar- legri ræðu og gat þess m. a. að á næsta hausti flyttist Barnaskól- inn í nýja skólahúsið, sem verið hefur í byggingu undanfarin ár. En gamla skólahúsið, sem reist var 1907, verður flutt af þeim grunni, sem það stendur nú á. Sigurður Gunnarsson, sem ver ið hefur skólastjóri Barnaskól- ans sl. 20 ár, flytzt nú búferlum til Reykjavíkur. Hann hefur á þessum 20 árum unnið að marg- háttuðum félagsmálum í sýsl- unni. m. a. verið formaður Kenn arafélags S-Þingeyjarsýslu, for- maður sóknarnefndar, gæzlumað ur Barnastúkunnar og í stjórn Skógræktarfélagsins og Barna- verndarfélagsins. Eftir skólaslit töluðu þau sr. Friðrik A. Friðriksson, Jóhann- es Guðmundsson og Þorgerður Þ. Þórðardóttir og þökkuðu skóla stjóranum vel unnin störf. Sigurbur Minningarorð HANN andaðist í sjúkrahúsi í Reykjavík 10. jan. 1959, rúmlega hálfníræður að aldri. Hefi ég ekki séð Sigurðar getið í blöðum og vildi ég því minnast hans með fáum orðum. Hann hafði lokið löngu dagsverki og hans beztu vinnulaun hafa eflaust verið á- nægjan yfir vel unnu dagsverki. Þegar ég frétti lát gamla mannsins, datt mér í hug ljóð- lína úr kvæði Guðmundar á Sandi: „Um héraðsbrest ei getur þó hrökkvi sprek í tvennt“. Það þykja ekki mikil tíðindi, þá gamalmenni falli í valinn, er vinna alla ævi störf sín í kyrr- þey af fórnfúsum vilja, og kom- ast aldrei hærra en í þjónsstöð- una, og verða aldrei sjálfum sér ráðandi sem kallað er. Sigurður var fæddur 3. júní 1873 að Tjaldbrekku, Hraun- hreppi i Mýrarsýslu. Foreldrar hans voru þau hjónin Jóhanna Steindórsdóttir og Ólafur Eylífs- son. Þau áttu sjö börn er tipp komust og munu hafa búið við lítil efni ,eins og flestir í þá daga, enda var jörðin afskekkt heiðarbýli, sem nú er fyrir löngu komið í eyði. Sigurður mun hafa alizt upp að mestu leyti með for eldrum sínum, og dvelur þar vesturfrá framm yfir aldamót. Þá flytur hann til Reykjavíkur eða í nágrenni hennar og vinnur þar á ýmsum stöðum. Hann var um tima á Vífilsstöðum, og þrjú ár var hann vinnumaður hjá Páli Stefánssyni á Elliðavatni. Vorið 1918 þegar Páll Stefánsson er farinn að búa á Ásólfsstöðum, fer Sigurður til hans vinnumaður í annað sinn, og þar á hann heima til dauðadags, fyrst hjá Páli með Ólafsson an hann býr þer, og síðan hjá Ásólfi syni hans. Ég kynntist ekki Sigurði fyrr en hann kom að Ásólfsstöðum, þá var hann enn léttur í hreyfingum og frár á fæti, enda átti hann þá mörg spor ógengin um Ásólfsstaðaland og víðar, í smalamennsku, og við skepnuhirðingu í fjörutíu ár. Sigurði var í blóð borin trú- mennska, skyldurækni og hús- bóndahollusta svo að af bar, á- samt áreiðanlegheitum í orði og verki. Þetta eru góðar dyggðir, og gott er að hafa slíka menn í sinni þjónustu. Hlutskipti hans í lífinu var hið tilbreytingalausa þjónsstarf áratug eftir áratug, og hann var svo lengi vinnumaður á sama heimili, að hann sá kynslóð fara og kynslóð koma þar, og allt af var tryggðin og trúmennskan jafn mikil við heimilið. Ég held að mannlegt líf komist ekki öllu hærra en í slíkri trúmennsku, af því að hún er svo óeigingjörn. Kristur sagði okkur, að við trúa þjóninn hefði verið sagt að lokum: „Gott, þú trúi og góði þjónn, þú varst trúr yfir litlu, yfir mik- ið mun ég setja þig. Gakk inn til fagnaðar herra þíns“. — J. Ó. Sumkomur Kristniboðssambandið Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30 í Kristniboðshúsinu Betaníu Laufásvegi 13. — Majór F. Nil- sen deildarstjóri, talar. — Allir hjartanlega velkomnir. K.F.U.M. Síðasti fundur Ad. í kvöld kl. 8,30. Fermingardrengjum boðið. Allir karlmenn velkomnir. 4 LESBÓK BARNANNA GRETTISSACA 33. Það bar til á öndverðum retri, að híðbjörn einn grimm ur hljóp úr híði sínu og varð svo ólmur, að hann eirði hvorki mönnum né fé Dag nokkurn kvaddi Þor- kell til fylgdar menn sína að leita, hvar híði bjarnarins væri. Þeir fundu það í sjáv- arhömrum. I»ar þar hamra- klettur einn og hellisskúti framan i hamrinum, en ein- stigi til að ganga. Bjarg var undir hellinum og urð. 34. Björn kvað vera að gert hið mesta, er híðið var fundið. „Skai ég nú prófa", sagði hann, „hversu leikur fer með okkur nöfnum4*. Það var eina nótt, að Björn fór til híðisins. Hann varð var við, að dýr- ið var þar fyrir og grenjaði illilega. Björn lagðist niður við einstigið og hafði yfir sér skjöldinn og ætlaði að bíða þar til er dýrið leitaði brott eftir vanda. Syfjaði hann mjög og getur ekki vakað. Og í þessu ræður dýr ið úr híðinu, krækir til hramminum og hnykkir af honum skildinum og kastar ofan fyrir bjargið. Björn bregður við hart, er hann vaknar, tekur til fóta og hleypur heim. Gerðu menn að bessu hið mesta gabb. 35. Á jólum fór Þorkell sjálf- ur til híðisins og þeir átta saman. t»ar var þá Björn og Grettir og aðrir fylgdarmenn Þorkels. Grettir hafði yfir sér loðkápu og lagði hana af sér, meðan þeir sóttu að dýrinu. Þar var óhægt á að sækja, því að ekki mátti við koma nema spjótalögum, og beit hann þau af sér. Björn eggj- aði þá mjög til aðsóknar, en þó gekk hann eigi svo nærri, að honum væri við nokkru hætt. Og er minnst varði, þrífur Björn kápu Grettis og kast- aði í híðið til bjarnarins. Ekki gátu þeir að gert og hurfu aftur, er á leið daginn. 36. Og er þeir höfðu gengið um hríð, slitnaði hosna- sterta Grettis. Þorkell bað þá bíða hans. Grettir kvað þess eigi þurfa. Þá mælti Björn: „Eigi þurf- ið þér það að ætla, að Grettir renni frá kápu sinni, mun hann vilja hafa frægð af og drepa einn dýrið, það er vér höfum frá gengið átta. Nú bar leiti á milli þeirra. Grettir sneri þá aftur að ein- stiginu. Var þá ekki að met- ast við aðra um atgöngu. Hann brá þá sverðinu Jökuls- naut, en hafði hönk á meðal- kaflanum á saxinu og smeygði á hönd sér, 4 árg. ★ Ritstjóri: Kristján 3. Gunnarsson ★ 11. maí 1960. Kjartan Ólafsson; Lítið fuglakvœði Endur og kríur, æður og svanir eiga á tjörninni ból, gaman er þeim að gefa í næði gaman í regni og sól. Vængjum þeir blaka, basla og kvaks brauðinu vilja þeir ná — molana tína í munnana sína manuelsku fuglarnir þá. Anna og Stína, Lóa og Lína, Ieikið þið suður hjá tjörn. Arnór og Laugi, Gunnar og Gauf gleðjið hin loftfrjálsu börn. Finnið við bæinn, fjöllin og sæinn fuglanna yndælu byggð, greiðið þeim veginn, freisinu fegin, fögur í ástum og tryggð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.