Morgunblaðið - 11.05.1960, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.05.1960, Blaðsíða 21
Miðvikudatrur 11. rnaí 1960 MORCVNBL AÐIÐ 21 1 Kristján Tómasson Siglui'irði. Dáinn 28. marz 1960. ÉG mun ekki vera einn um það, að staldra við og rifja upp liðinn tíma, þegar andlátsfregn manna eða kvenna berst að eyra, sem settu svip sinn á það umhverfi, sem við aeskufólkið ólumst upp við. Því er það, að mig langar til að skrifa nokkrar línur um þennan heiðursmann, af vanefn- um þó. Einhverjum kann að að finnast að um Kristján Tóm- asson þyrfti ekki að skrifa langa minningargrein, enda skal það ekki gert. Það fólk, sem hann umgekkst mun greina persónu hans í hugskoti sínu — eins og hann var, hugljúfur, glettinn og góður, hvort sem var á heimili eða á vinnustað. Þegar ég var í æsku, renna mér í hug vetrarkvöldin, þegar Kristján kom á heimili foreldra minna til að „slá í slag“ eða gera eitthvað annað til skemmt- unar, enda var þar í milli gróin og góð vinátta. Kristján Tómas- son var alltaf aufúsugestur. Fljótamennirnir héldu saman, þegar straumurinn úr Austur- Skagafirði lagði til Siglufjarðar úr harðræði og slysförum heima- byggðarinnar. Kristján Tómasson var sonur prestshjónanna síra Tómasar Bjarnarsonar og Ingibjargar Ja- fetsdóttur. Faðir Kristjáns, var vígður til Hvanneyrarprestakalls í Siglufirði, en flutti í júni 1877 að Barði í Fljótum, Skagafirði, sem þá var að allra dómi betra brauð en Hvanneyri. Kristján var alinn upp í föðurgarði í stór- um systkinahóp og fluttist með foreldrum sínum til Siglufjarðar árið 1902, er faðir hans sagði af sér prestsskap aldurs vegna. Kristján kvæntist góðri konu ■— Guðbjörgu Jónsdóttur, systur Ólafs Jónssonar bónda í Haga- nesi og var þeim eins barns auð- ið, er þau misstu um aldur fram. Konu sína missti hann einnig eftir skamma sambúð. Ef litið er um öxl, sjáum við hvílíkt áfall þetta hefur verið góðum dreng með miklar framtiðarvon- ir. Mœður — Sparið peningana Seljum í dag og næstu daga 300 flaueisbuxur Stærðir: Nr. 9—10—11 fyrir aðems kr: 85.— *W999?9*kW (Smásala) Laugavegi 81. Vegna brottfiutnings er þessi fallega og vandaða bifreið til sölu og sýnis í dag hjá Jóni Loftssyni h.f. Bíllinn er Rambler Station, svartur, rauður og hvítur, nær eingöngu ekið í U.S.A. Ryðfrítt stál Smíðum lista úr ryðfríu stáfi á hurðir og þröskulda. Blikksmiðjan GRETTIR Brautarholti 24. 3ja herb. íbúð Til sölu 3ja herb. íbúð í steinhúsi við Frakkastíg. Sér inng. Sér hitaveita. íbúðin er laus nú þegar. Allar nánari uppl. gefur Ingólfsstræti 9B, sími 19540. og eftir kl. 7, sími 36191. Orðsending frá Sandgrœðslu Islands frá og með deginum í dag 10. maí er öllum óheimilt að taka sand ínnan Sandgræðslugirðingari.mar í Þor- lákshöfn nema með leyfi vörubílstjórafélags Selfoss, Selfossi, en það félag hefir fengið einkaumráð yfir sandtökunni til næstu 5 ára PALL SVEINSSON, Gunnarsholti. lokum sko til viðgerðar Nýtízku vélar — Vönduð vinna — Fljót afgreiðsla. Munið viðskiptin. Af greiðslustaðir: TOLEDO Fischersundi TOLEDO Laugarásvegi 1. TOLEDO Langholtsvegi 128 HECTOR Laugavegi 11 SKÓGERÐ H.F. — OTUR — Spítalastíg 10. Heildsölubirgðir: Eggert Krisjánsson & Co. hf. Síra Tómas og börn hans byggðu sér reisulegt íbúðarhús á Siglufirði, sem var kallað „prestshúsið“.Þar bjó svo Kristj- án ásamt systkinum sínum, Aðal- heiði, Sigurlaugu og Einari. Þeir, sem til þekkja, vita að öll voru þau samhent um að búa foreldrum sinum gott og fallegt heimili, og eftir lát prestshjón- anna bjuggu systkinin saman í „gamla prestshúsinu“. Nú er Kristján Tómasson dá- inn, og gamla prestshúsið er að láta lit. Þetta er gamla sagan, er heyrir fortíðinni til, en hana ber að varðveita. Hinn sterki stofn séra Tóm- asar er þó ekki allur. Tvær systur Kristjáns lifa bróður sinn. Jóníná ekkja Kjartans Jónsson- ar trésmíðameistara, sem nýtur umönnunar hjá Jóni syni sínum og Þórnýju konu hans í Reykja- vík og Ragnheiður ekkja Páls Árnasonar óðalsbónda á Syðsta- mói í Fljótum, sem ellimædd nýt- ur umönnunar Ingibjargar dótt- ur sinnar á Siglufirði, sem hefur hlúð að móður sinni með slikri nærgætni að mín orð fá því ekki lýst. Kristján Tómasson er nú lagst- ur til hvíldar. Minningin um hann mun lifa hjá þeim sem þekktu hann, sú minning er góð og fögur. Bjó<-n Dúason. UTLIR LOFTÞJAPPAR fyrir benzínstöðvar og bifreiða- geymslur einnig fyrir úðun, til að knýja bílalyftur og yfirleitt fyrir öll fyrirtæki sem nota þrýsti loft til starfrækslu sinnar Enn- íremur fyrir málningarsprautun með ant að 112 ferm. afköstum á klukkustund. Þrýstiorka frá 10—16 kg. á fercm. Vér veitum fúslega allar nánari upplýsingar. VEB GERAER KOMPRESSORENWERK Gera/Thiiringen Deutsche Demokratische Republik Utflyt jandi: CHEMIEAUSRUSTUNGEN Deutsher Innen- und Aussenhandel Berlin W 8, Mohrenstrasse 61, Símnefni: Chemotechna. BBMINERVAo^^ STRAUNING ÓbÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.