Morgunblaðið - 11.05.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.05.1960, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 11 maí 1960 MORCTJNBLAÐIÐ 23 Njósnavélin Framh. af bls. 1 jörð fyrir laun sín, sem voru $ 2.500,— á mánnði <ísl. kr. 95.000.—), og byggja sér þar hús. VINSÆLi BÓK í braki flugvélarinnar, segir Rauða stjarnan, að hafi fundizt eldri gerð af rússneskum her- mannabúningi, myndir af eigin- konu Powers, illa farin bók með mynd af hálfnaktri konu framan á. Segir blaðið að bókin líti út fyrir að vera mjög mikið notuð, sem sýni að hún muni hafa verið vinsæl meðal yfirmannanna bandarísku. Rauða stjarpan segir að „eini guð flugmannsins var dollarar. Vegna þeirra flaug hann yfir land okkar. Vegna þeirra er hann reiðubúinn að fórna föður sínum og móður“. Annað rússneskt dagblað segir að flugvélin sem skotin var nið- ur hafi verið búin auka benzín- geymum, og hafi haft nóg elds- neyti til að Ijúka 6.500 km flugi sínu frá Pakistan til Noregs. HRINGUR OM PESHAVAR Krúsjeff tilkynnti í gær fulltrúum vestrænna ríkja að enginn fengi að tala við Powers, því Rússar viidu ekki að utanaðkomandi aðilar reyndu að hafa áhrif á hann. Þá aðvaraði Krúsjeff sendi- fulltrúa Pakistans og sagði að gripið yrði til gagnráðstafana þegar í stað ef Peshavar-flug- völlurinn í Pakistan yrði aft- ur notaður .til árása á Rúss- land. Sagði Krúsjeff að yfir- menn varnarmála í Rússlandi hefðu dregið hring um Pes- havar á landabréf sín. Hann sagði einnig að Rússar mundu beina eldflaugum að hverjum þeim vestrænum fiugvelli sem notaður væri til árása á Rússland. Talsmaður Bandarikja- stjórnar, Lincoln White, sagði það vera einkennandi fyrir Ráðstjórnarríkin að þau skuli beina hótunum sínum til smá- þjóða, sem enga ábyrgð bera á njósnafluginu, og sagði að Bandaríkin myndu styðja þessi ríki. ORÐSENDINGIN 1 orðsendingu þeirri er Gro- myko afhenti sendifulltrúa Bandaríkjanna er sagt að aliar upplýsingar bendi til þess að flugvélin hafi verið send í fjand- samlegum tilgangi. Er þar harð- lega mótmælt þessu broti Bandaríkjanna, sem virðist vera tilraun til að endurlífga kalda stríðið og eitra andrúmsloftið fyrir „topp“-fundinn. Ef slíkar KR - Þróftur Framh. af bls. 22. ólfur og örn brenndu tvívegis af hvor fyrir sig í góðu færi. Og Þórður, sem fyrr segir varði oft af hinni mestu snild og bægði þannig hættunni frá. Hlutur Þróttar var vart annar en að verjast og þáð gerðu þeir af einstæðri þrautseigju. Fram- herjar KR voru þeir ^em mest komu við sögu í leiknum og því um vörnina lítið að segja. Veikleiki KR-liðsins var að fá ei nýtt góð tækifæri. Liðið lék vel á köflum og oft sér í lagi skemmtilegar skiptingar fram- kvæmdar, en markskotin voru ekki nógu nákvæm og oft flaust- urslega að þeim unnið. Þó var stórkostlegt að sjá til Þórólfs, er hann skoraði síðara markið og einmitt það augnablik færði sönnur á sniild hans sem knattspyrnu- manns, sem og margar gerðir hans í þessum leik. Af öðrum KR-ingum, sem báru af í þessum leik var Garðar Árna son, en hann beinlínis réð yfir miðju vallarins. — Á.Á. Silfurbrúðkaup eiga 1 dag Laufey Þorgeirsdóttir og Theo- dór Guðmundsson, véismíða- meistari, Flókagötu 9. Hinn nýi sendiherra Japans á íslandi, herra Akira Matsui, sem aðsetur hefur í Stokkhólmi, afhenti í dag fotseta íslands trún- aðarbréf sitt á Bessastöðum, að viðstöddum Emil Jónssyni, ráðherra, sem heíur farið með utanríkismál í fjarveru utan- ríkisráðherra. — Að athöfninni lokinni höfðu forsetahjónin boð inni fyrir sendiherrann og frú hans. árásir verða ítrekaðar verður ríkisstjórnin að grípa til gagn- ráðstafana, og mun ábyrgð af- leiðinganna hvíla á ríkisstjórn- um þeirra landa sem standa fyr- ir árásunum. Segir í orðsendingunni að rík- isstjórn Ráðstjórnari'íkjanna voni að áhuganum fyrir að varð- veita friðinn, og áhuga banda- rísku þjóðarinnar í þá átt, sem greinilega kom fram er Krúsjeff heimsótti Bandaríkin nýlega, sé mestur greiði gerður með því að: Alþiiigi samþykkir eigtiarnám ALÞINGI samþykkti í gær end- anlega að veita Húsavíkurkaup- stað eignarnámsheimild á svoköll uðu Preststúni í Húsavíkurlandi. Skal um framkvæmd eignarnáms ins fara eftir ákvæðUm laga nr. 61 frá 14. nóv. 1917. Andvirði túnsins verður óskilorðsbundin eign Húsavíkurkirkju. Norræn tónlkt [ Hallgrímskirkju KÓR Hallgrímskirkju heldur sam söng þar í kirkjunni í kvöld kl. 8,3Ó undir stjórn Páls Halldórs- sonar organleikara. Auk kórsins koma þarna fram tveir lista- menn, Árni Arinbjarnarson org- anleikari og Kristinn Hallsson söngvari. Á efnisskránni verða eingöngu verk eftir núlifándi tónskáld á Norðurlöndum. Árni Arinbjarnarson leikur tvö orgelverk eftir Pál ísólfsson: Chacx>nnu og Passasaglíu. Krist- inn Hallsson syngur nokkur lög eftir Árna Thorsteinsson, elzta rúlifandi tónskáld okkar íslend- inga, en Árni verður níræður á næsta hausti. Kirkjukórinn flyt- ur svo fimm mótettur og sálma- lög, sitt frá hverju Norðurland- anna. Höfundar þeirra verka eru Knud Jeppesen prófessor í Kaup- mannahöfn, Conrad Baden organ- lexkari í Drammen, Sulo Salonen finnskur organleikari, Gottfrid Berg organleikari í Gavle og dr. Hallgrímur Helgason, en eftir hann verður sungin mótettan „Svo elskaði Guð auman heim“, sem unnin er upp úr ísl. þjóðlagi úr sálmabók Guðbrands biskups. Aðgangur að þessum kirkjutón leikum er ókeypis og öllum heim- PARÍS, 10. maí (Reuter).— Sam eiginlegur leiðangur franskra, danskra, svissneskra og vestur- þýzkra jöklafræðinga, undir leið- sögn franska heimsskautafarans Paul Yictors, hélt í dag til Græn lands, þar sem unnið vérður að rannsóknum í fjóra mánuði. - Hull Frh. af bls. 1. f morgun af Færeyjamiðum, áætlaði sá áflahæsti síg vera með um 900 kitt (57 lestir), en fjórir brezkir togarar af fs- landsmiðum voru með 1100— 2400 kitt (70—153 lestir). Einn var með 1650 kitt (105 lestir) frá Hvítahafi, annar með 2400 kitt (153 lestir) frá Græn- landi. Fundarhöld Grimsby-deild flutningaverka- mannasambandsins hélt fund á sunnudaginn, og var þar ekkert minnzt á landanir íslendinga né á landhelgina. í fyrramálið halda yfirmenn á togurum í Grimsby fund til að ræða ástand- ið og verkfallshorfurnar, en á fimmtudag fer Denis Welch til Lundúna til að sitja fund þar með John Hare sjávarútvegsmála ráðherra og brezkum togaraeig- endum og fulltrúum fiskiðnaðar- ins. Á föstudag mun svo Denis Welch halda annan fund með yf- irmönnúm í Grimsby til að ræða aftur málin í Ijósi árangurs Lund únafundarins. Dagblaðið Grimsby Evening Telegraph segir að ef verkfallið skelli á muni það fljótlega ná til 200 togara með 3000 manna á- hafnir og 4—5000 manna í landi. Sama blað segir í kvöld að Grimsby fái 50 nýja togara af 280, sem byggðir verða til veiða á heimamiðum og ná- lægum miðum. Togarinn Jón Þorláksson kemur til Grimsby í kvöld og landar hér í nótt samkvæmt síðustu fréttum, en átti að fara til Hull. 1. 2. 3. Hætta nú þegar varúðai-verð- um, eggjandi árásum á Ráð- stjórnarríkin. Binda endi á kalda stríðið. Bandaríkin og Ráðstjórnar- ríkin auk annarra ríkja leiti sameiginlega að lausn alþjóða vandamála. VAR HÚN SKOTIN NIÐUR, EÐA .... Fréttirnar frá Moskvu um flugvélina hafa víða sætt gagnrýni. Spyr til dæmis franska blaðið Aurore: 1. Hvernig má það vera að flugvél, sem skotin er nið- ur úr þessari hæð og með þessum hraða af eldflaug, sundrast ekki? 2. Hvernig stendur á bví að flugmaðurinn hafði tima til þess að ná filmunum úr ljósmyndavélum flugvélarinn ar? 3. Ef Powers var landi sínu trúr, því þrýsti hann ekki á hnappinn, sem hefði eyði- lagt flugvélina eftir að hann yfirgaf hana í fallhlíf? 4. Á meðan hann var á ieið til jarðar, hversvegna los aði hann sig ekki við eitur- nálina, byssuna og hnífana, i stað þess að afhenda Rússun- um þá? Verkfræðingur sá sem gerði teikningar að flugvélinni U-2, hefur sagrt að eftir að hafa rannsakað ljósmyndir þær sem Rússar hafa birt af flak- inu, sé hann sannfærður um að hér sé ekki um vél af þeirri gerð að ræða, heldur sé þetta rússnesk flugvél. Knattspyma i USA Framh. af bls. 22. Bandaríska liðið, sem tók þátt í Amerísku leikunum var ein- göngu skipað skólanemendum kom mjög á óvart og náði þriðja sæti, einu stigi á eftir Brazilíu. Bandaríska liðið sigraði Haiti7:2, Braziliu 5:3, Kúbu 5:0 og Mexikó 4:2 en tapaði fyrir Argentínu 4:2' og Costa Rica 4:3. 10 lauda keppnin. Annar stórviðburðurinn til að auka vinsældir knattspyrnunnar í Bandaríkjunum er hin svokall- aða 10 landa keppni, en hún hefst í New York 25. þ. m. og stendur fram í byrjun júní. í keppni þessari taka þátt knatt- spyrnulið frá 10 Evrópulöndum, auk liðs frá Argentínu og New York, en bandaríska liðið mun verða skipað mörgum aðvinnu mönnum og er það fyrsti vísir- inn, til að koma upp liðum knatt spyrnumanna í Bandaríkjunum. 30.000 verða 50.000. Mest hefur borið á áhuga fyr- ir knattspyrnunni við austur- strönd Bandaríkjanna og þá helzt í New York og umhverfi hennar. Komið hefir fyrir að 30.000 manns hafa horft á leik á Ran- dall’s Islands leikvellinum, og er það metaðsókn að íþróttakeppni þar á leikvellinum. Menn álíta að nú sé hinn rétti tími kominn til að vinna alvar- lega að uppbyggingu atvinnuliða í knattspyrnu og hið stóra skref því stigið. Búist er við að um 50.000 manns muni sækja leiki 12 landa keppninnar, og er sú áætlun byggð á þeirri staðreynd að lið New York verður nú mun sterkara, en það hefur undan- farin ár. Til sölu, óekinu Chevrolet Corvair model 1960. sjálfskiptur, með miðstöð og útvarpi. — Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „Corvair“. LlTstykkjasalan FRAKKASTfG 7 . verður lokuð frá 12 á hádegi í dag vegna jarðarfarar. Hugheilar þakkir færi ég ættingjum og vinum, er heiðruðu mig og glöddu með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 70 ára afmæli mínu 30. apríl sl. — Einnig þakka ég þann heiður, er Múrarafélag Reykjavíkur sýndi mér. Þorfinnur Guðbrandsson Fósturmóðir mín og amma okkar SIGRfÐUR HANSDÖTTIR andaðist í Elliheimilinu Grund þriðjud. 10. maí. Ingibjörg Stefánsdóttir, Sigríður Pálmadóttir, Guðríður Pálmadóttir. Móðir mín SIGRtJN BERGMANN andaðist aðfaranótt 6. þ. m Jarðarförin fer fram frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 13. þ. m. kl. IY2. Ingibjörg Bergmann Björnsdóttir. Ai.fijr helgason bifreiðarstjóri, Barónsstíg 25, lézt á Landakotsspítala mánud. 9. þ. m. Jarðarför ákveðin síðar. Vandamenn. FfDES EINARSDÓTTIR sem lézt í Landakotsspítala 4. maí verður jarðsett frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. maí kl. 1,30. Vandamenn. Við þökkum innilega öllum þeim, sem hafa vottað okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför ARNLEIFAR LVDSDÖTTUR Brautarhóli, Biskupstungum. Börn, tengdabörn og bamabörn. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.