Morgunblaðið - 11.05.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.05.1960, Blaðsíða 6
6 MORCUISBLAÐIÐ Miðvikudagur 11. maí 1960 Tal heimsmeistari EINS og kunnugt er af fréttum, tryggði Mikhail Tal sér titilinn heimsmeistari í skák með því að ná jafntefli í 21. einvígisskákinni við Botvinnik, sem tefld var á laugardag. Náði hann þannig 12 Vz vinningi eða meira en helm- ingi hugsanlegra vinninga í 24 skákum, þess gerðist því ekki þörf að tgfla nema 21 skák í ein- víginu og má því komast svo að orði, að Tal hafi tekið virki heims meistarans með skyndiáhlaupi. 1 tilefni þessara atburða er gaman að rifja upp gamalt atvik: Fyrir réttum tólf árum var bar- ið að dyrum í gistihúsi við bað- ströndina í Riga í Lettlandi. Þeg- ar dyrnar voru opnaðar, stóð ellefu ára snáði í ganginum með taflmenn og taflborð undir hend inni. „Mig langar til að tefla eina skák við heimsmeistarann", sagði pilturinn. Frú Botvinnik varð að segja drengnum, að ekki væri hægt að verða við þessari bón hans, því að heimsmeistarinn hefði fengið sér síðdegisblund. Botvinnik var þá nýbúinn að vinna frægan sigur yfir fjórum fremstu stórmeisturum heims og skipaði nú með sæmd sess heims- meistara í skák, sem verið hafði auður síðan Aljekhin lézt árið 1946. Botvinnik hafði að því loknu farið sér til hvíldar og hressingar á baðströndina í Riga, og það var ekki fyrr en tólf árum síðar, sem þeir leiddu saman hesta sína, Botvinnik og Mikhail Tal, en sá var snáðinn, sem vildi fá að reyna sig við heimsmeistarann. 23. ára að aldri hafði Tal unnið sér rétt til að skora á heimsmeistarann, og nú dugðu ekki neinar viðbárur um síðdegisblund. Þann 15. marz síðastliðinn hófst einvígi þeirra í Moskvu og því lauk á laugardag eins og áður segir. ★ í 21. skákinni hafði Botvinnik svart og fylgdi í fyrstu gömlum slóðum drottningar-indverskrar varnar, en í 12. leik flækti hann taflið með nýjum og góðum leik. í 17. leik hugsaði Botvinnik sig svo um í hálfa klukkustund. Átti hann þá kost á tveimur aðalleið- um. Loks lék hann og valdi þá leiðina sem rólegri var og ör- uggari, en bauð um leið jafntefli, enda taldi hann sig ekki hafa vinningslíkur í endatafli því, sem Tal gat þá fengið fram. Tal tók boðinu og var þá um leið orðinn heimsmeistari í skák — yngsti heimsmeistari allra tíma. Tal var ákaft hylltur af áhorf- endum, en tók slíku með ró og þakkaði Botvinnik fyrir góða keppni. Botvinnik óskaði eftir- manni sínum til hamingju með sigurinn og tók ósigrinum eins og góðum keppnismanni sæmir. Lét Botvinnik svo um mælt að eigin- lega hefði hann sjálfur ekki teflt illa, heldur hefði hann staðið and stæðingi sínum að baki hvað tækni snertir og hefði það orðið honum að falli. Kvaðst hann ekki hafa verið verr fyrirkallaður en það, að líklega hefði hann getað varið titil sinn fyrir öðrum and- stæðingi en Tal. Hinn nýi heimsmeistari er enn ekki orðinn fullra 24 ára og er það einsdæmi í skáksögunni. Lasker var 25 ára þegar hann sigraði Steinitz árið 1896. Capa- blanca var 33 þegar hann sigraði Lasker árið 1921 og Aljekhin var 35 ára þegar hann sigraði Capa- blanca árið 1928. f þessu einvígi hefur Tal unnið sex skákir og gert 13 jafntefli, en Botvinnik hefur unnið tvær skák ir. Sex skákir unnust á»hvítt, en aðeins tvær á svart. Hins og nærri má geta þegar slíkum skák jöfrum lendir saman, komu fram ýmsar merkar nýjungar í ein- víginu, og hafa því skákfræðing- ar nóg á sinni könnu um sinn að rannsaka og bera saman bækur sínar. ☆ Það leikur ekki á tveim tung- um, að Tal er vel að sigrinum kominn, enda þótt munurinn á loka tölu keppenda hefði mátt vera heldur minni, ef tekið er tillit til gangs skákanna í einvíg- inu. Tal teflir sennilega hvassar en nokkur annar meistari og hann er sérfræðingur í fórnar- leikfléttum, en þetta einvígi sýn- ir, að hann hefur nú stórum auk- ið þroska sinn á öðrum sviðum skákarinnar, svo sem til dæmis í endatafli. Botvinnik komst oft í tímaþröng í einvíginu og tapaði á því nokkrum vinningum, en þess ber að gæta, að þetta or- sakast meðal annars af hinum mikla hraða í útreikningum Tals og hvössum stíl hans. Á þessum tímamótum er ástæða til þess að rekja stuttlega feril þessara veggja stórmeistara. Bot vinniks, sem er 48 ára að aldri og verkfræðingur að mennun, vakti snemma á sér athygli og var orð- * Revía — léttur gamanleikur Revíugestur skrifar: „Það var um daginn, að við kunningjarnir brugðum okkur í Sjálfstæðishúsið. Eins og kunnugt er sýna þeir þar nú reviuna „Eitt lauf“. Sjálfstæð ishúsið hefur enn einu sinni orðið til hjálpar, við að lyfta undir skemmtanalífið — skemmtum okkur semsagt á- gætlega. Það var þó ekki ætlun mín með þessum skrifum að segja frá líferni minu, heldur hitt, að benda á þann mismun, sem er á þessari revíu og fyrir- rennurum hennar. inn mjög sterkur meistari, þegar hann í fyrsta sinn tók þátt í skákþingi Sovétríkjanna 16 ára að aldri og árið 1930 verður hann í fyrsta sinn skákmeistari Sovét- ríkjanna 19 ára gamall. Þennan titil átti hann eftir að vinna oft- ar, og margsinnis vann hann sér frægð á alþjóðavettvangi á árun- um fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Árið 1946 var búið að ákveða ein vígi um heimsmeistaratitilinn í skák milli þeirra Botvinniks og Aljekhins, en Aljekhin lézt áður en af þeirri keppni gæti orðið. Tveimur árum síðar kepptu þeir Botvinnik, Smyslov, Keres, Res- hevsky og Euwe um heimsmeist- aratignina og Botvinnik sigur úr býtum með allmiklum yfirburð- um .Síðan hefur hann fjórum sinnum varið titil sinn. Bronstein og Smyslov náðu aðeins jöfnu í fyrstu tvö skiptin, síðan vann 'Smyslov Botvinnik árið 1957, en missti titilinn aftur í einvigj við Botvnnik 1958 og nú hefur Bot- vinnik tapað fyrir Tal. Hinn nýi heimsmeistari, Mik- hail Tal, sem er 23 ára að aldri og hefur lokið námi í málfræði við háskóla í Ríga, hóf kornung- ur að tefla og naut frá upphafi góðrar handleiðslu hins kunna skákmeistara Koblenz, sem rekið hefur skákskóla í Ríga. Tal sýndi snemma frábæra hæfileika sem skákmaður, en þó hlaut hann ekki verulega frægð fyrr en hann sigraði á Skákþingi Sovétríkj- anna 1956 öllum á óvænt. Ári síðar varði hann meistaratitil sinn með sóma og undanfarin fjögur ár hefur hann sigrað á flestum þeim stórmótum, sem hann hefur tekið þátt í. ★ Mikhail Tal er líklegur til að verða leiðandi stjarna í skák- heiminum næstu áratugina, þótt menn eins og Fischer og Spasský, svo eiríhver nöfn séu nefnd, kunni að verða honum hættuleg- * Skemmtum okkur vel Orðið revía er tökuorð í ís- lenzku, notað um létta gaman leiki, sem eru byggðir á margs konar efni, sínu úr hverri átt- inni. Grínið skipar þar höfuð- sess, léttur söngur og dans. Við íslendingar höfum þó aldr ei tileinkað okkur hina réttu revíu. Að visu hefur verið mik ið hlegið, en hinn rétta „hum- or“ hefur alltaf vantað. Hálf- kærings-brandarar, byggðir á þröngsýni okkar íslendinga, féllu í góðan jarðveg. Hinn létta hlátur vantaði, því við kunnum ekki að skemmta okk ur nema á kostnað annarra. Mikhaii Tal ir keppinautar um æðstu tignar- stöðu skákarinnar. Hér kemur 21. skákin: Hvítt: Tal — Svart: Botvinnik 1. d4, Rf6; 2. c4, e6; 3. Rf3, b6; Botvinnik velur hina rólegu en traustu drottningar-indversku vörn, sem oft leiðir til uppskipta BLAÐINU hefir borizt 1. hefti nýs tímarits, sem hafið hefir göngu sína. Er þetta rit sérstak- lega helgað íslenzka hestinum, en það er Landssamband hesta- mannafélaga, sem að útgáfu þess stendur. Nefnist það „Hesturinn okkar“. Ritstjóri og ábyrgðar- máður er Vignir Guðmundsson, blaðamaður, en í ritnefnd eru þeir Matbhías Matthiasson, Einar G. E. Sæmundsen og Jón Bryn- jólfsson. Afgreiðsla ritsins er að Klapparstíg 25—27, Reykjavík. — ★ — Allt efni „Hestsins okkar“ er um hesta og hestamennsku — eins og ritstjórinn segir í ávarps- orðum sínum: „Ritinu er fyrst og fremst ætlað að flytja fróðleiks- og skemmtiefni, sem fjallar um En er þetta hið rétta revíu- snið? Þeir íslendinga, sem sjá revíur úti í löndum geta notið þeirra, en að okkar revíum er ekkert bragð nema fyrir okk- ur sjálfa. Skemmtun felst nefnilega ekki alltaf í háðsk- um hlátri. Eitt lauf er ef til vill ekki nein „allsherjarsæla", en þó er þetta sú revía, sem að mínum dómi hefur náð lengst, póli- tikinni er alveg varpað fyrir borð, og dálítið bólar á óháðri skemmtun. En hér er ég víst kominn á öndverðan meið við alla okkar blaðaleikdómara, því það at- riði, sem mér þótti í betra lagi, hafa þeir flestir verið alger- lega á móti. Ég á við músik ☆ og jafnteflis. 4. g3, Bb7; 5. BgZ, Be7; 6. 0-0, 0-0; 7. Rc3, Re4; 8. Dc2, Rxc3; 9. Dxc3, f5; 10. b3, Bf6; 11. Bb2, d6; 12. Hadl, De7; Áður var talið, að bezt væri hér 12. —. Dc8, en nýjustu rannsóknir hafa bent til þess, að leikur Botvinn- iks sé ekki lakari. 13. Rel, Bxg2; 14. Rxg2, Rc6!; Áður hafði verið leikið 14. — Rd7, og hélt þá hvít- ur betra tafli með 15. Df3!, 15. Df3, Dd7; 16. Rf4, Hae8; 17. d5 Nú átti Botvinnik einkum um tvær leiðir að velja. Önnur var sú, að leika 17. — Bxb2; 18. dxe6, Re5, sem leitt gæti til líkrar stöðu eftir 19. exd7, Rxf3f; 20. exf3, He7 o. s. frv., en hin var sú, sem Botvinnik valdi eftir liðlega hálf tíma umhugsun, en hún leiðir einnig til mikilla uppskipta og er raunar enn jafnteflislegri en sú fyrrnefnda. 17. — Rd8; Botvinn- ik, sem taldi sig ekki hafa vinn- ingslíkur eftir þau uppskipti, sem Tal getur þvingað fram í stöð- unni, bauð jafntefli um leið og hann lék 17. leik sínum, og tákn- ar hann því ný þáttaskil í skák- sögunni. hesta og hestamennsku, ferðalög á hestum, meðferð þeirra og hirð ingu, svo fréttir af félagsstarfi, fundum og þingum hestamanna. Þá mun og verða lögð rík áherzla á að ritið birti mikið af hesta- myndum, bæði gamlar og nýjar“. — ★ — Og það er einmitt mikið af skemmtilegum myndum í þessu fyrsta hefst, sem allt er hið vand aðasta að frágangi. Það er prent- að í Prentverki Odds Bjórnsson- ar á Akureyri. Gert er ráð fyrir, að út komi þrjú hefti á ári til að byrja með, en stækkun þess lofað síðar, ef ástæður leyfa. Rit- .'ð kostar kr. 50 á ári til áskrif- enda. Segja má, að „Hesturinn okkar“ fari myndarlega af stað. J atriðin tvö, sem þarna voru. Það fyrra „söngferðalagið“ var skemmtileg hugmynd og nýbreyttni. .Laufasexið* bauð okkur með sér út um heim, við heimsóttum mörg lönd, tekið var á móti okkur með einkennandi söng fyrir hvert land, og ferðin endaði með því, að „Eyjan hvíta“ bauð okkur velkomin, að sjálfsögðu með laginu Eyjanhvíta.Síðara atriðið var svo „spánskar næt ur“, músik, söngur og dans. • Létt söngnúmer — ☆ FERDIIM AMD — Freysteinn. Nýtt rit: „Hesturinn okkar" án hláturs. í þessum atriðum var ekki um neina tilraun að ræða, til að láta fólk fá magakrampa af hlátri. Að vísu voru ung- mennin ekki alveg „dannet i jobbet", en þetta er góð byrj- un. Þessi hugmynd um létt söng númer, án hláturs, er vissu- lega athyglisverð nýbreytni, sem ég trúi að eigi eftir að ná vinsældum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.