Morgunblaðið - 14.05.1960, Page 9

Morgunblaðið - 14.05.1960, Page 9
Laugarðagur 14. maí 1960 UrtB/'r«iDr ín(g 9 í tilefni þfóðaleiðtogafundarins Flestir þekkja eitthvað til Berlínarborgar. Menn vita, að hún er hatrammlega klofin borg i sundurskiptu landi. Miklu minna er aftur á móti vitað um hið sovézka hernámssvæði, s«m umlykur Berlín, og ríki það, sem heiir tekið sér nafnið „Þýzka alþýðulýðveldið“. Berlínarbúar þekkja alla þá eymd, kúgun og örvæntingu, sem kommúnistarnir — með hernámsvald Sovétríkjanna að bakhjarli — hafa valdið með því að knýja fram í þýzku landi framandi stjórnkerfi sitt með ofbeldi og ógnum. — Margir landar okkar hafa flúið til Vestur-Berlínar í leit sinni að frelsi frá þessu stjórnkerfi. Margir aðrir hafa látið líf sitt undir okinu. En meira en ein milljón samborgara okkar — í eystri helft Berlínarborgar — og 16 milljónir Þjóðverja á her- námssvæði Sovétríkjanna verða áfram að lifa við kommúniska harðstjórn. Þetta fólk er nágrannar okkar, vinir okkar og skyldmenni. Markalínan innan borgar okkar er hin síðasta, sem það getur farið yfir með tiltölulega hægu móti, og án þess að tefla um of á tvær hættur. Því getum við enn fagnað þessu fólki á heimil um okkar, rabbað við það, lagt því eilítið lið og hlustað á það. Frásagnir þess eru allt annað en ánægjulegar. Ættum við sjálf minna láni að fagna en raun ber vitni, hefðum við sömu sögu að segja. Vestur-Berlín er skjöldur frelsisins í augum þessa fólks, staður, þar sem það finnur þá andlegu og siðferðilegu næringu, sem veitir því þrek til að þola hina gráu til- veru þvingunar og sljóvgandi, niðurdrepandi kúgunar á sovét-svæðinu. Af þessum sökum tala stuðningsmenn og fulltrúar einræðisstefnunnar um Vestur-Berlín sem „krabbamein". En „eitrið“, sem við dreifum, er hugsjónir . . . frelsishugsjónin, réttarfarshugsjónin, virðingin fyrir manngildinu og viður- kenning á rétti allra til mannsæmandi lífskjara. Slík eru „vopn“ okkar, í þessu felast ,,ógnanir“ okkar. Þessar hugsjónir eru orsök þess, að kommúnistarnir leggja allt kapp á að tortíma Vestur-Berlín sem höfn frelsisins. En árásunum á Vestur-Berlín er ekki einungis beint gegn borginni sjálfri. Tilgangurinn með þeim er fyrst og fremst sá að rjúfa tengslin við þær 16 milljónir landa okkar, sem búa á hernámssvæðinu allt umhverfis og kæfa vonir þeirra um betri tíma. Áereiningurinn um Berlín hefir verið vakinn af ásettu ráði. Það mál varðar alla þá, sem af einlægni vilja stuðla að frelsi mannsins og friði meðal allra þjóða. Núverandi ástand á hernámssvæði Sovétríkjanna í Þýzkalandi, þeim hluta lands okkar, sem kommúnistar ráða, brýtur ekki einungis bág við rétt einnar þjóðar til sjálfsákvörðunar og áfram- haldandi lífs. Það er raunveruleg uppspretta nýrrar sundrungar í hjarta Evrópu. WIL.L.Y BRANDT DK. JOHANN GRADL ALFRBD HENZE ANNEDORE LEBER ERNST LEMMER Aðalborgarstjóri Berlínar Þingmaður lyrir PAUL LÖBE Fyrrv. þingforseti ( Weimarlýðveldið ) Berlín Formaður framkvæmda- stjórnar AEG, Berlín DR. MARIE ELISABETH LtJDERS Þingmaður fyrir Berlín. Aldursforseti þingsins. Útgefandi Þingmaður fyrir Berlín og ráðh. í sambandsstjórninni KURT MATTICK Þingmaður fyrir Berlín Við undirrituð, sem gegnum hinum ólíkustu störfum í lífinu og aðhyllumst mismunandi skoðanir í stjórnmálum og trúmálum í hinum frjálsa hluta Þýzkalands, veitum þessum boðskap frá Berlín fullan og skilyrðislausan stuðning. Ef ljós frelsisins slokknaði í Berlín, mundi myrkrið brátt ríkja um gervalla Evrópu. Wilhelmine Liibke Dr. h.c. Hermann J. Abs Bankaeigandi Dr. Marga Anders Formaður sambands háskóla- genginna kvenna í Þýzkalandi Fritz Berg: Werner Bockelmann Forseti iðnaðarbandalags Yfirborgarstjóri Frankfurt/MaiiV Sambandslýðveldisins Form. þýzka fimleikasambandsini Max Brauer Borgarstjóri Hamborgar Marion Dönhoff greifafrú Ritstjóri Ernst Friedlaender Blaðamaður Werner Friedmann Yfirritstjóri og útgefandi Otto A. Friedrich Iðnrekandi Dr. Ernst Fromm Dr. Rupert Giessler Forseti þýzka læknafélagsins. Fyrsti formaður þýzka blaðamanna Féhirðir heimssambands lækna sambandsins. Framsögumaður ' blaðaráðs Þýzkalands Próf. Emmi Hagen Prófessor í líffræði við háskólann í Bonn Próf. dr. Otto Hahn Forseti Max-PIanck-vísinda- félagsins Próf. Wilhelm Hahn Rektor háskólans í Heidelberg. Prófessor í guðfræði Dr. Walter Hilpert Forstjóri Norður-þýzka útvarpsins Alwin Miinchmeyer Forseti þýzka iðnaðar- og verzlunarráðsins Ludwig Rosenberg Varaformaður þýzku verka- lýðssamtakanna Dr. Hugo Stenzel Forseti sambands blaSaútgefenda í Þýzkalandi D. Dr. Hanns Lilje biskup Yfirbiskup hinnar þýzku evan- gelísk-lúthersku kirkju Próf. dr. Ileinz Nordhoff Iðnrekandi Axel Springer Utgefandi Bernard Tacke Varaformaður þýzku verka- iýðssamtakanna Karl Marx Aðalritstjóri og útgefandi blaðs Gyðinga í Þýzkalandi „Allgemeine Wochenzeitung der Juden" H. Oehmig Formaður þýzku kennarasamtakanna Próf Karl Schiller Forstjóri stofnunar utanríkis- viðskipta og þjóðhagsfræða. For stöðumaður kennaraskóla í hagfr. Rudolf Ullstein Utgefandi Heinrich Meins Málfærslumaður Dr. Hans C. Paulssen Forseti þýzka vinnuveitenda- sambandsins Dr. W. W. Schiitz Formaður og framkvæmdastjóri samtakanna „Odeilanlegt Þýzkaland“ Séra Wilhelm Wissing Forstöðumaður biskupaskvifstofu kaþóisku kirkjunnar í Þýzkalandi Bertha Middelhauve Formaður bandalags þýzkra kvenna Willi Richter Formaður þýzku verkalýðs- samtakanna Harald H. Schuldt Formaður sambands þýzkra skipaeigenda Dr. Otto Ziebill Framkvæmf’ ' forseti þýzka boxto—...ioandsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.