Morgunblaðið - 11.05.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.05.1960, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 11. maf 19B(? 17 ' MORCVTSB1 4Ð1Ð Frá vigsluathöfn húss Slysavarnafélagsins. (Ljósm.: Sv. Þorm.) Nýtt hús SVFÍ vígt SÍÐASTLIÐINN sunnudag fór fram við hátíðlega athöfn vígsla hins nýreista húss Slysavarnar- félags íslandfi á Grandagarði. Ákvörðun um húsbygginguna var tekin á landsþingi S.V.F.I. fyrir tveimur árum. Húsið er 280 ferm. að flatar- máli en rúmmál 3050 rúmmetrar. Á fyrstu hæð er geymsla fyrir björgunarbát félagsins, Gísla J. Johnsen, böð og snyrtiherbergi fyrir björgunarsveitina og áhöfn bátsins, æfingarsalir, herbergi fyrir hafnarlögreglu o. fl. Á annarri hæð hússins eru skrifstofur félagsins, stjórnar- herbergi og herbergi til nefndar- starfa. Einnig salur, sem er ætl- aður félagsdeildum. Á þriðju hæð er fundarsalur®- fyrir 140 manns, eldhús forstofa, fatageymsla og snyrtiherbergi. Gunnar Friðriksson afhenti hús- ið fyrir hönd byggingarnefndar, en forseti S.V.F.Í. veitt því við- töku. Vígsla hássins Biskupinn yfir íslandi, Sigur- björn Einarsson framkvæmdi vígslu hússins. Heiðursgestir við athöfnina voru Forseti íslands, herra Ás- geir Ásgeirsson og frú hans, biskupinn og frú hans, félags- málaráðherra, Emil Jónsson, borgarstjóri, Geir Hallgrímsson, Gísli J. Johnson, stórkaupm. og frú og Gísli Halldórsson, húsa- meistari, sem teiknaði húsið. Biskup lýsti blessun yfir hús- inu og því starfi, sem þar skyldi unnið, en síðan tóku til máls For seti íslands, félagsmálaráðherra og borgarstjóri. Þökkuðu þeir Slysavarnafélaginu störf þess á liðnum árum og árnuðu því heilla. Stal bíl og velti AKUREYRI, 9. maí: — Sá at- burður gerðist hér aðfaranótt sl. iaugardags, að ungur maður tók bíl í óleyfi og ók honum út úr bænum, en velti á Glerárbrú og skemmdi bílinn allmikið. Piltur- n.n var drukkinn, er þetta gerð ist. Skömmu eftir atburðinn kom aðstandandi piltsins og tilkynnti lögreglunni um óhappið, og hef ur pilturinn nú játað brot sitt. Bifreið sú, er hér um ræðir, fjögurra manna Ford—Prefect. Hafði eigandi skilið hana eftir ólæsta og stóð lykillinn í straum lásnum. Verksummerki á slys- stað benda til þess, að bíllinn hafi komið hliðarveg inn á Glerár götuna og beygt inn á Glerár brúna og oltið þar, en hún er mjög breið. Bíllinn dældaðist bæði á hlið og vélarhlíf og er sem segir allmikið skemmdur. Ekki urðu slys á mönnum við atburð Húsið séð frá sjónum. þennan. — vig. Kona lýkur prófi í f ra m reiðs I u störf u m MATSVEINA- og veitingaþjóna- • skólanum var slitið sl. laugardag. Sveinspróf fór fram daganna 25. til 2n. apríl. Kl. 3—4 e.h. mið- vikudaginn 27. apríl var haldin sýning á köldum réttum mat- reiðslunema og borðskreytingum framreiðslunema og er talið að um fjögur hundruð manns hafi lagt leið sína á þessa sýningu. Að kvöldi sýningardagsins var haldið hóf í húsakynnum skól- ans og voru framreiddiir af fram- reiðslunemum prófréttir mat- reiðslunema. Auk forustumanna úr samtökum veitingamanna mættu á hóf þetta ráðuneytis- stjórar og fulltrúar frá Fjármála- ráðuneytinu og Samgöngumála- ráðuneytinu. Skólastjórinn Tryggvi Þorfinnsson setti hófið og stjórnaði því, ræður fluttu Páll Pálmason ráðuneytisstjóri, Lúðvík Hjálmtýsson f ormaður Sambands veitinga- og gistihúsa- eigenda og ritari skólanefndar Janus Halldórsson framreiðslu- maður. Fór hóf þetta hið bezta fram. Að þessu sinni luku sjö mat- reiðslunemar og fimm fram- reiðslunemar prófi. Við skólaslit er fór fram laugardaginn 30. apríl kl. 4 e. h. hélt skólastjórinn Trygvi Þorfinnsson ræðu og lýsti starfsemi skólans á liðnum vetrí. Við skólann störfuðu auk hans sem kenndi bóklega og verklega matreiðslu, 6 stundakennarar. Af henti skólastjóri prófskírteini og verðlaun er stjórn skólans veitti einum matreiðslunema og ein- um framreiðslunema fyrir ástund un. Hæðstu einkun við lokapróf í matreiðslu hlaut Þórir Friðjóns- son nemandi að Hótel KEA á Akureyri, en hæstu einkunn í prófi framreiðslunema hlaut frú Svanhildur Sigurjónsdóttir nem- andi í Leikhúskjallaranum, en hún er fyrsta konan er prófi lýk- ur í framreiðsluiðn hér á landi. Verðlaun fyrir ástundun hlaut Svanhildur Sigurjónsdóttir í framreiðslu og Gunnar Jónsson í matreiðslu. Er skólastjóri hafði lokið ræðu sinni og afhent prófskírteini og fyrrnefnd verðlaun tók til máls formaður Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda og afhenti verð- laun frá sambantíinu fyrir bezta prófafrek í hvorri iðngreinanna, hlaut Svanhildur Sigurjónsdótt- ir verðlaun fyrir bezta afrek í framreiðslu en Hallbjörn Þórar- insson fyrir bezta prófafrek í matreiðslu. Næstur tók til máls Bjarni Guðjónsson, formaður Fé- iags framreiðslumanna og afhenti verðlaun frá félaginu fyrir bezta afrek í prófi framreiðslunema og hlaut Svanhildur Sigurjónsdóttir þau. Því næst afhenti Sveinn Sím onarsson verðlaun fyrir hönd Braga Ingasonar formanns Fé- lags matreiðslumanna, en þau verðlaun voru til þess matreiðslu nema er sýndi bezta kalda rétt- inn og hlaut Hallbjörn Þórarinns son þau verðlaun. Að þessu loknu hélt Böðvar Steinþórsson, formaður skóla- nefndar ræðu, bauð hann hina 12 nýju iðnsveina velkomna í raðir iðnaðarmanna og ræddi um starfsskilyrði Matsveina- og veit- ingaþjónaskólans er hann taldi vera mjög ábótavant, hann gat þess að nú væri fimmta starfsári skólans að ljúka og þakkaði hann skólastjóra og yfirkennara þeirra starf á liðnum árum. Síðan sagði skólastjórinn fimmta skólaári Matsveina og veitingaþjónaskólans lokið og skólanum slitið. V a n u r rafsuðumaður óskast. Upplýsingar í síma 11365. Allt á sama stað Fyrirliggjandi Þilplötur 4x9 fet. — Verð með söluskatti kr. 99,20. Cgill Vilhjálmsson hf. Laugaveg 118 —Sími 2-22-40 10 ára Utflutnings- og innflutningsverzlun Til sölu að hálfu leyti. Viðkomandi verður að geta annast stjórn fyrirtækisins. Þeir, sem óska frekari upplýsinga leggi nöfn sín inn hjá Mbl., fyrir laugard. 14. þ. m. merkt: „Gott boð — 4297“. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 28., 34. og 40. tbl. Lögbirtingablaðsins 1960, á b/v Auslfirðingi S.U. 3, eign Austfirðings h.f., fer fram eftir kröfu Braga Hannessonar hdl. og Guð- mundar Péturssonar hrl. við skipið, þar sem það liggur við Grandagarð í Reykjavíkurhöfn, föstudaginn 13. maí 1960, kl. 3^4 síðdegis. Borgarfógetinn í Beykjavfk. Söluskattur Dráttarvextir falla á söluskatt og útflutningssjóðs- gjald, svo og farmiða- og iðgjaldaskatt samkv. 40. tii 42. gr. laga nr. 33 frá 1958, fyrir 1. ársfjórðung 1960, svo og vangreiddan söluskatt og útflutnings- sjóðsgjald eldri ára, hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta lagi fyrir 15. þ. m. Að þeim tíma liðnum verður stöðvaður án frekari aðvörunar atvinnurekstur þeirra, sem eigi hafa þá, skilað gjöldunum. Reykjavík, 9. maí 1960. TOLLSTJÓBASKBIFSTOFAN, Arnarhvoli. Keflavík — Suðurnes Húsgagnaverzlunin Carðarshólmi auglýsir Fermingarnar nálgast! — Höfum glæsilegar ferm- ingargjafir s. s. Skrifborð 5 gerðir, Saumakassa, Bókahillur, Hansahillur, Kommóður, Svefnstóla, ódýrir bólstraðir kollar, fjölbreytt litaúrval, Vand- aðir stakir stólar með góðu áklæði. Takið eftir! Sendum heim á fermingardag. Seljum eingöngu vönduð og góð húsgögn. Carðarshólmi Hafnargötu 18 — Sími 2009.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.