Morgunblaðið - 14.05.1960, Síða 13

Morgunblaðið - 14.05.1960, Síða 13
Laugardagur 14. maí 1960 MORCXJTS BL AÐIÐ 13 Óiafía Ásbjarnardóttir Garðhúsum - minning HLÝJAN en skýjaðan hásumar- dag fyrir tæpum sex árum var höfðingi sinnar byggðar, Einar G. Einarsson í Garðhúsum, lagður til hinztu hvíldar í Staðarkirkju- garði í Grindavík. Það er all- langur vegur frá kirkjunni út í Staðarhverfi, yfir hraun að fara, hafið á aðra hönd. Líkfylgdin þok ast hægt og hægt eftir hraungöt- unni, líkhringingin smádeyr út að baki, niður hafsins sem undirspil, þungur en hljóður niður, óvenju hljóður og mildur. Yfir hinni þöglu göngu hvílir hátíðleg ró. Og þegar gengið er í vallgróinn kirkjugarðinn skín sól úr skýjum. Hvílíkur friður í þeim reit, sem er eins og vin í óbyggð hafs og hrauns. Og hvílíkur hreinleiki og heiðríkja í þeirri óbyggð, hversu átakanlega söknum vér eigi oft slíkrar heiðríkju og tignar í mann legum samskiptum. Hún er þó til. Það var bæði heiðríkja og tign of- in hógværu ylríki yfir allri fram göngu konunnar, sem fór fyrir, líkfylgdinni sumardaginn fyrir sex árum og seinust allra signdi yfir gröfina í Staðarkirkjugarði daginn þann. Nú stendur hennar eigið hvílurúm þar opið. Frú Ólafia Asbjarnardóttir fæddist 17. desember 1876 i Innri-Njarðvík; foreldrar henn- ar voru hjónin Asbjörn Olafsson hreppstjóri og útvegsbóndi þar og Ingveldur Jafetsdóttir' Ólafía ólst upp í föðurgarði, hún hlaut sérstaklega fágað uppeldi sem framkoma hennar bar vott um alla ævi, og hússtjórnarmenntun- ar naut hún um skeið i Heykja- vík. Hinn 15. dag júlímánaðar 1898 giftist hún Einari Einarssyni kaupmanni og útgerðarmanni í Garðhúsum í Grindavík og tók þar við stjórn mikils og gróins menningarheimilis eins og hún hefði verið til þess kjörin. Þau Einar og Ólafía bjuggu í Garðhús txm allan sinn búskap. Þeim varð 10 barna auðið, þrjú dóu ung en sjö eru á lífi, fjögur búsett í Reykjavík, húsfreyjurnar Ing- veldur, Guðrún og Bergþóra, og Ólafur stórkaupmaður, og þrjú í Grindavík, Einar verzlunarmað- ur, Hlöðver kaupmaður og Auð- ur, sem ætíð hefir átt heima í Garðhúsum. Það mun lengi verða vitnað til mikilla umsvifa Einars í Garð- húsum meðan hann var og hét, það mátti með sanni segja að hann byggði að miklu ieyti upp sitt byggðarlag, eða það yxi í kjölfar stórframkvæmda hans á sviði útgerðar og verzlunar. Og það fór orð af sérstæðum per- sónuleika hans og höfðingsskap. En þeir, sem til þekktu, vissu vei, að eiginkona hans var engu minni persónuleiki, og að hennar sterka og hlýja hönd var honum bæði aflvaki og ylgjafi til hinztu stundar. Enda fór Einar ekki dult með það að eiginkonan var hon- um allt, honum fannst heiður að því að geta borið því vitni, að hann hefði stækkað af sambúð- inni við hana, og þanr.ig ferst stórmennum ætíð en smámenn- um aldrei. Eins elskaði Olafía og virti sinn mann, eins og hún mátti vissulega gera, þau voru „ekki tvö heldur einn maður“. Það hlaut að hlýja öðrum um hjartað að finna þá einingu, feg- urri sjón getur naumast en öldr- uð hjón, sem lifa fyrst og fremst hvors annars lífi, en ekki eigin lífi, samhent, samgróin, sameinuð í lífi og dauða fyrir guði og mönn um. í þessu andrúmslofti ólust börnin í Garðhúsum upp, það var ekki að undra þótt fjölskyldu- böndin yrðu hlý og traust þar sem sambúð foreldranna stóð á öðrum eins grunni tryggðar, kær leika og gagnkvæmrar virðingar. Vinnuhjúin bundust einnig oftast heimilinu tryggðaböndum, þau elskuðu og virtu húsmóðurina sem alltaf kom fram ölluni til góðs. Gestnauð var þar feyki- mikil, um Garðhús lá leið svo að segja allra ferðamanna, sem heimsóttu Grindavík. Það kom af sjálfu sér, gestrisnin var óþrot- leg, viðmót hjónanna eftir því, viðurgjörningur allur veglegur, glaðværð og reisn yfir öllu. I rauninni var frú Ölafía ein- staklega dul og hlédræg, — þótt .það yrði hennar hiutskipn að um gangast fjölda fólks — en að sama skapi trygg og traust, glæsi Jeg í framgöngu ,prýðis!ega eðlis greind, en þó umfram allt góð kona og einlæglega trúuð. Hún var með afbrigðum hjáipfús og átti því láni að fagna að geta hjálpað mörgum. Fýrir það munu nú miklu fleiri blessa minningu hennar en nokkurn grunar, því að sízt af öllu vann hún sín góðu verk „til að verða !séð «f mönnum", ekkert var henni fjær. Það skal sagt, ekki henni til hróss, það væri fáfengi legt, heldur sem einstakt eftir- mæli, að naumast eða aldrei mun henni hafa hrotið styggðaryrði af munni, aldrei sagði hún eitt mannskemmandi orð um aðra. Þetta er djúpt tekið í árinni, en ekki of djúpt, það geta allir bor- ið um sem til þekktu. Hún var bráðmyndarleg húsmóðir, létt og gamansöm í innstu eðlisgerð, þótt ókunnugum gæti sézt yfir það vegna hlédrægni hennar, og hafði yndi af tónlist eins og svo margt gott og göfugt fólk. Hún lék sér til hugarhægðar og andlegrar upp byggingar á hljóðfæri fram til hixxs síðasta. Þannig var þá húsfreyjan í Garðhúsum, ekki að úndra þótt hún væri elskuð og virt, þótt frá ' henni stafaði heiðríkju og hlýju j með tign. Ekki að undra þótt all- | ir minnist hennar með ljúfum söknuði og þökk, og þá ekki sízt börn hennar, barnabörn og tengdabörn. A minningar þeirra um hana ber engan skugga. Það er gott að geta sagt það með sanni. í dag verður þessi hljóðláta, stórbrotna kona lögð til hinztu hvíldar við hlið þess manns, sem hún fylgdi til hvílu í Staðar- kirkjugarði sumardaginn friðsæla fyrir sex árum. Þau stóðu hlið við hlið í blíðu og stríðu í 56 ár, sem guð gaf þeim að lifa sam- an, og héðan í frá munu þau hvíla saman í friði meðan hraun- ið grær og sær fellur að sönd- um. Á þessum unaðslega vordegi kemur brúðurin alkomin til brúð guma síns, „og enginn mun taka fögnuð yðar frá yður“ segir í heilögu orði. En það ríkxr djúp þögn í þeim heimkynnum, sem þau hafa kvatt. Þau brugðu ,stór- um sviþ yfir dálítið hverfi' á með an þexm entist líf. Og það er ekki nema mannlegt bótt ‘oss virðist í bili sem „hverfið" sé e.kki jafn svipmikið og áður. 1 dag mun á nýjan leik verða gengið hátíðlega, eins og í skrúð- göngu, út hraungötuna /ið deyj- andi klukknahringingu og undir- leik hafsins. Áður en sól er af lofti hvíla Ölífa og Einar í Garð- húsum hlið við hlið. Og yfir Stað- arkirkjugarði ríkir friður og ró, friður og heiðrík tign. Emil Björnsson. Stofublóm Grænar plötnur, Pálmar og afskorin blóm. Veitum upplýsingar um meðferð blómanna. Gefið stofunum nýtt líf með /allegum blómum. Gróðrastöðin GARÐUR, Hveragerði. Til sölu eru vel með farin eikar borðstofu húsgögn, frá því um aldamót, sex stólar, borð og stór skápur útskorið. Einnig borðstofuborð og sex stólar. — Tækifærisverð. — Upplýsingar í síma 13068 frá kl. 3 á daginn. Byggingarlóð Byggingafélagi óskast til að byggja tveggja eða þriggja íbúðahús á mjög fallegum stað í bænum. Tilboð merkt: „P 72 — 3430“ sendist Morgunbl. fyrir 17. þ. m. Rafvirkjar Rafvélavirkjar Okkur vantar rafvirkja og rafvélavirkja strax. • Rafvélaverkstæðið VOLTI. Sími 16458. Dómur Sumrið er komið. Kjólar, Rlússur, Sportbuxur, Short.s, Sundbolir, Sólbrjóstahaldar, Sumarpeysur, Stíf uiu’irpils o. m. fl. ,,HJÁ BÁRU“ Hafnarfjórður Stúlka óskast til afgreiðslustarfa strax. Gott kaup. Veitingastofan Skálinn Strandgötu 41. Skrifstofustúlka Stúlka vön vélritun og öðrum skrifstofustörfum ósk- ast. Tilboð ásamt meðmælum ef til eru, sendist af- greiðslu blaðsins fyrir 17. þ. m. merkt: „3447“. Orðsending til bifreiðaeigenda Þeir sem vilja selja eða skipta á bifreiðum talið við okkur sem fyrst. Lögfræðingur sér tnn samn- ingagerð. VIÐSKIPTAMIÐLUN Hallveigarstíg 9 — Sími 23039. Sendiferðabifreið Amerískur Ford model 1955 % tonn til sölu og sýnis hjá okkur í dag kl. 2—6. MjFnHRiNN Til sölu 15 tonna eikarbátur með línu og dragnóta spili og nýjum dýptarmæli ásamt fleiru. Mjög hagkvæmt verð. Til greina kemur að taka sem fyrstu greiðslu góða bifreið. Bifreiðsala Bergþórugötu 3 — Sími 11025. BILLIIMN Sími 18-8-33. Höfum til söiu og sýnis í dag BUICK ROADMASTER ’55 með sjálfstkiptingu, vökvastýri, loftbremsum o. fl. aukahlutum. Bifreiðin er mjög glæsileg og vel með farin. B í L L I N IM Varðarhúsinu — Sími 18-8-33.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.