Morgunblaðið - 11.05.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.05.1960, Blaðsíða 10
10 MORCVNBL4Ð1Ð Miðvik'udagur 11. maí 1960 Sveitar- félögin A FULLTRÚARAÐSFUNDI Sam bands íslenzkra sveitarfélaga. sem haldinn var í Reykjavík á föstudag og laugardag, voru ítar- lega rædd þau mál, sem nú liggja fyrir Alþingi og snerta sveitar- félög landsins. Um þau mál gerði fundurinn ýmsar ályktanir. Ályktanir fulltrúaráðsfundar Sambands ísl. sveitarfélaga í Reykjavík, dagana 8.— 9. apríl 1960 1. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga: I framhaldi af fyrri samþykkt- um fulltrúaráðsfunda og lands- funda sveitarfélaganna telur fundurinn eðlilegt að hluti sölu- skatts, meðan sú skattheimta er viðhöfð af ríkisins hálfu, renni til Jöfnunarsjóðs sveitarfélag- anna, og lýsir í meginatriðum samþykki sínu við frv. það um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem nú er til umræðu og afgreiðslu á AJþingi. Fundurinn telur >ó að æski- legt hefði verið að hluti sveitar- félaganna í söluskattinum hefði orðið ríflegri en ráð er fyrir gert í frumvarpinu, og mildari skerð- ingarákvæði um skiptingu hans. Fundurinn telur eðlilegt að landsútsvör, ef lögleidd verða, renni einnig til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna og skiptist þá milli sveitarfélaga í meginatrið- um í samræmi við ákvæði 1. mgr 1. gr. frv. til laga um Jöfnunar- sjóð sveitarfélaga. 2. Endurskoðun laga um lögreglu- menn: Fulltrúaráðsfundurinn er því meðmæltur, að tillaga sú til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögreglumenn, sem nú liggur fyrir Aþingi, (þingskj. 94) verði samþykkt. 3 Landsútsvör: Vegna framkofninnar þings- ólyktunartillögu um landsútsvör og í samræmi við fyrri ályktan- ir bæjarstjóra- og fulltrúaráðs- funda Sambands íslenzkra sveit- arfélaga, lýsir fundurinn sig sam- þykkan hugmyndinni um lands- útsvör. 4. Aukaútsvör ríkisstofnana: Þar sem frv. (þingskj. 117) um breyting á lögum nr. 47. 4. júní 1924, um aukaútsvör ríkisstofn- ana myndi, ef samþykkt yrði, rýra tekjustofn sveitarfélaganna, telur tundurinn ekki rétt að það verði lögfest á Alþingi. í SIÐUSTU grein fyrir hálf- um mánuði var lítillega get- ið „bjargráðs" þeirra manna, sem lokað hafa augunum fyr- ir þeirri staðreynd, að hinn skefjalausi átrQðningur og beit sums staðar í landinu, hlýtur fyrr eða síðar að leiða til ófarnaðar. Því verður ekki á móti mælt, að fái gróðurinn ekki nægan tíma til að skjóta nýjum öngum, þá hlýtur hann að deyja út. — Rétt er það, að gróðurinn í haganum lifn- ar og grænkar á vorin, en það er alls ekki nóg, að hifi eldri grös grænki, heldur verður líka að gefa nýjum gróðri og yngri tækifæri tii að lifna og festa rætur. Ef engin endurnýjun á sér stað, munu jafnvel hin eldri grös, sem grænkað hafa ár eftir iár, líka líða undir lok og hverfa. Það á þess vegna að vera áhugamál hvers hugsandi manns, sem við búskap eða ræktun fæst, að stuðla að á- Þessi mynd var tekin á síðastliðnu hausti, fáum dögum eftir að smalamenn í Grafningshreppi höfðu lagt leið sína um skógræktargirðinguna í Hagavík. Skemmdarverkið skýrir sig sjálft, en einmitt sú hugsun, sem fram kemur í slíkri umgengni, er bölvaldur allra þeirra, sem unna gróðri og friða vilja land sitt til skógræktar eða annarrar landgræðslu. Bjarni Helgason: Gróðurvernd og sauðbeit framhaldandi endurnýjun gróðurins og verndun ung- viðisins. Gróðurvernd er ekki tómt hjal eða hugsjónamál, heldur er það þýðingarmikið og mjög raunhæft verkefni, sem aila snertir og sem alla á að snerta. í raun og veru er það skylda sérhvers rækt- unarmanns að berjast gegn hvers konar landeyðingu og það er eins hægt með gróð urvernd og með því að gróð- ursetja nýjar og betri plönt- ur. Hérna er vert að gera sér grein fyrir, hverjir búhætt- ir stuðla að verndun gróðurs- ins og verndun jarðvegsins og hvaða búhættir ýta undir landskemmdir og eyðingu. Ef litið er á búskaparhætti lands manna í dag, kemur í Ijós, að á vissum sviðum hafa þeir haldizt nær óbreyttir um 1000 ára skeið. Hér er auðvitað átt við þann hjarðbúskap, sem einkennt hefur sauðfjárrækt- ina um allar aldir. Sennilega er það skoðun flestra, að landið okkar sé betur til sauðfjárræktar fall- ið en nokkurs annars búskap- ar, vegna þess að mikið af gróðri hálendisins sé ekki hægt að nýta öðru vísi en til sauðbeitar. Og kannski er eitthvað rétt um'þessa skoð- un frumbýlingsins, þótt að sjálfsögðu hafi hún sína ann- marka, því að hve mikil nýt- ing er hagkvæm og hvað þol- ir hálendisgróðurinn mikla og illa meðferð? Þegar gróa tekur í byggð á vorin, er hálendið oftast enn undir snjó. Féð notar þá ný- græðinginn í byggðum, unz það er rekið á afrétt og enn fær það nýgræðinginn þar. Að vísu hefur sauðféð þannig tækifæri til að velja næring- armestu og beztu jurtirnar hverju sinni, en hins vegar er það einmitt hinn sami ný- græðingur, sem mestu máli skiptir fyrir verndun jarðvegs ins. Annað atriði, sem miklu máli skiptir í þessu sambandi, er vetrarbeitin. Það er al- kunna, að hjá fornmönnum gekk búsmali sjálfala árið um kring, en líklega mundi of fast að orði kveðið, ef hið sama væri fullyrt um sauð- fjárrækt tuttugustu aldarinn- ar. En staðreynd er það, að fé er látið ganga á hinu ó- ræktaða beitilandi í nánd við býlin svo lengi á haustum og vetrum, sem veður leyfa. Og þá er ekki verið að spyrja um, hvort jörð sé græn eða grös gróskumikil. Hitt er svo annað mál, sem enginn sýn- ist hugsa út í eða veita at- hygli, að einmitt á þessum tíma er jarðvegurinn við- kvæmastur fyrir alls konar hnjaski og illri meðferð, því að allt líf hans liggur þá í dvala. Hugsunarleysi og skamm- sýni geta þannig oft valdið tjóni á jarðvegi og gróðri ekki síður en á ýmsum sviðum þjóðlífsins, því að jarðvegur og gróður eru verðmæti alveg eins og fiskurinn í sjónum. Samt hafa sumir horn í síðu ræktunar, og enn fleiri hafa horn í síðu hvers kyns rækt- unarviðleitni, sem ekki fylg- ir hefðbundnum reglum gras- ræktarinnar eða jafnvel hjarð mennskunnar. Þar er dæmið um skógræktina talandi tákn, því að aðalóvinur skógrækt- arinnar er ekki veður og vind ar, heldur skammsýni og þröngsýni mannanna sjálfra. Samkvæmt gildandi lögum um skógrækt er skógareig- andi í raun og veru alveg rétt laus gagnvart átroðningi, vegna þess að óskýr ákvæði eru óframkvæmanleg og vegna þess að kostnaður fell- ur allur á skógareiganda. — Tjón, sem skógareigandi kann að verða fyrir af völdum bú- fjár einstakra manna, er eins kis metið. Þvert á móti skal skógareigandi greiða fjáreig- anda fyrir að gæta síns eigin fjár, — eins konar verðlaun skógareigandans fyrir það tjón, er langsoltið sauðfé fjár- eigandans hefur valdið. En svo er annað í þessu sam bandi, sem erfiðleikum veld- ur og oft hefur valdið óbæt- anlegu tjóni, og það er um- gengni einstakra fjáreigenda og smalamanna um skógrækt- argirðingarnar. Ótrúlega oft sýnist hirðuleysið, ef ekki bein óvild, ráða gerðum og umgengnisháttum sumra þess ara manna. Þetta sést vel á meðfylgjandi mynd, sem sýn- ir umgengnisháttu smala- manna í Grafningshreppi á síðastliðnu hausti. Og enn eru skógareigendur varnarlitlir, þar sem erfitt getur reynzt að fá þeim litlu lögum, sem um málin gilda, framfylgt af viðeigandi festu. Þess vegna er það mikið verkefni, sem löggjafanna bíður að efna- hagsmálunum loknum, en það er að búa svo um hnútana, að allir þegnar landsins, sem ræktun stunda verði jafn réttháir, skógareigendur og skógræktarmenn ekki síður en aðrir. 5. Iögheimili: Fu.Jtrúaráðsfundurinn áréttar samþykkt 6 landsþings Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga varðSndi frumvarp til laga um lögheimili, sem nú liggur fyrir Alþingi, þingskj. _88. — Beinir fundurinn því til þeirrar nefndar, sem um málið fjallar á Alþingi, að þau atriði frumvarpsins, sem samþykkt Sambandsþings fjallar um, séu athuguð nánar og um þau haft samráð við stjórn Sam- bandsins, áður en frumvarpið er lögfest. 6. Bjargráðasjóður fslands: Fulltrúaráðsfundurinn sam- þykkir að leggja til að frv. um Bjargráðasjóð verði flutt á Al- þiugi eigi síðar en á komandi hausti, en telur rétt að stjórn Sambandsins leiti umsagnar sýslunefnda og bæjarstjórna um málið fyrir þann tíma eftir því sem við verður konuð. 8. Útsvarsmál Þá taldi fundurinn að frum- varp það, sem væri fyrir Alþingi, j um bráðabirgðabreytingu á út- svarslögum þyrfti nánari athug- ; unar við og benti á nokkur dæmi tm þetta. 1 Langholfssöfnuður lagði 1 millj. í kirkjubyggingu FYRIR skömmu var aðalfundur Langholtssafnaðar haldinn að aflokinni guðsþjónustu. Fundur- inn var haldinn í þeim hluta kirkjubyggingar safnaðarins sem nú er í smíðum. Lagðir voru fram endurskoð- aðir reikningar safnaðarins og kirk j ubyggingarsj óðs. Reikningarnir sýndu mikla fórn og hinn lifandi áhuga safn- aðarfólksins í framlögum sínum til kirkjubyggingarinnar, því að frá því, að hafist var handa við byggingarframkvæmdir, hefur söfnuðurinn lagt af mörkum rúma eina milljón krónur, þar eru innifalin sóknargjöld, gjafir og ágóði af hlutaveltu, sem haldin var í nóvembermánuði á fyrra ári. Formaður safnaðarins, Helgi Þorláksson, skólastjóri, rakti hina ýmsu þætti hins kirkjulega starfs safnaðarins á síðastliðnu ári. Kom þar skýrt í ljós hve dugmiklu starfi hefur verið haldið uppi í þágu safnaðarins , á meðal hinna ýmsu félaga, t. d. kvenfélagsins, bræðafélagsins, unglingafélagsins „Hálogaland" og auðvitað af mörgum öðrum meðlimum safnaðarins. Formaður þakkaði bæjaryfir- völdum Reykjavíkur fyrir fram- lag bæjarins til kirkjubyggingar innar og undir það þakklæti tóku fundarmenn. Á þessum fundi ríkti einhug- ur og markviss vilji safnaðar- meðlima í því, að þoka bygg- ingu Langholtskirkju sem lengst áleiðis og á sem skemmstum tíma. Þar sem Langholtssöfnuð- ur er orðinn svo fjölmennur sem raun er á, þá er það afar brýn nauðsyn, að kirkjubyggingin komizt það fljótt áleiðis, að hægt verði að taka hana í notkun hið bráðasta fyrir allar kirkjulegar at.hafnir safnaðarins. Og í því augnamiði var ákveð- ið á þessum fundi, að reyna að finna einhverjar fjáröflunarleið- ir, annaðhvort með almennri fjársöfnun innan safnaðarins, eða með happdrætti til ágóða fyrir kirkjubygginguna. Safnaðarnefndin heitir því á alla meðlimi Langholtssafnaðar, og aðra er unna kristni og kirkju, að leggja þessu nauð- synjamáli lið eftir beztu getu. Prestur safnaðarins er eins og allir vita séra Árelíus Níelsson. Safnaðarfulltrúi er Magnús Jóns son, alþingismaður frá Mel. Safnaðarnefndin er þannig skipuð: Formaður Helgi Þorláks- son, gjaldkeri Örnólfur Valdi. marsson, ritari Helgi Elíasson, formaður kirkjubyggingarnefnd- ar er Vilhjálmur Bjarnason. Aðrir safnaðarnefndarmenn eru: Bergþór Magnússon, Bárður Sveinsson, Hafsteinn Guðmunds- son og Kjartan Gíslason. Elliheimili AKUREYRI, 8. maí: — Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefir nú tekið tii athugunar og umræðu fundargerð byggingarnefndar elliheimilis ásamt tillöguuppdrátt um. Bæjarráð leggur til að elli- heimilið verði byggt samkvæmt nefndum tillögum byggingar- nefndarinnar og þeirri nefnd verið falið að sjá um framkvæmd ir, enda verði áherzla lögð á, að framkvæmdir hefjist svo fljótt, sem unnt er nú í sumar. byggt á sumar? Samkvæmt tillögunum á að byggja elliheimilið sem íbúðar- hverfi, þar sem verði eitt stórt stofnhús og síðan lítil íbúðahús og raðhús í hverfinu í kringum stofnhúsið. í stofnhúsinu verður mötuneyti, eldhús og nokkur íbúðaherbergi fyrir vistmenn og e. t. v. íbúðir starfsfólks. Elli- heimilishverfinu er ætlaður stað- ur skammt frá fjórðungssjúkra- húsinu í bænum, vestan Þórunn- arstrætis, en sunnan Álfabyggð- ar. — vig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.