Morgunblaðið - 14.05.1960, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 14.05.1960, Qupperneq 3
Laugardagur 14. maí 1960 M n w rw jj y n r 4 fílÐ 3 11. MAl síðastliðinn var loka- dagur vetrarvertíðar á Suður- landi og hefur svo verið frá fyrstu tíð. Sjómenn voru að vísu sikráðir á kútterana í gamla daga til og með 14. maí, svo útgerðarmenn hefðu 3 daga að hlaupa upp á, ef vel veiddist, en litið var á 11. maí sem lokadag engu að síð- ur. Þegar togararnir komu til sögunnar voru menn skráðir til óákveðins tíma. Lokadagur er sem sagt 11. maí af sögu- legum ástæðum og til að miða við eitthvað, þó veiðurr, ljúki oft bæði fyrr og seinna og sjómenn séu yfirleitt skráðir til 14. maí. Stapafell að koma úr róðri. ☆ Mbl. þykir hlýða að minn- ast vertíðarloka í dag 14. maí — þegar afskráning fer fram — með því að segja lítilshátt- ar frá „happabátnum“ Stapa- setiist að í stýrishúsinu hefur aiarei brugðizt róður. Það er borgun Andrésar fyrir líf- gjöfina og matinn, sem hann étur, en það er hre.'nt ekki svo lítið, því hann étur þyngd sina á dag af karfa og ýsu. Það þætti að minnsta kosti mikið, ef það væri einhver annar Andrés. Skipshöfn Stapafells hefur miKið uppáhald á honum og og ,happafugl‘ felli frá Ölafsvík — og „happa fuglinum“ Andrési, sem skips- höfn Stapafells hefur hjá sér um borð. ☆ Af hverju hann var skírður Andrés er víst leyndarmál, en hann hét áður Langvía eins og allir aðrir samsikonar svart fuglar. Áhöfn Stapafells fann hann einn góðan veðurdag, þar sem hann flaut í oliubrák á sjónum og gat ekki flogið. Það var fyrir tveim mánuð- um og þá vantaði 40 tonn upp á að Stapafellið væri aflahæsti báturinn á vertíðinni. En síð- an Andrés kom um borð og telur ekki eftir sér að hreinsa stýrishúsið daglega — eftir hverja máltíð. Tvisvar héldu þeir að Andrés ætlaði að af- skrá sig, þó ekki væru komin vertíðarlok. Þá voru þeir að draga linu, en strax og þeir urðu þess varir að ,fuglinn var floginn", létu þeir drekann fara og. eltu Andrés, þar sem hann var á sundi í sjónum. Þeim tókst að góma hann í fötu í fyrra sinnið, en í seinna skiptið kom hann sjálfur á móti þeim, þegar þeir voru lagðir af stað á eftir honum. Á þessu sézt að vináttan o"g tryggðin er á báða bóga — milli áhafnar „happabátsins" og „happafuglsins". Það gætu að minnsta kosti ekki talizt „Happafuglinn“ Andrés á breiðixn herðum Haraldar Guð- mundssonar, háseta. Ljósm.: Svavar Guðbrandsson. svik „af væng“ Andrésar, þó hann hefði farið fyrir vertíð- arlok, þar sem hann hefur aldrei verið skráður um borð. Áhöfn Stapafells (á myndina vantar 1. vélstjóra). „Aflakóngurinn", Tryggvi Jónsson, er fyrir miðju stýrishúsinu, klæddur úlpu. Ferró sýnir í Lista- mannaskálanum í DAG kl. 2 e.h. opnar Guðmund ur Guðmundsson, Ferró, mál- verkasýningu í Listamannaskál- anum. Á sýningunni eru 180 myndir alls, þar af 20 stór olíu- málverk, 13 minni, 50 teikningar og 97 mósaikmyndir. Mósaik- myndirnar á sýningunni eru flest ar unnar úr efni frá ísrael, úr Negeveyðimörkinni og úr Rauða- hafinu. Hörður sýnir y teikningar í DAG kl. 5 opnar Hörður Ágústs son, listmálari, sýningu á teikn- ingum í sýningarsal Ásmundar Sveinssonar við Freyjugötu. Eru þetta um 30 myndir, yfirleitt mannamyndir, sem Hörður teikn aði á árunum 1949—1950, en þá var hann í París. Hafa myndir þessar aldrei verið sýndar, og segist Hörður að sér hafi komið j í hug að sýna þær svona rétt að gamni sínu, þegar hann rakst á þær hjá sér fyrir skömimu. Sýningin verður opin næstu 10 j daga kl. 5—10 e.h. virka daga og 1—10 sunnudaga. SMSIEINAR Framsóknarme in ræða stuðning við verkföll „íslendingur“ á Akureyrf ræðir nýlega fund Bændafélags Þingeyinga, þar sem Framsókn- armenn beittu sér fyrir mót- mælum gegn viðreisnarráðstöf- unum ríkisstjórnarinnar. Síðan kemst blaðið að orði á þessa leið: „Á sama fundi bændafélagsins bar fnjóskdælskur bóndi, Olgeir Lúthersson, fram tillögu um, að fundurinn lýsti yfir „siðferði- i legum stuðningi sínum við verka lýðinn ef til verkfalls kæmi í kaupstöðum Norðurlandskjör- dæmis eystra“. Var tillaga hans afgreidd með svohljóðandi rök- studdri dagskrá með 63 atkv. gegn 7: „í tilefni af framkominni til- lögu um siðferðilegan stuðning við verkföll, sem fram kunna að koma, telur fundurinn ekki rétt að taka afstöðu til slíkra aðgerða fyrirfram og tekur fyr- ir næsta mál á dagskrá“. Af þessari tillögu og mörgu öðru verður það auðsætt að Fram sóknarmenn og kommúnistar eru nú í raun og veru einn og sami flokkur. Stjórnarandstöðuflokk- arnir hafa myndað bandalag sín í milli undir því kjörorði, sem kommúnistar hafa markað: Rífa verður niður viðreisnarkerfi rík- isstjórnarinnar. Hvers konar stjórn? Hvers konar stjórn var eigh*. lega síðasta ríkisstjórn Hermann* Jónassonar? Sjálf kallaði hún sig vinstri stjórn. En í raun og veru var hún hvorki vinstri né hægri stjórn. Hún var fyrst og fremst gersamlega úrræðalaus, upplausnar- og vandræðastjórn. Bætti hún aðstöðu verkalýðs- og launþega í landinu? Nei. Bætti hún aðstöðu atvinnu- lífsins og framleiðslunnar? Nei, svo sannarlega ekki. Út- rýmdi hún verðbólgu og dýrtíð? Nei, það gerði hún vissulega sízt af öllu, þvert á móti, hleypti hún vérðbólgunni lausbeizlaðri eins og óargadýri á almenning. Það er hinn aumi arfur vinstri stjórnarinnar, sem núverandi ríkisstjórn tók við. Af honum sýpur íslenzka þjóðin seyðið í dag. Það er vegna þess hruns og upplausnar, sem hin svokall- aða vinstri stjórn undir forystu Framsóknarmanna leiddi ytir ís- lendii.ga, sem nauðsynlegt hefur reynzt að gera róttækar ráðstaf- anir til viðreisnar. Stundarfórnir Vitanlega kosta þessar við* reisnarráðstafanir stundarfórnir að hálfu þjóðarinnar. En þær eru algert smáræði miðað við þau vandræði og bágindi, sem leitt hefði af úrræðaleysi vinstri stjórnarinnar, ef núverandi rik- isstjórn hefði eikki haft kjark og manndóm til þess að horfast í augu við staðreyndirnar og segja þjóðinni sannleikann um nauðsyn róttækra og víðtækra viðreásnarráðstafana. Þetta verða menn að hafa í huga þegar kommúnistar og Framsóknarmenn reyna að blása upp þá erfiðleika, sem steðji að þjóðinni nú. Hið hækkaða verð- lag er bein afleiðing af verðbólgu stefnu vinstri stjórnarinnar. Hún felldi íslenzka krónu en brast aðeins kjark til þess að játa það opinberlega. Hún sagðist alltaf vera að vinna gegn verðbólgu og dýrtíð, en varð þó að lokum að gefast upp, hrökklaðist frá völd- um vegna þess að hún hafði steypt „nýrri dýrtíðaröldu“ yfir þjóðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.