Morgunblaðið - 14.05.1960, Side 11
Laugardagur 14. maí 1960
MORGVNBLAÐIÐ
11
Sigurður A. IMagnússon
Al paf
ÞAÐ ER 1. MAÍ og sólbjart kald-
viðri yfir Berlín. Frá hótelglugg-
anum sér yfir nokkrar götur sem
þegar eru iðandi af fólkV, þó
klukkan sé ekki nema rúmlega
níu. Langar fylkingar berandi
allra handa fána og áletraða
borða halda í eina átt, til Lýð-
veldistorgsins þar sem fjölda-
fundur dagsins fer fram um
ellefuleytið. Það er hátíðablær
yfir borginni eins og eitthvað
stórfenglegt sé í vændum, en ég
fæ víst aldrei að vita hvað það
er, því klukkan hálfellefu verð
ég að vera kominn út á flugvöll-
inn. Eina huggunin er að ég var
viðstaddur hátíðahöldin í Berlín
1. maí í fyrra og þau líða mér
sennilega seint úr minni.
Flugvélin hefur sig á loft og
kveður þessa glaðværu og sér-
kennilegu borg, þetta eyland í
miðju „rauða hafinu“ þar sem
íbúarnir berjast hetjulegri bar-
áttu fyrir rétti sínum til frelsis
og sjálfsákvörðunar. Hátíðahöld-
in í dag eru árétting baráttu-
viljans sem engar ógnanir úr
austurátt fá bugað.
Ég hef aðeins eytt fjórum dög-
um í Berlín að þessu sinni, en
þeir eru mér fyrir marga hluti
minnisstæðir. Andrúmsloftið í
borginni orkar örvandi á skyn-
færin, þetta sambland af alvöru
lífsins og næstum léttúðarfullri
glaðværð. Óvíða eru þessar and-
stæður dregnar jafnskýrum drátt
um. Skemmtanalífið er fjölskrúð
ugt og mikill menningarbragur á
leikhúslífinu. í Borgaróperunni í
Vestur-Berlín sá ég t.d. tvo ó-
gleymanlega balletta: „Schwarze
Sonne“, yfirmáta nýtízkt verk
byggt á gríska harmleiknum um
Orestes, Elektru og Klytem-
nestru, og „Undine“, klassískt
verk byggt á hinni kunnu mið-
aldasögn um vatnadísina Undine
og riddarann Palemon. Bæði
þessi verk voru sett á svið af
Tatjana Gsovsky, og er hún jafn-
framt höfundur fyrra verksins.
í Austur-Berlín heimsótti ég
„Berliner Ensemble“ við Schiff-
bauerdamm, þar sem leikflokkur
Bertolts Brechts hefur starfað
við mikinn og sívaxandi orðstír á
undanförnum árum. Þetta kvöld
var eitt af verkum meistarans
sjálfs á fjölunum, „Leben des
Galilei“, hárbeitt ádeila á kaþ-
ólsku kirkjuna fyrir baráttu
hennar gegn framsókn vísind-
anna á 17. öld, en jafnframt tákn
ræn hugvekja fyrir nútímamenn,
sem standa andspænis djöful-
mætti kjarnorkunnar. „Berliner
Ensemble" á sennilega fáar hlið-
stæður í heiminum að því er
snertir hnitmiðuð vinnubrögð og
frumlega listræna túlkun, enda er
leikhúsið við Schiffbauerdamm
þéttskipað áhorfendum kvöld
eftir kvöld. f fyrra var ég svo
lánsamur að sjá þar „Mutter
Courage“ með ekkju skáldsins,
Helene Weigel, í aðalhlutverkinu,
og er það ein eftirminnilegasta
leiksýning sem ég hef sótt.
Við hækkum 'flugið og borgin
tekur smám saman á sig hina
venjulegu mynd borga sem séðar
eru úr lofti, flókið net af göt-
um, trjágörðum og húsaröðum. Á
stöku stað standa enn holar húsa
tóftir og kalla hugann til ann-
arra daga. En brátt byrgja ullar-
kenndir skýjaflókar fyrir alla sýn
til jarðar, og þá er ekki annað að
gera en grípa dagblöðin. Eitt
þeirra flytur mjög vinsamlega
grein um fsland, þar sem þýzkir
ferðalangar eru áminntir um að
misnota ekki hina sögufrægu
gestrisni fslendinga ,þegar þeir
gista eyjuna í norðri.
Eftir rúma klukkustund lend-
um við á flugvellinum í Frank-
furt. Þar er þungskýjað og ýr-
ingur úr lofti. Meðan ég bíð eftir
næstu flugvél leitast ég um í bið-
salnum, og viti menn, þar eru þá
komnir tveir fulltrúar þeirrar
afarsjaldgæfu manntegundar, er
gengur undir nafninu íslending-
ar. Þessir menn eru Sigurður Sig-
urðsson landlæknir og Júlíus Sig-
urjónsson prófessor. Þeir eru á
leið til þings Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar í Genf, og
þannig eigum við samleið næsta
hálfan annan tímann. Það er lítið
að sjá á leiðinni sökum skýja-
Skólaslit
Sextán nýir
BÆ A HÖFÐASTRÖND, í maí.
— Nokkur viðburður er það tal-
inn í héraðinu þegar Hólaskóla
er sagt upp, sem vanalega er 30.
apríl ór hvert. Eg skrapp heim
að Hólum í þetta sinn til að sjá
og heyra. Er eg kom í hlaðið
heyrði eg söng mikinn og há-
reysti, en ekki voru þar nein
slagsmál á ferðinni. Heldur voru
þar nokkrir strákar í heitu
steypibaði og voru þeir allhávær
ir. Uppi í herbergjum þeirra var
allt á tjá og tundri, því að nú
var verið að búa sig til heim-
ferðar, skrifa vinakveðjur hver
hjá öðrum, gera upp við matar-
stjórann, greiða skólagjöld o. fl.
Og parna kom Vigfús minn
kennarí sem búinn er að vera
starfandi. við skólann um 40 ár.
Náði ég honum inn á herbergi
einu með nokkrum strákum og
spjallaði þar við þá litla stund.
Aðspurður sagði Vigfús ekki
ýkja mikinn mun á piltunum nú
og fyrir 40 árum, er hann byrj-
aði. Flestir kæmu nú betur und-
irbúnir, gagnfræðingar og stúd-
entar kæmu nú í skólann, sem
ekki hefði þekkzt áður. Þá hefði
lágmarksaldur verið 17—18 ára
og upp að 30 ára en nú væri
ug
þykknis unz við nálgumst Genf.
Þá blasir við okkur hið undur-
fagra Genfarvatn umlukið skógi-
vöjnum hæðarirögum, þar sem
virðulegar hallir og sveitasetur
standa á víð og di eif milli lauf-
ríkra trjárunna, en að baki rísa
fjöllin blá og snævi þakin hið
efra, látlaus umgerð um þetta
friðsæla og velefnaða pláss, þar
sem margra alda velsæld liggur
beinlínis í loftinu, sem er raunar
óþarflega órólegt þegar við lend-
um á flugvellinum.
á Hólum
búfræðingar
það frá 15 að 24 ára aldri. —
Strákarnir væru kraftmiklir og
fjörugir alveg eins nú og áður,
en vitanlega mjög misjafnir.
Þarna voru tveir strákar með
hökuskegg eins og margra ungra
manna er siður nú. Annar tók
í nefið og sagðist hafa tekið í
vörina, þegar hann var á vertíð,
en sárafáir sögðust reykja, og
vín hefði varla verið smakkað
í vetur. — Já, Vigfús sagði skóla-
brag hafa verið með ágætum í
vetur.
Prófdómara skólans, Ármann
Dalmannsson, hitti ég. Hann
hefir verið prófdómari í 10 ár.
Hann sagði stráka vitanlega
mjög misjafna. Þarna kæmu
miklir námsmenn en furðanlega
fáir tossar og yfirleitt væru
einkunnir býsna jafnar, en is-
lenzkan virtist þó mörgum
erfið.
Sextán búfræðingar
Nú vai hringt og söfnuðust
allir inn í lestrarsal skólans.
Piltar sungu „Hvað er svo glatt“
og skólastjóri hóf skólaslitaræðu.
Sagði hann sltólann hafa gengið
vel og r.efði verið með svipuðu
sniði og undanfarið, en nú væri
Samferð okkar landanna er lok
ið og þeir félagarnir halda til að-
kallandi starfa í höfuðborg al-
þjóðasamstarfs, en ég verð að
bíða tvo tíma eftir flugvélinni
sem flytur mig síðasta áfangann
tíl Aþenu. Það er ös í biðsalnum,
því farartækin eru sífellt að koma
og fara. Úr hátalaranum glymja
nöfnin viðstöðulítið: Amsterdam,
Hamborg, London, Madrid, Lissa-
bon, Teheran, Líbería, Róm. Sal-
urinn fyllist og tæmist á víxl.
Loks er kallað: Aþena og Tel
Aviv, og ég tek saman föggur
mínar í snatri.
Flugið frá Genf til Aþenu tek-
ur 4% tíma, og leiðin er ein sú
tilkomumesta sem ég hef flogið.
Við erum brátt ofar skýjum og
líðum yfir fannhvíta iðandi breið
una baðaðir eftirmiddagssólinni.
En allt í einu rísa tígulegir hnúk-
ar Alpanna upp úr skýjunum eins
og vindsorfin eylönd í freyðandi
hafróti. Mont Blanc og aðrir fræg
ir tindar tróna hér algerlega ó-
jarðbundnir. í næstu andrá er
skýjaslæðan rifin og við okkur
blasir endalaus margbreytni
fjalla og djúpra skuggsælla dala.
Snjórinn teygir sig niður eftir
hlíðunum og virðist hafa hrakið
allt líf burt af þessum slóðum.
En skyndilega opnast djúpur dal-
ur umgirtur fjöllum á allar hlið-
ar og þar getur að líta blómlega
byggð! Mér kemur fyrst í hug
að náttúran sé hér að leika ein-
hvers konar sjónhverfingakúnst-
ir, en við nánari yfirvegun kemst
ég að þeirri skynsamlegu niður-
stöðu að ugglaust séu einhvers
staðar í þessum fjöllum jarðgöng
sem tengi þetta afskekkta byggð-
arlag umheiminum. Það er heil-
mikill handagangur í flugvélinni
er við fljúgum yfir Alpana, því
enginn vill verða af þessari stór-
kostlegu sjón, en svo er hún lið-
in hjá, og við höllum okkur aft-
ur í sætunum til að hvíla sjón-
taugarnar.
Alparnir renna aflíðandi niður
í Pódalinn og við tekur slétta
með þéttri byggð og grænum gróð
ursælum víðáttum. Hvernig sem
á því stendur er það ósköp bragð
dauf dægradvöl að skoða flat-
lendi úr flugvél.
Svo fer landið aftur að færa
sig upp á skaftið og við fljúgum
inn yfir Appennínafjöllin sem
eru eins konar hryggbein Ítalíu.
Þau eru mun lægri en Alparnir
og þp er þar víða snjóþungt enn-
þá. Byggðin er dreifð en hvergi
endanlega rofin.
Úr lofti að sjá er byggðin í
Appennínafjöllum sérkennileg —
alger gagnstæða þess sem við eig
um að venjast á íslandi. Bæir og
þorp liggja hvarvetna efst á
búið að skipa nefnd, sem athuga
ætti reicstur Bændaskólanna og
búizt væri við einhverjum breyt-
ingum. í ráði væri að smíða full-
komið vélaverkstæði, enda væri
nauðsyn að sníða kennslu eftir
kröfum tímans. Þá fór fram af-
hending skírteina til 16 búfræð-
inga, sem brautskráðust í þetta
sinn. Einkunnir voru mjög jafn-
ar, flestir með fyrstu einkunn
og einn, Tryggvi Pálsson stúdent,
með ágætiseinkunn, 9.48.
Smiðar fyrir 80 þús. kr.
Smíðar höfðu verið stundaðar
af kappi og voru mjög margir
eigulegir munir enda talið að
smíðaker.nsla á Hólum sé sú
bezta sem þekkist í skóla hér á
landi. 50 munir voru gerðir og
196 bækur bundnar. Var þetta
metið á um 80 þús. kr.
Verðlaunum var úthlutað úr
verðlaunasjóði Bændaskólanna,
verðlaunum frá Sambandi ísl.
samvinnufél., frá Ferguson
verksmiðjunum, úr minningar-
sjóði Tómasar Jóhannssonar
leikfimikennara, tvenn verðlaun
frá Morgunblaðinu, verðlaun
fyrir hirðingu hesta og verðlaun
úr minnmgarsjóði Jósefs Björns-
sonar.
Skólastjóri sagði að mikil
bretying væri nú á orðin, t. d.
síðan 1930, um stofnun bús, þar
sem peningagildi væri nú orðið
sáralítið og allt hefði hnigíð í þá
átt að gera mönnum erfiðara er
reisa vildu bú frá grunni.
bungum fjalla og hæða, og veg-
irnir, sem eru eins og hvitir ó-
reglulegir saumar á landinu,
þræða fjallahryggina og bregða
svo að segja hvergi út af þeirri
venju. Það er engu líkara en
mannfólkið hér skelffst dalbotna
og skorninga, en leggi allt kapp
á að liggja sem bezt við sól, veðr-
um og vindum. Á fjöllum og
hæðum er enn þunnt snjólag, en
niðri í dölunum er gróðurinn þeg-
ar tekinn að grænka. Bæir og
þorp liggja flest undir snjó og
mynda alls kyns skrýtileg mynst
ur á fannbreiðunni. Þetta er að
líkindum landið sem Ignazio
Silone lýsir svo snilldarlega í
skáldsögu sinni „Brauð og vín“.
Degi er tekið að halla og sól-
argeislarnir renna sér sniðhallt
gegnum þunna skýjaslæðuna yfir
þetta hrjóstuga og fjölbýla land.
Fjöllin í fjarska boða kvöldkomu
með því að roðna lítið eitt á vang-
ann. Við fljúgum yfir vatnsmikla
á sem kemur af fjöllum og hef-
ur safnað til sín ótölulegum
fjölda bæja og þorpa. Þegar rökkr
ið hnígur yfir byggðina fara ljós-
in að vakna eitt af öðru, og brátt
er fátt annað sýnilegt en þessir
glitrandi dílar til og frá um fjöll-
in. —
Þegar nær dregur austurströnd
inni þéttast þessir Ijósdílar og
mynda stærri eða minni stjörnu-
þokur. Frá Anconna er flogið
suður með strönd Ítalíu sem spegl
ar Ijósaskraut ótalinna borga og
þorpa í lognkyrrum fleti Adría-
hafsins.
Svo ríkir myrkrið unz við kom-
um inn yfir strendur Grikklands.
Á Pelopsskaga eru ljósin færri
og strjálli en á Ítalíu. Ég hef
einhverra hluta vegna á tilfinning
unni að við séum að fljúga yfir
Suðurlandsundirlendið síðasta
spölinn til Reykjavíkur. Kannski
er undirvitundin að árétta þá
vitneskju mína að engin tvö lönd
í Evrópu eru jafnlík frá náttúr-
unnar hendi eins og Grikkland og
ísland. Eða finnst mér kannski
innst inni að ég sé á leiðinni
heim?
Áður en varir erum við yfir Píre-
us sem tekur á móti okkur með
glitrandi ljósadýrð. Ljósin með-
fram endilangri ströndinni, sem
myndar hálfmána við botn fló-
ans, eru eins og gimsteinafesti á
breiðum og vinhlýjum konu-
barmi. Og við líðum inní faðm
þessarar brosandi borgar með
feiginleik elskhugans.
Það er 20 stiga hiti í Aþenu
þó orðið sé áliðið kvölds. Mild
sumarblíðan lykst um mig, og
ég á erfitt með að gera mér grein
fyrir því, að fyrir einum 10 tím-
um var ég staddur í Berlín í
kalsaveðri.
Flestir vinna við bústörf
Þau 25 ár, sem Kristján Karls-
son er búinn að vera skólastjóri
kvað hann 539 nemendur hafa
sótt skólann. Mikill meiri hluti
af þeim hefði stundað nám í 2
vetur. Hann taldi að um 70% af
nemendum, sem frá skólanum
kæmi, stunduðu landbúnaðar-
störf eða honum skyld störf. Að
éndingu kvað skólastjóri þaS
ósk sína, að þeir búfræðingar,
sem nú útskrifuðust, héldu sig að
búskap og hliðstæðum störfum
og að þeir yrði góðir félagsmenn
og nýtir . starfi landi og lýð til
góðs.
Á eftir ræðu skólastjóra var
sungið: „Eg vil elska mitt land.“
Matarstjóri var kosinn til
næsta íkólaárs, Broddi Björns-
son, Framnesi í Skagafirði. —
Kostnaður á hvern námsmann
varð kr. 33,00 á dag á móti kr.
32,00 árið áður. Áður en piltar
yfirgáfu staðinn háðu þeir
knattspyrnukappleik við Sauð-
kræklinga, sem endaði með
ósigri peirra 4:1.
Eins og vænta má myndast
góð vinátta á milli þessara skóla-
félaga, enda var auðséð á kveðj-
um þeirra að þar var einlægur
hlýhugur, en hugurinn leitar
heim úl starfa. Allir hafa þeir
mikinn áhuga að sýna hvað þeir
hafa lært. Þeir vilja sjálfsagt
allir verða góðir félagsmenn,
nýtir inenn. — B.
Frá Ölpunum.